Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ER ÞAÐ virkilega svo að 73% þjóðarinnar er fylgjandi hval- veiðum í atvinnuskyni? Og ef svo er mætti ég fá að vita hvernig var spurt í þeirri könnun. Það læðist að mér sá grunur að spurningin hafi hljóð- að eitthvað á þessa leið: ,,ert þú fylgjandi því að Íslendingar hefji hvalveiðar í at- vinnuskyni, ef hvalur væri eina lifandi skepnan sem eftir væri á jörðinni jafn- framt því að hér bryt- ist út kjarnorkustyrj- öld og rafmagnskerfi landsins myndi lam- ast og við þyrftum að treysta á hvalspik í luktirnar okkar.“ Þá tel ég hugsanlegt 73% þjóðarinnar myndi segja já. (H)valið er okkar Við megum alveg veiða hval og við megum alveg sökkva hálend- inu. Það er okkar þjóðlegi réttur, það má. Ég skil og fatta. En við megum líka alveg sleppa því. Við þurfum ekki að framkvæma alla slæma og illa ígrundaða hluti bara af því að við megum það. Af hverju níðist ríkisstjórnin svona á ferðamannaiðnaðnum? Þetta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti og gefur þjóð- inni mestar gjaldeyristekjur á eft- ir fisk og áli. Ferðamannaiðnaðurinn er mik- illi uppsveiflu, þökk sé því frábæra fólki sem starfar við ferðaþjónustu og okkar fremstu listamanna sem hafa gert landið eftirsóknarvert í hugum þjóða heimsins. Af hverju þurfum við að eyðileggja það góða starf? Krónur og aurar Getur einhver upplýst mig um hvað við erum að græða á hval- veiðum? Munu hvalveiðar taka hér við af ferðamannaiðnaði og bæta upp fyrir yf- irvofandi gjaldeyr- ismissi? Munu hval- veiðar vekja áhuga ferðamanna á að sækja landið heim? Munu hvalveiðar laða hingað erlent listafólk og opna dyr fyrir íslensk útflutn- ingsfyrirtæki? Ég leyfi mér að efast. Ráðamenn þjóð- arinnar hafa ekki einu sinni svarað afdrátt- arlaust hvort það sé markaður fyrir þessar skepnur! Markaðurinn fyrir hvalkjöt af- markast við Færeyjar og Japan. Í Færeyjum búa 70.000 manns, þannig að þeir einir kaupa vart allar okkar afurðir? En hvað með Japani? Tja, jamm og jæja, þeir hafa a.m.k. ekki gefið okkur skýrt svar. Við erum þó fullvissuð um að sjávarútvegsráðuneytið og Hvalur hf. í sameiningu eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að pranga þessum langreyðum upp á Japani. Þetta er fyrirtaks mark- aðshyggja: ,,ef markaðurinn er ekki til, þá bara búum við hann til!“ Slátrað í beinni Já, og svona fyrst við erum far- in að stunda þessar veiðar sem fara svona fyrir brjóstið á helstu viðskiptalöndum ferðaiðnarins, væri nokkuð möguleiki á að hætta beinni útsendingu frá því þegar hver einasta skepna er skorin og sundurtætt á meðan lýðurinn kæt- ist allt umhverfis? Ég held að það sé ekki heldur til þess fallið að hjálpa ferðamannaiðnaðnum? Ekki eru sýndar myndir úr sláturhúsum í hvert skipti sem fjallað er um landbúnað í fréttum. Upplýsingar? Hefði nokkuð verið til of mikils ætlast að láta ferðamannaiðnaðinn a.m.k. vita að þessar veiðar væru yfirvofandi? Þá hefði verið hægt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir og reynt að sporna gegn þeirri ímyndareyðileggingu sem nú er markvisst stunduð gegn landi og þjóð. Hefði það verið voða mikið mál að láta t.d. utanríkisþjónustuna vita nokkrum mánuðum fyrr og nýta sendiráðin okkar til að kynna þessa ákvörðun fyrir þeim þjóðum sem við vissum fyrirfram að myndu hafa hvað harðasta and- stöðu við veiðarnar? Eða var ákvörðunin kannski bara eitthvað flipp og djók, sem Einari og Kristjáni datt í hug á karlakvöldi í Valhöll? Verða allar ákvarðanir þessarar ríkisstjórnar að vera teknar í fáum útvöldum í luktum bakher- bergjum? Verður alltaf að hafa betur fyrir okkur? Er þetta kannski ákvörðun sem þjóðin hafði átt að melta með sjálfri sér í upplýstri umræðu? Svörin virðast vera: „Já, já og nei.“ „Langreyður“ borgari Jens Sigurðsson fjallar um hvalveiðar » Getur einhver upplýst mig um hvað við erum að græða á hvalveiðum? Jens Sigurðsson Höfundur er formaður Ungra jafn- aðarmanna í Kópavogi og sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. EF HUGMYNDIR um fækkun ráðuneyta koma til framkvæmda er tilefni til að færa suma starfsemi ráðuneyta frá ráðuneytum. Þar sem lista- og menningargeirinn virðist vera að fá meiri viðurkenningu sem atvinnugrein sem skapar bæði at- vinnu og skilar arði og hefur líka félagslegt mikilvægi verður það að teljast freistandi og spennandi verkefni að færa alla starfsemi sem tengist þessum málaflokki úr mennta- málaráðuneyti til lista- ráðs, eða lista- og menningarmiðstöðvar. Hvort sem um fækkun ráðuneyta verður að ræða eða ekki er stofn- un listaráðs sem op- inberrar stofnunar er tekur yfir slíka starf- semi skynsamleg að- gerð út frá sjón- armiðum hagræðingar, stjórn- unar og fagmennsku. Vaxandi og almenn viðurkenning og hugs- anlega virðing líka á að málaflokkurinn sé fullgild atvinnugrein ætti líka að skjóta stoðum undir að þver- pólitísk samstaða náist um málið, en auk Sam- fylkingarinnar eiga hugmyndir um fækk- un ráðuneyta hljóm- grunn innan Sjálf- stæðisflokks, en „samviska flokksins“, það er Heimdallur, hefur samsinnt þeim hugmyndum að hagræða í stjórnsýslunni. Um þetta ætti að nást samstaða innan bæði stjórnmálaflokkanna og ólíkra hópa menningargeirans. Þetta er einnig framkvæmdarlega einföld aðgerð hvað varðar lagabreytingar og stjórnsýslu því hér yrði einn mála- flokkur færður til með svipaðri fyr- irhöfn og að flytja Byggðastofnun norður í land og aðgreina Hagstofu frá Þjóðskrá. Hlutverk Við verðum að gefa okkur það pólitíska „facto“ að al- menningur hafi hags- muni af tilveru og vexti þessa málaflokks. Hlut- verk ríkisins er að tryggja stöðugleika með því að tryggja að allar greinar innan málaflokksins geti framleitt og skipulagt til langtíma, og jafn- vægi með því að að- staða allra framleið- enda sé sú sama eða svipuð og að almenn- ingur hafi jafnan að- gang að menningu og listum óháð stétt eða búsetu. Fyrirmyndina má að hluta sækja til Goethe Institut og sam- bærilegra stofnana í öðrum Evrópulöndum, en líklega verður ís- lensk stofnun að hugsa málið frá grunni vegna sérkenna landsins, bæði vegna sögu sinnar og smæðar. Sambæri- legar stofnanir urðu flestar til í Evrópu eftir miðja síðustu öld og þá undir áhrifum langvar- andi stríða og átaka sem höfðu jákvæð áhrif á þróun þessara mála, því jafnræði í reglum og ásetningur til að ná til minnihlutahópa og auðvelda aðgang að menningarafurðum urðu vinnu- reglur. Í flestum löndum varð svo lista- og menningarstarf tengt fé- lagsþjónustu, í mismiklum mæli þó, en Svíþjóð er dæmi þar sem list er notuð sem hluti af félagsþjónustu sem lýtur að því að hjálpa þeim sem standa höllum fæti eða innflytj- endum til að aðlagast samfélaginu, vera virkir þátttakendur og láta rödd sína heyrast. Sömuleiðis hafa almennar reglur um opinbert fé reynt að tryggja að afburðafólk í faginu geti starfað óháð markaðs- lögmálum eingöngu og að gæði séu tryggð. Í sjálfu sér er ekkert nýtt í þessum efnum, nema að þótt grund- vallarhugsunin sé sú sama breytast áherslur með tíðarandanum og að- stæðum í samfélaginu. Starfsumhverfi Listaráð myndi taka yfir starf- semi allra sjóða ráðuneytanna í málaflokknum og einnig fjárveit- ingar ríkisins til stofnana eins og Þjóðleikhússins. Listamannalaun, rithöfundalaun og aðrir styrkir líkt og styrkir til frjálsu leikhópanna, listahátíða á landsbyggðinni og ein- stakra sýninga, t.d. mynd- og dans- listarsýninga, heyrði allt undir starf- semi og deildir listaráðs. Ráðið, sem starfaði sem sjálfstæð opinber stofn- un, heyrði undir stjórnsýslulög, á föstum fjárlögum án aðkomu stjórn- málamanna, ráðinu yrði því stjórnað af fólki sem uppfyllti kröfur um menntun og reynslu. Starfsfólk ráðsins myndi tryggja að reynsla styrkþega t.d. skili sér hugsanlega til þeirra sem á eftir koma, sé leið- beinandi um fjármagn erlendis og aðstoði við tengslamyndum. Þar yrði einnig til umræðuvettvangur um listir og menningu, um áherslur og stefnu og hvernig efla megi mála- flokkinn í listrænu og efnahagslegu tilliti, hvernig efla megi samskipti við erlenda aðila og standa að heild- stæðri kynningu á íslenskri list og menningu. Þetta myndi töluvert auðvelda erlendum samtökum, stofnunum og einstaklingum aðgang að Íslandi á þessu sviði. Stofnun listaráðs Einar Þór Gunnlaugsson fjallar um lista- og menningarmál Einar Þór Gunnlaugsson »… verðurþað að telj- ast freistandi og spennandi verk- efni að færa alla starfsemi sem tengist þessum málaflokki úr menntamála- ráðuneyti til listaráðs, eða lista- og menn- ingarmið- stöðvar. Höfundur er MA í stjórnun og stefnumörkun menningarmála. AF LESTRI greinar Helgu Bragadóttir „Vinaleið, frábær leið“ má glöggt sjá að hún er ekki í nokkrum vafa um að Vinaleið sé trúboð. Ég er sammála Helgu um það en að öðru leyti er ég ósammála henni í flestum atriðum. Kærleikur og gott siðferði er óháð trúarbrögðum. Ekki þarf að boða trú á guðlegar verur til að kenna gott siðferði og iðkun kær- leiks. Kærleikur er sam- mannlegur og gott sið- ferði þekkist meðal allra þjóða og trúar- bragða. Því væri rétt- ara að tala um al- mennt siðferði frekar en kristið siðferði. Að halda því fram að kristið siðferði, hvað sem það nú þýðir, sé öðru siðferði fremra stenst einfaldlega ekki og ber vott um for- dóma. Helga skrifar í grein sinni: „...en ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt eða lesið um að Jesús Kristur boði harðræði, hefnd eða óvild.“ Jesú segir: (Matteus 10.34) „Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. (10.35) Ég er kominn að gjöra son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. (10.36), Og heimamenn manns verða óvinir hans. (10.37), Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. (10.38), Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (10.39) Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það.“ Þarna finnst mér Jesú boða harð- ræði, hefnd og óvild. Jesú segir: (Matteus 5.32) „En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.“ Kristnir og kirkjan hafa ekki séð ástæðu til að taka mark á þessum orðum Jesú. Biblían boðar kvenfyr- irlitningu og þó að kirkjan hafi í gegnum aldirnar haft í frammi misrétti gegn konum þá hefur hún látið af því að mestu. Því er þó að þakka jafnréttisbar- áttu kvenna frekar en siðarbótum innan kirkjunnar. Kirkjan hefur í gegnum tíðina þurft að láta af ýmis konar misrétti og misbeitingu. Með ári hverju eykst þekking fólks og jafnframt dregur úr því sem Kirkjan getur boðað af því sem í Biblíunni stend- ur. Annar þjóðfélagshópur sem er úthrópaður enn í dag af kirkjunnar mönnum eru trúlausir. Forvígismönnum kirkjunnar er mikið í mun að koma þeirri hug- mynd að meðal þjóðarinnar að trú- lausir séu siðlausir og samfélaginu standi ógn af þessu fólki. Hóp trú- lausra fylla meðal annars margir af helstu vísindamönnum sögunnar, látnir og lifandi. Fólk sem hefur lagt meira af mörkum til velsældar og hamingju mannkyns en nokkur guðsmaðurinn. Þetta fólk er siðlaust og hættu- legt samkvæmt málflutningi kirkj- unnar. En auðvitað þýðir ekkert að segja vel menntaðri og upplýstri þjóð eins og Íslendingum slíka fá- sinnu. Helgu er tíðrætt um kristinn kærleika í grein sinni. Kærleikur kristninnar í eilífðinni stendur þeim einum til boða sem játast Jesú, hinir eiga vísa vist í helvíti eins og okkur er öllum kunn- ugt um. Hugsið ykkur alla þá einstaklinga sem í gegnum aldirnar hafa látist og ekki fengið tækifæri til að taka kristna trú. Fólk í heimshlutum sem kristnin náði ekki til. Þetta fólk brennur nú í víti og skilur vænt- anlega ekki hvernig á því stendur. Ég geri ráð fyrir að Helga sé trúlaus þegar kemur að öðrum trúarbrögðum svo sem ásatrú, ísl- am, búddisma, hindúisma o.s.frv. Því ætti Helga auðveldlega að geta sýnt fólki skilning og umburð- arlyndi, sem ekki aðhyllist sömu trú og hún. Auk þess virt rétt þeirra til að trúa á sinn guð og okkar hinna að trúa ekki. Umræðan um Vinaleið snýst ekki um það hvort ein trúarbrögð séu betri en önnur, heldur um sjálfsögð og lögbundin mannrétt- indi forelda og barna þeirra að ráða hvaða trú þau iðka og eða hvort þau kjósa að iðka trúarbrögð yfir höfuð. Vinaleið gengur út á að fulltrúar þjóðkirkjunnar fái forgang að skól- um landsins umfram önnur trúar- brögð eða lífsskoðunarfélög. Kirkj- an fær meira að segja að eiga viðtöl við börnin án vitneskju for- eldaranna. Það hefur komið fram af hálfu kirkjunnar að í þessum viðtölum er kristinni trú haldið að börnunum, með öðrum orðum ástundað trú- boð. Þarna er verið að fremja brot á lögum og ber því að stöðva þetta umsvifalaust. Trúfélög eiga ekki að fá að boða trú sína í opinberum skólum, ekk- ert frekar en stjórnmálaflokkar eða önnur lífsskoðunarfélög skoð- anir sínar. Skólar eiga að vera óháðir í þessum efnum. Kirkjan sýnir í þessu máli ekki réttlæti heldur ranglæti, ekki um- burðarlyndi heldur umburðarleysi, ekki siðferði heldur siðleysi. Ég skora á Helgu og aðra tals- menn Vinaleiðar að horfa á málið frá fleiri sjónarhornum en þeirra eigin. Prófið að sjá fyrir ykkur Vina- leið þar sem fulltrúinn er frá öðru trúfélagi eða trúarbrögðum. Ég er sannfærður um að þá sjáið þið rangindin og óréttlætið í þessu máli. Þannig sýnið þið kærleika í verki. Vinaleið er ekki rétt leið Arnold Björnsson svarar grein Helgu Bragadóttur um Vinaleið » Vinaleið gengur út áað fulltrúar þjóð- kirkjunnar fái forgang að skólum landsins um- fram önnur trúarbrögð eða lífsskoðunarfélög. Arnold Björnsson Höfundur er félagsmaður í Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.