Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 29 MENNING BARÍTÓNSÖNGVARINN Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem syngur um þessar mundir hlutverk Fígarós í Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Moz- art hjá Grange Park-óperunni í Englandi, hefur hlotið jákvæðar móttökur fyrir frammistöðu sína. Á vefsvæðinu The Stage, sem heldur úti umfjöllun um hvers kyns sviðslistir í Bretlandi, er Ólafur ásamt hinum aðalsöngvaranum í óperunni, Sophie Daneman í hlut- verki Súsönnu, sagður færa gestum verðlaunaframmistöðu. „Fígaró Ólafs Sigurðarsonar hefur ekki ein- ungis hljómmikla bassarödd heldur líka kómíska tímasetningu (og stundum svipbrigðaleysi) Freddie Starr, en tvöfalt aðdráttarafl hans,“ segir m.a. í umfjöllun the Stage um sýninguna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólafur Kjartan Sigurðarson sem Fígaró í uppfærslu Íslensku óper- unnar árið 2004. Ólafur Kjartan fær góða umsögn www.thestage.co.uk www.grangeparkopera.co.uk gerði á öldinni sem leið,“ segir Stein- unn. Þetta eru sjálfstæð verk sem gerð eru í fáum eintökum og sýna ákveðnar aðstæður og tengjast oft hugmyndum að stærri verkum. Líkt og annars staðar þar sem fígúrur Steinunnar er að finna setja útiverkin við 101 gallerí á Hverf- isgötu 18a í Reykjavík mjög sterkan svip á umhverfið. Þarna má sjá tvær fígúrur sitja á steyptum vegg við galleríið og aðra sem stendur fyrir framan bygginguna og horfir á okk- ur hin. Verk Steinunnar hafa sem fyrr segir farið víða um heiminn en alls hefur hún haldið um 70 samsýningar í nokkrum heimsálfum auk þess sem hún hefur haldið á þriðja tug einka- sýninga hér heima og erlendis. Síðar á árinu verður hún með einkasýn- ingar í Kaupmannahöfn og Toronto og í New York að ári. 101 gallerí er opið fimmtudaga til laugardaga milli kl. 14–17 og stendur sýningin til 22. júlí. Þess má geta að í júnímánuði verða afhjúpuð tvö stór útiverk eftir Steinunni, annars vegar á Íslandi og hins vegar á Bretlandi, til minningar um breska sjómenn og jafnframt vináttu þjóðanna tveggja. MYNDLISTARMAÐURINN Steinunn Þórarinsdóttir opnar sýn- ingu í 101 galleríi klukkan 17 í dag. Um er að ræða bæði úti- og inniverk sem öll er ný af nálinni og verður þetta í fyrsta sinn sem þau eru sýnd á Íslandi. Þetta eru fígúratív verk líkt og Steinunn hefur verið að gera í gegnum tíðina en flestir ættu að kannast við einmanalegar járnfígúr- ur hennar sem finna má víðs vegar um borgina. Jafnframt hafa sumar þeirra verið fengnar til að prýða borgir og bæi víða um heim en ný- verið fóru tvær slíkar til Toronto í Kanada og til Sydney í Ástralíu. Á sýningunni í 101 galleríi notar Steinunn ýmist ál, gler, pottjárn, spegilstál eða cortenstál en efni- viðurinn fer eftir inntaki hvers skúlptúrs fyrir sig. Hluti sýning- arinnar eru veggverk sem eru hug- leiðing um rústir og samspil þeirra. Steinunn mun auk þess sýna ákveðna röð lítilla verka en hún var vön að vinna slík verk fyrir um tutt- ugu árum síðan og hefur ekki tekið upp þráðinn fyrr en nú. „Ég er á vissan hátt að endurnýja gömul kynni, þó svo að innihald og efni þessara verka sé ólíkt því sem ég Myndlist | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir nýjar höggmyndir í 101 galleríi Hugleiðing um rústir „Hugleiðing um rústir og samspil þeirra.“ Verk Steinunnar í 101 galleríi. LISTAHÁTÍÐIN Á Seyði verður opnuð í Herðu- breið á Seyðisfirði á morgun kl. 13. Sama dag verður opnuð sýning bræðranna Kristjáns og Sig- urðar Guðmundssona kl. 17 og viðburðir í tilefni sjómannadags hefjast kl. 10 um morguninn og standa fram á sunnudag. Meðal annarra viðburða Á Seyði er Karlinn í tunglinu – menningardagur barna, hátíð fyrir börn á öllum aldri þótt dagskráin sé sérstaklega sniðin að áhugasviði leik- og grunnskólabarna. Heimasíða Karlsins í tunglinu er www.moon.is. LungA, Listahátíð ungs fólks Austurlandi verður dagana 17.–23. júlí. Þar verða listasmiðjur fyrir ungt fólk á aldrinum 16–25 ára, boðið verður upp á sirkus, leiklist, hljóðsmiðju Curvers, stomp, fata- hönnun, útvarpssmiðju og gospel. Þá verða stór- tónleikar með fjölda verðlaunaðra hljómsveita haldnir á laugardeginum. Heimasíða LungA er www.lunga.is. 29. júlí sýnir Elfar Logi leikrit sitt Dimmalimm, 40 mínútna leikrit fyrir fólk á öllum aldri, en leikritið hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Tónleikaröðin Bláa kirkjan er á sínum stað og verða tónleikar á hverju miðvikudagskvöldi frá 28. júní til 16. ágúst. Fjöldi þekktra tónlistar- manna, innlendra sem erlendra, kemur fram. Á Seyði 2006 lýkur svo með norskum dögum og 100 ára afmæli sæsímans dagana 12.–26. ágúst nk. Seyðfirðingar hefja menningarsumarið www.seydisfjordur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.