Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 20

Morgunblaðið - 28.07.2006, Side 20
Það er gaman að marínerakjöt og það verður meyrtog gott ef vel tekst til. Gotter að marínera kjöt, fisk og grænmeti áður en grillað er en það er líka einfalt að útbúa kryddblöndur og nudda inn í kjötið rétt áður það er sett á grillið. Þegar kjöt er grillað lengi við háan hita og það nær að kol- ast þá myndast efnasambönd í kjöt- inu sem geta verið stökkbreytandi þegar þess er svo neytt. Því lengur sem kjöt er grillað og því hærri sem hitinn er því meiri líkur eru á að þessi efnasambönd myndist. Ekki er full- sannað að þessi stökkbreytandi efna- sambönd séu krabbameinsvaldandi en þónokkrar líkur eru taldar á því og þess vegna er ágætt að temja sér að forðast að grilla kjöt með þessum hætti, enda er það líka betra á bragð- ið ef passað er upp á að grilla það ekki of mikið. Minna myndast af þessum efnasamböndum þegar grillaður er fiskur eða grænmeti og ef valið er magurt kjöt, minni kjötbitar eða kjöt sem er marínerað áður en það er grillað. Kjöt verður því ekki einungis betra við að liggja í kryddlegi heldur sennilega líka hollara. Kryddnuddaðar svínakótelettur fyrir 4 4 svínakótelettur, 800 g, og krydd- blanda; 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. púðursykur 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. salt pipar Blandið saman kryddinu í skál og nuddið því utan á kótiletturnar og lát- ið þær standa í klukkutíma áður en grillað er. Einfalt og frábærlega gott. Melónu- og gúrkusalat fyrir 4 1 gúrka 1 Galia-melóna (cantaloupe) 2 msk. ólífuolía ½ sítróna, safi 1⁄3 tsk. salt nýmalaður svartur pipar 2 msk. ferskt estragon, smátt saxað 150 g fetaostur Afhýðið gúrkuna og skerið langs- um, takið innan úr henni og skerið hana í bita. Gerið það sama við mel- ónuna og setjið saman í skál. Blandið saman sítrónusafa, salti, pipar og estragon og blandið saman við. Dreif- ið fetaostinum yfir og stráið yfir ferskum estragon-blöðum. Kartöflusalat með blómkáli fyrir 4 600 g nýjar kartöflur 1 blómkálshaus Salatsósa: 4 msk. ólífuolía 1 msk. ljóst franskt sinnep 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 3 msk. graslaukur, saxaður 3 msk. steinselja, söxuð 2 msk. kapers salt og hvítur pipar Sjóðið kartöflurnar og hellið vatn- inu af þegar þær eru soðnar, það fer eftir því hve stórar þær eru hvað það tekur langan tíma. Það fer eftir smekk hvort kartöflurnar eru af- hýddar eða ekki, nýtt kartöfluhýði er oft mjög þunnt og bragðgott. Látið hitann rjúka úr þeim á meðan afgang- urinn af salatinu er útbúinn. Skerið blómkálshausinn í frekar stóra bita og sjóðið í 3 mínútur. Best er að gufu- sjóða blómkál eða sjóða það í ör- bylgjuofni þar sem mikið af bragð- efnum tapast út í vatnið ef það er soðið í potti. Blandið blómkálinu sam- an við kartöflurnar. Blandið saman öllu sem á að fara í salatsósuna og hellið yfir. Skreytið með fersku kryddi. BBQ-maríneraður kjúklingur fyrir 4 4 kjúklingabringur, 800 g Kryddlögur: 1 msk. sítrónusafi ½ dl eplacideredik 1 msk. púðursykur 2 msk. Worcester-sósa 1 msk. tómatsósa 1 msk. sinnepsduft (eða sterkt sinn- ep) ½ dl matarolía salt Þetta er mjög góður kryddlögur sem má gjarnan nota á ýmiss konar kjöt annað en kjúkling og jafnvel á lax. Blandið einfaldlega öllu saman og setjið kjúklinginn út í. Setjið í plast- poka og látið standa í a.m.k. 5 klukku- tíma, gjarnan lengur. Þerrið mest af kryddleginum af áður en grillað er. Kóríandertómatsalsa fyrir 4 4 tómatar ½ knippi ferskt kóríander 1 tsk. hrásykursalt og pipar 2 msk. ólífuolía Skerið tómata og kóríander smátt og blandið saman við salt, sykur og pipar. Hellið ólífuolíu saman við og látið standa í um það bil klukkutíma áður en borið er fram.  MATUR | Heimalagaður kryddlögur fyrir grillkjötið býður upp á marga möguleika Heimakryddaðar kótelettur og kjúklingur Þegar líður á sumarið verða margir leiðir á til- búnu krydduðu grillkjöti, enda er miklu skemmti- legra og betra að krydda kjötið sjálfur, segir Heiða Björg Hilmisdóttir. Melónu og gúrkusalatKóríandertómatsalsa Kryddnuddaðar svínakótilettur Morgunblaðið/Kristinn Kartöflusalat með blómkáli BBQ-marineraður kjúklingur Vinirnir Hilmir Jökull og Agnar Alexander bíða spenntir eftir að sagt verði gjörið svo vel. júlí Daglegtlíf Höfundur er næringar- rekstrarfræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.