Morgunblaðið - 08.06.2006, Side 16

Morgunblaðið - 08.06.2006, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. VALLARHÚS 51 - RAÐHÚS OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17-20 Fallegt og vel viðhaldið 126 fm milliraðhús á tveimur hæðum ásamt stórri sérsuðvestur timburverönd og garði. Gott skipulag. Á neðri hæð er: Eld- hús, þvottahús, gesta wc og stórar og bjartar stofur með útg. á verönd og út í garð. Á efri hæð eru: Þrjú stór herbergi og baðherbergi. Risloft með miklum möguleikum. Verð 28,4 millj. Anna María sýnir eignina í dag, fimmtudag, frá kl. 17 - 20. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir aukna fólksflutninga milli landa koma öllum til góða ef rétt sé staðið að málum en mikilvægt sé að koma í veg fyr- ir að gengið sé á réttindi þeirra sem leita sér betri kjara utan heima- lands síns. Í nýrri skýrslu SÞ, sem Annan kynnti í fyrradag, kemur fram að, að hátt í 200 milljónir manna búi nú og starfi utan heimalands síns og jafnframt að peningar sem margir innflytjendur senda heim séu mikil- vægur þáttur í efnahag margra ríkja, þ. á m. Filippseyja og Serbíu. „Alþjóðlegir fólksflutningar geta, ef beitt er réttum stuðningsaðgerð- um, stuðlað að framþróun jafnt í lönd- unum sem fólkið yfirgefur og í hinum sem það fer til,“ sagði Annan. Hann rifjaði upp að ekki væri langt síðan lönd eins og Írland, ýmis lönd í Suður- Evrópu og Suður-Kórea hefðu verið meðal þeirra sem sendu frá sér flesta útflytjendur í leit að atvinnu og betri kjörum. En nú væru þessi ríki vel á vegi stödd efnahagslega og þangað héldu nú margir í atvinnuleit. Sífellt fleira fólk freistar nú gæf- unnar í öðrum löndum, tímabundið eða til langframa og oft er um ólög- lega innflytjendur að ræða. Flestir fara frá fátækum löndum til ríkra. Annan minnti á þann vanda sem það skapar sums staðar að velmenntað fólk yfirgefur í stöðugt ríkari mæli heimahagana í fátækum þróunar- löndum og fer til Vesturlanda þar sem laun eru margfalt hærri. Varað við atgervisflótta Sérfræðingar vara einkum við því að atgervisflótti í heilbrigðisstéttum valdi því að erfitt sé að vinna gegn út- breiðslu ýmissa skæðra sjúkdóma eins og alnæmis í þróunarlöndum Afríku og víðar. Annan sagði að vissulega væri það ekki vandkvæðalaust að fólksflutn- ingar milli landa ykjust. Koma þyrfti í veg fyrir að andúð á innflytjendum vegna meintra og raunverulegra vandamála sem fylgdu þeim næði aukinni fótfestu. Víða eru deilur um innflytjendamál orðnar harðar í ríkj- um Evrópusambandsins og í Banda- ríkjunum. Í síðarnefnda landinu eru háværar kröfur um að settar verði skorður við frekari innflutningi en þinginu hefur ekki tekist að finna málamiðlun milli þeirra sem vilja skorður og hinna sem segja að landið þurfi á auknu vinnuafli að halda. Nú þegar er farið að herða eftirlit á landamærunum að Mexíkó. Spánverjar og fleiri þjóðir í sunn- anverðri Evrópu vilja einnig reyna að hindra ólöglega innflytjendur í að komast til álfunnar frá Afríku. Oft er um að ræða smygl á fólki og hafa margir látið lífið þegar lélegar og yf- irfullar bátkænur á leið til Kanaríeyja frá vesturströnd Afríku hafa sokkið. Fulltrúar um 30 Evrópuríkja og 60 Afríkuríkja hittust á fundi í Senegal í vikunni og í gær var skýrt frá því að náðst hefði samkomulag um aðgerðir til að herða landamæragæslu og eft- irlit á sjó. Munu Evrópuríkin kosta kaup á tækjabúnaði sem notaður verður til aðgerðanna. Innanríkisráðherra Senegal, Ousman Ngom, sagði áhersluna vera á að tryggja íbúum fátækra Afríku- landa betri kjör. Fólksflutningar milli landa væru eftir sem áður „driffjöður sögunnar“ og kostirnir við þá væru geysilega miklir. Erfitt væri að koma í veg fyrir að Senegalmenn færu og bættu upp „skort á vinnuafli í öðrum álfum, til dæmis Evrópu, þar sem meðalaldur íbúanna fer hækkandi“. Bent er á að vegna minnkandi við- komu sé þörf á hundruðum þúsunda innflytjenda í ESB ár hvert til að tryggja öflugt efnahagslíf og velferð. Segir fólksflutninga milli landa geta gagnast öllum Reuters Lögreglumaður í tjaldi í bænum Nouadhibou á vesturströnd Máritaníu kannar pappíra fólks sem vill flytjast til Vesturlanda. Kofi Annan Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Alls er talið að um 191 milljón manna í heiminum hafi í fyrra búið og starfað utan heimalands síns, ár- ið 1990 var talan 155 milljónir.  Árið 2005 bjuggu 34% allra sem flutt hafa frá heimalandi sínu ein- hvers staðar í Evrópu, 23% bjuggu í Norður-Ameríku, 28% í Asíu, 9% í Afríku, 3% í Rómönsku Ameríku og Karíbahafslöndum og loks bjuggu 3% í Ástralíu og öðrum löndum Eyjaálfu.  Nær helmingur allra innflytj- enda er konur, í ríku löndunum er hlutfall kvenna hærra en karla.  Milli 33% og 55% af öllu há- menntuðu fólki frá þróunarríkj- unum Angóla, Búrúndí, Gana, Ken- ýa, Máritíus, Mósambík, Síerra Leóne og Tansaníu bjó í fyrra í ríku löndunum og einnig um 60% há- menntaðs fólks frá Gvæana, Haíti, Jamaíka og Trínidad-Tóbagó.  Fé sem innflytjendur senda til heimalandsins hefur vaxið mikið, úr 102 milljörðum dollara eða um 7.350 milljörðum króna árið 1995 í 232 milljarða dollara í fyrra.  Hlutfall fjár sem innflytjendur senda heim til fátækra landa óx úr 57% af öllu sem sent var 1995 í 72% í fyrra.  Þriðjungur af öllu fé sem inn- flytjendur í öllum heiminum sendu heim fór til fjögurra landa: Ind- lands, Kína, Mexíkó og Frakklands. Margir leita á ný mið MIKILL sandbylur lagðist í gær yfir borgina Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum en myndin var tekin rétt áð- ur en hann huldi hana alveg. Háhýsið til vinstri er Ari- zona Center en til hægri er St. Mary’s Basilica, kirkja hinnar helgu meyjar. Hún var reist 1881 og þangað kom Jóhannes Páll II. páfi 1987. AP Sandbylur á leið yfir Phoenix STJÓRNVÖLD í fjórtán Evrópuríkj- um tóku þátt í eða leyfðu leynilega flutninga bandarískra stjórnvalda á grunuðum hryðjuverkamönnum, samkvæmt skýrslu Evrópuráðsins sem kynnt var í gær. Í tveimur land- anna, Póllandi og Rúmeníu, kunna að hafa verið leynileg fangelsi banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA. Ekk- ert er minnst á Ísland í skýrslunni. „Það er nú ljóst, þótt við séum langt frá því að vera komin til botns í þessu máli, að yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum tóku virkan þátt í þessu ólöglega athæfi CIA. Önnur lönd létu það óáreitt, viljandi eða vildu ekki vita af því,“ segir í skýrsl- unni. Sjö ríki eru sögð „bera ábyrgð á að hafa brotið réttindi tiltekinna einstaklinga“ en þau eru: Svíþjóð, Bosnía-Hersegó- vína, Bretland, Ítalía, Makedónía, Þýskaland og Tyrkland. Önnur sjö ríki „gætu verið sek um að hafa verið í vitorði með CIA, á virkan hátt eða með aðgerðaleysi,“ segir í skýrslunni, en þau ríki eru: Pólland, Rúmenía, Spánn, Kýpur, Ír- land, Portúgal og Grikkland. Í skýrslunni er talað um „kónguló- arvef“, net lendingarstaða, sem bandarísk stjórnvöld hafi notað til að flytja menn grunaða um þátttöku í hryðjuverkum til annarra landa eða í leynifangelsi bandarískra stjórn- valda. Skýrslunni fylgir kort sem 31 stað- ur er merktur inn á og talið er, að þar hafi ýmist verið fangabúðir, lending- arstaðir eða staðir þar sem CIA hefur handtekið menn. Ísland er ekki merkt inn á það kort. „Bandarísk stjórnvöld bjuggu þetta net til. En við teljum að það hafi eingöngu verið mögulegt með vitorði evrópskra stjórnvalda sem annað- hvort tóku viljandi þátt í þessu eða sýndu af sér stórkostlegt kæruleysi.“ Fjórtán einstaklingar, sem talið er að hafi verið framseldir og fluttir milli landa á ólöglegan hátt, eru nefndir í skýrslunni, m.a. egypskur klerkur sem CIA-sveit á að hafa handtekið á Ítalíu, Þjóðverji af líbönskum ættum sem handtekinn var í Makedóníu í misgripum fyrir annan mann og sex Bosníumenn af alsírskum uppruna sem framseldir voru til bandarískra stjórnvalda og eru nú í fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo. Bretar eru sakaðir um að hafa veitt upplýsingar um breska borgara sem sagðir eru hafa verið framseldir og síðan pyntaðir við yfirheyrslur. Hörð- ustu ásakanirnar eru settar fram í garð rúmenskra og pólskra yfirvalda þar sem sagt er að margt bendi til þess að leynifangelsi hafi verið starf- rækt nálægt stöðum þar sem flugvél- arnar lentu í þessum löndum. Yfir- völd í báðum ríkjunum hafa neitað ásökununum. Saka 14 ríki um aðild að fangaflugi Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Dick Marty. Tallinn, Riga. AFP. | Rachel Van Elk- an, starfsmaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Lettlandi, varar við ofhitn- un í hagkerfi Letta og segir að þeir verði að hægja ferðina. Að sögn Van Elkan eru hættu- merkin m.a. mikill viðskiptahalli, vaxandi erlendar skuldir, hár launa- kostnaður og stórhækkun fasteigna- verðs. Vöxtur í Lettlandi var 10,2 prósent í fyrra, sem er mesti vöxtur sem mælst hefur frá því að Lettar losnuðu frá Sovétríkjunum. Hagvöxtur er einnig mikill í grannríkinu Eistlandi, 11,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Mikill hag- vöxtur í A-Evrópu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.