Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 15 FRÉTTIR  VILHJÁLMUR ARI Arason, heimilislæknir varði doktorsritgerð sína í læknisfræði við læknadeild Há- skóla Íslands föstudaginn 20. októ- ber sl. Ritgerðin ber heitið „Use of antimicrobials and carriage of peni- cillin-resistant pneumococci in child- ren-Repeated cross-sectional studies covering 10 years“ (Notk- un sýklalyfja og beratíðni penicill- ín-ónæmra pneumokokka hjá börnum – End- urtekin þver- sniðsrannsókn á 10 ára tímabili). Ritgerðin fjallar m.a. um rann- sóknir á um 2600 börnum sem fram- kvæmdar voru í 3 áföngum á árunum 1993, 1998 og 2003. Niðurstöður sýndu að sterkt samband var á milli fyrri sýklalyfjanotkunar barns sem var oftast vegna miðeyrnabólgu og áhættu á að bera penicillín-ónæmann pneumókokk í nefkoki fyrstu vik- urnar á eftir lyfjagjöf, en pneumó- kokkar eru einmitt algengustu valdar eyrnabólgu barna. Serm- isgerð 6B (með sömu svipgerð og spænsk-íslenski, Spain6B-2 stofninn) var algengasti stofninn á rannsókn- arsvæðunum í fyrstu tveimur hlutum rannsóknarinnar. Tíðni stofnsins náði ákveðnu hámarki á nokkrum ár- um, einnig á rannsóknarsvæðum þar sem sýklalyfjanotkunin var lítil. Tíu árum frá upphafi faraldurs hafði dregið úr tíðninni á öllum svæðunum eða stofninn horfið með öllu, senni- lega vegna myndunar hjarð- arónæmis. Sýklalyfjanotkun barna minnkaði í heild um 1/3 á rannsókn- artímabilinu, mismikið eftir stöðum. Þessa þróun má sennilega þakka breyttum ávísanavenjum lækna eftir að vitneskja lá fyrir um áhættuna af að smitast af og bera sýkla- lyfjaónæman stofn á eftir hverjum sýklalyfjakúr enda voru niðurstöð- urnar vel kynntar í fjölmiðlum og á fundum með læknum strax eftir fyrsta hluta rannsóknarinnar. Vitn- eskja foreldranna sjálfra um skyn- samlega sýklalyfjanotkun og að ekki væri alltaf nauðsynlegt að með- höndla vægar miðeyrnabólgur með sýklalyfjum virtist einnig skipta miklu máli í þessu sambandi. Rann- sóknin rennir einnig stoðum undir þá tilgátu að (mikil) sýklalyfjanotkun geti aukið líkur á endurteknum mið- eyrnabólgum og hljóðhimnuröra- ísetningu síðar. Vilhjálmur hefur ásamt meðhöf- undum skrifað 5 vísindagreinar um rannsóknina sem birtar hafa verið í erlendum læknatímaritum. Í dokt- orsnefnd ásamt aðalleiðbeinenda sátu þeir Þórólfur Guðnason læknir (formaður), dr. Haraldur Briem, dr. Magnús Jóhannsson og dr. Vil- hjálmur Rafnsson. Aðalstyrktaraðili rannsóknarinnar var Vísindasjóður íslenskra heimilislækna en jafnframt veittu styrki Vísindasjóður HÍ og Vísindasjóður LSH. Vilhjálmur Ari Arason er fæddur í Reykjavík 27.04.56. Hann lauk al- mennu læknanámi frá Læknadeild Háskóla Íslands 1984 og fékk sér- fræðiviðurkenningu í heimilislækn- ingum 1991. Hann hefur unnið lengst af á Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði en stafar nú á Heilsu- gæslustöðinni Firði, Hafnarfirði. Vilhjálmur er kvæntur Ingibjörgu Ásgeirsdóttur yfirfélagsráðgjafa og eiga þau þrjú börn, Ásgeir Snæ, Jó- hönnu og Ástu. Doktor í læknisfræði Vilhjálmur Ari Arason Egilsstaðir | Fimm sveitarfélög á Austurlandi hafa gert með sér nýtt samkomulag um brunavarnir. Það eru sveitarfélögin Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhrepp- ur, Djúpavogshreppur og Fljótsdals- hreppur sem hafa samþykkt að stofn- að verði sérstakt rekstrarsamlag um brunavarnir, með lögheimili á Fljóts- dalshéraði. Tilgangurinn er að auka samvinnu brunavarna á svæðinu og starfrækja sem fullkomnastar bruna- varnir í hlutaðeigandi sveitarfélögum. Slökkvistöðvar, ásamt slökkviliði, verða á Djúpavogi, Egilsstöðum, Borgarfirði og Vopnafirði með tilheyr- andi búnaði sem uppfyllir þjónustu- kröfur sem sveitarfélögin ætlast til að slökkviliðin veiti samkvæmt kröfum í lögum um brunavarnir og brunamál. Ráða á einn slökkviliðsstjóra og að- stoðarslökkviliðsstjóra fyrir samlagið. Skulu þeir sjá um að skipuleggja starf- semina. Lágmarksfjöldi slökkviliðs- manna að slökkviliðsstjórum meðtöld- um á að vera 42 menn. 2 varðstjórar og 12 slökkviliðsmenn á Egilsstöðum, á Vopnafirði 2 varðstjórar og 10 slökkvi- liðsmenn, á Borgarfirði eystri 2 varð- stjórar og 4 slökkviliðsmenn og í Djúpavogshreppi 2 varðstjórar og 6 slökkviliðsmenn. Sveitarfélög samein- ast um brunavarnir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Samstarf um brunavarnir Slökkvi- liðsmenn við störf á Egilsstöðum. DRÖG að frumvarpi samgöngu- ráðherra til breytinga á umferð- arlögum, sem fela í sér m.a. harðari viðurlög vegna hraðakstursbrota, þrepaskipt ökuleyfisréttindi og mögulega upptöku ökutækja við ítrekuð brot, eru kynnt á vef sam- gönguráðuneytisins. Veittur hefur verið umsagnarfrestur til 10. nóv- ember nk. Frumvarpið hefur ekki verið lagt fram á Alþingi en í fram- haldi af umsögnum mun ráðherra væntanlega kynna það í ríkisstjórn, skv. upplýsingum ráðuneytisins. Umsagnir um umferðarfrum- varpið til 10. nóvember Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.