Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Til leigu verslunar- og/eða
skrifstofuhúsnæði
80 fm á 1. hæð (jarðhæð) með
sérinngangi á frábærum stað
við Holtasmára í Kópavogi.
Stórir gluggar, tvö skrifstofu-
herbergi ásamt rúmgóðu opnu
rými, eldhúsi og snyrtingu.
Laust nú þegar.
Upplýsingar í síma 693-4490.
Stórglæsileg 92 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í miðborginni auk 18 fm
herbergis í kjallara. Íbúðin er algjörlega endurnýjuð á vandaðan og
smekklegan hátt, m.a. öll gólfefni ný, innrétting í eldhúsi og tæki,
baðherbergi, innihurðir, lýsing og raflagnir. Rúmgóðar og bjartar sam-
liggjandi stofur og 2 herbergi. Grillsvalir út af eldhúsi og hátalara- og
sjónvarpstengingar í herbergjum. Frábær staðsetning.
Eign sem vert er að skoða. Verð 35,0 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Tjarnargata
Glæsiíbúð með útsýni yfir Tjörnina
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Opið hús milli kl. 17 og 19 í dag
Flókagata 6
Miðsvæðis í Reykjavík
Gullfalleg 77,7 fm 3ja herb. íbúð á efri hæð í þríbýli á þessum vinsæla stað
í Reykjavík. Eignin skiptist í fallegt hol m. skáp, bjarta borðstofu og stofu
m. sólríkum suðursvölum. Stórt hjónaherb. m. góðum skápum, snyrtilegt
eldhús og flísalagt bað m. sturtuklefa og glugga. Á gólfum er eikarparket
nema eldhús er m. dúk. Sér, hellulagt og upphitað stæði v. húsið. Eignin
hefur fengið gott viðhald. Verð 19,5 millj.
Erna og Laufey taka vel á móti gestum í dag milli kl. 17 og 19.
Bjalla merkt Erna. Teikningar á staðnum.
ÉG SKIPTIST fyrir hálfu öðru ári
á tölvupósti við félaga þinn Björn
Bjarnason um gjöld, sem við eldri
borgarar skyldum greiða fyrir öku-
skírteini. Björn var afar duglegur og
lifandi við að útskýra fyrir mér sögu
gjaldskrár um gjöld
fyrir ökuskírteini. Ég
virði hann fyrir þetta
sem annað. Hér á árum
áður var ekkert gjald
tekið fyrir endurnýjun
réttinda eldri borgara.
Nú er hins vegar
heimtað miklu meira af
okkur gamlingjunum
en hinum yngri, sem
kannski eru nýbúnir að
fá teinið og kunna vart
með að fara. Þeir
kunna reyndar sumir
varla að keyra. Fjár-
málaráðherrann væri samt vís til
þess að túlka þetta út og suður. Þetta
er endra stjórnarstefnan, eða hvað?
Þetta var áður hjá dómsmálaráð-
herra, en er nú á sviði fjármálaráð-
herra.
Svona er ríkisstjórnarstefnan frá
sjónarhóli eins eldri borgara:
64 ára og yngri greiða kr. 3900 fyrir skírteini til 10 ára
(ekki krafizt læknisvottorðs)
þ.e. 390 /ári
65, 66,67,68,69 ára greiða 1100 fyrir skírteini til 5 ára,
læknisvottorð kr. 1500
þ.e. 520 /ári
70 ára greiðir fyrir skírteini til 4 ára
þ.e. 650 /ári
71 árs greiðir fyrir skírteini til 3 ára
þ.e. 867 /ári
72, 73, 74, 75, 76,77, 78, 79 ára greiðir fyrir skírteini til 2 ára
þ.e. 1.300 /ári
80 ára og eldri borgarar greiða hvert ár fyrir skírteini til eins 1 árs
þ.e. 2.600 /ári
Vituð þér enn eða hvat? Já, með
aldrandi manni finnst ríkinu bezt að
vera. Þetta er stígandi ferill. Gjöldin
hafa hækkað um 10 til 11 prósent á
hálfu öðru ári. Þrátt fyrir smá skatta-
lækkanir hafið þið tekið til baka það,
sem lífeyrir frá ríkinu hefur skánað,
með hækkunum á gjaldskrá. Ég sé
að útborgaður lágmarkslífeyrir eftir
skatta hefur hækkað pínulítið, en
gjöldin enn meira, sem
er dæmigert í of-
ansögðu. Sem og gildir
þetta fyrir nánast öll
önnur mál trúi ég.
Vissulega má segja,
að sumir hrörna, en
fæstir þeirra aka sínum
bíl, nota ef til vill
strætó. Gott er samt að
sjá, að við skyldum vera
sjálfbær. Við tollum þá í
tízkunni, erum sjálf-
bær! Ráðherrann kynni
að segja, að við værum
til vandræða. Ég hafna
slíkum svörum, hver sem segja vildi.
Hver er ekki til vandræða? Sjónin
breyttist meira, er ég var á bezta
aldri, en núna. Viðbrögðin eru háð
miklu fleira en aldri. Ég var ekki til
vandræða fyrir tæpum sextíu árum,
er ungi maðurinn hljóp suður í Há-
skóla Íslands. Nú þurfa stúdentarnir
helzt ókeypis bílastæði. Jafnvel stúd-
íósarnir í framhaldsskólum þurfa
stór bílastæði rétt utan skólastof-
unnar. Þeir geta hvorki gengið, hjól-
að né farið í strætó. Og þeir borga
bara 390 krónur á ári fyrir öku-
skírteinið. Gamlingjarnir punga út
2600 krónum á ári.
Nú kemur pólitíkin. Já, þið segið.
Þið hafið það bara gott. Ég skamm-
ast mín ekki fyrir mig, ekki heldur
fyrir föður eða móður. Nú hefi ég
strikað út eitthvað um erft og áunnið,
sem ég hafði skrifað í uppkasti,
sleppum því. Mér finnst ég skilja
vandamál sumra okkar heldri borg-
ara betur en sumir stjórnmálamenn.
Meðaltalsreglan er röng. Þetta er dá-
lítil hugleiðing, hvar við hægri menn
mættum hlusta lítið eitt á suma
vinstri menn, hvað þeir sögðu stund-
um. En hvað vita menn á miðjunni
um hægri og vinstri? Þeir vaða bara
beint áfram.
Sextíu ár eru liðin síðan undirrit-
aður gekk í Heimdall. Við stofnuðum
þá andsellur gegn fimmtu herdeild
kommúnistanna. Vér stóðum vaktina
í Holstein og stilltum okkur fyrir
framan þinghúsið 1949. Í það
minnsta tveir vinir mínir voru þó í
hinu liðinu. Nú í dag talið þið stjórn-
málamennirnir við okkur eins og við
værum hálfvitar, asnar.
Halldór stjórnarformaður í hinum
flokknum er eins. Þið viðurkennið
ekkert, sem gæti þótt yður misjafnt,
og snúið út úr hreinum og klárum
staðreyndum.
Hættið þið ekki þessum leiða vana,
skal gamli flokkurinn minn ekki fá
mitt atkvæði hvorki til ríkis né sveit-
ar.
Ráðherra Árni!
Hvað um þetta?
Sveinn Guðmundsson
fjallar um málefni aldraðra
og ríkisstjórnina ’Nú í dag talið þið stjórn-málamennirnir við okkur
eins og við værum hálf-
vitar, asnar. ‘
Sveinn Guðmundsson
Höfundur er verkfræðingur.
KOSNINGARNAR eru lukku-
lega afstaðnar eða stóra skoð-
anakönnunin eins og einhver orðaði
það svo skemmtilega eftir ofhlæði
skoðanakannana. Þótt nægt væri
tilefnið ætla ég ekki að
gjöra einstök úrslit að
umræðuefni, enda
hlutleysi í pólitík ekki
mín sterka hlið, en
margt hefði maður nú
viljað sjá öðruvísi að
úrslitum fengnum og
ekki meira um það.
Það sem einkenndi
stefnu flokkanna um-
fram annað voru mál-
efni eldri borgara, þar
sem allir áttu sam-
merkt í því að segjast
vilja vinna þeim af al-
hug og enginn skal þar vændur um
óheilindi. Sannleikurinn enda sá að
eldri borgarar eru í öllum flokkum,
aðstandendur þeirra einnig, og því
eðlilegur samhljómur þarna á ferð.
Því skal líka treyst að nú leggist all-
ir á þá sveif að tryggja sem bezt
búsetuskilyrði og sem mesta þjón-
ustu fyrir þá eldri borgara sem á
þurfa að halda og er þá litið jafnt til
brýnna hjúkrunarrýma sem ann-
arra úrræða sem samfélaginu ber
að hafa sem fjölbreyttust. Inn í allt
þetta fléttast svo fjárræði eldri
borgara, sjálfsögð mannréttindi
þeirra allt til æviloka og ætti ekki
að þurfa um að tala hvað þá meir.
En svo er komið að því meg-
inatriði sem flesta eldri borgara
snertir, kjörum sem aðstöðu allri,
og þá er vikið frá sveitarstjórn-
arstiginu yfir í landsmálin, þar sem
allt ræðst um kjaramál eldri borg-
ara í víðastri merkingu.
Við sem störfum á vettvangi eldri
borgara gjörum okkur
vissulega glögga grein
fyrir því að eldri borg-
arar eru ekki eins-
leitur hópur, kjara- og
aðstöðumunur þar á
bæjum er mikill og yf-
ir það engin fjöður
dregin af okkur, aldrei.
Í hópi eldri borgara,
þessa fjölmenna þjóð-
félagshóps, eru margir
afar vel settir, hafa
góðan lífeyrissjóð eða
búa vel að innistæðum
í bönkum og verð-
bréfum eða hafa hvoru tveggja að
að hverfa og fyrir þetta fólk erum
við ekki að krefjast bættra kjara
eins og fáfróðir stjórnmálamenn
halda stundum fram, en það eru
reyndar þeir hinir sömu sem full-
yrða, að allir eldri borgarar lifi í
vellystingum praktuglega eins og
sagt var hér fyrrum. Hin beizka
staðreynd er hins vegar sú að nær
þriðjungur eldri borgara býr við
lágmarkskjör samfélagsins, í raun
þau allra lægstu í okkar þjóðfélagi,
ásamt verst settu öryrkjunum. Fyr-
ir þetta fólk ber okkur að berjast,
það er einfaldlega heilög skylda
okkar sem þar förum með einhver
áhrif innan raða eldri borgara og
þess vegna lætur oft hátt í okkur í
kröfugerð í þágu þessa þriðjungs
eldri borgara. Of dagljóst er það til
þess að frekar þurfi þar um að
ræða. Okkar álit er einfaldlega það
að það sé heilög skylda áhrifa-
manna í þjóðmálum, þingheims sem
ríkistjórnar, já, raunar heilög
skylda samfélagsins alls að tryggja
árangur þeirrar baráttu, ég segi
hiklaust: að þvo þennan skamm-
arblett af hinu ofurríka íslenzka
samfélagi. Þar duga engir út-
úrsnúningar, ekkert meðaltal, hvað
þá viðmiðun við þá bezt settu eins
og jafnvel heyrist. Það á að vera að-
alsmerki okkar allra að stuðla að
velferð allra – ekki bara sumra. Að
því marki beinist öll barátta eldri
borgara og má ég trúa því að þar
vilji allir vera með.
Velferð allra –
ekki bara sumra
Helgi Seljan fjallar
um málefni eldri borgara ’Hin beizka staðreynd erhins vegar sú að nær
þriðjungur eldri borgara
býr við lágmarkskjör
samfélagsins, í raun þau
allra verstu í okkar þjóð-
félagi, ásamt verst settu
öryrkjunum. ‘
Helgi Seljan
Höfundur er varaformaður
FEB Reykjavík.
ókeypis
smáauglýsingar mbl.is