Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 37
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 37 EF ÞÉR FINNST ÞÚ EKKI HAFA EFNI Á SÉRHÖNNUÐUM HÚSGÖGNUM EKKI KENNA OKKUR UM Fáðu frían vörulista í verslun okkar BoConcept®Íslandi Faxafeni 8, 108 Reykjavík. Sími 577 1170 - Faxnúmer 577 1172 www.boconcept.is Hvar fást húsgögn sem sameina notagildi og frábæra hönnun? Jú, hjá BoConcept® þar sem við leggjum metnað okkar í að ná fram því besta í öllum framleiðsluvörum okkar - allt frá heildarhönnun til minnstu smáatriða. Þú munt einnig sjá að verðið er jafn úthugsað og húsgögnin og aukahlutirnir. Verð frá 154.811 kr. Þegar skammdegið færist yfir og kuldinn byrjar að bíta í kinnar er til- hneiging manna oftar en ekki að krunka sig saman rétt eins og háttur farfuglanna er á haustin áður en þeir taka flugið langa. Þá stinga menn gjarnan saman nefjum og taka upp öðruvísi venjur og siði en þegar sum- ar og sól sleikir vanga. Í skammdeg- inu vakna m.a. ýmis félagasamtök með ólík hlutverk af dvala og menn- ingin fær notið sín í meiri mæli en á öðrum tímum ársins. Nú þegar hinir sér austfirsku „Dag- ar myrkurs“ nálgast á Djúpavogi eru menn að undirbúa ýmsar uppá- komur í því sambandi og hefur reyndar ein slík verið haldin nefnd Sviðamessa. Sviðamessa hefur verið haldin á Hótel Framtíð á Djúpavogi í mörg herrans ár um þetta leyti árs við góðar undirtektir íbúa sem ut- anaðkomandi. Af þessu tilefni kemur saman fólk á öllum aldri, etur sviðna hausa og fætur með rófustöppu. Þá voru að þessu sinni einnig á boðstólum sér- stakar sviðapitsur. Undir sviðaátinu og göróttum drykkjarveigum var nú sem áður flutt dagskrá þar sem heimamenn gáfu listagyðjunni lausan tauminn með ýmiskonar uppátækjum. Meg- inþemað á dagskránni var rokk- tónlist og almennt uppistand sem var vel sótt og þótti heppnast afar vel.    Efnt hefur verið til sérstakrar ljós- myndasamkeppni um bestu ljós- myndina af fjallinu Búlandstindi og hefur sérstök dómnefnd verið skip- uð vegna þessa. Hugmyndina á sveitarstjórinn Björn Hafþór Guð- mundsson. Búlandstindur er sem kunnugt er ein af helstu orkustöðvum landsins og er fjallið það hæsta úr sjó á Ís- landi 1.069 m. Hægt er fá nánari um keppnina á www.djupivogur.is.    Atvinnuástand er með besta móti á Djúpavogi um þessar mundir og er að venju mikið líf við höfnina eins og gjarnan um þetta leyti árs. Töluverð fiskigengd hefur verið og hafa smærri línubátar m.a. fengið góðan afla í Berufirðinum innan um hrefn- ur og háhyrninga sem hafa verið damlandi í ætisleit um fjörðinn upp á síðkastið.    Um þessar mundir er verið að bora tilraunaholur í nágrenni þéttbýlisins á Djúpavogi vegna hugsanlegra hitaveituframkvæmda. Fyrstu nið- urstöður gefa jákvæðar vísbend- ingar um jarðhita á svæðinu. Miklar væntingar eru bundnar við verk- efnið enda gæti hitaveita haft já- kvæð áhrif á svæðið með tilliti til bú- setu og ekki síður vegna ýmissa þátta er snúa að atvinnurekstri. Búlandstindur. DJÚPIVOGUR Eftir Andrés Skúlason Friðrik Steingrímsson frétti afnýrri ljóðabók Jóa í Stapa og orti að bragði: Nú mér engin halda höft hinir mega gapa, eignast vil ég Axarsköft eftir Jóa í Stapa. Góða bókin gefur mér gæfu að njóta mestrar, Jói í Stapa alltaf er ágætur til lestrar. Jón Ingvar Jónsson orti á fundi Kvæðamannafélagsins Iðunnar: Vísnagerð er streð og strögl, stanzlaust bunar úr mér rugl, skarpleik guð minn skar við nögl, skóp mig undarlegan fugl. Sagt er að tófa hafi fallið fyrir þessari vísu Hallgríms Péturssonar: Þú, sem bítur bóndans fé, bölvuð í þér augun sé, stattu eins og stofn á tré, stirð og dauð á jörðunni. Hallgrímur yrkir um sjálfan sig eins og hagyrðingum er tamt og vísar til Króka-Refsrímna er hann orti forðum: Sá er orti rímur af Ref, reiknast ætíð maður með svartar brýr og sívalt nef. Svo er hann uppmálaður. VÍSNAHORNIÐ Enn af Axarsköftum pebl@mbl.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.