Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 09.06.2006, Síða 64
64 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ eee L.I.B.Topp5.is SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK SHE´S THE MAN kl. 6 - 8 - 10 POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 AMERICAN DREAMZ kl. 6 NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUND- HEPPINN EÐA HVAÐ! Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 5 - 7 - 9 - og 11 B.I. 14 ÁRA THE DA VINCI CODE kl. 4 - 6 - 8 - og 10 B.I. 14 ÁRA MI:3 kl. 5 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SHAGGY DOG kl. 4 - 6 og 8 eee V.J.V.Topp5.is POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 B.i. 14 ára X-MEN 3 kl. 5:45 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:30 B.i. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 INSIDE MAN kl. 8 ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ STELPUNUM AÐ TÆKLA STRÁKANA. GEGGJUÐ RÓMANTÍSK GAMANMYND ÞAR SEM AMANDA BYNES FER Á KOSTUM SEM STELPA SEM ÞYKIST VERA STRÁKUR. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Bright Nights verður haldin í Árnesi um helgina. Hátíðin hefst á föstudag kl. 18 og verður spilað viðstöðulítið fram á aðfaranótt mánudags. Til hátíðarinnar mætir fríður hópur tónlistarmanna. Má þar nefna Ruxpin, Reykjavik Swing Orchestra, Apparat & Ellen Allien og Hermigervil en rösklega 40 tón- listaratriði eru á dagskrá hátíð- arinnar. Fríþenkjandi Frakki Einn af stærstu gestum hátíð- arinnar er franski tónlistarmað- urinn Sebastien Tellier. Sebastien þessi mun augljóslega hafa slæm áhrif á gesti hátíðarinnar, því þeg- ar blaðamaður nær af honum tali er hann staddur í Parísarborg reykjandi ólögleg fíkniefni. Ekki er nóg með það heldur lítur hann á myndum út fyrir að vera ekta franskur bóhem og lífskúnstner, frjálst þenkjandi listamaður með „Jesúklippingu“ sem semur tónlist sem er í senn rómantísk og kómísk, en um leið seiðandi. „Mig langar mest lítið til að spila á Íslandi. Mig langar mun frekar að finna mér bíl og aka um og skoða landslagið, og kannski baða mig í goshver,“ segir Sebastien, sem er að sækja Ísland heim í fyrsta skipti. Munúðarfullt og eggjandi Þegar hann er beðinn um að festa einhvern merkimiða á tónlist sína segist Sebastien helst flokka verk sín sem „crazy pop“: „Ég er ekki hrifinn af því sem franskir tónlistarmenn eru að fást við nú til dags. Ég er hrifnari af því sem var að gerast fyrir fimmtán árum síðan eða svo,“ segir tónlistarmaðurinn, en nefnir þó Daft Punk og Phoenix sem dæmi um það skásta sem sé að gerast í frönsku tónlistarlífi. „Mig langar að gera eins mun- úðarfulla og eggjandi tónlist og hægt er og á næstu plötu ætla ég að hylla kvenkynið,“ segir hjarta- knúsarinn og býður upp á að blaða- maður spyrji hvort hann hafi heyrt af þokka íslenskra kvenna: „Ég hef ekki séð íslenska konu með eigin augum, en ég býst við að þær séu lágvaxnar, brúnhærðar og með freknur.“ Engin skýring fæst á þessum hugmyndum Sebastiens um ís- lensku kvenþjóðina, sem blaðamað- ur reynir árangurslítið að leiðrétta. Það fæst ekki meira upp úr lista- manninum, sem vinnur hörðum höndum um þessar mundir að tón- list sinni. Þegar hann er spurður hvort hann vilji segja eitthvað að lokum svarar hann (og tekur sér örugglega annan smók, hinum megin á línunni): „Já, mig myndi langa til að njóta ásta með Jacques Chirac. – Og þú mátt nota það sem fyrirsögn.“ Tónlist | Tónlistarhátíðin Bright Nights verður haldin í Árnesi um helgina Með augastað á Jacques Chirac „Ég hef ekki séð íslenska konu með eigin augum, en ég býst við að þær séu lágvaxnar, brúnhærðar og með freknur,“ segir m.a. í viðtalinu. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Föstudagur 9. júní Dagskráin hefst kl. 18. Daveeth, Berglind, Tonik, Bjargey, Ilo, Plat, Unsound, Aggzilla, Dr. Disco Chrimp, Ada, Misc., Breakbeat.is. Laugardagur 10. júní Dagskráin hefst kl. 12. Lay Low, Yagya, Ruxpin, Kiki- Ow & Curver, Frank Murder, Melody, Betamaking Troopa, Hermigervill, Siggi úr Hjálmum, Judith Juillerat, Biogen, Daedelus, Oculus Dormans, eftirpartí undir stjórn DJ Thor, DJ Xylic & DJ Steinars. Panomarix, For Tuens, Mr. Silla & Mongoose, Sebastien Tellier, Sometime, T-World, Reykjavik Swing Orchestra, Biggi Veira & Maggi Legó, Gorbachev, Apparat & Ellen Allien. Sunnudagur 11. júní Dagskráin hefst kl. 12. Kira Kira, Siggi Lauf, Ace #1, Huxun, Thunder Cats, Original Dagskrá Bright Nights-tónlistarhátíðarinnar Nánari upplýsingar á www.bright-nights.com. Íslenskir aðdáendur „thrash“-rokkhljómsveitarinnar Slayer hafa væntanlega þóst hafa himin höndum tekið þegar það kvisaðist út á miðvikudaginn að hljómsveitin væri á leiðinni til Íslands. Ástæðan er sú að á heimasíðu hljómsveit- arinnar kom fram að sveitin hygðist enda tónleikaferðalag sitt hérlendis í nóvember. Svo virðist hins vegar sem rangar upplýsingar hafi birst á heimasíðunni og samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hyggst hljómsveitin ekki koma við á Íslandi eins og sakir standa. Hins vegar var ekki hægt að útiloka að áætlanir sveitarinnar kynnu að breytast þannig að íslenskir aðdáendur henn- ar geta enn haldið í vonina.    Fyrrum gítarleikari Pink Floyd,David Gilmour, hvetur hina frægu og ríku til þess að veita meira fé til góðgerðarmála. Gilmour gaf nýverið 3,5 milljónir punda til bygg- ingar íbúða fyrir fátæka, eftir að hafa selt eina af fasteignum sínum. „Ástæðan fyrir því að ég læt op- inberlega vita af þessu er sú að ég vil hvetja annað þekkt fólk sem er auð- ugt til þess að taka þátt í slíkri góð- gerðarstarfsemi,“ segir Gilmour. Gilmour segist ekki þekkja nógu marga fræga listamenn til þess að hvetja þá beint til þess að verja tíma og fé í slík mál. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Express sagði Gilmour að áður fyrr hefði það verið hefð í Bretlandi að sýna slíka líkn- arlund en svo væri ekki lengur. Hann hitti aðeins ríka listamenn í veislum og þá væri hvorki staður né stund til að ræða málin. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.