Morgunblaðið - 24.10.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STARFSMENN Daníelsslipps við
Bakkastíg í Reykjavík flögguðu í
hálfa stöng í gærmorgun þegar 70
ára sögu fyrirtækisins lauk. Forstjóri
Daníelsslipps, Gunnar Richter er
bæði sár og ósáttur við endalok fyr-
irtækisins og segist ekki skilja hvers
vegna slippurinn sé látinn víkja á
meðan sambærilegt fyrirtæki, Stál-
smiðjan haldi áfram.
Daníelsslippur var stofnaður í jan-
úarmánuði árið 1936 af langafa Gunn-
ars, Daníel Þorsteinssyni ásamt fleir-
um. Stærstu tímamótin í sögu
fyrirtækisins voru árið 1986 þegar ný
dráttarbraut var tekin í notkun, sú
hin sama og lögð var af í gær. Fjórir
starfsmenn unnu í slippnum undir
lokin en þegar mest var munu starfs-
menn hafa verið allt að 50 talsins að
sögn Gunnars. Atvinnustarfsemin
var hvað mest á árunum 1940–1970
og segja má að hún spanni fimm kyn-
slóðir því sonur Gunnars vann tvö
sumur í slippnum.
Oft og tíðum voru um 15–20 skip á
landi á vegum slippsins og lætur
nærri að hann hafi þá afgreitt um 60–
70 skip á ári að meðaltali. Síðasta
skipið sem rann út af dráttarbraut-
inni var Fanney HU, áður Jón Jóns-
son SH, smíðaður á Akureyri.
Daníelsslippur var sambærilegur
að stærð og ýmsir slippar á höf-
uðborgarsvæðinu og tók að sér allar
almennar viðgerðir sem félaginu var
unnt að framkvæma.
Grátleg að sjá síðasta skipið
Gunnar segir það hafa verið grát-
legt að sjá síðasta skipið fara út úr
slippnum og horfa upp á fyrirtækið
leggja niður starfsemina eftir allan
þennan tíma. Sú athöfn að flagga í
hálfa stöng tjáir það viðhorf Gunnars
að rangar áherslur séu uppi í atvinnu-
málum í borginni. „Þessir 50 bátar
sem koma ekki í slipp hér í höfninni
árlega þýðir að Reykjavíkurborg
verður af tilteknum viðskiptum,“ seg-
ir hann.
„Þessu fyrirtæki er fórnað fyrir
skipulag svæðisins án þess að nokkuð
komi í staðinn. Ég er hálfhvumsa í
dag. Það er grátlegt að horfa á síð-
asta skipið fara út því það er nóg að
gera í þessari atvinnustarfsemi. Það
versta við þetta allt saman að þetta
fyrirtæki skuli þurfa að fara á undan
sambærilegu fyrirtæki, Stálsmiðj-
unni, hér við hliðina. Þetta end-
urspeglar þröngsýni hjá Faxaflóa-
höfnum með því að það er ekki sama
hver á í hlut. Daníelsslippur virðist
þurfa að fara þótt Stálsmiðjan megi
vera. Ég er ósáttur við að einn slippur
þurfi að víkja fremur öðrum og óska
svara við því.“
Gunnar hyggur á aðra starfsemi án
þess að hann upplýsi hvað það er en
mun taka starfsfólkið með sér í ný
verkefni ef af verður. Ekki er ljóst
hvort vélar og tækjabúnaður fyr-
irtækisins verður nýtt annars staðar
en Gunnar segist á hinn bóginn
treysta sér til að setja dráttarbraut-
ina niður hvar sem er.
„Ég hef verið hér í 27 ár og það
virðist allt á sömu bókina lært, það
veit enginn hvort hann er að koma
eða fara. Það virðist vera meiri þörf
fyrir tónlistarhús en slipp en þetta er
frekar súr dagur.“
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
borgarminjavörður segir að á svæð-
inu í heild hafi verið merkileg at-
vinnustarfsemi sem tengist útgerð og
sjósókn í Reykjavík. Árbæjarsafn
lagði mat á gildi húsanna, í húsakönn-
un árið 2003, þar á meðal eignir Daní-
elsslipps og voru húseignirnar sjálfar
ekki taldar hafa mikið varðveislugildi.
Öðru máli gegndi um steinbæ rétt of-
an við slippinn auk timburhúss við
Mýrargötu sem áður var íbúðarhús
Daníels Þorsteinssonar.
„Frá því að þessi úttekt var gerð,
hefur Sjóminjasafn Reykjavíkur ver-
ið stofnað við vesturhöfnina. Þá hafa
komið hugmyndir og ábendingar til
þeirra sem vinna að skipulagi á veg-
um borgarinnar, um að gaman gæti
verið að varðveita hluta slippsins sem
gæti tengst Sjóminjasafninu. Og það
er í sjálfu sér ágætis hugmynd. Það
hefur þó ekki verið tekið undir það í
skipulagsvinnunni.
Þarna er auðvitað merk atvinnu-
saga sem tengist líka Alliancehúsinu,
vestar á Mýrargötunni. Nú hefur Sjó-
minjasafninu verið fundinn staður við
vesturhöfnina og að mínu mati gæti
það gefið okkur tækifæri til að skoða
hvort ekki væri rétt að varðveita
hluta slippsvæðisins.“
Sögu
Daníels-
slipps
lokið
Morgunblaðið/Sverrir
Síðastur Fanney HU kemur úr Daníelsslipp. Hún hét áður Jón Jónsson SH sem smíðaður var á Akureyri á sínum
tíma. Þegar mest var að gera fóru 60–70 skip frá slippnum á árunum 1940–1970 og 50 manns unnu þar.
Morgunblaðið/Sverrir
Grátlegt Flaggað í hálfa stöng í
Daníelsslipp enda grátlegt að sjá
endalok slippsins, segir forstjórinn.
Í HNOTSKURN
»Daníelsslippur var stofn-aður árið 1936 af Daníel
Þorsteinssyni, langafa nú-
verandi forstjóra Gunnars
Richters.
»Upp hafa komið hug-myndir um að varðveita
hluta slippsins sem gæti tengst
Sjóminjasafni Reykjavíkur og
athafnasvæði safnsins.
»Húseignir Daníelsslippseru ekki taldar hafa haft
varðveislugildi þótt öðru máli
gegni um íbúðarhús Daníels
sjálfs og steinbæ fyrir ofan
slippinn.
Grátlegt að horfa
á síðasta skipið fara
úr slippnum,
segir forstjórinn
Áratuga þjónusta Gunnar Richter,
forstjóri Daníelsslipps, við dráttar-
spilið sem nú snýst ekki lengur.
Á NÆSTU dögum eða vikum geta
bíleigendur farið að borga með
greiðslukorti fyrir skammtímabíla-
stæði í miðborg Reykjavíkur og inn-
an nokkurra ára munu stöðumælar
heyra sögunni til – miðavélar taka
við hlutverki þeirra.
Framkvæmdaráð Reykjavíkur-
borgar samþykkti á fundi sínum í
gærdag að fela Bílastæðasjóði
Reykjavíkur að útfæra nýjar leiðir
til að auðvelda viðskiptavinum sín-
um að greiða fyrir bílastæði. Í byrj-
un næsta árs verða tekin í notkun
tímabundin kort og skafmiðar.
„Þeir virka þannig að ef bíleigandi
er með skafmiða sem gildir í
klukkutíma, skefur hann af honum
komutíma, þ.e. dagsetningu,
klukkustund og mínútu og er með
hann til sýnis í bílrúðunni,“ segir
Stefán Haraldsson, framkvæmda-
stjóri Bílastæðasjóðs. „Kortin virka
hins vegar þannig að þau gilda frá
ákveðnum tíma og að lágmarki í
viku.“ Fyrirmyndin er sótt til Kaup-
mannahafnar þar sem slíkir val-
möguleikar hafa gefist vel. Hægt
verður að kaupa kortin á netinu og
þau verða svo annað hvort send til
viðkomandi eða sótt til Bílastæða-
sjóðs. Hægt verður að velja um
viku- og mánaðarkort. Gert er ráð
fyrir að gildistími skafmiðanna
verði frá einni klukkustund og upp í
heilan dag.
„Einnig erum við að fara að setja
upp mæla sem eru með búnaði fyrir
kreditkort og við stefnum að því að
skipta út gömlu miðamælunum með
þeim nýju, en það getur tekið ein-
hvern tíma,“ segir Stefán. Einnig er
í vinnslu áætlun um að skipta út öll-
um stöðumælum fyrir miðamæla.
Stefán telur breytinguna til batn-
aðar fyrir viðskiptavini. Til að
mynda þarf ekki að stimpla inn
PIN-númer greiðslukorts í mælana.
Hægt að greiða fyrir bíla-
stæði með greiðslukorti
Morgunblaðið/Ásdís
Skipt út Stöðumælar í miðborginni
munu hverfa alveg á næstu árum.
FÁMENNUR fundur var haldinn í
Valhöll síðdegis í gær um nafnlaust
bréf sem forystusveit Sjálfstæðis-
flokks barst fyrir liðna helgi. Í bréf-
inu var fullyrt að stuðningsmenn
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefðu
einir aðgang að upplýsingum sem
safnað var í síðustu sveitarstjórnar-
kosningum.
Á fundinum var farið yfir málið
með fulltrúum nokkurra frambjóð-
enda en áður hafði Andri Óttarsson,
framkvæmdastjóri flokksins, sent
frá sér tilkynningu. „[Á mánudag]
barst flokknum bréf frá stuðnings-
mönnum Guðlaugs Þórs þar sem
óskað var eftir því að skrifstofa Val-
hallar tæki út úthringikerfi og þær
upplýsingar sem stuðningsmennirn-
ir væru að vinna eftir til að ganga úr
skugga um að einungis væri unnið
eftir þeim upplýsingum sem flokk-
urinn hefði sjálfur afhent frambjóð-
endum,“ segir Andri en einnig að
ekkert hafi bent til þess að misnotk-
un á upplýsingum hefði átt sér stað.
Gögn ekki
misnotuð
LÖGREGLAN á Húsavík var kölluð
nokkrum sinnum á vettvang í gær
vegna þess að bílar höfðu endað ut-
an vegar vegna hálku. Að sögn lög-
reglunnar er hálka á svæðinu orðin
mikil. Slys á fólki voru minniháttar,
mar og rispur, og var enginn flutt-
ur á sjúkrahús.
Bílar út af vegna
hálku hjá Húsavík
KJARTAN Ólafs-
son, fyrrverandi
alþingismaður,
fór seinnipart
dags í gær í Þjóð-
skjalasafnið til
að kynna sér þau
gögn um hler-
anir sem fallist
hefur verið á að
veita honum að-
gang að. Hann hyggst afhenda öll-
um fjölmiðlum sem eftir því leita
eintak af öllum þeim skjölum sem
hann fékk aðgang að.
Kjartan hafnaði því að hafa
fréttamenn og myndatökumenn
með sér í Þjóðskjalasafnið í gær, og
vildi ekki tjá sig um það sem fram
kemur í gögnunum fyrr en hann
hefði kynnt sér það vel. Hann sagð-
ist hins vegar ætla að veita fjöl-
miðlum viðtöl um innihald skjal-
anna í dag, þriðjudag, og afhenda
þeim um leið eintak af skjölunum.
Afhendir fjöl-
miðlum gögnin
Kjartan Ólafsson
♦♦♦