Morgunblaðið - 30.07.2006, Side 52

Morgunblaðið - 30.07.2006, Side 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi KARLAR eru stækkandi hópur við- skiptavina snyrtistofa og ýmiss konar lík- amsmeðferðir njóta sívaxandi vinsælda, eins og fram kemur í umfjöllun Tímarits Morgunblaðsins um útlit og snyrti- meðferðir í blaðinu í dag. Snyrtistofur hafa þróast úr því að vera „sterílt“ sjúkrahús- umhverfi í róandi heilsulindir þar sem skynfærin eru örvuð með ýmsum hætti. Eitt af því nýjasta er sérstakt súkkulaðinudd, sem þykir gott fyrir húðina og sog- æðakerfið. Í nuddið er notaður kakómassi, sem blandaður er saman við hágæðaolíur. Ásóknin í snyrtistofur hefur aukist veru- lega síðustu ár. Íslendingar vinna mikið og leggja hart að sér og eru farnir að verð- launa sig oftar með heimsókn í heilsulind. Stórborgarlífsstíll í anda Carrie Bradshaw og vinkvenna hennar í Beðmálum í borg- inni er orðinn að veruleika. Reykjavík er markaðssett sem „Spa City“ og sækja ferðamenn líka mikið í íslenskar snyrtistof- ur. Þróunin er í átt til náttúrulega efna og er lögð áhersla á að rækta hugann um leið og líkamann. Fólk vill láta sér líða vel og finnst gott að fá náttúrulegt dekur í dagsins önn. Morgunblaðið/Eggert Súkklaðiblandan er girnileg en er þó ekki ætluð til átu heldur notuð við nudd. Súkkulaði fyrir fegurðina UM 90% þeirra ferðamanna sem koma á Horn- strandir eru Íslendingar og flestir þeirra sem þangað sækja eru vanir ferðalangar. Þetta segir Jón Björnsson, landvörður á Horn- ströndum, en rætt er við hann og fleira fólk sem staðnum tengist í blaðinu í dag. Jón segist hafa á tilfinningunni að margir gönguhópar vilji undirbúa sig vel áður en þeir halda til Hornstranda. Hann segir að af erlendum minna um fugl í björgum og sé ætisskortur sennilega ástæðan. „Það er áfellisdómur yfir Íslendingum að vera ekki með vöktun á svona stöðum. Ef við teljum lífríkið í fuglabjörgunum nokkurs virði eigum við að fylgjast með þróun þess. Á Bretlandseyjum og í Færeyjum er það að hverfa og það sama gæti gerst hér ef fugli fækkar áfram í björgum, að minnsta kosti á Vestfjörðum,“ segir Jón Björnsson. | 10–12 ferðamönnum séu Þjóðverjar og Hollendingar fjölmennastir. „Það er áberandi að útlend- ingar tjalda ekki á tjaldsvæðum. Þeir hafa oft lesið greinar í erlendum ferðatímaritum sem eru með villandi og röngum upplýsingum. Þeir reisa til dæmis hlóðir um allt vegna þess að þeir hafa lesið að það sé nóg af eldiviði og því þurfi ekki prímus.“ Jón segir að undanfarin ár hafi verið æ Morgunblaðið/Pétur Blöndal Fræðsla um sögu Horns 90% gesta á Hornströndum eru íslenskir ferðamenn ÍSLANDSMEISTARAR karla í hand- knattleik, Fram, verða í F-riðli í Meistara- deild Evrópu í vetur. Með Fram í riðlinum verður Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu, sem varð Evrópumeistari 2003/2004, Gum- mersbach frá Þýskalandi og sigurvegarinn úr leik Berchem frá Lúxemborg og Sande- fjord frá Noregi. Með Gummersbach leika þrír íslenskir handknattleiksmenn, Guðjón Valur Sig- urðsson og Framararnir Róbert Gunnars- son og Sverrir Björnsson, auk þess sem Al- freð Gíslason þjálfar liðið. Fram mætir Gummersbach Í SAMNINGI milli Ríkisút- varpsins og menntamálaráðu- neytisins, sem gerður verður samhliða setningu nýrra laga um RÚV hf., verða sett fram töluleg markmið um eflingu ís- lenskrar dagskrárgerðar. Í samningnum verður einnig hug- að að frekari textun efnis sem sjónvarpið sýnir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra segist ekki hafa hug á því að setja reglur um hlutfall innlends efnis hjá frjálsu sjónvarpsstöðvunum, í það minnsta í bili. „Ég vil fyrst fá að heyra hvaða áform þeir hafa uppi til þess að koma til móts við þessar þarfir og kröfur sem við erum að setja fram í samfélag- inu. Við viljum íslenskt efni.“ Hún segir að eftirspurnin sé mikil en framboð vanti. Ágúst Guðmundsson, forseti Bandalags íslenskra lista- manna, setti fram þá hugmynd í grein í Morgunblaðinu nýverið að til að fá að sjónvarpa á Ís- landi þyrfti að sýna innlent efni að einhverju marki og kosta til þess ákveðnum fjármunum. Menntamálaráðherra segir ábendingar Ágústs þarfar en að sumum öðrum kvótakerfum. Yrði t.d. nóg að senda út á nótt- unni gamlar upptökur frá Al- þingi til að hækka hlutfall ís- lensks efnis í dagskránni?“ spyr Páll. Heimir Jónasson, dagskrár- stjóri innlendrar dagskrár á Stöð 2, segir að nota megi aðra mælikvarða en magn á íslenskt dagskrárefni og bendir á að Stöð 2 áætli að eyða rúmum 500 milljónum króna í framleiðslu á innlendu efni í ár en innan við 500 milljónum í erlent efni. hún sé á móti boðum og bönnum og vilji frekar að það verði ákveðin viðhorfsbreyting hjá sjónvarpsleyfishöfum. Forsvarsmenn þeirra sjón- varpsstöðva sem Morgunblaðið ræddi við eru andsnúnir hug- myndum um kvóta á innlent dagskrárefni. Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, segist ekki sannfærður um að „kvótahug- mynd“ Ágústs sé framkvæman- leg þó að hann taki undir með honum að hlutur íslensks sjón- varpsefnis sé of lítill. „Götin á svona kvótakerfi yrðu líka mörg – eins og raunin hefur orðið á Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna mótfallnir því að settur verði kvóti á umfang íslensks dagskrárefnis Íslenskt efni hjá RÚV verður aukið  Við viljum | 8 Morgunblaðið/Árni Sæberg BANDARÍSKA vefleitarfyr- irtækið Google hleypti nýverið af stokkunum þjónustu sem gerir fólki kleift að fylgjast með umferðarþunga á hraðbrautum í stórborgum Bandaríkjanna í gegnum far- síma. Auk þess geta notendur þjónustunnar leitað uppi heim- ilisföng og nýtt sér almenna kortaþjónustu sem fyrirtækið býður nú þegar upp á í gegnum vefinn: „Þetta er svipað og Go- ogle Maps, hægt er að færa kort- ið til, „súmma“ inn og út, leita að hlutum, fá leiðbeiningar til að komast á milli staða og svo er hægt að fá gervihnattamyndir líkt og í Google Earth. Og þetta fer allt fram á netinu þannig að þetta kemur beint frá Go- ogle samtímis. Nýjungin sem við kynntum um daginn er sú að nú sjást grænar, gular og rauðar línur sem sýna hvernig umferðin er á hraðbrautunum í Bandaríkjunum.“ Guðmundur sagði í samtali við Morg- unblaðið að notkun á þjónustu sem þessari í farsímum væri að aukast mikið þar sem fólk væri stöðugt á faraldsfæti og í nýjum borgum. Stórfyrirtæki legðu sífellt meiri áherslu á að nýta sér farsímatæknina og því væru framtíðarmöguleikar miklir. | 4 Þróar kort fyrir farsíma hjá Google Þessi mynd blasir við farsímanotendum með Google þegar Ísland er slegið inn. NOKKUR viðbúnaður verður hjá lögregl- unni í Reykjavík vegna tónleika Sigur Rós- ar sem fram fara á Klambratúni í kvöld. Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðar- deild lögreglunnar, segir lögreglu hafa ver- ið í sambandi við tónleikahaldara vegna tónleikanna. Hann segir erfitt að áætla ná- kvæmlega hversu margir muni sækja þá, en ætla megi að fjöldinn verði að minnsta kosti 5.000 manns. Við undirbúning hafi verið hugað að því hvar tónleikagestir geti lagt bílum sínum. Fólki sé einkum bent á bílastæði við Kringlusvæðið. Einnig verði hægt að leggja við Borgartún, við Perluna og á Skóla- vörðuholti. Árni segir mikilvægt að eðlileg- ur umferðarhraði haldist á Miklubraut meðan á tónleikunum stendur. „Við hvetj- um ökumenn til þess að aka á eðlilegum hraða en hægja ekki um of á sér.“ Viðbúnaður vegna tónleika á Klambratúni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.