Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 23
DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ
!
"" #$ ! %%%
"& '$ ! !
!
"
# ( ) ! *
$
%$
+ ,
-*
&# & '
$ "% ,
!
$
( $)
* ". #
+
/ $
,
/!
$* 0 12
,-
" .
) .
333 ) ) .
#$ /0121334
' " ) 5 " .
#
6 " 7
$ 7
)
$ - $
4
5
6 $$
5
6$
!
7 $ "%8%%
Ég hef tekið á móti tæplega fjögurhundruð börnum frá því égbyrjaði að starfa sem ljósmóðirfyrir tuttugu árum og vissulega
tel ég mig eiga svolítið í hverju og einu
þeirra,“ segir Denis Walsh frá Bretlandi en
hann hélt í síðustu viku nokkur erindi á
ráðstefnu á Landspítalanum hjá Ljós-
mæðrafélagi Íslands. Enginn karlmaður
sinnir störfum ljósmóður á Íslandi um
þessar mundir en Denis segir að karlar í
þessu starfi séu um eitt hundrað í Bret-
landi. „Við erum hlutfallslega fáir, því fjöldi
ljósmæðra í landinu er um þrjátíu þúsund.
En ég er fæddur og uppalinn í Ástralíu og
þar er miklu algengara að karlar séu ljós-
mæður.“
Nær vel til feðra og kærasta
Denis segir að flestar konur hafi ekkert
á móti því þótt karl taki á móti börnum
þeirra. „En þó er menningarbakgrunnur
og trú sumra kvenna þannig að ekki leyfist
að karlmaður komi nálægt fæðingunni, eins
og til dæmis hjá múslimakonum. Þegar
konur koma í fæðingu til mín gef ég mér
alltaf góðan tíma til að spjalla við þær, til
að byggja upp gott traust. Og eftir fæð-
inguna lýsa þær oftast yfir ánægju sinni
með að hafa haft karlkyns ljósmóður.“
Denis segir eiginmenn og kærasta
kvennanna sem hann tekur á móti barni
hjá oftast mjög sátta við hann í hlutverki
ljósmóðurinnar. „Á vissan hátt er það kost-
ur fyrir þá að hafa karlmann í þessu starfi,
því ég næ yfirleitt vel til þeirra af þeirri
einföldu ástæðu að við erum af sama kyni
og samskiptin verða því vandræðalaus.“
Talsmaður ljósmóðurleiddra
fæðingardeilda
Denis segir ástæðu þess að hann lærði
til ljósmóður þá að hann hafi alla tíð haft
gaman af börnum. „Ég lærði fyrst hjúkrun
og kunni því sérstaklega vel að annast kon-
ur og börn. Þess vegna fór ég í þetta sér-
nám. Fæðing barns er hamingjuríkur at-
burður og mér finnst frábært að fá að taka
þátt í honum. Starf ljósmæðra er mjög gef-
andi og sérstakt starf.“
Denis er mikill talsmaður eðlilegra fæð-
inga (normal birth) þar sem lítið er um
inngrip, hvort sem það eru deyfingar,
mænustungur eða annað. Hann leggur
áherslu á að heimilislegt og afslappað um-
hverfi í fæðingu stuðli að eðlilegri fæðingu.
Erindi hans á ráðstefnunni á Landspít-
alanum voru einmitt innlegg í komandi
breytingar í fæðingarþjónustunni á
kvennasviðinu þar, en til stendur að opna
Hreiðrið fyrir fleiri konur, en þar verður
notaleg ljósmæðraleidd fæðingardeild
(Birth Centre).
Denis er með doktorsgráðu í ljósmóð-
urfræðum, en hann stendur aðeins eina
vakt í viku sem ljósmóðir, því hann er öðr-
um störfum hlaðinn. Hann stundar rann-
sóknir við Háskóla í Leicester, heldur fyr-
irlestra víða um heim og hefur auk þess
skrifað fjölda greina í blöð og bækur.
STARFIÐ | Denis Walsh starfar sem ljósmóðir í Bretlandi
Konur eru ánægðar með
karlmann í þessu starfi
Í lok ráðstefnunnar hjá Ljósmæðrafélaginu dönsuðu Annamaria
Ruzza, Jocasta Crofts og Titta Court magnaðan dans, sem túlkar
meðal annars löngun kvenna til að eignast barn. Þær eru finnskar
og hafa sýnt dansverkið á mörgum fæðingardeildum í Finnlandi.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
www.birthmatters.co.uk
www.ljosmodir.is Morgunblaðið/Kristinn
Denis Walsh hefur starfað sem ljósmóðir í tuttugu ár.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111