Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 85

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 85
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 85 ÞAÐ verður ekki af glam-úrnum skafið á kvik-myndahátíðinni í Cannes.Hvert sem litið er sjást yndisfríðar meyjar og peyjar á öll- um aldri spóka sig um göturnar. Það sama verður varla sagt um nærri fimm þúsund fjölmiðlamenn sem æða á milli umboðsskrifstofa í von um að fá viðtöl við skærustu stjörnunar, á milli bíósýninga og blaðamannafunda. Fjölmargir lítt þekktir listamenn berjast við að ná athygli sömu blaðamanna á kvikmyndum sínum, sumir hverjir standandi á götuhornum til að grípa gæsirnar á hlaupunum. Veð- urblíðan er með eindæmum og hit- inn sennilega nálægt 30 gráðum. Hinir yndisfríðu geta því stoltir spókað sig léttklæddir og sól- brúnir. Blaðamennirnir eru að- allega sveittir. Tvær myndir sem kynntar voru til sögunnar í Cannes á föstudag hafa vakið verðskuldaða athygli enda keppa báðar um Gull- pálmann í ár. Annars vegar var Volver (Snúið aftur) eftir Pedro Almodóvar, frægasta leikstjóra Spánar, sem meðal annars gerði La mala education. Hins vegar var Fast Food Nation (Skyndibita- þjóð) eftir Bandaríkjamanninn Richard Linklater, sem gerði t.d. myndina School of Rock. Hann er sennilega fyrsti leikstjórinn sem er með tvær myndir í aðalvalinu í Cannes. Hin er Scanner Darkly en hún keppir ekki um Gullpálmann. Mamma sagði Volver, með Penelope Cruz í að- alhlutverki, er mynd um konur sem þurfa að takast á við mjög óvenjulegar uppákomur í lífi sínu og líkt og mörgum fyrri verka Almodóvars var henni vel tekið á sýningu með gagnrýnendum í Cannes. Konurnar eru uppistaða myndarinnar og leikstjórinn sagði eftir sýningu myndarinnar að hún væri í raun sprottin frá konunum í lífi sínu í barnæsku. Þó sérstak- lega móður hans. „Þetta voru ákaflega sterkar og kraftmiklar konur sem urðu að yfirstíga stór- kostleg vandamál í lífi sínu.“ Hann sagði móður sína koma við sögu í nánast hverri senu myndarinnar. „Það á ekki einungis við um það sem kemur fram í máli eldri kvennanna. Sumar setninganna sem Penelope fer með í myndinni eru raunverulega hafðar eftir móður minni,“ sagði Almodóvar. Mörgum illa brugðið Fast Food Nation er gjörólík Volver, byggð á metsölubók Erics Schlossers. Schlosser upplýsti á blaðamannafundi að hann hefði upphaflega viljað gera heim- ildamynd um efni bókarinnar og slík mynd væri raunar í und- irbúningi með öðrum leikstjóra. Richard Linklater hefði talið sig á að persónugera efnið og setja upp sem skáldverk sem byggðist einungis lauslega á bókinni. Bandaríski leikarinn Greg Kinnear fer þar með hlutverk stjórnanda hjá hamborgarakeðju, sem er með augljósri vísun í McDonalds-keðjuna. Hann er fenginn til að kanna hvers vegna hátt hlutfall saurgerla er að finna í kjötinu sem selst hvað best hjá fyrirtækinu og kynnist þá ýmsu miður huggulegu um kjötfram- leiðsluiðnaðinn. Við sýningu myndarinnar í Cannes var mörg- um illa brugðið og vakti hún sterk viðbrögð. Aðstandendur myndarinnar sögðust vonast til að hún fengi fólk til að hugsa um hvað það borðaði, takmarkið væri ekki að gera fólk fráhverft ham- borgurum. En Linklater sagðist nú þegar vera farinn að finna fyrir, svo um munaði, lögfræð- ingum bandarískra skyndibita- keðja. Skammt stórra högga á milli Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Volver, með Penelope Cruz í aðalhlutverki, er mynd um konur sem þurfa að takast á við mjög óvenjulegar uppákomur í lífi sínu. Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 12 - 1:50 - 4 - 6:05 - 8:10 - 10:15 SCARY MOVIE 4 kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10 ára BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 12 SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ THE DA VINCI CODE kl. 3 - 6 - 9 - 12 B.I. 14 ára THE DA VINCI CODE LÚXUS VIP kl. 3 - 6 - 9 - 12 SHAGGY DOG kl. 1:40 - 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 FAILURE TO LAUNCH kl. 8 MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10:30 - 12 B.I. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 B.I. 10 ára FIREWALL kl. 10:10 B.I. 16 ára LASSIE kl. 2 - 4 BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 2 FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eeeH.J. mbl “ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ MÆLA MEÐ “M:I:III” SEM GÓÐRI AFÞREYINGU OG SUMARSMELLI.” eee JÞP blaðið S.U.S. XFM MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI LEITIÐ SANNLEIKANS Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar Sýnd í Álfabakka og Keflavík Stærsta frumsýning ársins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.