Morgunblaðið - 24.10.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 33
fékk tækifæri til að flytja í hús sem
Langahlíð nefnist og fékk þar sitt eig-
ið herbergi og allur aðbúnaður var til
fyrirmyndar. Henni gafst kostur á
ýmiss konar tómstunda- og fræðslu-
starfi og dægrastyttingu af ýmsum
toga sem hún kunni vel að meta og
veitti henni gagn og gleði. Á starfsfólk
og velunnarar Skálatúnsheimilisins
fyrr og síðar lof og heiður skilið fyrir
störf sín og baráttu fyrir betra lífi
skjólstæðinga sinna.
Jónína frænka mín bar þess ætíð
vott hversu gott uppeldi hún hafði
hlotið í æsku og framkoma hennar
sýndi það og sannaði að móðir hennar
hafði ekki tekið það neinum lausatök-
um að búa hina þroskaheftu dóttur
sína undir lífið eins og best var unnt.
Jónína frænka var kurteis í besta
máta og þægileg í umgengni. Vel
kunni hún að búa sig klæðum og
snyrta og var ótvírætt að þær mæðg-
ur höfðu haft alveg ákveðnar skoðanir
á því hvað gæti talist sómasamlegur
kvenbúningur. Sjúkdómshremmingin
sem hún mætti í æsku veiklaði vissu-
lega lund Jónínu og svipti hana starfs-
þreki og færni til lærdóms. Hún lærði
raunar nokkuð að lesa og skrifa en sú
kunnátta nýttist henni lítt sem ekki
vegna fötlunarinnar. Öðru máli
gegndi um saumaskap og ýmsar
hannyrðir sem hún stundaði af kappi
enda bæði handlagin og iðjusöm. Hún
gekk jafnan rösklega að verkum sín-
um og líktist bræðrum sínum í því að
kunna afar illa við seinagang og slóða-
hátt.
Þrátt fyrir fötlun sína var Jónína
einstaklega minnisgóð og báðu bræð-
ur hennar hana oftlega liðsinnis við að
rifja upp löngu liðna atburði sem að
mestu voru máðir úr minni þeirra.
Mátti vel treysta því sem Jónína
mundi og afmælisdaga ættmenna
sinna og venslafólks hafði hún í röð og
reglu í kolli sínum. Jónína var glað-
lynd að eðlisfari og varð það henni til
mikils léttis á lífsgöngunni sem ekki
var alltaf auðveld. Hún stríddi við ým-
is veikindi á efri árum, þar á meðal
brjóstakrabbamein, og tók því af yf-
irvegun og æðruleysi, var raunar fá-
dæma hörð af sér þegar í slíkar raunir
var komið. Þess vegna kom það dálít-
ið á óvart hvað það var mikill asi á
henni að fara núna en ætli henni hafi
ekki þótt orðið tímabært að halda í
humáttina á eftir Rafni bróður sínum
sem andaðist í ágúst sl. Þau voru sam-
rýnd.
Anna Þórðardóttir.
Elsku Jónína okkar, nú er ævi þín
liðin og við sem eftir stöndum þökk-
um þér fyrir samveruna. Við hér á
vinnustofunum viljum minnast þín
með örfáum orðum. Þú varst hjá okk-
ur í handavinnunni í mörg ár og tókst
þátt í allri vinnu þar. Þú ófst mottur,
saumaðir út, prjónaðir ýmislegt og
heklaðir mjög mikið. Eftir þig liggja
mörg falleg verk.
Það sem einkenndi þig sérstaklega
var einstök jákvæðni, ljúfmennska og
vilji til að takast við verkefni. Alltaf
varstu til í að aðstoða alla og hjálpa til.
Á Vinnustofunum tókstu þátt í flest-
öllum verkefnum og vannst þau fljótt
og vel. Síðustu ár varstu farin að
minnka við þig vinnuna og sóttir þess
í stað ýmis námskeið ásamt Skjólinu
hér í Skálatúni. Einnig varst þú farin
að taka þátt í starfi eldri borgara í
Mosfellsbæ og hafðir mikla ánægju
af.
Það sem stóð nærri hjarta þínu
voru æskustöðvarnar á Akranesi og
þú ljómaðir öll þegar Akranes bar á
góma. Við kveðjum þig með miklum
söknuði og við viljum votta aðstand-
endum samúð okkar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um réttan veg
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér.
Sproti þinn og stafur huggar mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi drottins bý ég langa ævi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
(23. Davíðssálmur/Margrét Scheving)
Samstarfsfólk á
Vinnustofum Skálatúns.
Jónína mín. Ég þakka þér fyrir
hvað þú ert búin að vera góð við hana
Lindu. Það var gaman að kynnast
þér, þú varst alltaf stillt og prúð. Við
trúum ekki að þú sért farin.
Það var gaman að koma til þín upp í
Skálatún. Við töluðum um daginn og
veginn og hlógum mikið. Ég sagði þér
marga brandara.
Linda saknar þín mikið, þið voruð
svo góðar vinkonur. Nú breytist mik-
ið, hún getur ekki lengur talað við þig.
Guð geymi þig, Jónína mín. Við
Linda vottum ættingjum þínum og
vinum innilega samúð.
Stefán Konráðsson.
Elsku Jónína, þá er komið að
kveðjustund. Okkar leiðir hafa legið
saman síðustu 20 ár eða frá því að þú
fluttir í Blönduhlíðina á Skálatúni. Ég
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
kynnast þér og bróður þínum honum
Rafni sem þú kvaddir með miklum
söknuði í ágúst síðastliðnum.
Þú barst ekki tilfinningar þínar á
torg og ræddir það ekki ef eitthvað
var að plaga þig, þú tókst bara því
sem að höndum bar og sagðir ef geng-
ið var á þig: „Ég ætla ekkert að vera
að æsa mig yfir þessu, ég ætla bara að
vera skynsöm.“ Þitt mottó var að
standa sig hvað sem tautaði. Þú varst
nú ekkert á því að hætta að vinna á
vinnustofunum þótt 67 ára aldrinum
væri náð, en sættist á að fara meira í
afþreyingu eftir sjötugt. Þú vildir
samt hafa nóg fyrir stafni og varst
með prjónana þína til að grípa í ef þér
fannst eitthvað lítið að gera. Þú varst
líka virk í tómstundum, varst í Perlu-
festinni í mörg ár og ákvaðst að skella
þér á námskeið í fatasaumi núna í
haust. Þar varst þú nýbúin að sauma
þér pils og peysu sem þú varst afar
stolt af. Þú nýttir þér félagsstarf aldr-
aðra í Mosfellsbænum á fimmtudög-
um og varst alltaf mjög spennt að fara
þangað.
Nú ertu komin á annan stað og ég
veit að það hefur verið tekið vel á móti
þér. Minningin um þig lifir í hjörtum
okkar.
Steinunn Guðmundsdóttir.
Jónína hefur kvatt þetta jarðlíf.
Dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan
sér. Ekki óraði mig fyrir því, þegar
Jónína kvaddi mig með handabandi
að loknum Perlufestarfundi, að hún
yrði burt kvödd daginn eftir.
Jónína var virkur félagi í leiklist-
arklúbbnum Perlufestinni. Hún steig
í pontu og tjáði sig um leiklist. Hún
naut þess að fara í leikhús með hópn-
um.
Á síðasta fundinum með okkur tal-
aði hún um að skrifa í Perlufestar-
blaðið um sýningu Borgarleikhússins
á Ronju ræningjadóttur, sem hópur-
inn hafði nýlega séð. Á sama fundi
barst hernámið í tal og mundi Jónína
vel eftir hernámsárunum og rifjaði
hún upp minningar sínar frá þeim
tíma.
Jónína var glæsileg kona, fríð sýn-
um, grannvaxin og alltaf fallega
klædd. Hún bar sig vel og var tíguleg.
Viðmót hennar var hlýtt. Hún var
hæversk og háttvís. Hún var lundgóð
og einstök. Hún hafði góða fé-
lagsfærni og féll vel inn í hópinn.
Jónína naut þess að vinna í hönd-
unum og bjó til fallegar flíkur, sem við
hin dáðumst að. Síðari ár tók hún þátt
í félagsstarfi aldraðra í Mosfellsbæ.
Þar átti hún góðar og gjöfular stund-
ir, sem hún sagði okkur oft frá á
Perlufestarfundum.
Við í Perlufestinni þökkum Jónínu
góða og gjöfula samfylgd. Hún hefur
kvatt en minningin um ljúfa og elsku-
lega konu lifir.
Við sendum aðstandendum Jónínu
samúðarkveðjur.
Sigríður Eyþórsdóttir.
Skipaútgerðar ríkisins, og rækti
þann starfa af mikilli samviskusemi.
Meðan heilsan leyfði notaði Agnar
þó nánast hvert tækifæri sem gafst
til að halda norður í Heggsstaði í því
skyni að aðstoða foreldra sína við bú-
reksturinn, Pál bróður sinn, er hann
tók við búinu, og loks syni Páls, er
hann féll frá. Frá því snemma á vorin
og fram á vetur ók Agnar norður á
Land Rovernum sínum allar helgar.
Var þá aldeilis tekið til hendinni.
Sumarfríin fóru svo auðvitað í þetta
líka. Eitt átti þó huga Agnars öðru
fremur á heimaslóð, æðarræktin.
Var Agnar vakinn og sofinn í því að
efla æðarvarpið á Heggsstöðum.
Beitti hann mikilli hugkvæmni, sem í
senn átti að hæna að æðarfuglinn og
hrekja á brott varg eins og svartbak,
hrafn, tófu og mink. Ógurlegur karl
var skapaður með tvö andlit, annað
fram og hitt aftur. Snerist hann stöð-
ugt fyrir afli frá rafgeymi í miðju
varpinu. Á öðrum stað kom hann fyr-
ir planka yfir lækjarsprænu, og
hengdi á hann skipsbjöllu. Í læknum
undir bjöllunni kom hann svo fyrir
hjóli með áfestum teini, sem lækjar-
straumurinn sneri. Slóst teinninn
svo reglulega í kólf bjöllunnar, þann-
ig að fagur hljómur hennar barst
víða. Á þriðja staðnum var komið
fyrir útvarpi. Hljómaði þar dagskrá
gömlu Gufunnar með fréttum, til-
kynningum frá hinu opinbera, út-
varpssögum og tónlist gömlu meist-
aranna, til yndisauka fyrir æðar-
fuglinn og til ama fyrir varginn.
Agnar sýndi bræðrabörnum sín-
um ávallt mikla ræktarsemi. Fund-
um við, Ármannsbörn, snemma að
hann fylgdist grannt með skóla-
göngu okkar, er við vorum yngri, og
atvinnuhögum okkar, er við kom-
umst á legg. Vissum við gjörla, að við
áttum alltaf hauk í horni á Hallveig-
arstígnum, hjá þeim Agnari og
Rögnu, uppeldissystur hans. Þessi
umhyggja þeirra færðist svo einnig
yfir á maka okkar og börn, er þau
komu til sögu. Agnar hafði alltaf ver-
ið iðjusamur dugnaðarforkur. Því
voru hin síðari ár honum um margt
erfið, er heilsan fór að gefa sig.
Líknin er komin. Far þú í friði,
frændi.
Sigmar Ármannsson.
Þegar við systkinin vorum yngri
vorum við ásamt foreldrum okkar
vön að heimsækja Agnar og Rögnu á
Hallveigarstíginn flesta sunnudaga
og þiggja hjá þeim dýrindis veiting-
ar sem Ragna heitin framreiddi af
sinni einskæru snilld. Þegar sest var
til borðs áttu sér stað líflegar sam-
ræður um allt milli himins og jarðar.
En það var eitt umræðuefni sem
Agnar bryddaði undantekningar-
laust upp á við veisluborðið. Hann
spurði okkur systkinin ávallt að því,
hvernig okkur gengi í skólanum og
hvort við værum ekki dugleg að læra
heima. Að sjálfsögðu héldum við því
fram að okkur gengi öllum stórvel.
Hann varð sáttur er hann heyrði það
og brýndi fyrir okkur mikilvægi
þess að ganga menntaveginn, og
auðvitað að við héldum okkur frá
hvers konar rugli. Það má segja að
hann hafi haldið okkur við efnið og
hvatning hans og ræktarsemi skipti
okkur öll miklu. Ekki vildum við
valda honum Agnari vonbrigðum
með lélegri frammistöðu, hvorki á
skólaprófi eða í skóla lífsins.
Við systkinin kynntumst aldrei öf-
um okkar. Agnar frændi gekk okkur
hins vegar í afastað. Við minnumst
hans með hlýju og virðingu.
Sif, Ármann og Agnar
Sigmarsbörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
JARÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fannborg 3,
Kópavogi,
sem lést mánudaginn 16. október, verður jarð-
sungin frá Hjallakirkju í Kópavogi miðvikudaginn
25. október kl. 15.00.
Einar Árnason,
Helga Einarsdóttir, Karl M. Kristjánsson,
Arna Einarsdóttir, Konráð Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT Þ. B. HJALTESTED RICHTER,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
21. október.
Sigurður H. Richter, Margrét B. Richter,
Örlygur Richter, Helga A. Richter,
Marta Hildur Richter, Guðrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR,
áður til heimilis
á Sléttuvegi 15,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 sunnudaginn
22. október.
Elín Ólafsdóttir, Leó Kristjánsson,
Kristrún Auður Ólafsdóttir, Skúli Pálsson,
Birna Þ. Ólafsdóttir Ros, Fredrik Ros,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
ÓSK HILMARSDÓTTIR,
er látin.
Guðmundur Björnsson,
Kolbeinn Guðmundsson,
Brynja Guðmundsdóttir,
Saga Guðmundsdóttir,
Brynja Óskarsdóttir,
Hilmar R.B. Jóhannsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÚN BJARNADÓTTIR,
Heiðvangi 10,
Hellu,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 22. október.
Valur Haraldsson,
Þorsteinn Valsson, Guðbjörg Sigurðardóttir,
Elínborg Valsdóttir, Aðalsteinn Hákonarson,
Ólafur Valsson, Sigríður Kristín Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
JÓN BJÖRNSSON,
Svínadal,
Skaftártungu,
lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum föstu-
daginn 20. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Eiríksson.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR