Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 39
tilsvörum. Hann bjó yfir næmum skilningi á íslensku máli og blæ- brigðum tungunnar. Orðaleikir voru honum mjög að skapi. Væri góðri orðræðu beint að Árna Heimi tók hann jafnan áskorun og svaraði svo eftir var tekið. Hann var meistari orðræðunnar og lyfti oftar en ekki á hærra plan með orðfimi sinni. Árni Heimir Jónsson var einstak- lega skemmtilegur maður sem kryddaði og auðgaði líf samferða- manna sinna. Slíkir menn eru salt jarðar. Við hjónin tregum lát góðs vinar. Vottum við foreldrum Árna Heimis, systkinum og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Rúnar Mogensen, Diljá Gunnarsdóttir. Sólin býr sig undir að rísa yfir Hestfjall og árroðinn gyllir austur- loftið. Hvítá niðar í eyrum, kýrnar ekki komnar í Heiðina og stóri súr- heysturninn á Oddgeirshólum stöð- ugur á vaktinni. Árni Heimir í byrg- inu og tálfuglarnir í túninu. Þannig voru þessir góðu morgnar, haust eft- ir haust. Hvort sem gæsin kom eða ekki. Sólin kemur upp og slær bjarma vestur á Ingólfsfjall, rjúpa ropar í móanum og hinir fuglarnir eru allt um kring. Árni Heimir með byssuna, nesti og kaffi á brúsa. Með nestinu eru íhaldið, Samfylkingin og valdir Framsóknarmenn afgreiddir í nokkrum orðum. Aðrar fylkingar og kennaraforystan fá stundum að fljóta með. Árni Heimir var hugmyndaríkur og glaðsinna, en samt var iðulega kyrrlát værð yfir honum. Hann var réttsýnn og um leið stífur á meining- unni, prinsipp voru til þess að fara eftir þeim. Þess vegna voru honum falin ýmis verk, þar sem vingulshátt- ur átti ekki við. Hugmyndaauðgi hans birtist með- al annars í veiðiskapnum, en þar beitti hann eða reyndi að beita ný- stárlegum aðferðum. Ugglaust hafa aðrir fengið svipaðar hugmyndir annars staðar, en efast má um að aðrir, alsjáandi, hafi gengið við blind- rastaf til rjúpna. Það gerði Árni Heimir með ágætum árangri. Hann var þá eitthvað ósáttur við hagla- byssuna og ákvað að prófa lítinn riff- il. Það er talsverð íþrótt að skjóta frístandandi af riffli, svo Árni varð sér úti um blindrastaf, með haki, og notaði hann sem eins konar statíf. Þetta svínvirkaði. Þegar gerði slyddu og settist á glerið á kíkinum, þá benti hann veiðifélaganum á bráðina með stafnum. Það virkaði líka. Svo hélt hann fjölskyldu sinni og vinum dýrlegar veislur. Árna Heimi er þökkuð samfylgdin, ferð- irnar verða ekki fleiri, en sólin mun rísa enn og aftur, yfir Oddgeirshóla og Selfoss. Broddi Broddason. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast Árna Heimi, reyndar ekki fyrr en eftir að hann veiktist. Ekki var annað hægt en að dáðst að æðru- leysi hans gagnvart sjúkdómnum. Jafnvel eftir að allar fréttir urðu nei- kvæðar hélt Árni Heimir sínu striki. Hér var kominn maður sem ætlaði svo greinilega að deyja lifandi – ekki á neinn annan hátt. Það var sama hvort það sneri að því að njóta þess að fá sér nautasteik eða skipuleggja kaup á steikarhnífum fyrir næstu steik. Eða undirbúa kaup á nýrri tölvu til að geta klippt myndirnar sínar á dvd-diska. Það var alltaf framtíð. Árni Heimir var samt ekki í neinni afneitun. Þegar upp kom um- ræða um að hugsanlega yrði boðað til alþingiskosninga í kjölfar sveitar- stjórnakosninganna kættist Árni Heimir, ekki vegna þess að ríkis- stjórnin félli heldur vegna þess að þá fengi hann að kjósa einu sinni enn. Þetta var stuttu fyrir kosningarnar í vor og hann þá löngu búinn að kjósa utankjörfundar til öryggis. Það er ekki alltaf mikið réttlæti í þessum heimi og það er ekki auðvelt að sætta sig við að maður með jafn ríka rétt- lætiskennd og Árni Heimir sé fallinn frá. Hann lét ekki deigan síga þegar kom að réttlætismálum og barðist gegn óréttlætinu með því meðal ann- ars að skrifa öllum þingmönnum og vekja athygli Sjónvarpsins á því óskammfeilna óréttlæti að skatt- leggja styrki úr sjúkrasjóðum. Og þótt það sé ekki enn búið að leiðrétta þetta óréttlæti þá mun barátta Árna Heimis bera árangur. Maður sem var með hjartað á réttum stað á skil- ið að það gerist fyrr en seinna. G. Pétur Matthíasson. „Saxbautinn er lentur,“ var sagt í símann, Árni Heimir var sem sagt kominn til Akureyrar og boðaði kær- komna heimsókn. Þannig gat hann gert grín að sjálfum sér með því að vitna í spaugilegt atvik frá líffræði- kennaranámskeiði austur á landi. Það er sjaldgæfur eiginleiki að geta gert grín að sjálfum sér, en þannig var Árni Heimir þegar vel lá á hon- um. Ekki voru jólakortin síðri, þá gat hann t.d. sent myndir af sjálfum sér í sjóstakk í fangbrögðum við stóra flyðru eða í makindum á axlabönd- unum heima á Kárastígnum. Árni Heimir naut kennslunnar eins og góðir kennarar geta gert og vann auk þess gott starf fyrir samtök kennara. Hann var baráttumaður hvort sem um venjulega veiðibráð var að ræða eða annað. Nú síðast vakti hann fárveikur þjóðarathygli fyrir atlögu sína að skattlagningu bótagreiðslna úr sjúkrasjóðum stétt- arfélaga. Vonandi tekur einhver góð- ur maður það sanngirnismál upp á sína arma. Árni Heimir var einstakur maður sem lifir áfram í minningu vina sinna sem munu væntanlega oft vitna til hans á komandi tímum. Ég votta for- eldrum, öllum ættingjum hans og vinum samúð mína. Þórir Haraldsson. Þökk fyrir lipran og þýðan óð, þökk fyrir hvassa tungu, þökk fyrir bæði þyrna og rós, þökk frá þeim djörfu ungu! Jónas Guðlaugsson (1887–1916). Útskriftarárgangur Mennta- skólans í Reykjavík árið 2005. Hinn 19. júlí síðastliðinn bárust mér slæmar fréttir. Árni Heimir, einn besti kennari sem ég hef haft á skólagöngu minni var fallinn frá. Skammt var síðan ég hafði séð hann í Kastljósi þar sem hann, þrátt fyrir mikil veikindi, horfði björtum augum fram á við og hin einskæra jákvæðni sem einkenndi hann kom bersýni- lega í ljós. Árni Heimir var einstak- lega góður og skemmtilegur maður og það fundu nemendur hans og leyfðu sér kannski að vera kumpán- legri við hann fyrir vikið. Eitt sinn var skrifað „eitt bros get- ur dimmu í dagsljós breytt“ og á það mjög vel við Árna Heimi. Hann hafði einstakt lag á því að gera kennsluna skemmtilega og þó að hann gerði miklar kröfur til nemenda sinna not- aði hann einnig tímana til þess að skemmta sér og okkur ekki síður. Ég veit alla vega að ég hlakkaði alltaf til kennslustunda hans. Margir muna eflaust eftir vísunni um njálginn sem hann notaði samhliða kennslunni um orma og sníkjudýr. Þegar hann sýndi okkur þessa vísu vissi hann vel að þar færi heill tími í grín og gleði en það var þess virði. Hann fékk okkur nefnilega til þess að hlæja og það var einmitt það sem hann vildi. Árni Heimir gerði sér oft leik að því að mæta með skemmtileg bindi og axlabönd í tíma, þannig að maður tók eftir þeim. Á mörgum voru teiknimyndir eða dýr og vakti þetta mikla lukku. Þegar ég var á ferð í Danmörku fyrir tveimur árum keypti ég einmitt bindi með teikni- myndum af svínum sem ég ætlaði alltaf að gefa honum þegar hann næði sér af veikindunum. Nú er orðið ljóst að það tækifæri gefst ekki og því verður þetta bindi bara minnis- varði um góðan mann. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Árna Heimi og vona að hann hafi það gott þar sem hann er núna. Við hittumst vonandi hinum megin. Samúðarkveðjur sendi ég til fjöl- skyldu hans, vina og samkennara en ég veit að minning hans mun lifa hjá öllum þeim sem þekktu hann. Ómar Sigurvin, stúdent 2004. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 39 MINNINGAR ✝ Guðveig Ingi-björg Konráðs- dóttir fæddist í Garðhúsum á Skagaströnd 23. nóvember 1923. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Grund 19. júlí síðastliðinn. Móðir hennar var Ólína Margrét Sig- urðardóttir, f. á Hvítanesi í Ögur- hreppi við Ísafjarð- ardjúp 4. október 1893, d. 22. maí 1962, dóttir Ólafar Oddsdóttur frá Laugarbóli í Ögurhreppi og Sig- urðar Stefánssonar frá Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi. Faðir Guðveigar var Jón Konráð Klemensson bóndi á Kurfi og síðar Garðhúsum á Skagaströnd, f. 1. júní 1889, d. 1. nóvember 1981, sonur Klemensar Ólafssonar og Þórunnar Björns- dóttur Gunnlaugssonar frá Akri. Voru því móðurættir Ingibjargar frá Vestfjörðum og Breiðafirði og föðurættir úr Húnavatnssýslu og Skagafirði. Systur Ingibjargar voru: Sigurunn Klemensína, f. 22. ágúst 1917, d. 18. des. 1997; Sig- urlína Ólöf, f. 24. júlí 1919, d. 24. júlí 2004; Sigfríður Pálína, f. 15. maí 1921, d. 29. ágúst 1975; og María Guðrún, f. 11. okt. 1930, d. 9. ágúst 2003. Eiginmaður Ingi- bjargar var Björg- úlfur Kristjánsson Schou Jensen, f. 25. sept. 1917, d. 3. maí 1991, f. á Haga á Barðaströnd, sonur Ólafíu Sigrúnar Þorláksdóttur og Kristjáns Schou Jensen. Ingibjörg og Björgúlfur skildu. Börn Ingi- bjargar voru 11: Ól- ína Stefanía, f. 5. apríl 1943, d. 7. júlí 1944; Ólína Ráðhildur, f. 7. júní 1945, d. 28. okt. 1945; Björgólfur Sigmar, f. 13. apríl 1947; Ólafur Rúnar, f. 19. júní 1948; Guðni, f. 8. ágúst 1949; Davíð, f. 28. júlí 1950, maki Guðlaug Björk Bjarnþórs- dóttir; Sigrún, f. 21. sept. 1951, maki Jóhannes Árnason; Guðrún Eygló, f. 18. okt. 1952; Margrét, f. 4. okt. 1954; Konráð Klemens, f. 21. mars 1956; og Sigurður Óli, f. 29. janúar 1959, maki Kristbjörg Richter. Ömmubörnin eru 25 og langömmubörnin eru 15. Guðveig Ingibjörg ólst upp á Skagaströnd og fluttist rúmlega tvítug til Reykjavíkur. Útför Guðveigar Ingibjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ó, elsku mamma, höndin þín, hve hlý hún var og góð. Þá hélstu litla lófa í og laukst upp hjartans sjóð. Glæddir okkar gleði leik, gældir lokka við. Við áttum marga yndisstund svo oft við þína hlið. Nú hefur Kristur kallað á þig að koma heim til sín. Hans ljúfa náð og líknarmund læknar meinin þín. Á kveðju stund við krjúpum hljóð við krossinn helga hans og biðjum hann að bera þig til hins bjarta vonar lands. ( Sigurunn Konráðsdóttir.) Elsku mamma mín, hetjan okkar. Þú varst besta mamma sem til er. Alltaf áttir þú brosið blítt og ylríkt. Það er erfitt og sárt að sætta sig við að þú skulir vera farin frá okk- ur, elsku mamma mín. En nú hefur þú lokið dagsverki þínu hér á jörðu. Og hafa nú litlu stelpurnar þínar og aðrir ástvinir tekið fagnandi á móti þér. Þú varst mjög trúuð kona og kenndir okkur börnunum þínum og barnabörnum að trúin skipti miklu máli. Þú hafðir yndi af ljóðum. Þið vor- uð allar hagmæltar systurnar enda ekki langt að sækja listagáfurnar, því bæði amma og afi voru mjög góðir hagyrðingar. Þær voru ófáar peysurnar sem þú prjónaðir á okkur börnin þín og ef þig vantaði munstur á peysu þá bjóstu það bara til. Þú saumaðir líka alltaf á okkur alla kjóla. Þegar við vorum litlar vorum við allar þrjár alltaf í alveg eins kjólum. Þér þótti gaman að dansa gömlu dansana og það litla sem ég kann í gömlu dönsunum kenndir þú mér heima í Langagerðinu þegar ég var stelpa, og pabbi spilaði undir á harmonikuna. Það var mikið fjör. Ég man líka þegar þið vinkon- urnar voru að spá í bolla og leggja spil hvað það var mikið fjör hjá ykkur við það. Elsku mamma mín, mikið afskap- lega erum við börnin þín heppin að hafa átt þig fyrir móður. Þú varst alltaf svo blíð og góð og mikill vinur okkar barnanna þinna. Elsku mamma mín, nú kveð ég þig með versinu sem þú kenndir okkur og bið guð að vaka yfir þér og okkur öllum börnunum þínum, barnabörnum, langömmubörnum og öðrum ástvinum sem kveðja þig í dag: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir, Sigrún Björgúlfsdóttir. Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið armar breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag. Allt þó saman hnýtt sem keðja krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið. Stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Elsku mamma. Það hlýtur að vera gott þegar maður er búinn að skila sínu dagsverki og vel það, að fá að sofna frá amstri þessa heims og vakna á æðri sólarströnd þar sem ástvinir bíða með opinn faðm- inn og bjóða þig velkomna. Nú eruð þið systurnar allar sam- an komnar á ný. Þú varst síðust til að kveðja af þeim. Það er sárt til þess að hugsa að fá ekki notið nærveru þinnar. Í minningu minni frá æskuárum fannst mér heimilið okkar fábrotið hvað veraldleg gæði snertir en samt svo auðugt af kærleika. Til okkar barnanna þinna og síðan til barnanna okkar. Fyrir mér hefur þú, elsku mamma mín, alltaf verið tákn um það blíða og góða. Og við munum alltaf búa að þeirri hjartahlýju sem þú gafst okkur. Þakka þér fyrir allar góðu minn- ingarnar sem ég mun ætíð eiga um þig. Megi algóður Guð varðveita þig og blessa og alla aðra ástvini þína sem eiga um sárt að binda í dag. Margrét Björgólfsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert út veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo góð við okkur. Um leið og þú sást okkur koma gangandi með foreldrum okkar inn í sundið á Freyjugötunni þaust þú upp í skápa til að finna eitthvað gott í litlu goggana okkar. Ísköld mjólk og smákökur voru það oftast. Svo horfðirðu á okkur hlæjandi út um gluggann, hlaupandi í grasinu kringum húsið í eltingaleik. Okkur leið alltaf vel hjá þér og fannst við vera velkomin. Megi þér líða sem best og þangað til við sjáumst aftur megi Guð og englarnir vaka yfir þér. Inga Rúna og Guðmundur. Elsku amma. Núna ertu farin frá okkur. Þú varst alltaf svo góð við okkur, barnabörnin þín. Það var svo gott að koma í heimsókn til þín á Freyjugötuna, og ekki brást það að þú dróst fram eitthvað gómsætt og spennandi fyrir litla munna. Elsku amma mín, þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman, ég veit að þú passar upp á okkur öll, þaðan sem þú ert núna. Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjörnunni blá það hjarta sem þú átt en er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu þó ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjarni Þorsteinsson) Guð geymi þig. Þín Sylvía. GUÐVEIG INGIBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, BRYNJÓLFS EYJÓLFSSONAR fyrrv. vélamiðlara hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, Grundargerði 6, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhvít Stella Ólafsdóttir, Helena Á. Brynjólfsdóttir, Valur Waage, Ólafur Brynjólfsson, Hrefna Björnsdóttir, Eyjólfur Brynjólfsson, Steinunn Þórisdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, Kristján Jónasson, Sverrir Brynjólfsson, Guðríður Ólafsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Gunnar Óskarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.