Morgunblaðið - 30.07.2006, Page 8

Morgunblaðið - 30.07.2006, Page 8
8 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oberstdorf er syðsti bær Þýskalands, við rætur Alpanna og fjallsins Nebelhorn (2.224 m) og því sannkölluð paradís útivistarfólks á öllum aldri. Nú bjóðum við upp á vikuferð í byrjun september þar sem gist er á hótelum og í fjallaskálum sem bjóða upp á mun meiri þægindi en fjallaskálarnir hér heima. Gengið er upp undir 6 tíma á dag og er farangurinn fluttur á milli gististaða, svo einungis þarf að bera dagspoka. Sérlega fallegt landslag, þar sem einnig gefst tækifæri til að sigrast á nokkrum tindum og fjallaskörðum í Ölpunum Fararstjóri: Helgi Benediktsson Verð: 134.800 kr. Mikið innifalið! s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 2. – 9. september 2006 Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r í fjallasölumAlpanna Gönguferð Það er meira kana-sjónvarp á Íslandinú en á dögum sjálfs kanasjónvarpsins,“ skrifaði Ágúst Guðmunds- son, forseti Bandalags ís- lenskra listamanna, í Morgunblaðið nýverið og átti þar við umfang amer- ísks efnis í íslensku sjón- varpi. Hann bendir á að mjög fáum evrópskum kvikmyndum sé dreift hér á landi. „En kvikmynda- dreifing er menningar- starf og því fylgja ákveðnar skyldur við neytendurna. Það á ekki að þurfa að lögfesta þær skyldur í formi kvótakerfis. En kannski þess fari að þurfa hér?“ spyr Ágúst. Hann setur fram þá hugmynd að til að fá að sjónvarpa á Íslandi þurfi að sýna innlent efni að einhverju marki og kosta til þess ákveðnum fjármunum. Í útvarpslögum er þegar ákveð- in kvöð á sjónvarpsstöðvum að sýna íslenskt og annað evrópskt dagskrárefni, en „eftir því sem unnt er“, líkt og segir í lögunum. Útvarpsréttarnefnd hefur eftirlit með framkvæmd laganna og segir Benedikt Bogason, formaður hennar, í grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að nefndinni sé heimilt að grípa til úrræða séu lögin brotin, þ.e. stjórnvaldssekt- um og afturköllun útvarpsleyfis. Heimild til að beita þessum úr- ræðum snerti þó ekki dagskrár- efni. „Til að slíkt kæmi til greina þyrfti, ef vilji stendur til, að leggja með lögum mun afdráttarlausari skyldur á sjónvarpsstöðvar að þessu leyti og veita útvarpsrétt- arnefnd skýrar valdheimildir til að bregðast við,“ segir Benedikt. Meira innlent efni Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, menntamálaráðherra, segir ábendingu Ágústs þarfa. Hún sé hins vegar á móti boðum og bönn- um og vilji frekar að það verði ákveðin viðhorfsbreyting hjá sjónvarpsleyfishöfum. „Ég vil sér- staklega draga það fram í þessu samhengi að Ríkisútvarpið og við í menntamálaráðuneytinu erum í miklum samræðum og erum að setja saman drög að samningi sem mun fylgja væntanlegu frumvarpi um Ríkisútvarpið hf., þar sem kemur skýrt fram að við munum efla íslenska dagskrárgerð. Þar verður prósentuleg aukning. Við munum huga að frekari textun og fleira,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég hvet líka frjálsu stöðvarnar til að huga vel að þessum þáttum. Þær eru að gera það ágætlega en ég er sannfærð um að það megi gera þetta enn betur.“ Þorgerður hefur ekki hug á að setja reglur um hlutfall innlends efnis hjá stöðvunum, í það minnsta ekki í bili. Um það hafi verið rætt við RÚV en ekki frjálsu stöðvarnar ennþá. „Ég vil fyrst fá að heyra hvaða áform þeir hafa uppi til þess að koma til móts við þessar þarfir og kröfur sem við er- um að setja fram í samfélaginu. Við viljum íslenskt efni.“ Vilja ekki kvótakerfi Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins bendir á að ríf- lega 70% af heildardagskrá Sjón- varpsins sé af öðrum uppruna en amerískum. Hann segir til standa að auka hlut íslensks efnis veru- lega. „Hin nýja löggjöf, sem vænt- anleg er um rekstrarform Ríkis- útvarpsins, mun létta mjög róðurinn í þeim efnum. Ég þykist t.d. viss um að á grundvelli hinna nýju laga verði gerður þjónustu- samningur, sem m.a. kveði á um tölusett markmið Ríkisútvarpsins hvað þetta varðar,“ segir Páll. Hann segist ekki sannfærður um að „kvótahugmynd“ Ágústs sé góð eða yfir höfuð framkvæman- leg. Götin á slíku kerfi yrðu mörg. „Yrði t.d. nóg að senda út á nótt- unni gamlar upptökur frá Alþingi til að hækka hlutfall íslensks efnis í dagskránni? Ég held að það verði að kanna aðrar leiðir til að búa til hvatningu í þessum efn- um.“ „Ég er ekki hlynntur því að settur sé kvóti á frjálsar sjón- varpsstöðvar um útsendingu efnis á ákveðnu tungumáli,“ segir Ró- bert Marshall, forstöðumaður NFS. Honum finnst þó sjálfsögð krafa að meirihluti efnis Ríkisút- varpsins sé íslenskt. Heimir Jónasson, dagskrár- stjóri innlendrar dagskrár á Stöð 2, segist ekki hlynntur því að skylda sjónvarpsstöðvar til að sýna ákveðið magn tiltekins efnis. Taka verði m.a. tillit til smæðar ís- lensks markaðar. Ómögulegt sé fyrir stöðvar á borð við Stöð 2, sem sendi út allan sólarhringinn, að senda t.d. helming eða meira út af íslensku efni. Hins vegar megi nota aðra mælikvarða en útsend- ingartíma og bendir Heimir á að Stöð 2 áætli að eyða rúmum 500 milljónum króna í framleiðslu á innlendu efni í ár, en innan við 500 milljónum í erlent efni. Hann seg- ir stefnu Stöðvar 2 að framleiða skemmtiefni sem fái sem mest áhorf. Annað geti gilt um Ríkisút- varpið. „Við höfum fyrst og fremst þá stefnu að sýna það sem selur mest og virkar best,“ segir Heim- ir. Hann segist kalla eftir því að menningarlegt hlutverk Ríkisút- varpsins verði skilgreint áður en lög um RÚV verði sett. Fréttaskýring | Þarf menningarkvóta? „Við viljum íslenskt efni“ Til stendur að efla íslenska dagskrárgerð og textun samhliða frumvarpi um RÚV Bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn ræður. Stöðvar skulu kappkosta að senda út innlent efni  Í útvarpslögum frá árinu 2000 segir m.a.: „Sjónvarpsstöðvar skulu kosta kapps um að meiri hluta útsendingartíma sé varið í íslenskt dagskrárefni og annað dagskrárefni frá Evrópu.“ Þá segir einnig að stöðvarnar skuli, eftir því sem unnt er, sjá til þess að minnst 10% af útsending- artíma á ári hverju eða minnst 10% af árlegu dagskrárfé sé var- ið til evrópskra verka frá sjálf- stæðum framleiðendum. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Elvu Björk Sverrisdóttur BIRNA Svavarsdóttir hjúkrunar- forstjóri verður formaður stjórnar- nefndar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss eftir næsta fund nefndarinnar. Birna hefur verið varamaður Pálma R. Pálmasonar, sem lætur af formennsku frá sama tíma. Pálmi hefur verið formaður frá ársbyrjun 2004 en sat í stjórnar- nefndinni næsta kjörtímabil á und- an, skipaður af Ingibjörgu Pálma- dóttur, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Varamaður Birnu Svavars- dóttur verður Sigrún Magnús- dóttir, fyrrver- andi borgar- fulltrúi og forstöðumaður Sjóminjasafnsins. Birna Svavars- dóttir var formað- ur stjórnarnefnd- ar í fjarveru Pálma frá mars til desember á liðnu ári. Nýr formaður stjórn- arnefndar LSH Birna Svavarsdóttir BREYTINGAR verða gerðar á dreifingu Fréttablaðsins á næstunni. Aukin áhersla verður lögð á dreif- ingu að nóttu til í stað tímabilsins milli klukkan sex og sjö að morgni. Í tilkynningu segir að á þeim svæðum sem breytingarnar nái til megi búast við uppstokkun í blaðberahópnum þar sem ekki sé heimilt að ráða ung- linga til starfa um nætur. Blaðber- um sem sagt hafi verið upp störfum, en náð hafi tilskildum 18 ára aldri, verði boðin endurráðning á nýjum forsendum. Markmið breytinganna er að mæta stöðugt vaxandi kröfum um öryggi og áreiðanleika í dreif- ingu Fréttablaðsins auk þess sem þær eru liður í undirbúningi Póst- hússins ehf. fyrir aukin umsvif í kjöl- far þess að almenn dreifing pósts verði gefin frjáls á næstu árum. Fréttablaðið borið út á nóttunni KANNABISPLÖNTUR í ræktun og nokkuð af kannabislaufum og tækj- um til neyslu eiturlyfsins fundust við húsleit í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru húsráðendur færðir til yfirheyrslu, en um var að ræða þrjá karlmenn um tvítugt. Málið telst upplýst. Þá voru tveir menn teknir í bænum aðfaranótt laug- ardags, grunaðir um ölvun við akst- ur og voru tekin blóðsýni úr þeim. Kannabisrækt í Kópavogi MAÐUR var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eft- ir líkamsárás á Selfossi í nótt og ann- ar á Heilsugæslustöðina á Selfossi. Deilur hófust milli nokkurra manna fyrir utan skemmtistaðinn Pakk- húsið. Lögregla stíaði þeim í sundur og fóru nokkrir í heimahús þar sem slagsmál brutust út síðar um nóttina. Var þar m.a. notuð keðja til að slá frá sér og slösuðust margir en tveir voru fluttir á sjúkrahús, sá sem verr var haldinn á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Læknir á slysa- deild segir árásina hafa verið alvar- lega en að maðurinn sé ekki í lífs- hættu. Ekki er vitað hvað olli deilunum og er málið í rannsókn. Tveir á sjúkrahús eftir hörð slags- mál á Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.