Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 155. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Flugustangir Tinni í kín- verska Tíbet Í félagsskap með Desmond Tutu erkibiskupi | Af listum 28 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Ofursportbíllinn Ford GT á Akureyri  Hundayi Sonata er sterklegur og stöðugur  BMW Mille Miglia Íþróttir | Vörn og markvarsla áhyggjuefni  Fyrstu stig ÍA HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, hittust á fundi á heimili Halldórs undir kvöld í gær til þess að ræða málefni Framsóknarflokksins. Lauk þeim fundi með fullum sáttum þeirra í milli. „Við Guðni Ágústsson höfum átt fundi bæði í gær og í dag og við er- um hér saman á mínu heimili ásamt félögum okkar. Við höfum farið yfir okkar mál og erum sáttir,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið fyrir utan heimili sitt í gærkvöld. Þeir sögðust vera að undirbúa mið- stjórnarfund Framsóknarflokksins, sem haldinn verður í dag, og ræða flokksþingið. „Við trúum á einingu og frið,“ sagði Guðni Ágústsson enn- fremur í gær. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu þeir sameiginlega leggja til við miðstjórnarfund að flokksþingið verði haldið í þriðju viku ágústmánaðar. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst kom þingflokkur Framsókn- arflokksins einnig saman á heimili Halldórs Ásgrímssonar í gærkvöld þar sem sameiginleg tillaga for- manns og varaformanns um tíma- setningu flokksþings var kynnt. Heimildir Morgunblaðsins herma, að þeir Halldór og Guðni hafi orðið sammála um að hvetja til sátta og einingar í Framsóknarflokknum á miðstjórnarfundinum. Fundur miðstjórnar hefst kl. 16 í dag í Súlnasal Hótels Sögu. Halldór Ásgrímsson heldur ræðu í upphafi fundarins, en síðan verða almennar umræður. Um 150 fulltrúar eiga sæti í miðstjórn Framsóknarflokks- ins. Halldór og Guðni hittust á heimili forsætisráðherra í Breiðholti í gærkvöld „Við höfum farið yfir okkar mál og erum sáttir“ Morgunblaðið/Ómar Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson náðu fullum sáttum í gærkvöld. Zarqawi, æðsti maður al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna í Írak, hefði fallið í loftárás Bandaríkjamanna á verustað hans við borgina Baquba. Steinar kvaðst ekki hafa verið á fundinum með Nouri al-Maliki, for- sætisráðherra Íraks, en hann hefði sótt fund þar sem William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers, greindi frá atburðunum og sýndi myndir af líki al-Zarqawis. „Það tekur alltaf nokkurn tíma að átta sig á viðbrögðum og áhrifum at- burða af þessu tagi en til dæmis þeir súnnítar, sem ég umgengst í starfi mínu, eru fegnir því, að al-Zarqawi „VISSULEGA eru margir fegnir því, að hann skuli allur en líta þó fyrst og fremst á dauða al-Zarqawis sem mikinn áfanga en engin endalok óaldar- innar,“ sagði Steinar Þór Sveinsson, upp- lýsingafulltrúi NATO í Bagdad, um þau tíðindi, að Abu Musab al- skuli vera úr sögunni. Þótt hann hafi einkum beint spjótunum að sjítum, þá spyrja sprengjurnar ekki að því hver fyrir þeim verði,“ sagði Steinar en lagði áherslu á, að enginn byggist þó við, að ofbeldinu linnti með dauða al-Zarqawis. Engu að síður væri hann mikill sigur. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, talsmaður ESB og stjórnvöld víða, m. a. í Mið-Austur- löndum, fögnuðu fréttinni um fall al- Zarqawis en lögðu þó áherslu á, að mikil barátta væri framundan. Sum- ir sérfræðingar sögðu raunar, að ólíklegt væri, að dauði al-Zarqawis hefði mikil áhrif á al-Qaeda í Írak. Steinar Þór sagði, að dagurinn hefði verið mikill merkisdagur og þá ekki aðeins vegna atburðanna í Ba- quba, heldur ekki síður vegna þess, að nú hefði tekist að skipa í embætti varnar-, innanríkis- og öryggismála- ráðherra. Óháður sjíti, Abdel Qader al-Obeidi, mun gegna því fyrst- nefnda, óháður súnníti, Jawad Pol- ani, verður innanríkisráðherra og Shirwan al-Waili, sem er sjíti, mun annast öryggismálin.  „Andlit“ | miðopnaSteinar Þór Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Fall al-Zarqawis mikill áfangi Afbrigði af fuglaflensu greindist í rauðhöfðaönd AFBRIGÐI af fuglaflensu hefur greinst í rauðhöfðaönd á Mývatni. Fuglaflensan er ekki af H5 eða H7 stofni, en það eru skæð afbrigði og hafa menn óttast að þau leiddu til faraldurs sem ógnað gæti heilsu fólks. Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir sagði að þetta sýni frá Mývatni ylli engum áhyggjum. Alltaf hefði mátt reikna með að afbrigði af fuglaflensu fyndist þegar skipulögð leit að fugla- flensu hófst snemma á þessu ári, en margar tegundir af fuglaflensu eru til í villtum fugli. Flestar valda þær vægum einkennum. Fuglaflensa hef- ur einu sinni áður greinst í fugli hér á landi, árið 1980 í önd á Mývatni. Búið að taka 368 sýni Búið er að taka 368 sýni úr fuglum hér á landi og er þetta eina sýnið sem reyndist jákvætt. Þessi sýni hafa verið tekin úr 26 fuglategundum á þessu ári, þar af eru 35 sýni sem tek- in voru úr sjálfdauðum fuglum. Nýlega drápust tvær álftir á Aust- urlandi og sagðist Halldór hafa orðið var við ótta hjá fólki vegna þessa. Náðst hefði sýni úr öðrum fuglinum og í ljós hefði komið að hann hefði ekki drepist úr fuglaflensu. Halldór sagði að haldið yrði eitt- hvað áfram að taka sýni úr fuglum. Viðbúnaður hér á landi færi m.a. eftir stöðu mála í nágrannalöndum okkar. Það hefði greinst fuglaflensa í Rúm- eníu og Ungverjalandi og þarlend yf- irvöld hefðu gripið til ráðstafana í samræmi við kröfur Evrópusam- bandsins. Engar nýjar fréttir hefðu hins vegar borist af fuglaflensu á Bretlandseyjum. Allir farfuglar væru komnir til landsins og því væru minnkandi líkur á að þessi sjúkdóm- ur kæmi upp hér á landi. Heilbrigð- isyfirvöld væru þó áfram á verði. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Ljósmynd/Jóhann Óli TALSVERÐAR lækkanir urðu á erlendum hlutabréfamörkuðum í gær en þá tilkynnti Seðlabanki Evrópu 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Nema þeir nú 2,75% en þetta er í þriðja skipti á hálfu ári sem bankinn hækkar stýrivexti. Talið er að lækkanirnar megi rekja til óróa á mörkuðum vegna ótta við enn frekari vaxtahækkanir á heimsvísu sem geti þá leitt til þess að dragi úr hagvexti, en bankinn gaf til kynna að frekari hækkana væri að vænta á næstunni vegna aukins verðbólguþrýstings. Í Evrópu lækkaði FTSE vísital- an um 2,5%, OMX vísitalan í Stokkhólmi um 4,3% og CAC 40 og DAX vísitölurnar um 2,9%. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 3,1%. Í Bandaríkjunum lækk- uðu vísitölur um allt að 2% fyrri- part dags en þegar nær dró lokun markaða gengu lækkanirnar til baka. Úrvalsvísitala Kauphallar Ís- lands lækkaði einnig í gær en þó ekki í líkingu við þær lækkanir sem áttu sér stað í Evrópu. Nam lækk- unin 1,6 prósentustigum. Órói á erlendum mörkuðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.