Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 35

Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 35 UMRÆÐAN nám fjölbreytt við allra hæfi I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda- virkjun • Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu í forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting • Fataiðnabraut (klæðskurður og kjólasaumur) • Gull- og silfursmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðlabraut • Tækniteiknun • Margmiðlunarskólinn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. Í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is alm ennt svið h önnunars vi ð rafiðnasv ið fjarnám sérdeild a sv ið by ggingasvið tö lvusviðu pp lý si n ga - o g m a rg m ið lun arsvið Aðstoð við innritun fyrir þá sem ljúka grunnskólaprófi í vor verður í skólanum fim. 8. júní frá kl. 10:00–14:00. Námsráðgjafar og sviðsstjórar leiðbeina þá um námsval og brautir skólans. Innritun í fjarnám og kvöldskólann stendur yfir. Allar upplýsingar á vef skólans www.ir.is. Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, síma 522 6500. STIGIÐ var mikilvægt fram- faraskref hinn 15. maí sl. þegar undirrituð var viljayfirlýsing um að 250 þúsund tonna álver rísi í landi Bakka norðan Húsavíkur innan fárra ára. Í viljayfirlýsing- unni, sem var undirrituð af fulltrú- um Húsavíkurbæjar, iðnaðarráðu- neytisins og Alcoa Corp., var samþykkt að vinna skipulega að frekari athugunum á svæðinu með það að leiðarljósi að samningar takist um að Alcoa reisi þar 250.000 tonna álver. Hagkvæmnisrann- sóknirnar, sem senn hefjast, skiptast í þrjá áfanga. Þeim á að ljúka um mitt ár 2008. Samhliða þessari könnun munu Alcoa, Landsvirkjun og Landsnet semja um orkukaup og orku- flutning. Ef allt gengur eftir eins og stefnt er að verður ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir geti hafist á síðari hluta árs 2008 eða í byrjun árs 2009. Þessar fram- kvæmdir munu ekki aðeins gjör- breyta afkomu umrædds svæðis, heldur á öllu N-Austurlandi þjóð- inni til hagsældar. Í fyrrgreindu samkomulagi er sérstaklega tekið fram að um sé að ræða álver með 250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Raf- orkan mun koma úr vistvænum orkuverum á háhitasvæðum Þing- eyjarsýslu. Aðeins er um 30 km leið frá Þeistareykjum að fyr- irhuguðu byggingarsvæði á Bakka, en nú liggja þar aðeins fáfarnar vegaslóðir. Frá umhverfissjón- armiði eru allar aðstæður ein- staklega góðar. Röskun á náttúru vegna fyrirhugaðrar virkjunar gufuafls verður í lágmarki og í raun afturkræf ef komandi kyn- slóðir vilja færa svæðið til upp- runalegs horfs. Um- deild háspennumöstur verða að óverulegu leyti sýnileg frá byggðu bóli. Áhrif þessara fram- kvæmda á byggða- þróun í Þingeyj- arsýslu verða afar jákvæð. Þrátt fyrir öflugt starf að at- vinnuþróun und- anfarin ár og mikla grósku, t.d. í ferða- þjónustu, hefur íbú- um á Húsavík fækkað um 250 manns á ein- um áratug eða sem svarar um100 fjölskyldum. Það munar um minna. Bregðast þarf við þessari alvarlegu byggðaröskun og snúa vörn í sókn. Byggð í Þingeyj- arsýslu eins og víðast á lands- byggðinni hefur frá öndverðu grundvallast á náttúruauðlindum svæðisins. Þar ber hæst landbúnað og sjávarútveg. Vegna tækniþró- unar og nýtingartakmarkana hefur fólki stórfækkað í þessum und- irstöðuatvinnuvegum landsmanna. Nú heyja menn á fáum dögum tún en bændum fyrir 30 árum veitti ekki af góðu heyskaparsumri til að fylla hlöður. Hraðfiskibátar með 2–3 mönnum róa nú með jafn- langa línu og 70 tonna bátur með níu mönnum gerði fyrir 10–15 ár- um. Þessi framþróun er eðlileg en stöðnun hefði annars leitt til hruns í þessum greinum. Það er ljóst að það hefur vafist fyrir samfélögum á landsbyggðinni að bregðast við breytingunum. Mjög hefur verið horft til ferðaþjónustu en þar hafa skapast verðmæt störf. Ferðaþjón- ustubændur eru víða orðnir kjöl- festa í sveitum landsins við hlið hefðbundinna búgreina. Vinsældir bændagistingar aukast með ári hverju og er það vel. En betur má ef duga skal. Horfa verður til fleiri þátta ef á að takast að snúa þessari byggðaþró- un við. Það er eðlilegt að hvert landsvæði skoði styrkleika sína og veikleika, meti hvar vannýttar auðlindir eru og hvar ný tækifæri liggja. Í Þingeyjarsýslu liggur beinast við að horfa til jarðhitans. Háhitasvæðin við Kröflu, á Þeista- reykjum, í Bjarnarflagi og víðar í héraði hafa verið nýtt allt frá því á miðöldum. Sögulegastur var útflutningur á brennisteini frá Húsavík, fyrst óunnum en síðan um langt skeið hreinsuðum á Húsavík. Brenni- steinsvinnsla í Mývatnssveit varð samfélaginu í Þingeyjarsýslu mikil lyftistöng. Bændur höfðu drjúgar tekjur af því að safna brennisteini á háhitasvæðunum og flytja hann á hestum til Húsavíkur, þar sem hann var hreinsaður og fluttur í vopnabúr kóngsins í Kaupmanna- höfn. Hreinsun brennisteins, sem líta má á sem fyrsta stóriðjuverk- efnið á Íslandi, hófst á Húsavík um 1770. Þessum merka þætti í iðnsögu Íslands lauk þegar verk- smiðjan í Bjarnarflagi sprakk í loft upp 1939. Nú ætlum við Þingeyingar að taka þráðinn upp á ný og nýta há- hitann til raforkuframleiðslu. Flytja orkuna út sem ál til hag- kvæmra nota til vöruframleiðslu um allan heim í stað brennisteins sem fór fyrr á öldum til púð- urgerðar. Það vekur því athygli þegar andstæðingar atvinnuuppbygg- ingar af þessum toga hafa allt á hornum sér vegna þessara áforma. Þar sem ekki eru haldbær rök fyr- ir umhverfisspjöllum vegna þess- ara framkvæmda er gripið til gam- alkunnra ófrægingaraðferða. Mönnum eru gerðar upp skoðanir og ósannindavefur spunninn úr engu um að áform séu allt önnur en sagt er og gagnkvæmt sam- komulag ríkir um. Þannig kom fram í greinaskrif- um fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar, að ekkert væri að marka þá samninga sem undirritaðir hafa verið um að reisa 250 þúsund tonna álver, sem byggt verði upp í áföngum. Nútímalegt álver sem verður eingöngu knúið vistvænni orku frá háhitasvæðunum í Þing- eyjarsýslu. Þessar fullyrðingar standast ekki. Því til staðfestingar nægir að benda á fréttatilkynn- ingu frá samningsaðilum í Morg- unblaðinu hinn 17. maí sl. Álver og umhverfisvænt orkuver á N-Austurlandi munu skera úr um það hvort hundruð fjölskyldna í þessum landshluta geta litið björtum augum til framtíðar eða verða að lúta í lægra haldi og flytjast búferlum á suðvest- urhornið. Málið er ekki flóknara. Nýting vistvænnar orku á Húsavík skipt- ir sköpum fyrir afkomu heimamanna Tryggvi Finnsson skrifar um atvinnuuppbyggingu á Húsavík ’Það vekur því athygliþegar andstæðingar at- vinnuuppbyggingar af þessum toga hafa allt á hornum sér vegna þess- ara áforma.‘ Tryggvi Finnsson Höfundur er framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. Norræn hönnunun www.bergis.is COPENHAGEN Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.