Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VANRÆKSLUSYND Það er ein af vanrækslusynd-um núverandi ríkisstjórnarað hafa ekkert gert til þess að skapa íslenzku viðskiptalífi eðli- legt starfsumhverfi við breyttar að- stæður. Fyrir nokkrum misserum fóru fram nokkrar umræður um nauðsyn þess og nefnd var sett á stofn til þess að undirbúa slíka lög- gjöf. Morgunblaðið var í hópi þeirra, sem gerðu sér vonir um að starf þeirrar nefndar mundi skila einhverjum árangri. Það fór á annan veg. Nefndin skilaði áliti, sem hafði takmarkaða þýðingu. Á grundvelli þess nefnd- arálits var samþykkt löggjöf á Al- þingi sem skiptir nánast engu máli. Nú líður að þingkosningum. Þær fara fram alla vega innan árs ef ekki fyrr vegna ástandsins innan Framsóknarflokksins, þar sem allt hefur farið úr böndum, þrátt fyrir vel útfærð áform fráfarandi for- sætisráðherra og nánustu sam- starfsmanna hans. Fyrir næstu þingkosningar þarf að gera þessi mál upp og stjórn- málaflokkarnir verða að svara því, hvort þeir ætli að sitja auðum hönd- um eða hefjast handa. Staðan er þessi: Á örfáum árum hefur íslenzkt viðskiptalíf gjör- breytzt. Í sjálfu sér er allt gott um það að segja. Stórar fyrirtækja- samsteypur hafa orðið til. Þær hafa haft aðgang að meira fjármagni en menn hafa séð áður í þessu landi. Lengi vel var ómögulegt að skilja hvaðan þessir peningar komu. Svarið við því kom í ljós í vetur. Ís- lenzku bankarnir hafa notfært sér hagstæðar aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum til þess að taka miklar upphæðir að láni, alla vega á íslenzkan mælikvarða. Þessa pen- inga hafa þeir endurlánað til þeirra aðila, sem hafa verið umsvifamestir í hlutabréfakaupum og fyrirtækja- kaupum hér á landi og erlendis, auk þess sem þeir hafa aukið umsvif sín í öðrum löndum í krafti þessara peninga. Hér er um svo miklar fjárhæðir að ræða, að segja má að viðskipta- samsteypurnar geti keypt hvað sem fyrir verður enda hafa þær verið ósparar á að gera það. Í hnotskurn má segja, að málið snúizt um það hvort fyrirtækja- samsteypurnar fái óhindrað að kaupa upp Ísland allt. Þá verða það ekki bara trillukarlar og minni út- gerðir, sem verða leiguliðar hjá stórútgerðunum heldur verða hinir almennu borgarar leiguliðar hjá stórfyrirtækjunum. Viljum við slíkt samfélag? Morgunblaðið hefur leyft sér að halda því fram, að við viljum það ekki. Og þess vegna hefur blaðið barizt fyrir því í mörg ár, að sett verði löggjöf, sem komi böndum á stóru fyrirtækjasamsteypurnar hér. En talað fyrir daufum eyrum bæði stjórnarflokka og stjórnar- andstöðuflokka. Talsmenn stórút- gerðanna finna hvernig landið ligg- ur og hafa nú uppi kröfur um að afnumið verði auðlindagjald í út- gerð, sem farið var af stað með fyr- ir nokkrum árum á svo hófsaman og sanngjarnan hátt að það kallar á sérstaka tegund af ósvífni að krefj- ast þess að það verði afnumið. Það er stutt í kosningar og nú er tímabært að hefja þessar umræður á ný. Fyrir skömmu féllu dómar í svonefndu Enron-máli. Það liðu fimm ár frá því að rannsókn máls- ins hófst og þar til fyrstu dómar féllu. Hins vegar brást Bandaríkja- þing snarlega við þegar málið kom upp. Á ótrúlega skömmum tíma var sett ný og afar ströng löggjöf um reikningsskil fyrirtækja, sem gerir stjórnendum þeirra, endurskoð- endum og viðskiptabönkum erfið- ara um vik að féfletta hluthafana eins og stjórnendur Enron gerðu með aðstoð fyrrgreindra aðila. Eitt íslenzkt fyrirtæki a.m.k. verður að starfa á grundvelli þessarar lög- gjafar en það er Íslenzk erfðagrein- ing vegna þess að fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði í Banda- ríkjunum. Alþingi Íslendinga hefur því mið- ur ekki brugðizt jafn snögglega við breyttum aðstæðum í viðskiptalíf- inu og Bandaríkjaþing gerði. Al- þingi hefur verið máttlaust í um- fjöllun sinni um þessi mál og það hefur ríkisstjórnin líka verið. Hvers vegna er viðbragðsleysi Al- þingis og ríkisstjórnar algjört? Eru þingmenn og ráðherrar hræddir við þessar stóru fyrirtækjasam- steypur? Þora þessir aðilar ekki að grípa til aðgerða sem eru í þágu al- mennings og verða áreiðanlega ekki svo íþyngjandi fyrir stóru fyr- irtækin að þau þurfi að kvarta um of? Enda horfa þau nú meir og meir til annarra landa, þar sem löggjöf er reyndar á margan hátt stífari en hér. Hvaða hagsmunir eru það, sem stjórnmálaflokkarnir eru að vernda með aðgerðaleysi á þessu sviði? Af hverju má ekki setja íslenzkum stórfyrirtækjum starfsreglur með sama hætti og tíðkast í öðrum lönd- um? Í þingkosningunum er það afl at- kvæða sem ræður úrslitum en ekki afl peninganna. Almenningur á Ís- landi hefur engan áhuga á að gerast leiguliðar hjá nokkrum stórfyrir- tækjum, sem hafa höfuðstöðvar í London, þótt íslenzk séu. Það er þessi almenningur, sem ræður úr- slitum um það hvaða stjórnmála- flokkar ganga með sigur af hólmi í næstu kosningum og hvers konar ríkisstjórn verður mynduð. Það er tímabært fyrir stjórn- málaflokkana að átta sig á því, að þeir verða krafðir sagna fyrir næstu þingkosningar um afstöðu sína til þessara mála. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta stóra mál verði eitt af stærstu málum í kosningabaráttunni, sem í síðasta lagi verður háð næsta vetur og vor – og kannski fyrr. Íslensku menntaverðlaunin voruveitt í annað sinn í gær við hátíðlegaathöfn í Hjallaskóla í Kópavogi, enverðlaunin voru fyrst veitt í fyrra. Til verðlaunanna var stofnað af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á grundvelli hugmynda sem hann kynnti í nýársávarpi 1. janúar 2005, en þar sagði hann verðlaunin einkum verða bundin við grunnskólastarfið. „Enda hvað mikilvæg- ast að rækta þar garðinn og skapa sam- stöðu, sem dugir um langa framtíð.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur Ragnar það hafa vakið athygli sína á ferðalögum um landið og í heimsóknum sínum til grunnskóla jafnt í smærri sem stærri byggðarlögum hversu mikill sköp- unarkraftur ríki í grunnskólum landsins, bæði meðal nemenda og kennara. „Mér hefur fundist að athyglin hafi kannski um of verið á öðrum skólastigum á síðari ár- um og því finnst mér nauðsynlegt að vekja rækilega athygli á því að grunnur- inn að framhalds- og háskólanámi er lagð- ur í grunnskólanum. Þar ræðst kannski meira en margir halda hvernig okkur muni vegna sem þjóð á komandi áratugum,“ segir Ólafur Ragn- ar og tekur fram að heimsóknir hans í byggðarlögin og starfið í tengslum við Ís- lensku menntaverðlaunin hafi sannfært hann um það að gífurlegur árangur hafi náðst í grunnskólastarfinu á undanförn- um árum og að kennarar og skólastjórar vítt og breitt um landið hafi verið að gjör- breyta grunnskólastiginu í samræmi við bæði nýja tækni, breyttan tíðaranda og nýja heimsmynd. „Íslensku menntaverð- launin eru ekki bara hugsuð sem viður- kenning heldur líka sem þakkargjörð til þeirrar fjölmennu sveitar sem hefur gert grunnskólann segir Ólafur R Veitt voru ve skiptast þau þa 1. Skólar se eða farsælu s Ártúnsskóli í R Augljóst að miki ur ríkir í grunn Forseti Íslands afhenti í gær Íslensku menntaverðlaunin 2006 við hátíðlega athöfn í Hjallaskóla í Kópavogi. Verð- launin voru veitt í fjórum flokkum og voru verðlauna- hafar þær Sólveig Sveins- dóttir, Íris Róbertsdóttir og Sólrún Harðardóttir, auk Ár- túnsskóla í Reykjavík. Silja Björk Huldudóttir tók verðlaunahafa tali. Sólveig Sveinsdóttir, kenn-ari í Laugarnesskóla, var ígær verðlaunuð fyrir far-sælt ævistarf. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að Sólveig hafi næman skilning á nemendum sínum og þörfum þeirra og njóti mikils trausts nemenda og for- eldra. Hún leggi sig fram um að flétta saman hinar hefðbundnu námsgreinar, mikilvæg grunngildi lífsins og að henni sé annt um að vekja börnin til vitundar um móð- urmál sitt, umhverfi og náttúru. Sólveig hefur frá því hún lauk kennaraprófi árið 1968 fyrst og fremst starfað sem kennari yngstu barnanna í grunnskólum. Lengst af hefur hún starfað við Laugarnes- skóla, en þar hefur hún kennt sl. aldarfjórðung. Aðspurð hvers vegna kennarastarfið hafi orðið fyrir valinu sem ævistarf segir Sól- veig valið raunar hafa staðið á milli þess að verða kennari, ljósmóðir eða fara í íslenskunám. „Við fórum nokkuð margar bekkjarsysturnar saman í Kennaraháskólann, en þá tók námið aðeins eitt ár. Raunar hafði ég alltaf hug á að fara í frek- ara nám að því loknu, en ég fór hins vegar fljótlega að kenna og síðan féll mér það bara svo vel að ég hef enn ekki lagt þetta á hilluna,“ segir Sólveig og tekur fram að sér finnist starfið eiginlega verða skemmti- legra með hverju árinu. Yngstu börnin miklir gleðigjafar Spurð hvað að hennar mati ein- kenni góðan kennara segir Sólveig mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér og reyna ávallt að koma til móts við hvern og einn nemenda eftir fremsta megni. „Maður getur hins vegar aldrei farið fram úr sjálfum sér í starfinu. Maður verð- ur ávallt að fylgja sínum hug- myndum og setja efnið fram á sinn hátt. Einnig verður maður að vera reiðubúinn að spila kennsluna svo- lítið af fingrum fram, því það er ekki hægt að skipuleggja allt í þaula,“ segir Sólveig, sem var stödd í skólaheimsóknum á Eng- landi ásamt fleira starfsfólki Laug- arnesskóla þegar blaðakona náði tali af henni. „Við erum að skoða hér útivistarsvæði fyrir ungu kyn- slóðina þar sem hún getur fengið að njóta sín við alls konar rann- sóknir og útileiki.“ Sólveig hefur sem fyrr sagði helgað sig yngstu kynslóði starfi sínu og segir yngstu ótrúlega mikla gleðigjafa. einstaklega einlægir og san þjóðfélagsþegnar. Þau gleð sífellt hvern morgun sem m kemur. Oftast koma þau hl á móti mér á morgnana og mér fagnandi. Ég held að þ ekki margar starfsstéttir s slíkar móttökur þegar mæ vinnu. Þannig að ég held a ekki hægt að hugsa sér bet meira gefandi starf.“ Aðspurð segir Sólveig al nokkrar breytingar hafa o skólastarfinu í tímans rás. hún fyrst og fremst að áðu hafi starfið og kennslan ve miklu fastmótaðri en nú, m annars vegna hefðarinnar aaaaaaa Starfið verður skemmtilegra með hverju árinu „VIÐ starfsmenn skólans höf- um ávallt reynt að standa okkur sem allra best og viljað leggja okkur fram um það að gera betur í dag en í gær og jafnframt stefnt að því að gera enn betur á morgun,“ segir Ellert Borgar Þorvalds- son, skólastjóri Ártúnsskóla í Reykjavík, en skólinn hlýtur verðlaun í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslu- starfi. Ellert Borgar hefur gegnt starfi skólastjóra allt frá stofnun skólans árið 1987 og hefur því fylgt eftir þróun skólastarfsins ásamt starfs- fólki sínu. Í dag eru nem- endur Ártúnsskóla um 180 í 1.–7. bekk og starfsmenn skólans eru um fjörutíu og þar af eru 22 kennarar. Aðspurður hvaða áhrif Ís- lensku menntaverðlaunin hafi fyrir íslenskt skólakerfi svar- ar Ellert Borgar því til að þau, ásamt öðrum viðurkenn- ingum, hafi jákvæð áhrif í þá átt að vekja athygli á því hversu gott starf sé unnið í skólum landsins. „Það má segja að skólastarfið sé dag- leg ögrun og ekki þýðir ann- að en að takast á við hana og leggja til skipulagðrar atlögu ásamt sínu ágæta starfsfólki.“ Að sögn Ellerts Borgars er í Ártúnsskóla lögð sérstök áhersla á lífsleikni og jákvæð gildi. Bendir hann á að ýmsar hefðir og siðir skapi þá skóla- menningu sem sé kjölfesta í starfi skólans. „Nemendur eru virkir þátttakendur í f breyttu starfi skólans sem vonandi eflir sjálftraust þeirra og jákvæðni. Þar m nefna sönglíf, föstudags- samveru þar sem foreldra koma í heimsókn, íþrótta- daga, menningarvökur, út vistardaga, afa- og ömmu- daga, skólabúðir, jólaskemmtanir og þjóðer isdaga. Síðast en ekki síst ur verið stofnað innan skó ans nemendafélagið Félag ungmenna í Ártúnsskóla (FUÁ), en það stendur fyri fjölbreyttu starfi, s.s. spur ingakeppni allra árganga knattspyrnu- og körfubolt móti.“ Ellert Borgar leggur áherslu á að markvisst sé unnið að því að foreldrar g Nemendur Ártúnsskóla ta Ávallt stefnt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.