Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 42
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn MIG LANGAR AÐ... HVAÐ HEITIR ÞAÐ NÚ AFTUR... ...VERA VIRKUR 600 - O!!! ÞETTA ER ALLT ÞÉR AÐ KENNA! ÞEGAR LIÐ TAPAR ÞÁ ER ÞAÐ FYRIRLIÐANUM AÐ KENNA! 600 - 0 ÉG TRÚI ÞESSU EKKKI AF HVERJU HANNAÐIRÐU EKKI BETRA LEIKKERFI!?! ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR HELGA ER Í VONDU SKAPI ÞÓ ÞAÐ SÉ EKKERT AÐ ÞÁ FINNUR HÚN ALLTAF EITTHVAÐ TIL AÐ KVARTA YFIR! ÞÁ ER BARA EKKI HÆGT AÐ GERA HENNI TIL GEÐS ÞETTA VAR SVONA ÁÐUR EN ÉG KOM, ÉG SVER ÞAÐ! AND- VARP! HVAÐ ER AÐ? ÉG OG ABBY ERUM AÐ REYNA AÐ SPARA MEIRA OG ÞESS VEGNA MÁ ÉG EKKI KAUPA NEITT Á E-BAY LENGUR ER ÞETTA EKKI E-BAY? JÚ, ÉG GET HALDIÐ ÁFRAM AÐ BJÓÐA Í HLUTI SVO LENGI SEM ÉG KAUP ÞÁ EKKI ÞÚ ERT SVO AGAÐUR AÐ ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT M.J. LANGAR SVO MIKIÐ AÐ VERÐA LEIKKONA EN ÉG VERÐ AÐ VERA Í MYNDINNI LÍKA ÉG VONA BARA AÐ ÞETTA LEIKARASTAND HAFI EKKI SLÆM ÁHRIF Á SAMBAND OKKAR EN ÉG FÆ ÞAÐ SAMT Á TILFINNINGUNA SAMKVÆMT NÝJUSTU KÖNNUNUM ÞÁ HORFIR MEÐAL FJÖLSKYLDAN Á SJÓNVARP Í SJÖ OG HÁLFAN TÍMA Á DAG ÞAR SEM MAMMA SEGIST EKKI HORFA Á SJÓNVARP... ÞÁ ÆTTI ÉG AÐ GETA HORFT FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG KEM HEIM ÚR SKÓLANUM OG ÞANGAÐ TIL KLUKKAN VERÐUR HÁLF ELLEFU NEI! VILTU AÐ VIÐ SÉUM UNDIR MEÐALTALINU!?! Dagbók Í dag er föstudagur 28. júlí, 209. dagur ársins 2006 Víkverji las sér tilánægju á mbl.is að byrjað væri að fjar- lægja bílakirkjugarð- inn hörmulega á Garð- stöðum í Ögurvík í Súðavíkurhreppi. Oft hefur Víkverji farið um Ögurvík og furðað sig á því að annar eins sóðaskapur skuli vera látinn viðgangast á þessum fallega stað. Á sögustaðnum Ögri hefur verið staðið myndarlega að allri uppbyggingu og snyrtimennska er þar til fyrirmyndar. Það þarf hins vegar að vanda sig til að ná mynd af íbúð- arhúsinu og kirkjunni í Ögri án þess að bílakirkjugarður nágrannans sé í baksýn. Víkverja finnst til fyr- irmyndar hjá Súðavíkurhreppi að gera gangskör að því að uppræta bílakirkjugarðinn. Gjarnan mættu önnur sveitarfélög taka sér Súðvík- inga til fyrirmyndar, því víða liggja bílhræ og járnarusl við bæi og þorp úti um allt land. x x x Í blaði Frjálsíþróttasambandsins,sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, var auglýsing frá hópferðabílafyr- irtækinu Guðmundi Tyrfingssyni. Þar var verið að auglýsa að ör- yggisbelti væru í öll- um rútum fyrirtæk- isins, sem er auðvitað hið bezta mál. En myndskreytingin með auglýsingunni þótti Víkverja um- hugsunarverð. Á myndinni situr full- klædd kona í rútu, með beltið spennt, og við hlið hennar karl á nærbuxunum, líka með öryggisbelti. Kon- an er í of stórri skyrtu og með bindi, sem gefur til kynna að hún sé í fötum af karlinum. Eftir talsverðar vangaveltur komst Víkverji að þeirri niðurstöðu að Guðmundur Tyrfingsson væri feminískt fyrirtæki, sem með snjöll- um hætti hefði haft endaskipti á klámvæðingunni og hlutgervingu kvenlíkamans sem söluvöru. Í stað þess að birta myndir af fáklæddu kvenfólki, eins og svo mörg fyr- irtæki tengd bílabransa gera, hefðu markaðsmenn klætt karlinn úr föt- unum til að skýla nekt konunnar. Það eru áreiðanlega engin Playboy-almanök á veggjum á verk- stæðinu hjá Guðmundi Tyrfingssyni! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Íþróttir | Lið Venesúela í sundfimleikum sýnir leikni sína í úrslitakeppni á Mið-Ameríku- og karabísku leikunum í Cartagena í Kólumbíu. Reuters Sýna sundfimleika MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á ferðinni. (Mark. 10,52.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.