Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 15

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 15 ERLENT STAÐFEST var á miðvikudag í Berlín samkomulag um að veita al- gerlega frjálsan aðgang að hinum geysimiklu skjalasöfnum nasista- stjórnar Hitlers í Þýskalandi, að sögn vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar eru m.a. gögn um fórnar- lömb Helfararinnar. Nefnd með fulltrúum 11 þjóða í Evrópu og Norður-Ameríku tók ákvörðunina en hingað til hafa ein- göngu þeir sem sluppu lifandi úr höndum nasista og ættingjar þeirra fengið að skoða gögnin. Báru þýsk stjórnvöld því lengi við að ella gæti komið til þess að lög um persónu- vernd yrðu brotin. Ákvörðunin fær gildi þegar öll aðildarríki nefndar- innar hafa samþykkt hana sem varla verður fyrr en á næsta ári. Um er að ræða 47 milljónir skjala sem varðveitt eru í borginni Bad Arolsen. Nasistar gerðu nákvæmar skýrslur um nauðungarverkamenn, fanga í einangrunarbúðunum al- ræmdu og pólitíska fanga. Tíndar voru m.a. til upplýsingar um fjölda lúsa á höfði fanga og nákvæm tíma- setning aftöku hvers fanga tilgreind. Einnig eru nafngreindir sam- verkamenn nasista, samkynhneigt fólk og vændiskonur. Talið er að sumar upplýsingarnar séu uppspuni; nasistar svívirtu oft fórnarlömb sín með ósannindum. Ætla að opna skjala- söfn nasista París. AFP. | Dagblöð í Evrópu og Líbanon lýstu í gær yfir miklum von- brigðum með niðurstöðu Rómarvið- ræðnanna á miðvikudag, þar sem fulltrúum 15 ríkja, auk Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans, mis- tókst á friðarráðstefnu að ná sam- komulagi um að krefjast þess að komið yrði á tafarlausu vopnahléi í Líbanon. Líbanska dagblaðið As-Safr, sem þykir til vinstri, gekk einna lengst og sakaði bandarísk stjórnvöld um að hafa „drepið“ viðræðurnar á mið- vikudag. Í Evrópu var víða einnig að finna harða en þó öllu hófsamari gagnrýni á þátttakendur ráðstefn- unnar. „Allar ástæðurnar sem Arabar höfðu til að treysta Bandaríkja- mönnum hafa gufað upp,“ sagði í breska dagblaðinu Daily Star. Hið íhaldssama blað Daily Telegraph gagnrýndi einnig Bandaríkjastjórn sem það sakaði um að hafa „gert vonir um tafarlaust vopnahlé í Líb- anon að engu“. Mörg ítölsk dagblöð beindu gagn- rýni sinni að Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Í brennidepli á Spáni „Rice beitti neitunarvaldi, vopna- hléið sett til hliðar,“ sagði í dag- blaðinu La Repubblica. „Rice, sem hafði lykilinn að hugsanlegum tíma- mótum í hendi sér, lagði sig fram um að nota hann ekki,“ sagði í Corriere della Sera, sem þykir einnig til vinstri. Viðræðurnar voru einnig í brennidepli á Spáni. „Eftir mistökin í Róm ber fyrst að leggja áherslu á hina algeru vangetu Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins til að koma böndum á vaxandi ofbeld- ið,“ sagði í hinu hægrisinnaða El Mundo. Dagblaðið El Pais var einnig gagnrýnið og sagði engin merki um að „Bandaríkin, eini aðilinn sem hef- ur getuna til þess, séu tilbúin til að fá Ísraela til að falla frá hinum sorgleg- um mistökum að leggja að jöfnu aukna eyðileggingu og aukið ör- yggi“. Í Svíþjóð sagði í hinu íhaldssama Svenska Dagbladet að stríðið yrði langt: „Bandaríkjamenn gera ekkert til að draga úr tilraunum Ísraela til að brjóta Hizbollah á bak aftur.“ Segja vonir um vopnahlé brostnar EPA Tugþúsundir manna mótmæltu harðlega aðgerðum Ísraelshers í Líbanon í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær. Hörð gagnrýni í evrópskum dagblöðum LÖGREGLAN í Los Angeles í Bandaríkjunum er nú að rannsaka hvort maður, sem hafði áður hlotið dauðadóm fyrir morð á tveimur kon- um, hafi í reynd myrt á þriðja tug kvenna fyrir um tveim áratugum. Lögreglan birti í vikunni á vefsíðu sinni 54 myndir af 50 ungum konum sem gætu hafa orðið fórnarlömb morðingja á árunum 1977–1984. Lög- regla hefur þegar fengið ábendingar um að 24 kvennanna séu á lífi. Myndirnar fundust fyrir um 20 ár- um á heimili hins dæmda morðingja, William Richard Bradford, eða Bill Bradford eins og hann er betur þekktur. Hann hafði skömmu áður boðið þeim Shari Miller, sem hann hitti á bar, og hinni 15 ára gömlu Tracey Campbell, nágranna sínum, inn til sín. Að sögn saksóknara lofaði hann að hjálpa þeim að fá störf sem fyrirsætur. Hann myndaði þær og myrti síðan á hrottafenginn hátt. Bradford er nú sextugur að aldri og hlaut dóm sinn árið 1988 en hefur verið á dauðadeild San Quentin- fangelsisins síðan. Almenningur í Kaliforníuríki er undrandi yfir því að myndirnar skuli nú birtast opin- berlega að svo löngum tíma liðnum, en farið var að kanna þær að frum- kvæði tveggja lögreglumanna sem voru að rannsaka óleyst sakamál. Þegar dómur var kveðinn upp yfir Bradford sagði hann við dómarann „Hugsaðu um hversu margar þú veist ekki einu sinni um“ og er því óttast að fórnarlömbin séu fleiri. Í æsandi stellingum Bradford gekk skipulega til verka en á vefsíðu lögreglunnar segir að hann hafi yfirleitt „hitt konur á kapp- akstursmótum eða á krám. Hann tók myndir af konunum í kynferðislega æsandi stellingum, kyrkti þær síðan og kom líkunum fyrir í eyðimörkum norðan við Los Angeles“. Myndirnar voru teknar á árunum 1975 til 1984 og eru konurnar taldar hafa vonast til að þær myndu hjálpa þeim að fá samning sem fyrirsætur eða jafnvel hlutverk í kvikmynd. Þegar litið er á listann yfir þær konur sem enn er saknað sést að margar þeirra hafa lagt töluvert á sig til að myndatökurnar tækjust sem best. Hárgreiðslan er samkvæmt nýjustu tísku, brosið gjarnan ein- lægt, augnaráðið leiftrandi og nokkr- ar þeirra hafa ekki hikað við að klæð- ast efnislitlu bikini á myndunum. Bradford starfrækti eigin ljós- myndastofu í Los Angeles, en flest helstu kvikmyndafyrirtæki heims eru einmitt staðsett í Kaliforníuríki. Þannig er Bradford sagður hafa upp- götvað að með því að koma fram sem ljósmyndari gæti hann lokkað konur í leit að frægð og frama heim til sín, eða í stúdíóið sem hann starfrækti. Hann er sagður yrkja ljóð á dauða- deildinni og hefur meira að segja fengið nokkur þeirra birt á síðum stórblaðsins Los Angeles Times. Grunaður um morð á tugum kvenna Þessi kona hefur staðfest að hafa verið fyrirsæta hjá Bradford. AP Fjöldamorðinginn og ljóðskáldið William Richard Bradford. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.