Morgunblaðið - 30.07.2006, Page 40
Kalvin & Hobbes
HÆ SOLLA! VILTU FÁ
AÐ SJÁ TÖFRABRAGÐ?
FYRST ÞARF ÉG EINN
VENJULEGAN 10 KALL
OG SÍÐAN
LÆT ÉG MIG
HVERFA
HÆTTU! ÉG VAR BÚINN
AÐ SEGJA AÐ ÞETTA
VÆRI BRAGÐ!
Kalvin & Hobbes
SJÁÐU! ÞÚ FÉKKST
DULMÁLSHRING!
FRÁBÆRT! NÚNA
GETUM VIÐ SENT
HVER ÖÐRUM DULKÓÐUÐ
SKILABOÐ
HA HA! NÚNA EIGA
MAMMA OG PABBI ALDREI
EFTIR AÐ SKILJA UM HVAÐ
VIÐ ERUM AÐ TALA!
... EKKI ÞAÐ AÐ ÞAU
GERI ÞAÐ NÚNA...
Kalvin & Hobbes
KOMINN TÍMI
TIL AÐ FARA Á
FÆTUR!
MORGUNSTUND GEFUR
GULL Í MUND VEGNA ÞESS
AÐ ÞAÐ KEMUR
MÉR Á FÆTUR
Kalvin & Hobbes
ÞÚ MÁTT EKKI KOMA UPP!
STELPUR ERU BANNAÐAR Í
TRÉHÚSINU
HVAÐ FÆR ÞIG TIL AÐ
HALDA AÐ MIG LANGI
TIL ÞESS AÐ SITJA
UPPI Í EINHVERJU
HEIMSKULEGU TRÉ
AF HVERJU ÞURFA
STELPUR ALLTAF AÐ TAKA
ALLA SKEMMTUNINA ÚR
KYNJAMISRÉTTI?
Kalvin & Hobbes
HOUSTON, ÞAÐ ERU
AÐ KOMA UPP
ERFIÐLEIKAR MEÐ
ÞYNGDARAFLIÐ
Kalvin & Hobbes
ÉG ER BÚINN AÐ ÁKVEÐA
AÐ VIÐ VERÐUM AÐ VERA
SVALARI EN VIÐ ERUM NÚNA
ERUM VIÐ
EKKI SVALIR?
AUÐVITAÐ
ERUM VIÐ
SVALIR, BARA
EKKI EINS
SVALIR OG VIÐ
GÆTUM VERIÐ
SVALT FÓLK GENGUR
MEÐ SÓLGLERAUGU!
ER SVALT AÐ REKA SIG
Í HLUTI ÞEGAR MAÐUR
LABBAR?
ÞÚ ÁTT EKKI AÐ
LABBA, BARA
HANGA
Dagbók
Í dag er sunnudagur 30. júlí, 211. dagur ársins 2006
Víkverji hefur haftmegna andúð á
kynþáttafordómum og
ofbeldi í íþróttum, sem
og á öðrum sviðum
þjóðfélagsins um víða
veröld. Uppákoman í
úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar í
Þýskalandi verður
lengi í minnum höfð,
þar sem tveir þekktir
knattspyrnumenn
voru sér og þjóðum
sínum til skammar.
Uppákoman sem varð
á Akranesi á dögunum
var með ólíkindum og
umgjörðin sem varð síðan um hana –
og þá sérstaklega í Kastljósi Sjón-
varpsins.
Víkverja var í gær sagt frá atviki
sem átti sér stað í leik í 2. deildar
keppni kvenna í sl. viku er þjálfari
annars liðsins gerði hróp að löndum
sínum sem léku með hinu liðinu – í
leiknum. Það voru ekki margir sem
skildu hvað fór fram, enda voru
hrópin á framandi tungu. Það kom
síðan í ljós að þjálfarinn var með
hótanir við leikmennina – hótaði
meðal annars líkamsmeiðingum.
Víkverji veit að það er búið að senda
inn athugasemdir við framkomu
þjálfarans til Knattspyrnusambands
Íslands. Ruddaleg
framkoma þjálfarans í
leiknum á ekki heima í
íþróttum og það verð-
ur að taka hart á mál-
unum og koma í veg
fyrir að uppákoma
sem gerðist í leiknum,
endurtaki sig.
x x x
Víkverja hefur lengiþótt ljúft að fá sér
gómsætan brjóstsykur
og bjóða öðrum – svo
ekki sé minnst á bleiku
möndlurnar. Það er þó
eitt sem hefur skemmt
ánægju Víkverja í „nammiátinu“ –
það skrjáfar mikið í pokunum sem
geyma sætindin og þá vilja þeir rifna
út og suður.
Þessir skrjáfandi pokar hafa haft
þær afleiðingar að Víkverji hefur
minnkað neyslu á brjóstsykri og er
það gott fyrir tennur hans.
Víkverji telur þó að það væri
sterkur leikur í stöðunni hjá fram-
leiðendum að koma aftur með gömlu
góðu plastpokana sem skrjáfar ekki
í. Þá gætu Víkverji og aðrir laumað
hendi niður í jakkavasa í leikhúsi og
á öðrum opinberum stöðum, án þess
að nokkur vissi að hann væri að fara
að fá sér brjóstsykur.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Veður | Þessar yngismeyjar voru á göngu í Laugardalnum vopnaðar regnhlíf
og létu rigninguna ekkert á sig fá. Veðurstofan spáir austlægum áttum
næstu daga með vætu víða um land, síst þó suðvestanlands. Fremur hlýtt
verður, einkum suðvestan til.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Mér finnst rigningin góð
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti
himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.
(Lúk. 15, 21.)