Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 19 MINNSTAÐUR ÞAÐ þykir alveg þokkalegt að hand- boltamaður skori tvö mörk í leik. Meira að segja landsliðsmaður. Ís- land og Danmörk léku landsleik í handbolta á Akureyri í fyrrakvöld og Heiðmar Felixson, atvinnumaður hjá Burgdorf í Þýskalandi sem á 55 hand- boltalandsleiki að baki, skoraði tvö mörk þetta kvöld – en það var að vísu í knattspyrnuleik með Þór í næst- efstu deild og tryggði hann félaginu þar með fyrsta sigurinn á Íslands- mótinu í sumar! Fjölhæfur piltur. Heiðmar lék fyrstu landsleiki sína gegn Sádi-Arabíu 1999 og skoraði alls 56 mörk með landsliðinu á árunum 1999 til 2004. Hann skoraði mest 10 mörk í landsleik; gegn Ástralíu á HM í Portúgal 2003. Leikurinn fór fram í Viseu og endaði 55:15. Heiðmar er nú lögregluþjónn á Dalvík eins og undanfarin sumur. Hann er kvæntur Ásdísi Elvu Rögn- valdsdóttur og á fjögur börn; Ívan Geir, tvíburana Aron og Óðin og Ró- bert, sem er yngstur. Sextán ára í sviðsljósið Akureyringurinn Heiðmar kom fram á sjónarsviðið 16 ára að aldri, þegar hann lék fyrst með meist- araflokki Þórs í knattspyrnu gegn KR í Frostaskjólinu í efstu deild. „Við töpuðum að vísu 2:1 en það var ógleymanleg stund,“ segir hann við Morgunblaðið í gær, daginn eftir að hann skoraði tvívegis fyrir Þór gegn Þrótti á Akureyrarvelli. Heiðmar sneri sér fljótlega að handboltanum. Hann lék fyrst með Þór, svo KA, þá Stjörnunni, tvö ár með Wuppertal í Þýskalandi, KA aft- ur í eitt ár, þá tvö ár með Bidasoa á Spáni og hefur nú verið tvö ár hjá Burgdorf í Þýskalandi. Þar líður hon- um vel: „Bærinn er eins og Akureyri, félagið eins og KA eða Þór, þar sem allir þekkja alla. Allt mjög heim- ilislegt og tveir síðustu vetur hafa verið algjört ævintýri.“ Heiðmar lék síðast knattspyrnu sumarið 2004, þá aðeins einn leik með Reyni á Árskógsströnd. Hann skor- aði reyndar þrjú mörk í leiknum, en síðan eru liðin tvö ár. Þegar hann kom í sumarfrí á dögunum ákvað að hann ganga til liðs við gömlu félagana í Þór, byrjaði á því að skora einu sinni í bikarleik gegn Tindastóli og síðan tvisvar í fyrradag. Fyrra markið skoraði Heiðmar með skalla eftir innkast og „það seinna var mjög gott, þótt ég segi sjálfur frá. Lárus Orri sendi upp í hornið úr vörninni, ég komst einn í gegn og setti boltann framhjá mark- manninum! Það var Ronaldo-stíllinn á því!“ segir hann og hlær. Þarna tóku sig upp gamlir taktar sem Heið- mar segist ekki hafa vitað af. Ekkert mál Sigurður Lárusson var þjálfari Þórs þegar Heiðmar steig fyrstu sporin í meistaraflokki í fótbolta og Lárus Orri, sonur Sigurðar, þjálfar liðið nú. „Þeir eru ekki ósvipaðir, jafnákveðnir og æfingarnar erfiðar hjá báðum. Orri er með frábærar æf- ingar, en gerir eflaust út af við okkur einhvern daginn, a.m.k. mig!“ En hvernig er það með atvinnu- mann í handbolta; er ekkert mál að snúa sér að knattspyrnunni aftur? Og er þýska liðinu alveg sama? „Mér finnst þetta ekkert mál. Fjöl- skyldan situr því miður aðeins á hak- anum, en ég hef bara ótrúlega gaman af þessu og kem líklega aldrei til með að hætta að spila fótbolta. Ég brosti alla leið út á Dalvík eftir leikinn og er enn brosandi,“ sagði hann um miðjan dag í gær. Þjálfari Heiðmars hjá Burgdorf er Brasilíumaður, gamall landsliðs- maður í handbolta og reyndar liðtæk- ur fótboltamaður, að sögn Heiðmars, léttleikinn er í fyrirrúmi hjá honum og fótbolti mikið spilaður á æfingum. „Ég sagði þjálfaranum að ég myndi spila fótbolta í sumar, þá reiknaði ég reyndar með að ég myndi æfa einu sinni í viku með Reyni en nú er þetta orðið „alvöru“ – en hann verður ánægður ef ég kem út í topp- formi.“ Lið Burgdorf sigraði í 3. deild í fyrra og varð svo í fjórða sæti í norð- urhluta 2. deildar í vor. „Okkur gekk framar vonum. Þýska 2. deildin er mjög sterk og segja má að við höfum nánast verið með nýtt lið í vetur. Í byrjun tímabilsins var liðið stundum í smá vandræðum á meðan leikmenn voru að kynnast, en við náðum best- um árangri allra eftir áramót og lék- um þá gríðarlega vel.“ Heiðmar er einungis 29 ára en mjög reyndur íþróttamaður. Hann segir að nýliðinn vetur hafi verið hans besti sem handboltamanns frá upp- hafi. „Ég hef bætt mig mjög mikið sem handboltamaður upp á síðkastið og breyst mikið sem leikmaður. Áður fór maður inn í einhverja skel þegar illa gekk en sjálfstraustið hefur auk- ist mikið og nú reyni ég að vera hæfi- lega kærulaus.“ Hann vísar til Pat- reks Jóhannessonar í þessu sambandi; aldrei sjáist á Patta þó á móti blási og Heiðmar segist raunar hafa lært gífurlega mikið af honum veturinn sem þeir léku saman með Bidasoa á Spáni. „Ég er líka í þannig hlutverki núna að þjálfarinn hefur mikla trú á mér, ég á að skjóta mikið og má gera mis- tök.“ Þeir Robertas Pauzoulis, sem lék á Íslandi um tíma, voru burðarásar í liði Burgdorf, bæði í sókn og vörn, en vegna þess að helsti styrktaraðili fé- lagsins dró saman seglin og óljóst var um framtíð liðsins um tíma er Pauzo- ulis farinn til nágrannaliðsins Hildes- heim. Fyrir utan eiginkonu og börnin eru hestar helsta áhugamál Heiðmars. „Ég er með mikla hestabakteríu. Fór fyrst á bak sem smástrákur og við í fjölskyldunni eigum marga hesta, bæði í Skagafirði og úti á Hauganesi.“ Sumir ekki ánægðir Heiðmar segist nokkuð viss um að hann hefði orðið enn betri í fótbolta en handbolta, hefði hann einbeitt sér að fyrrnefndu greininni. Þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi tekið handboltann fram yfir fótboltann á sínum tíma verður Heiðmar hugsi. Segist stund- um sjá eftir því að hafa lagt fótbolta- skóna á hilluna, „en ég sé aldrei eftir því að hafa verið í handbolta; ég hef öðlast mikla reynslu, kynnst fjölda fólks, spilað með landsliðinu, farið tvisvar á heimsmeistaramót, búið er- lendis og kann þýsku og spænsku.“ Svo kemur svarið við spurning- unni: Alfreð Gíslason „ – sem var átr- únargoð mitt eins og allra annarra – sagði mér að ég ætti að hætta í fót- bolta og ég gerði það bara! Ég veit reyndar að margir knattspyrnuþjálf- arar hér voru ekki alveg sáttir við það, en ég tók þessa ákvörðun og sé ekki eftir henni. En það hefði verið gaman að komast að því hvað ef … – ef ég hefði valið fótboltann.“ Heiðmar segir það hafa komið sér á óvart hve andinn í leikmannahópn- um hjá Þór sé góður þó ekki hafi gengið eins vel í byrjun sumars og búist var við. Hann þakkar sér ekki að liðið sé farið að skora, „en ég hef mikið sjálfstraust og hef kannski náð að smita strákana. Þetta eru flinkir strákar en óttalegar píslir; það vantar kjöt á þá! Maður fer aldrei alla leið bara á tækninni og þess vegna verða menn að vera ákveðnir og með brjóst- kassann út í loftið. Það þarf að hræða andstæðinginn.“ Eitt ár er eftir af samningi Heið- mars við Burgdorf. Eiginkonan og börnin eru þegar flutt heim og hann gerir ráð fyrir að koma eftir næsta vetur. „Það er reyndar allt opið, ég get verið lengur ef ég vil, en ég er far- inn að sakna Íslands og vil vera hjá fjölskyldunni.“ Hann segist stundum hafa rætt það við eiginkonuna að söðla um þeg- ar heim kemur, leggja hand- boltaskóna á hilluna og taka knatt- spyrnuna alvarlega. „Þetta hefur nú aðallega verið sagt í gríni og ég hef jafnvel nefnt að ég vilji fara út sem at- vinnumaður í fótbolta næst!“ Handboltamaðurinn Heiðmar Felixson tók fram fótboltaskóna og skoraði tvisvar í leik með Þór Hefði líklega getað orðið enn betri í fótbolta en handbolta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölhæfur Heiðmar Felixson atvinnumaður í handbolta, knattspyrnumað- ur og lögregluþjónn, bregður á leik á Þórsvellinum á Akureyri í gærdag. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.