Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 37

Morgunblaðið - 09.06.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 37 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ hefur vart farið fram hjá nein- um að Íslandsvinaganga fór fram þann 27. maí sl. Gönguna gengu yf- ir 3.000 Íslandsvinir sem sýnir óvenju mikla samstöðu almennings um verndun náttúrunnar. Segja má að gangan sé sögulegur atburður því svo fjölmenn mótmæli eru fátíð hér á landi. Sannkölluð karnival- stemning var í göngunni sem end- aði með frábærum tónleikum á Austurvelli þar sem margir val- inkunnir listamenn lögðu málefninu lið. Skipuleggjendur Íslandsvina- göngunnar eru ánægð með gönguna sem fór í alla staði vel fram. Á vegum Íslandsvina hefur hafist undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að láta af stór- iðjustefnu sinni og hefjast handa við uppbyggingu vistvæns, sjálf- bærs þekkingarsamfélags. Íslands- vinir eru hlynntir markvissri upp- byggingu atvinnulífs á landsbyggðinni og vilja skora á stjórnvöld að hafa umhverfisvernd að leiðarljósi og haga uppbygging- unni svo að frekari eyðilegging lands og náttúru verði stöðvuð. Ís- land er eitt af ríkustu löndum heims og ætti því að geta staðið undir ábyrgri, vistvænni stefnu sem önnur lönd gætu tekið sér til fyr- irmyndar. Rúmlega 3.000 undir- skriftir hafa safnast og enn er hægt að skrifa undir á www.islandsvin- ir.org. Þannig getum við í samein- ingu fengið stjórnvöld til að taka tillit til vilja almennings um framtíð landsins. Þann 21. júlí nk. er ráðgert að hefja áfengis- og vímuefnalausar fjölskyldutjaldbúðir undir Snæfelli við Kárahnjúkasvæðið. Búðirnar verða opnar öllum sem vilja njóta náttúrunnar á þessu undurfallega svæði áður en ráðgert er að það fari undir vatn. Boðið verður upp á gönguferðir um svæðið, kynningar- og menningardagskrá. Þrátt fyrir vel heppnaða Íslands- vinagöngu hefur fjölmiðlaumfjöllun að mestu leyti snúist um fána sem var uppi fyrstu mínútur göngunnar, en á hann var letrað „Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi“. Nafn Val- gerðar var þarna notað sem tákn fyrir stóriðjustefnuna, en Valgerður stendur í fararbroddi þessarar mjög svo umdeildu stefnu. Fánann báru fjögur ungmenni þar til skipu- leggjendur göngunnar og nokkrir þátttakendur báðu þau vinsamlega að fjarlægja hann. Ungmennin brugðust vel við þessari beiðni og tóku fánann niður. Við hörmum að Valgerður og fjölskylda hennar skyldu finna til ótta vegna orðaleiks í slagorðum nokkurra þátttakenda göngunnar. Við vonum að sá ótti sé ekki lengur til staðar þar sem ung- mennin hafa birt og tjáð yfirlýsingu þess efnis að raunveruleg hótun lá ekki að baki. Baráttuaðferðir eru ætíð umdeil- anlegar. En aðalatriðið hér er nátt- úra Íslands og efnahagsleg framtíð landsins. Um þetta ber okkur að standa vörð með því að stemma stigu við frekari stóriðjufram- kvæmdum og hefjast handa við mótun ábyrgrar framtíðarsýnar. Sú stefna sem tekin er þarf að fela í sér uppbyggingu fjölbreytts at- vinnulífs sem lifir í sátt og samlyndi við náttúruna, án stórfelldra um- hverfisspjalla eða mengunar. Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þjóðin fái fræðslu um raunveru- legar afleiðingar stóriðju og leyfa henni síðan að velja eða hafna. Úr niðurstöðum síðustu sveitarstjórn- arkosninga má lesa að þjóðin hafn- ar í auknum mæli stóriðjustefnunni og á það ber að hlusta. Skyn- samlegt væri að líta til þess sem getur svo auðveldlega komið í stað- inn, til dæmis endurvinnslu þess gríðarlega magns af áli sem sóað er í heiminum eða þróun trefja sem gætu leyst umhverfisspillandi málma af hólmi. Við hvetjum fólk til að kynna sér til hlítar afleiðingar frekari stóriðju á náttúru, atvinnulíf og efnahag Ís- lands og velta einnig málinu fyrir sér í stærra samhengi með gróður- húsaáhrif í huga. HELENA STEFÁNSDÓTTIR, ANDREA ÓLAFSDÓTTIR, ARNAR STEINN FRIÐBJARNARSON, BIRGITTA JÓNSDÓTTIR, ARNA ÖSP MAGNÚSAR- DÓTTIR, BJARKI BRAGASON. Íslandsvinaganga Frá meðlimum samtakanna Íslandsvinir: ÞEGAR höfundur á borð við Pét- ur Gunnarsson lætur í sér heyra varðandi bóksölu og hefur áhyggj- ur af fækkun bókabúða í landinu er full ástæða til að leggja við hlustir og gaumgæfa hvað sá mað- ur hefur að segja til varnar bóka- búðum á Íslandi. Pétur er þekktur að því, að greinar hans eru aldrei út í bláinn heldur tekur hann á málefnum af ofstækislausri skyn- semi og er jarðbundnari en ætla mætti um svo góðan rithöfund. Í grein sinni „Til varnar bóka- búðum“, í Lesbók 3. júní, gerir hann skýra grein fyrir því hroll- kennda ástandi, að í landi bóka- þjóðarinnar eru eiginlegar bóka- búðir að hverfa og að lítið komi í staðinn. Þessum staðreyndum, sem allir ættu að sjá sem það vilja, er ótrú- lega lítill gaumur gefinn, og mætti ætla að hér væri eitthvert feimn- ismál á ferð. En Pétur gerir meira en að benda á þetta. Hann sýnir líka leið til að snúa ofan af þessari þróun. Það er verðlagningin, sem er arfa- vitlaus. Nýju bækurnar eru verð- settar svo hátt í upphafi, að allir vita að það verður farið að bjóða þær niður fyrr en varir og kaup- andinn bíður svo von úr viti eftir „besta“ tilboðinu og kaupir svo kannski aldrei bókina sem hann ætlaði að gefa, en endar með kon- fektkassa frekar en ekkert. Mér finnst gott að Pétur þorir að nefna viðunandi verð á með- alskáldsögu, u.þ.b. 2.500 kr. Þá þarf líka að vera hægt að ganga að því verði alls staðar og að menn séu ekki neyddir til að blanda saman matarinnkaupum og bókakaupum. Að velja bækur er allt önnur at- höfn en að kaupa í frystikistuna. Bækur á að vera hægt að nálgast allt árið í notalegu umhverfi, þar sem fagfólk er til staðar ef óskað er upplýsinga, og til að skapa þá stemningu sem bókum á að fylgja. Svo er rétt að árétta það, að bækur eiga ekki að vera lúxusv- ara, en öllum aðgengilegar sem lífsfylling og menningarsjóður. ÓLAFUR STEFÁNSSON Syðri-Reykjum. Meira um bókabúðir Frá Ólafi Stefánssyni: Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.