Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra stýrði leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins, sem fram fór í Reykjavík, fyrir hádegi í gær, en formennskutímabili Íslands í ráðinu lýkur 1. júlí nk. Svíar taka þá við formennsku í ráðinu. Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, notaði tækifærið á blaðamannafundi, sem haldinn var á Hótel Nordica um hádegisbil, til þess að þakka Halldóri Ás- grímssyni fyrir störf hans í þágu Eystrasaltsráðsins, og samstarfið á liðnum árum, á alþjóðavettvangi. Eins og kunnugt er lætur Halldór bráðlega af ráðherradómi. Ellefu ríki eiga aðild að Eystra- saltsráðinu, sem var stofnað árið 1992. Forsætisráðherrar níu ríkja og utanríkisráðherrar tveggja voru á fundinum í gær, auk embættis- manna, m.a. frá Evrópusamband- inu og skrifstofu Eystrasaltsráðs- ins. Alls hundrað manns tóku þátt í fundinum. Þar fyrir utan kom hingað á fimmta tug erlendra blaðamanna, frá Rússlandi, Pól- landi og Svíþjóð. Mikil öryggis- gæsla var á fundarstaðnum. Sammála um mikil- vægi samstarfsins Halldór sagði á blaðamanna- fundinum að framtíðarhlutverk Eystrasaltsráðsins hefði verið rætt á leiðtogafundinum fyrr um morg- uninn. Fundarmenn hefðu verið sammála um mikilvægi samstarfs- ins. Hann sagði að Eystrasaltsráðið væri sterk stofnun og að ráðherr- arnir væru sammála um að svæðið, sem samanstæði af ríkjunum ell- efu, væri einn kraftmesti hluti heimsins. Í formennskutíð Íslands hefur verið lögð sérstök áhersla á sam- vinnu innan ráðsins á sviði orku- og umhverfismála. Halldórs sagði að þessi mál hefðu verið rædd á fundinum í gær, sem og efnahags- mál og mál er varða verndun hafs- ins. Göran Persson sagði að Svíar myndu í formennskutíð sinni áfram leggja áherslu á samvinnu í orku- og umhverfismálum. Í öðru lagi myndu þeir leggja áherslu á borgaraleg réttindi; markmiðið væri að efla lýðræðið, mannrétt- indi og félagsleg réttindi á svæð- inu. Í þriðja lagi myndu þeir leggja áherslu á viðskipti og fjár- festingar innan svæðisins. Hann sagði að ríkin ellefu hefðu marga möguleika og hefðu enga ástæðu til annars en að vera bjartsýn. „Við höfum ekki ástæðu til annars en að halda samstarfinu áfram og við höfum enga ástæðu til annars en að þakka Íslendingum fyrir for- mennskutíð þeirra.“ Fundað með forsætis- ráðherra Rússlands Eftir blaðamannafundinn fund- aði Halldór Ásgrímsson með Mikhail E. Fradkov, forsætisráð- herra Rússlands, í ráðherrabú- staðnum. Í tilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi m.a. rætt tvíhliða samskipti þjóðanna á sviði við- skipta, orku- og umhverfismála, ferðamála, fiskveiði- og menning- armála. Þá hafi Halldór rætt fram- boð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 til 2010. Eftir fundinn í ráðherrabústaðn- um hitti Fradkov forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á Bessa- stöðum. Í kjölfarið var haldinn blaðamannafundur, þar sem var, auk íslenskra fjölmiðlamanna, hóp- ur blaða- og fréttamanna frá Rúss- landi. Fradkov sagði að þeir hefðu rætt ýmis málefni er vörðuðu hagsmuni landanna beggja, og Ólafur Ragnar þakkaði honum fyr- ir vilja hans til þess að styrkja samband Íslands og Rússlands enn frekar á komandi árum. Ólafur Ragnar sagði að þeir hefðu m.a. fjallað um samstarf á sviði jarðvarma, en einnig hefði hann rætt um mikilvægi þess að koma á loftferðasamningi milli Ís- lands og Rússlands, svo Icelandair gæti flogið til borga á borð við Moskvu og Pétursborg. Eftir fund- inn á Bessastöðum hélt Fradkov og fylgdarlið hans af landi brott. Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins haldinn í Reykjavík Sammála um mikil- vægi þess að halda samstarfinu áfram Göran Persson þakkar Halldóri Ásgrímssyni samstarfið MIKIL öryggisgæsla var í kring- um leiðtogafund Eystrasaltsráðs- ins sem fram fór í Reykjavík í gær. Um hundrað manns tóku þátt í fundinum sjálfum, þar á meðal níu forsætisráðherrar og tveir utanríkisráðherrar. Þá fylgdist með fundinum á fimmta tug blaða- og fréttamanna, flestir frá Rússlandi, en einnig frá Pól- landi og Svíþjóð, samkvæmt upp- lýsingum frá utanríkisráðuneyt- inu. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn emb- ættis Ríkislögreglustjóra, segir að fjöldi íslenskra lögreglumanna hafi tekið þátt í öryggisgæslunni í gær, en vill ekki gefa upp fjölda þeirra. Auk þess fylgdu lífverðir einstökum forsætisráðherrum. Guðmundur Ómar segir að ströng öryggisgæsla fylgi jafnan fund- arhöldum sem þessum, þ.e. þegar svo margir forsætisráðherrar séu samankomnir á einum stað. Lögreglumenn fylgdust m.a. með svæðinu í kringum fund- arstaðinn, Hótel Nordica, og gestir þurftu að gangast undir vopnaleit, áður en gengið var inn í fundarsalinn. Myndavélar ljós- myndara og tökumanna voru til að mynda skoðaðar sérstaklega. Mikil ör- yggisgæsla Morgunblaðið/ Jim Smart Mikhail Fradkov, forsætisráðherra Rússlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, funduðu á Bessastöð- um í gær og fylgdust nánustu samstarfsmenn þeirra með. M.a. var fjallað um samstarf á sviði jarðvarma. Morgunblaðið/ Jim Smart Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á milli þeirra Göran Perssons, for- sætisráðherra Svíþjóðar, og Mikhail E. Fradkovs, forsætisráðherra Rúss- lands, á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn í gær. Morgunblaðið/Eggert Forsætisráðherra Rússlands, Mikhail E. Fradkov, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svöruðu spurningum blaðamanna við ráðherrabústaðinn. HJÖRLEIFUR Guttormsson, fv. þingmaður og ráðherra, hefur sent til Skipulagsstofnunar athugasemdir í 15 liðum vegna frummatsskýrslu Al- coa Fjarðaáls vegna mats á umhverf- isáhrifum álverksmiðju í Reyðarfirði, en frestur til að skila inn athugasemd- um rann út í gær. Næsta skref í mats- ferlinu er að Skipulagsstofnun sendir framkomnar athugasemdir til Alcoa sem framkvæmdaraðila sem í fram- haldinu þarf að útbúa sína mats- skýrslu. Skipulagsstofnun fær síðan matsskýrsluna í hendur og gefur út sitt álit á henni. Í athugasemdum sínum krefst Hjörleifur þess að framkvæmdir Al- coa Fjarðaáls verði stöðvaðar á með- an unnið er að mati á umhverfisáhrif- um álversins. Átelur hann fyrirtækið fyrir að tefja matsferlið um nær hálft ár, „og standa þannig ekki við staðfestar tímasetningar í matsáætlun en halda jafnframt á fullu áfram framkvæmdum við verk- smiðju á Reyðarfirði,“ segir Hjörleifur í at- hugasemdum sínum. Hjörleifur telur að krefjast verði samþættra mengunarvarna með vothreinsun til viðbótar við þurrhreinsun á grundvelli innlendra reglna og skuldbindinga um bestu fáanlega tækni, eigi að koma til greina að leyfa starfrækslu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Setur hann fram kröfu um að í matsskýrslu geri Al- coa nákvæmlega grein fyrir hvernig vot- hreinsibúnaður geti fallið að núverandi hönnun verksmiðjunn- ar og jafnframt að út- skýrt verði hvers vegna halda ætti í hinn háa skorstein ef vot- hreinsun yrði að veru- leika. Hjörleifur krefst þess jafnframt í at- hugasemdum sínum að í matsskýrslu verði fjallað um umhverfisáhættu og ábyrgð Alcoa vegna siglinga stórra leiguskipa í þágu verksmiðjunnar til og frá Reyðarfirði og meðfram Aust- fjörðum. Einnig hvetur hann til þess að í matsskýrslu geri Alcoa grein fyr- ir aðgerðum sínum til að bregðast við hugsanlegu straumrofi og til að mæta jarðfræðilegri áhættu sem steðjað geti að Kárahnjúkavirkjun svo og annarri náttúruvá er truflað gæti orkuafhendingu til álversins. Í niðurlagi athugasemda sinna seg- ir Hjörleifur: „Nú reynir á að menn virði lögin og niðurstöðu dómstóla. Ekki er lögmætt að láta það viðgang- ast að Alcoa Fjarðaál noti ekki bestu fáanlega tækni og samræmdar meng- unarvarnir í álverksmiðjunni.“ Athugasemdir Hjörleifs má nálg- ast í heild sinni á heimasíðu hans á slóðinni www.eldhorn.is/hjorleifur. Fjallað verði um umhverfisáhættu vegna siglinga stórra leiguskipa Hjörleifur Guttormsson ATLANTSOLÍA hækkaði verð á eldsneyti sínu í gær um 2,40 krónur á bensínlítr- ann og 1,50 krónur dísilolíu- lítrann. Í fyrradag hækkuðu ESSO, Olís og Skeljungur verðið hjá sér. Ekki er vitað hvort eldsneytisverð hækkaði hjá Orkunni þar sem ekki náðist í forsvarsmenn félags- ins. Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsol- íu, sagði að fyrirtækið fylgd- ist grannt með heimsmark- aðsverði á olíu sem lækkaði í gær. Ekki er útilokað að elds- neytisverð á Íslandi muni fljótlega lækka af þeim sök- um. Atlantsolía hækkar elds- neytisverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.