Morgunblaðið - 08.06.2006, Síða 60

Morgunblaðið - 08.06.2006, Síða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi FRYSTITOGARINN Arnar HU-1, sem gerður er út af FISK-Seafood á Sauðárkróki og Skaga- strönd, kom til hafnar í Reykjavík í gærkvöldi með metafla að verðmæti 184 milljóna króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið að um nýtt Íslandsmet sé að ræða. Árni Sigurðsson skipstjóri segir að túrinn hafi alls verið 39 dagar og mestallan tímann hafi skipið verið á úthafskarfaveiðum á Reykjanes- hrygg. „Veiðin hefur verið óvenjugóð. Samtals eru þetta um 1.800 tonn upp úr sjó sem þýðir að 34 tonn voru unnin um borð á hverjum degi. Þá er verð á úthafskarfa á mörkuðum úti sérlega hátt, auk þess sem gengi krónunnar er okkur hagstætt um þessar mundir. Allt leggst þetta saman í langbesta túr sem við höfum nokkurn tíma átt,“ segir Arnar. Áhöfnin á Arnari hefur ástæðu til að halda sjómannadaginn hátíðlegan um helgina, þar sem hásetahluturinn er í kringum 1.800 þúsund krónur. Morgunblaðið/Eggert Börn skipverja á frystitogaranum Arnari fylgdust spennt með þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í gærkvöldi. Arnar HU-1 landaði afla að verðmæti 184 milljóna króna LEIKSÝNINGIN Pétur Gautur í sviðsetningu Þjóð- leikhússins hlaut flestar tilnefning- ar til Grímunnar, íslensku leiklist- arverðlaunanna, eða tólf talsins. Kynnt var í Borg- arleikhúsinu í gær hvaða verk væru tilnefnd og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson þeim sem voru tilnefndir viður- kenningarskjal. Verðlaunaafhendingin fer fram 16. júní nk. og eru afhent verðlaun í alls sextán flokkum. Í ár komu 61 leiksýning og 11 útvarpsleikrit til álita. | 26 Pétur Gautur tilnefndur til 12 Grímuverðlauna KARLMAÐUR var fluttur á slysadeild í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld eftir að hann hrapaði tugi metra niður í fjöru en hann hafði látið draga sig á loft, í svif- vængjaflugi, með slöngubát frá Skrans- fjörunni. Að sögn sjónarvotta var mað- urinn kominn í um 30 til 40 metra hæð þegar taug í bátinn slitnaði, með þeim af- leiðingum að maðurinn hafnaði í stórgrýt- isfjörunni utan við hafnargarðinn. Dró svifvængurinn manninn fyrst upp í fjöruna og svo aftur út í sjó áður en tókst að bjarga honum um borð í bátinn. Við fyrstu athugun var talið að maðurinn hefði brotnað á þremur stöðum en eftir rann- sókn lækna á slysadeild kom í ljós að hann er óbrotinn og virðist hafa sloppið afar vel. Maður í svif- vængjaflugi hrapaði í fjöru BÖRNUM sem búa hjá báðum for- eldrum sínum líður í heildina betur en öðrum börnum. Þá benda niðurstöð- ur könnunar til þess að sérstaklega þurfi að skoða líðan og aðlögun barna sem búa hjá föður sínum og þá eink- um ef hann er einstæður. Þetta og fleira kemur fram í skýrslu um líðan barna í tengslum við fjölskylduaðstæður sem Benedikt Jó- hannsson sálfræðingur hefur nýlega unnið. Gögnin sem liggja til grund- vallar koma úr könnun sem unnin var á líðan nemenda í 5.–7. bekk í Reykja- vík árið 2003 og tæplega 4.400 börn svöruðu. Að því er Benedikt telur hef- ur slík töluleg úttekt sem byggir á svörum barnanna sjálfra ekki verið gerð áður hérlendis. Best félagslega að búa hjá báðum lífforeldrum Um 2/3 hlutar barnanna búa hjá báðum foreldrum. 15,9% búa hjá ein- stæðri móður, 11,8% hjá móður og stjúpföður, 2,1% hjá öðrum en for- eldrum, 1,6% hjá einstæðum föður og 1,0% hjá föður og stjúpmóður. Al- mennt mælist líðan barnanna góð. Þó segja þau sem búa hjá einstæðum föður sjaldnar að þeim líði vel en 81,8% þeirra sögðu sér líða vel á móti 91,6% barna sem búa hjá báðum for- eldrum. Benedikt segir raunar að í þessari könnun hafi tengsl líðunar barna ver- ið einna sterkust við það hvernig börnunum gekk í samskiptum við jafnaldra. Því skipti miklu að við skilnað setji foreldrar í forgang að stuðla að samfellu í tengslum barna við félaga. Þegar samskipti barnanna við jafn- aldra eru skoðuð í tengslum við fjöl- skylduaðstæður kemur í ljós að þeim sem búa hjá báðum lífforeldrum vegnar félagslega best en þau sem búa hjá einstæðum feðrum eiga undir högg að sækja. Þau sem búa hjá móð- ur lenda þarna á milli en nær þeim sem búa hjá báðum foreldrum. Hlutfall barna sem eiga enga eða fáa vini er helmingi hærra hjá þeim sem búa hjá einstæðum föður en hjá þeim sem búa hjá báðum foreldrum, eða 15,5% á móti 8,0%, sbr. meðfylgj- andi töflu. Hlutfall barna sem oft eða stundum eru skilin útundan er 17,1% hjá þeim sem búa hjá einstæðum feðrum en 7,0% hjá þeim sem búa hjá báðum foreldrum og 8,9% hjá þeim sem búa hjá einstæðum mæðrum. Hafa skyldi í huga að orsakir erf- iðari félagslegra aðstæðna þeirra barna sem búa hjá feðrum má líklega rekja til margs og ekki endilega þess að feðurnir standi sig illa. Samskipti við jafn- aldra skipta miklu Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Könnun á líðan barna í tengslum við fjölskylduaðstæður (          )  *              0" , .)   0" 6 ) "+'. 0" 6 0" . ) "+'6 0" .  ./  )  =   F60) . 4 ) $ 4 G /"#* '+#H '+,H #+,H %+%H &+&H $+%H ÁRTÚNSSKÓLI í Reykjavík hlaut í gær Íslensku menntaverðlaunin 2006. Forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hjallaskóla í Kópavogi, en þetta er í annað sinn sem þau eru veitt. „Ég er mjög ánægður með að Ís- lensku menntaverðlaunin hafi nú þegar, þótt ung séu, fest sig í sessi. Þau eru mikilvæg viðurkenning á því merkilega starfi sem unnið er í grunnskólunum,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Hann vonaðist til að verðlaunin yrðu til þess að skapa sátt um grunnskólastarfið. Sólveig Sveins- dóttir, kennari í Laugarnesskóla, hlaut verðlaunin í flokki kennara sem skilað hafa farsælu ævistarfi. Þá hlaut Íris Róbertsdóttir, kennari við Hamarsskóla í Vestmanna- eyjum, verðlaun fyrir að hafa í upp- hafi kennsluferils sýnt hæfileika og lagt alúð í starf sitt. Sólrún Harð- ardóttir, endurmenntunarstjóri við Háskólann á Hólum og námsefn- ishöfundur, var verðlaunuð fyrir námsefni sitt á sviði náttúru- og umhverfisfræða. Morgunblaðið/Ómar Ólafur Ragnar Grímsson afhendir nemendum Ártúnsskóla verðlaunin. Mikilvæg viðurkenning á merkilegu starfi  Augljóst | Miðopna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.