Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 35 artin Chu- m Zarqawi r tekið. aldan tvær en þennan bhib, mun skv. áður- rhershöfð- ríkjahers, ðin í fyrra- „mikillar grundvelli ðu síðustu smynd af nafundi og andaríkja- ndarískar að tveimur engjum á orum ekki m að Zar- Caldwell. Fyrir nokkrum vikum hefði tekist, með aðstoð eins af fylgismönnum Zarqawis, að bera kennsl á Abu Ab- dul-Rahman al-Iraqi, næstráðanda Zarqawis. Var byrjað að hafa eftirlit með honum og ráða í hvenær hann myndi hitta Zarqawi. „Í gær [í fyrra- dag] hittust þeir aftur kl. 18.15 og þá var tekin sú ákvörðun að láta til skarar skríða og gera árás á skot- markið og gera út af við þá báða,“ sagði Caldwell. Haft var eftir jórdönskum emb- ættismönnum í gær að Zarqawi hefði ekki dáið samstundis. Er hann sagður hafa lifað í tíu mínútur en síð- an hefði líf hans fjarað út. Til að fullvissa sig um að hér væri um lík Zarqawis að ræða studdust Bandaríkjamenn við fingrafara- sýni, upplýsingar um húðflúr og ör, sem vitað var að Zarqawi væri með. Í yfirlýsingu sem birtist á ísl- amskri vefsíðu í gær staðfesta sam- tökin al-Qaeda í Írak dauða Zar- qawis en heita því að halda áfram „heilögu stríði“ sínu í landinu. Yf- irlýsingin er eignuð áðurnefndum al-Iraqi en bæði Caldwell og Casey hershöfðingi fullyrtu hins vegar að al-Iraqi hefði dáið með Zarqawi. „Fékk makleg málagjöld“ Bandaríkjamenn hafa nokkrum sinnum áður verið nálægt því að hafa hendur í hári Zarqawis. Rætt er um að þeir hafi rétt misst af hon- um í apríl á þessu ári, þegar ráðist var inn í byggingu 30 km suðvestur af Bagdad, og í febrúar 2005 slapp hann naumlega undan í bíl sínum, að því er fullyrt er. Þá greindi Hussein Kamal, aðstoðarinnanrík- isráðherra Íraks, frá því að seint á árinu 2004 hefðu íraskar öryggis- sveitir handsamað Zarqawi nálægt borginni Fallujah en sleppt honum aftur, sökum þess að menn áttuðu sig ekki á því hver hér var á ferð- inni. Bandaríkjamenn höfðu sett 25 milljónir dollara til höfuðs Zarqawi, jafn mikið og til höfuðs Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-hryðju- verkanetsins. Aðeins vika er liðin síðan Zar- qawi setti á netið upptöku þar sem hann heyrist fara með fúkyrðaflaum um sjía-múslíma í Írak og segir að súnnítar verði að refsa vígasveitum sjíta sem gangi um, nauðgi konum og drepi súnníta. Áður hefur hann margoft lýst sjítum sem „öpum“, virðist hafa talið þá réttdræpa. Ekki þarf því að koma á óvart að í mörgum hverfum sjíta í Bagdad í gær brutust út mikil fagnaðarlæti er fréttist af dauða Zarqawis. Mátti víða sjá lögreglumenn skjóta af vopnum sínum upp í loftið. „Ég er eins glaður og hamingjusamur og daginn sem ég gifti son minn,“ hafði AFP-fréttastofan eftir Sjeik Abdal- lah Kahdim. Súnnítar brugðust þó við tíðindunum af meira jafnaðar- geði, sögðu dauða Zarqawis engu breyta og sumir lögðu áherslu á að vopnaðar dauðasveitir sjíta bæru jafn mikla, ef ekki meiri, ábyrgð á ófremdarástandinu í Írak og Zar- qawi. Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði á fréttamannafundinum í gær að þeir sem tækju líf annarra, líkt og Zarqawi, myndu sjálfir fá mak- leg málagjöld. Þá varaði hann hvern þann við sem gerði sig líklegan til að taka við hlutverki Zarqawis, sagði að „hvenær svo sem nýr Zarqawi kemur fram á sjónarsviðið þá mun- um við drepa hann [líka]“. „Þetta sendir öllum þeim skilaboð sem beita ofbeldi, drepa og eyði- leggja, um að hætta og draga sig í hlé áður en það er um seinan,“ sagði Maliki. „Þetta er bardagi við alla þá sem ala á trúflokkastríði.“ út “ nar s .% /$ /  FF 7HJ    " $ &%!  ' ! %  ( AP Hermaður fjarlægir mynd af Abu Musab al-Zarqawi þar sem hann er á lífi og setur upp mynd af honum látnum. Jórdaninn Abu Musab al-Zar-qawi, leiðtogi al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna íÍrak, er talinn bera ábyrgð á mörgum af mannskæðustu sjálfs- morðsárásunum í landinu frá innrás Bandaríkjamanna og Breta 2003. Þá er talið að hann hafi staðið fyrir fjöl- mörgum mannránum og að hann hafi sjálfur skorið höfuðið af tveimur fórnarlömbum sínum. Fullvíst er talið að hann hafi á síð- asta ári tekið þátt í skipulagningu fjölmargra árása. Meðal þeirra var þreföld sjálfsmorðsárás á hótel í Amman, höfuðborg heimalands hans, 9. nóvember, þar sem 60 manns féllu. Hann einbeitti sér þó fyrst og fremst að árásum í Írak með það að meginmarkmiði að koma á borgarastyrjöld á milli súnníta og sjíta í Mið-Austurlöndum, en sjítar voru að hans sögn „óvinir íslams“. Hann beitti netinu óspart í bar- áttu sinni og vöktu myndbönd, þar sem fangar hans sáust afhöfðaðir, óhug um heim allan. Er talið að al- Zarqawi hafi sjálfur skorið höfuðið af Bandaríkjamönnunum Nicholas Berg og Eugene Armstrong. Ólst upp við fátækt í Jórdaníu Al-Zarqawi fæddist í Jórdaníu 20. október 1966 og var skírður Ahmad Fadhil Nazzal al-Khalayleh. Hann ólst upp í Zarqa, iðnaðarþorpi í Jórd- aníu, þar sem hann mótaðist af hörðu lífi götunnar og tók sér baráttunafnið al-Zarqawi sem hann varð síðar þekktur undir. Hann þótti fremur einfaldur en blóðheitur ungur maður. Það kom þeim sem þekktu hann í æsku á óvart að hann skyldi fara til Afgan- istans til að berjast við hlið uppreisn- armanna, sem Bandaríkjamenn studdu, gegn Sovétríkjunum. Átök- unum í Afganistan var þó að mestu lokið árið 1989 þegar al-Zarqawi kom þangað og sneri hann sér því að blaðamennsku fyrir íslamskt áróð- ursrit. Síðar er sagt að al-Zarqawi hafi hneykslast mjög yfir því félagslega frelsi sem umbreytti íhaldssömu samfélagi Jórdaníu í kjölfar straums Kúveita þangað eftir Persaflóastríð- ið 1991. Þá er hann sagður hafa sannfærst um köllun sína eftir að hafa fengið vitrun í draumi um að heyja heilagt stríð með fullum stuðn- ingi guðs. Árið 1994 var hann dæmdur í 15 ára fangelsi í Jórdaníu fyrir samsæri um að steypa konungdæminu. Innan veggja fangelsisins tileinkaði hann sér svo og mótaði róttæka íslamska hugmyndafræði sína, lærði kóraninn utanbókar og íhugaði trú sína. Fangelsisdvöl al-Zarqawis lauk svo árið 1999 þegar Abdullah II Jórdaníukonungur veitti fjölmörg- um föngum sakaruppgjöf. Þetta þótti síðar kaldhæðnislegt í ljósi her- ferðar Jórdaníustjórnar gegn al- Zarqawi. Eftir að afplánun hans lauk fór al- Zarqawi til Afganistans, þar sem hann tengdist Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-hryðjuverkasam- takanna, nánum böndum. Spenna átti þó eftir að einkenna samskipti þeirra og var al-Zarqawi stundum sagður vilja taka við hlutverki bin Ladens sem leiðtogi al-Qaeda. Hann flúði svo frá Afganistan þeg- ar Bandaríkjaher steypti stjórn tal- ibanahreyfingarinnar í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Hann flúði til Íraks, með viðkomu í Íran. Seint á árinu 2003 byrjaði nafn al- Zarqawis að birtast í tengslum við hryðjuverkahópinn „Eingyðistrú og heilagt stríð“ og var hann sagður leiðtogi hópsins. Í október 2004 birt- ist tilkynning frá hópnum á netinu þess efnis að hann hefði gengið til liðs við al-Qaeda og bin Laden, eða „föður allra stríðsmanna“. Í kjölfarið var nafni hópsins breytt og hét hann upp frá því „al-Qaeda í Írak“. Í september 2005 lýsti hann svo yfir allsherjarstríði á hendur sjítum, en þá var nokkuð liðið frá því Banda- ríkjastjórn setti 25 milljónir dollara, rúmar 1800 milljónir króna, til höf- uðs honum, sömu upphæð og til höf- uðs bin Laden. Al-Zarqawi var hetja í augum margra öfgasinnaðra súnníta og var talið að hann hefði reynt að treysta þessa ímynd í sessi þegar hann birti myndband af sér í apríl. Það skref reyndist hins vegar dýrkeypt, að sögn íraskra yfirvalda leiddi það til þess að upp komst um felustað hans. Blóði drifinn ferill mannrána og morða Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is a var ýmsar efa- a um að ði stjórn- jamenn, kuli hafa mannsins ndlit upp- m nn lagði atur ti jafnvel i útrýmt. ngsmenn mild- rqawis sé ur atburð- ir langt annast nrík- órn hins uri al- eglin. Fall efið al- augum huga að flestir sérfræðingar um málefni al- Qaeda álíta að ekki sé lengur um að ræða skipulögð samtök í hefð- bundnum skilningi orðanna og sama eigi við um deild al-Qaeda í Írak sem Zarqawi stýrði. Frekar megi líta á heitið al-Qaeda (sem merkir Stöðin) sem eins konar heróp, andlega upp- örvun fyrir þá sem vilji styrjöld gegn svonefndum óvinum íslams um allan heim. Ekki er fyllilega ljóst hvernig samskipti Zarqawis við Osama bin Laden voru en margt bendir til að bin Laden og næstráðandi hans, Egyptinn Ayman al-Zawahri, hafi haft illan bifur á honum. Þeir gerðu sé grein fyrir því að taumlaus grimmd Jórdanans í garð sjía-araba mæltist æ verr fyrir. Ekki er víst að þeir hafi átt margra kosta völ í fylgsni sínu, hvar sem það er, stöð- ugt hundeltir af Bandaríkjamönnum en séu bréf sem fundust og Banda- ríkjamenn töldu vera frá þeim til Zarqawis, ófölsuð reyndu al-Qaeda leiðtogarnir að hafa hemil á honum. Flestir nánustu liðsforingjar Zar- qawis eru nú sagðir vera innfæddir Írakar, ekki erlendir jihadistar. Son- ur helsta læriföður bin Ladens, Ab- dullah Azzam, sagði í apríl að upp- reisnarleiðtogar úr röðum íslamista í Írak væru búnir að setja Zarqawi af sem pólitískan leiðtoga. Hlutverk hans væri nú eingöngu að stýra árásum. Samtök Zarqawis sögðust í janúar hafa gengið til liðs við svonefnd heildarsamtök uppreisnarmanna, Ráð heilagra stríðsmanna, en þar starfa saman sjö samtök undir for- ystu Írakans Abdul Al-Baghdadi. Þess ber þó að geta að svo lítið er vitað um þessa menn að í blaðinu The New York Times er sagt að ekki sé vitað með vissu hvort Al- Baghdadi sé yfirleitt til. Hann geti verið tilbúningur af hálfu Zarqawis sem hafi ef til vill reynt að láta líta út fyrir að hann hlýddi skipunum inn- fædds leiðtoga. Mikilvægara en að fella bin Laden? Ekki vilja allir sérfræðingar gera lít- ið úr áhrifunum af dauða Zarqawis. Michael Clarke við King’s College í London og sérfræðingur í baráttu gegn hryðjuverkum segir að Zar- qawi hafi haft skýrt langtímamark- mið, þ. e. endurreisn hins fornfræga kalífaveldis íslams. Fall hans geti dregið meira úr mætti al-Qaeda en dauði sjálfs Osama bin Ladens. „Al- Zarqawi var maður framkvæmd- anna. Hann var leiðtogi í fremstu víglínu, hvort sem rætt er um hug- rekki eða grimmd,“ segir Clarke. Annar þekktur hryðjuverka- sérfræðingur, Rohan Gunaratna, sem hefur aðsetur í Singapore, er einnig á því að um geysilegt, sálrænt áfall sé að ræða fyrir alþjóðlega hryðjuverkamenn úr röðum ísl- amista þótt ekki muni það duga til að binda enda á átökin í Írak. Zar- qawi hafi ekki einvörðungu verið at- kvæðamesti hryðjuverkaleiðtoginn í Írak heldur einnig sá kaldrifjaðasti og dáðasti í þeirra röðum fyrir „af- rek“ sín. Zarqawi hafi byggt upp al- þjóðlegt net sem hafi jafnast á við net bin Ladens og áhrifin af falli leiðtogans verði sennilega meiri í grannríkjum Íraks en þar í landi. Zarqawi sýndi framan af mikla áróðurshæfileika Hvað sem þessum vangaveltum líð- ur er ljóst að Zarqawi sýndi framan af mikla áróðurshæfileika og var duglegri en nokkur annar hryðju- verkaleiðtogi við að afla nýrra liðs- manna utan Íraks. Einkum voru það karlar en líka fáeinar konur sem héldu af stað til að gerast „písl- arvottar“ í heilögu stríði, jihad, gegn „útlendum villutrúarmönnum“ og meintum samverkamönnum þeirra. Þótt ákafir stuðningsmenn heiti nú hefndum er hugsanlegt að nokkurt ráðleysi taki við og erfiðara verði að fylla raðirnar. Varlegt skyldi þó spá um það. Takist arftakanum að hefja Zarqawi á stall píslarvættisins getur hann orðið jafn öflugur í dauðanum í augum trúarofstækismanna. En var þáttur Zarqawis í upp- reisninni líka ýktur markvisst af Bandaríkjamönnum? Það var gefið í skyn í grein í blaðinu The Wash- ington Post í apríl. Vitnað er í skýrslur sem lekið var í fréttamenn og sagt að ráðamenn í Washington hafi nýtt sé hve lítið var vitað með vissu um manninn. Þeir hafi ákveðið að nota hann til að efla þá skoðun á heimaslóðum að í Írak væri fyrst og fremst verið að berjast gegn sömu óvinum og gerðu árásirnar á Banda- ríkin 11. september 2001, liðs- mönnum al-Qaeda. En ef til vill skiptir nú mestu hvort mönnum tekst að sá tor- tryggni í röðum liðsmanna Zarqaw- is. Íraskir embættismenn segja að þeir hafi fengið upplýsingar úr innsta kjarna um ferðir hans, þar séu nú flugumenn stjórnvalda. Mörg dæmi eru um það í sögunni að ótti við svik leiðtoga leiði til innbyrðis deilna og mannvíga sem geta verið upphafið að endalokum ofstækis- hópa. Takist að virkja slíka úlfúð og kljúfa hreyfinguna getur það reynst áhrifaríkara en fall eins eða fleiri leiðtoga. Bræðravíg gætu orðið banabiti samtaka al-Zarqawis en lauslegt og óformlegt skipulagið gæti tafið fyrir slíkri niðurstöðu, dauðateygjurnar gætu tekið langan tíma. rinnar“ inn? Reuters Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks (t.h.), greindi frá dauða Zarqaw- is í gær, með honum er Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna. kjon@mbl.is TALSMENN Bandaríkjahers sögð- ust í gær telja að Egyptinn Abu al- Masri yrði arftaki al-Zarqawis í deild al-Qaeda í Írak. William Cald- well, talsmaður herliðs Bandaríkja- manna í Írak, sagði í gær að Banda- ríkjaher hefði haft upplýsingar um ferðir al-Masri um nokkurt skeið og að talið væri að hann hefði fyrst komið til Íraks 2002. „Hann kann að hafa stofnað fyrsta hóp al-Qaeda á Bagdad- svæðinu,“ sagði Caldwell í gær og bætti því við að al-Masri hefði kom- ið að bílasprengjuárásum og að hann hefði hlotið þjálfun sína í Afg- anistan. Abu al-Masri arftakinn?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.