Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 61

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 61 EGILSHÖLL MÁNUDAGINN 12. JÚNÍ HLJÓMLEIKARNIR HEFJAST STUNDVÍSLEGA KL. 20.00 Veitingasala hefst í tjaldstæði við Egilshöll kl: 16.00 Roger Waters Dark Side Of The Moon MIÐAVERÐ: SVÆÐI A: KR. 8.900 + 540 KR miðagjald Svæði B Kr. 7.900 + 540 kr. miðagjald Miðasala á midi.is og í Skífuverslunum Laugavegi, Kringlunni og Smáralind. Eins í BT Akureyri og BT Selfossi uppsel t á svæ ði A 3 da ga r í k al lin n! 3 dagar í tónleika svæði A 10.00 0 seld ir mið ar Nick Mason trommari Pink Floyd kemur MANNI hálf-bregður við að sjá hasarharðjaxlinn Bruce Willis í upphafi nýjustu spennumyndar Richards Donners, sem einnig er vel kunnur hasarmyndum, en hann leikstýrði m.a. Lethal Weapon-myndunum. Hér virðist langur vegur frá því að Willis lék hörkutólið John McClane, en í Sextán húsalengjum birtist hann sem lífsleið og döpur lögga, sem lítur út fyrir að vera lífsleið og döpur, er gráhærð, tekin í framan og komin með ístru. Sextán húsa- lengjur sver sig engu að síður í fyrrnefnda hasarmyndahefð, en hið öllu jarðbundnara sögusvið gerir hana meira spennandi en ella. Hér er engum málamyndatíma eytt í að stilla upp söguaðstæðum eða kynna persónur til sögunnar – málið er einfalt: Drykkfelldur rannsóknarlögreglumaður fær það verkefni að flytja fanga í dóms- húsið til þess að bera vitni. Vega- lengdin frá lögreglustöðinni til dómshússins er aðeins sextán húsalengur í miðborg Manhattan, en löggunni Jack Mosley (Bruce Willis) og smákrimmanum Eddie Bunker (Mos Def) verður hún nær óyfirstíganleg. Fanginn reynist nefnilega vera lykilvitni í spilling- armáli er teygir sig til háttsettra lögreglumanna, og aðilar innan lögreglunnar vilja hann feigan áð- ur en hann getur borið vitni. Mosley áttar sig á því að það er enginn tilviljun að honum var fengið það verkefni að skutla fanganum á áfangastað. Hann er bæði þunnur og ósofinn eftir langa næturvakt og auk þess þekktur fyrir lífsleiðatengt kæru- leysi. Að sitja fyrir fanganum í vörslu Mosleys ætti því ekki að vera erfitt. En það er kannski ein- mitt vegna þess að Mosley hefur engu að tapa að hann ákveður að gera það sem er rétt, svona einu sinni – og að því er hann ályktar, líklega í það síðasta. Hann áttar sig nægilega snemma á því hvað er á seyði og neitar að standa að- gerðalaus hjá meðan lögreglan myrðir varnarlausan undirmáls- mann. Spennufléttan sem á eftir fylgir er hröð og án málalenginga: Mosley þarf að koma fanganum undan tilræðismönnum sínum og inn í vitnastúkuna, og lögreglan ætlar að stöðva þá með öllum til- tækum ráðum. Höfuðpaur spillta lögregluliðsins, lögregluforinginn Frank Nugent (David Morse) er fyrrverandi félagi Mosleys og er eltingarleikurinn hraður og spennuþrunginn. Lögreglan er á hælunum á þeim félögum allan tímann meðan þeir ýmist reyna að láta sig hverfa í fjöldann í Kína- hverfi New York, eða fela sig inni í byggingum sem á vegi þeirra verða, þ.e. þar til þeir grípa til stórtækari aðgerða. Samvinna leikstjórans reynda Richards Donners og klipparans Stevens Mirkovich, skilar sterkri tilfinn- ingu fyrir spennu og lífsháska, en leikstjórinn knýr framvinduna linnulaust áfram, enda gerist myndin hér um bil í rauntíma. Mikið mæðir á leikurunum í þess- um aðstæðum, en þeim tekst að túlka ekki aðeins spennuhlaðinn eltingarleik, heldur einnig þá til- finningu lífsháska og miskunn- arleysis sem svífur yfir vötnum. Kattar- og músarleikurinn er nefnlega ekki síður sálfræðilega hlaðinn, Mosley væri löngu búinn að gefast upp ef það væri ekki fyrir þrjóskuna og þá ákvörðun að einhver verði að standa vörð um réttlætið í heiminum, og er hann dæmigerð hasarhetja að því leyt- inu til. Mos Def impróvíserar með sína persónu sem er nokkurs kon- ar óforbetranlegur kjaftaskur, og má þannig segja að hann fari handan við klisjuna með stereó- týpískt hlutverk vitgranna blökku- mannsins. Í gegnum allan has- arinn tekst að byggja upp áþreifanleg tengsl milli persón- anna, bæði milli vina og óvina, og er Sextán húsalengur því sterk og heilsteypt spennumynd, sem kem- ur skemmtilega á óvart. „Samvinna leikstjórans reynda Richards Donners og klipparans Stevens Mirkovich skilar sterkri tilfinningu fyrir spennu og lífsháska, en leikstjórinn knýr framvinduna linnulaust áfram,“ segir í dómi. Viðburðaríkur morgunn KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri. Leikstjórn: Richard Donner. Aðal- hlutverk: Bruce Willis, Mos Def, David Morse og Jenna Stern. Bandaríkin, 105 mín. Sextán húsalengjur (16 Blocks)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.