Morgunblaðið - 24.10.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.10.2006, Qupperneq 15
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A LC 3 46 63 10 /2 00 6 Áfram stelpur! www.alcoa.is Kvennadagur350 konur í heimsókn á kvennadaginn Sunnudaginn 8. október efndi Alcoa Fjarðaál til sérstaks kvennadags fyrir konur á Austurlandi þar sem þær fengu tækifæri til að skoða vinnu- staðinn og kynna sér störf í álverinu. Um 350 konur frá öllum helstu þéttbýlisstöðum á Austurlandi komu í heimsókn og áhugi þeirra á atvinnumöguleikum í álverinu fór fram úr björtustu vonum. Hátæknivætt álver Alcoa Fjarðaáls verður öruggur og góður vinnustaður fyrir konur ekki síður en karla. Launakjörin eru góð og kynbundinn launamunur útilokaður. Markmiðið er að kynjahlutfall verði sem jafnast og aldursdreifing góð. Álverið er hannað þannig að öll störf henti konum. Verkefni hvers starfsmanns verða fjöl- breytt og krefjast ekki mikilla líkamsburða. Mikið verður lagt upp úr hreinlæti og góðu húshaldi. Vinnan er stöðug og fyrirsjáanleg allt árið um kring. Starfsmenn vinna ýmist á vöktum eða í dag- vinnu og einnig verður boðið upp á hlutastörf fyrir fólk sem á erfitt með að vera í fullu starfi. Launajafnrétti, sömu laun fyrir sömu vinnu, er meginkrafa íslenskra kvenna þegar þær minnast kvennafrídagsins 24. október 1975. Við hjá Alcoa Fjarðaáli styðjum heilshugar réttindabaráttu kvenna, ekki aðeins í orði heldur fyrst og fremst í verki. Janne Sigurðsson, Elsa Þórisdóttir og Deirdre Anne Kresfelder, starfsmenn Alcoa Fjarðaáls. Hægt er að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli á capacent.is (áður IMG-Mannafl). Nánari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug.thorsteinsdottir @capacent.is) og Helgu Snædal (helga.snaedal@capacent.is) hjá Capacent í síma 540 1000. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember. Við leitum að framleiðslustarfsmönnum sem eiga að hefja störf 1. mars 2007 eða síðar. Ekki eru gerðar neinar ákveðnar kröfur um menntun. Störfin eru fjölbreytt og allir fá tækifæri til að læra og dafna í starfi. 96 framleiðslustörf í boði Einnig er hægt að fá aðstoð hjá Svæðisvinnumiðlun Austurlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.