Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 20

Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND fjórðungnum,“ segir Þórhallur. Hand- og fótaþjálfunarhjólið, sem gefið er af Giljasjóði, hentar vel til þjálfunar fyrir þá sem eru með Egilsstaðir | Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum hafa borist tvær góðar gjafir nú á síðustu dögum. Annars vegar er um að ræða skoðunarstól, en hins vegar hand- og fótaþjálfunarhjól. „Gjafirnar hafa mikið gildi og gefendur eru okkur mjög mikilvægir og kærir,“ segir Þórhallur Harðarson, rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þær eru ómetanlegur stuðningur við stofnunina og hjálpa mikið við að auka gæði þjónustu og meðferðar. Nýlega gerði framkvæmdastjóri HSA samning við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri um að útvega kven- sjúkdómalækna, fjölga komum þeirra og auka þannig þjónustu í skerta eða enga hreyfigetu og einnig fyrir skjólstæðinga með Parkinsons- og ýmsa taugasjúkdóma s.s. MS og MND. Ljósmynd/HSA Góðvilji Hluti kvennanna í kvenfélaginu Bláklukku við nýja skoðunarstól- inn, ásamt rekstrarstjóra og lækni HSA á Egilsstöðum. Stutt við bakið á HSA Seyðisfjörður | Nk. laugardag kl. 16 verður opnuð sýning bræðranna Sigurðar Guðmundssonar og Krist- jáns Guðmundssonar í Menningar- miðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Jafnframt verður opnuð í dag kl. 17 sýning Harnar Harðardóttur og Rakelar Gunnarsdóttur undir heit- inu AH!, en hún er sú fyrsta í röð sýninga Vesturveggjarins þetta sumarið. Sigurður og Kristján er báðir vel þekktir fyrir verk sín og voru báðir meðal forsprakka SÚM-hreyfingar- innar, þegar íslenskir listamenn byltu listalífinu í landinu. Þótt myndlist þeirra eigi sterkar rætur í hugmynda- eða konseptlist sem mótaðist á 7. áratuginum er óhætt að segja að þeir hafi farið sínar eig- in leiðir og myndlist þeirra spretti gjarnan af misjöfnum meiði. Konfektmolar í yfirstærð Það er erfitt að skilja list Sig- urðar Guðmundssonar frá orku- miklum og hugmyndaríkum lista- manninum sjálfum. Sigurður lætur hugmyndina ráða og verk hans eru margvísleg, allt frá ljósmyndum og skáldsögum til konfektmola í yf- irstærð úr málmi og steini. Sig- urður er einn alþjóðlegasti lista- maður þjóðarinnar og býr og starfar í Hollandi, Svíþjóð, Kína og á Íslandi. Undanfarin ár hefur Kristján Guðmundsson m.a. unnið verk úr galvaniseruðum járnrörum, sem eru stundum lituð, og segja má að verkin fjalli fremur um bilið á milli hlutanna en hlutina sjálfa eins og heiti þeirra gefa til kynna; t.d. Gul- ar traðir og Rauð göng. Í þessu samhengi eru göngin innra byrði röranna, en traðirnar ytra byrði þeirra. Í teikningum sínum er Kristján sömuleiðis fremur að vinna með efnivið teikningarinnar en teikningu í hefðbundnum skilningi, því hann lætur efniviðinn, þ.e.a.s. blýið, mynda teikninguna sjálfa. Þannig hafa teikningar Kristjáns eins og málverkin öðlast nýja vídd sem rýmisverk auk þess að vera teikningar í ramma. Sýning bræðranna verður opin daglega í sumar frá kl. 14 til 21. Sigurður og Kristján Guðmunds- synir sýna í Skaftfelli Súmarar á Seyðisfirði Reyðarfjörður | Um liðna helgi stóð Krabbameinsfélag Austfjarða í fyrsta sinn fyrir heilsuhlaupi karla á Reyð- arfirði. Lagt var af stað frá Molanum og vegalengdir voru þrír og sjö kílómetrar. Veðrið lék við hlauparana sem voru mjög ánægðir með þetta framtak Krabbameinsfélags- ins og ætla að mæta aftur að ári. Þeir sögðust vonast til að bolirnir þeirra yrðu þá merkt- ir karlahlaupinu. Þegar mynd- in var tekin biðu þessir vösku hlauparar eftir að Álfheiður Hjaltadóttir formaður ræsti hópinn.Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Vilja merkta boli næst NÝSTÁRLEGT kort sem sýnir leiða- kerfi strætisvagna höfuðborgarsvæð- isins er nú komið út á ensku. Kortið, sem minnir helst á erlend neðanjarð- arlestakort, er hannað af Inga Gunn- ari Jóhannssyni, land- og iðnrekstr- arfræðingi, og er þar bryddað upp á ýmsum nýjungum sem ekki hafa sést áður hér á landi. „Það eru tvær útgáfur af kortinu, sú íslenska sem áður var komin út og nú sú enska, en hún er stærri en sú ís- lenska. Í þessari útlensku útgáfu eru allskonar upplýsingar sem gagnast erlendum gestum okkar,“ segir Ingi Gunnar á meðan hann breiðir úr kort- unum. Það er ekki laust við að manni líði eins og Reykjavík sé mun stærri en hún er þegar maður skimar yfir þau. Ástæðan er líklega sú að fram- setningin minnir á samgöngukort af erlendum stórborgum. En hvernig kom til að ráðist var í útgáfuna? „Ég byrjaði á svona kortagerð fyr- ir rútufyrirtækin fyrir um fimm til sex árum síðan. Fljótlega eftir það hófst samstarfið við Strætó sem er löng saga. Ég byrjaði fyrir tæplega fimm árum að tala um þetta við Strætó en þeir vildu bara sjá til þann- ig að ég tók frumkvæðið. Þegar örlaði á fyrstu drögum að nýja leiðakerfinu byrjaði ég að teikna. Ég réð auglýs- ingateiknara til að vinna þetta með mér. Ég og Auglýsingastofa Þórhild- ar höfum svo unnið þetta skref fyrir skref og þegar leiðakerfið var klárt var ég tilbúinn með þessa teikningu.“ „Strætó þorði hins vegar ekki að skipta um teikningu og notaði áfram sína gömlu landakortsteikningu sem er ekkert annað en landakort frá Landmælingum þar sem búið er að teikna strik ofan í göturnar. Það er 19. aldar tækni. Það eina sem Strætó hefur gert er að veita mér einn lítinn útgáfustyrk sem dugði fyrir prentun á einni af útgáfunum. Auglýsingar standa að öðru leyti undir útgáfunni. Aftur á móti stendur eftir stofnkostn- aður við að búa til þetta kort, en hann er fenginn úr eigin vasa og er því mín eigin fjárfesting. Það virðist hrein- lega vera þannig að undir stjórn R- listans hafi ekki verið vilji til að mark- aðssetja strætókerfið með afgerandi hætti. Menn skreyttu sig sífellt með yfirlýsingum um mikilvægi almenn- ingssamgangna en þegar á hólminn var komið var ekki áhugi fyrir að búa til aðlaðandi umbúðir utan um vör- una.“ Ýmsar nýjungar Það sem er helst nýstárlegt við kortið er að það byggir á því sem er kallað „huglægt beinlínukerfi“. Slíkt kerfi einfaldar uppdrátt landakorts- ins og gefur möguleika á að hafa línur beinar. Það er einmitt mjög heppilegt þegar samgöngukort eiga í hlut. Ingi fullyrðir að þetta sé fyrsta bein- línukortið sem teiknað er af höf- uðborgarsvæðinu. Þetta geri kortið skýrara og auðveldara aflestrar. Önnur nýjung sem Ingi kynnir til leiks er að gefa öllum stoppistöðvum höfuðborgarsvæðisins nafn. „Ég er búinn að hafa fyrir því prívat og per- sónulega að fara um allt höfuðborg- arsvæðið og gefa öllum stoppistöðv- um nafn. Þetta var hellingsvinna. Ég hef ekki tölu á því hversu margar stöðvar þetta eru en mér skilst að þær séu hátt í 400.“ Ingi hefur ýmis kennileiti til hlið- sjónar við nafngiftina. „Oftast nefni ég stöðvarnar eftir nálægum hlið- argötum eða byggingum eins og Þjóðminjasafninu, Kringlunni eða Smáralind.“ En hvað með þá nýjung að hafa leiðirnar merktar með litum á kort- inu? Skildu strætisvagnarnir vera merktir með þessum litum? „Nei, og það er vegna þess að ég er langt á undan þeim hjá Strætó. Ef maður fengi einhverju ráðið um hvernig strætisvagnarnir eru merktir þá væru þeir litamerktir. Ég styðst mikið við hvernig þetta er í Þýska- landi því ég bjó þar. Þar eru allir strætisvagnar, lestir og sporvagnar merktir með lit og númer er aðeins haft við endastöðvar. Þetta er ekki enn komið hér á landi,“ segir Ingi. „Þetta er alveg eins og með merk- ingarnar á stoppistöðvunum. Ég hef gefið öllum stoppistöðvunum nafn en ennþá vantar skilti á biðskýlin. Grundvallarforsenda þess að svona kerfi virki er að kortið og umhverfið tali saman. Hvernig á til dæmis út- lendingur að vita að hann sé kominn upp í Mjódd með strætó? Það stendur hvergi „Mjódd“ við biðskýlið. Það er alltaf gengið út frá því sem vísu að all- ir viti allt.“ Sama hvaðan gott kemur Að lokum leikur blaðamanni for- vitni á að vita hvers vegna það er ekki tímaáætlun inni á kortinu. „Tíma- áætlanirnar komast alveg fyrir. Ein- hver þarf samt að borga fyrir plássið því ég fjármagna þessa útgáfu með sölu auglýsinga. Strætó bs. er ekki tilbúið til þess. Enn og aftur þarf ég að skjóta á vini mína hjá Strætó því að viðmótið hjá þeim virðist vera að styðja ekki frumkvöðlastarf eins og þetta sem ég hef unnið. Ef þeir eiga ekki hugmyndina að verkefninu fær það ekki stuðning. Af hverju er þeim ekki sama hvaðan gott kemur?“ Spurður að því hvort hann hyggist halda kortaútgáfunni áfram jánkar Ingi því. „Ég stefni á það að þetta kort verði notað sem aðalmiðillinn um strætókerfið á öllum vígstöðvum. Ég vil sjá þetta kort inni í strætis- vagnaskýlunum, á Hlemmi, inni í Mjóddinni, kannski á stóru plakati í Kringlunni og Smáralindinni. Það er mikilvægt að fólk hafi gott aðgengi að miðlægu korti eins og þessu sem sýn- ir allar strætóleiðirnar. Þannig tíðk- ast þetta alls staðar í hinum vestræna heimi,“ segir Ingi að lokum. Leiðalyklarnir, sem hannaðir eru af Inga Gunnari og fyrirtækinu Hug- arflugi í samstarfi við Strætó bs., eru fáanlegir víðsvegar um borgina án endurgjalds. Nýstárlegt kort sem sýnir leiðakerfi Strætó komið út fyrir erlenda ferðamenn Nýjung leysir af hólmi 19. aldar tækni Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is. Morgunblaðið/Jim Smart Ingi Gunnar Jóhannsson með nýstárlega strætókortið sem hann hannaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.