Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðaustan hvassviðri og rigning um mest- allt land. Suðvest- an stormur, 15–23 m/s, vestan til í kvöld. » 8 Heitast Kaldast 10°C 2°C BANDARÍSKA líftæknifyrirtækið BioStratum á í erfiðleikum með að fjármagna þriðju fasa til- raunir á lyfinu Pyridorin eftir að í ljós kom að hægt er að kaupa virka efnið í lyfinu á Netinu. Þetta kemur fram í frétt á fréttavef bandaríska blaðsins Triangle Business Journal. Í frétt blaðsins segir að BioStratum hafi varið um 100 milljónum Bandaríkjadollara, jafnvirði um 6,8 milljörðum íslenskra króna, í þróun á lyf- inu Pyridorin, sem er ætlað sykursjúklingum, til að draga úr myndun skaðlegra efna sem valda ýmsum fylgikvillum sykursýki. Þá segir að stærstu hluthafarnir í félaginu hafi fengið fjárfestingarbankann Lazard Ltd. til að kanna hvaða leiðir séu færar úr vanda Bio- Stratum, en auk tíðra skipta í æðstu stjórn fyr- irtækisins hafi starfsfólkinu verið fækkað úr 25 í 9. Karl Tryggvason, prófessor við Karolinska Institute í Stokkhólmi, er annar af stofnendum BioStratum. Þá á Líftæknisjóðurinn hf., sem var afskráður á Aðallista Kauphallar Íslands í fyrra, um 8% hlut í BioStratum, en stefnt er að því að leggja sjóðinn niður. | 18 Miklir erfið- leikar hjá BioStratum VEÐURSTOFAN ráðleggur fólki vestan- lands að ganga vel frá lausamunum utan dyra, t.d. á byggingarsvæðum, í dag, og þeim sem eiga báta í höfnum er bent á að festa þá vel, en gefin hefur verið út stormviðvörum vestan til á landinu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstof- unni er búist við suðvestanstormi í kvöld, og enn hvassara veðri í nótt. Spáð er vindhraða á bilinu 20–28 m/s undir sunnudagsmorgun – og enn hvassara í hviðum – og miklum skúr- um. Að auki er stórstreymi seint í nótt. Á sunnudagsmorgun er spáð vestlægari áttum, og á veðrið að ganga niður vestan til, en þá hvessir austan til, og því má gera ráð fyrir hvassviðri um land allt einhvern tíma um helgina. Varað við stormi vestan til í kvöld UNGLIST – Listahátíð ungs fólks hófst í gær og lýkur á laugardaginn kemur. Listahá- skólanemar buðu til fjöllistakvölds í Tjarn- arbíói í gærkvöldi. Þær Una Björk Sigurðar- dóttir og Steinunn Guðmundsdóttir létu sig ekki muna um að fremja gjörninginn „Sjúk- lega stelpan og slasaði kötturinn“ í anddyri Tjarnarbíós fyrir ljósmyndara Morgunblaðs- ins. Á dagskrá Unglistar í ár eru m.a. ljúfir klassískir tónar, rokk, dans, kjólacult og kápuklassík, gjörningar, drama og fleira í boði ungs fólks. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkleg stelpa og slasaður köttur Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is RÍKISSJÓÐUR hefur greitt rúma eitt hundrað milljarða króna aukalega vegna lífeyrisskuldbind- inga ríkisstarfsmanna uppreiknað undanfarin sjö ár. Samt sem áður vantar tæpa 220 milljarða króna upp á að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga eigi fyrir skuldbindingum sínum og er svip- að farið með aðra lífeyrissjóði op- inberra starfsmanna á sveitar- stjórnarstigi. Þar vantar einnig verulega upp á að sjóðirnir eigi fyrir skuldbindingum sínum, en ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir lífeyri opinberra starfs- manna sé ekki nægt fé í sjóðunum til greiðslu hans. Hallinn á Lífeyrissjóði starfs- manna Reykjavíkurborgar var 73% um síðustu áramót, en það hefur einmitt komið fram að Reykjavíkurborg hyggst nota meirihluta þess fjár sem fæst fyrir sölu Landsvirkjunar til greiðslu þessara lífeyrisskuldbindinga. Eignir í sjóðnum voru um síðustu áramót 11,5 milljarðar króna, en samt sem áður vantar um 30 millj- arða króna til þess að hann eigi fyrir skuldbindingum sínum. Svipað er komið fyrir Lífeyris- sjóði starfsmanna Akureyrarbæj- ar, en bærinn hyggst einnig nota söluandvirði eignarhlutar í Landsvirkjun til greiðslu lífeyris- skuldbindinga. Þar er hallinn tæp 69%. Eignir voru 2,1 milljarður um síðustu áramót, en þrátt fyrir það vantar yfir 3 milljarða króna til þess að sjóðurinn eigi fyrir áföllnum lífeyrisskuldbindingum. Ástandið er engu betra hjá öðr- um lífeyrissjóðum sveitarfélaga víða um land. Þannig er hallinn á Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar 69%, Akra- neskaupstaðar 73%, Reykjanes- bæjar 83%, Neskaupstaðar 85%, Húsavíkurbæjar 70% og Vest- mannaeyja 97,5%. Staðan er sýnu skást hjá Lífeyrissjóði starfs- manna Kópavogsbæjar þar sem hallinn er 44%. Tekur mið af launaþróun Lífeyrir úr þessum sjóðum tek- ur mið af launaþróun dagvinnu- launa opinberra starfsmanna og því hækka skuldbindingarnar í samræmi við það. Frá ársbyrjun 1997 hafa dagvinnulaun opinberra starfsmanna hækkað að meðaltali um 9,5% á ári eða um 126,2% sam- anlagt fram til síðustu áramóta. 100 milljarðar auka- lega vegna lífeyris Verulegur halli er á lífeyrissjóðum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga Í HNOTSKURN »Frá árslokum 1996 hafaskuldbindingar b-deildar LSR hækkað úr 136 millj- örðum kr. í 359 milljarða eða um 165%. »Sjóðir opinberra starfs-manna voru reknir sem gegnumstreymissjóðir og þurftu því ekki að eiga fyrir skuldbindingum en bak- ábyrgð launagreiðanda tryggði lífeyrisgreiðslurnar.  220 milljarða | 38 BENEDIKT Hjartar- son bókmenntafræðing- ur skrifar ritdóm um fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmennta- sögu í Lesbók og segir meðal annars: „Útgáfan á fjórða og fimmta bindi bókmenntasögunnar er síður til marks um að ritun þeirrar sögu sé nú á einhvern hátt lokið en ákall um að hún megi nú loks hefjast með gagnrýnu endurmati og átökum.“ Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur skrifar einnig ritdóm um bindin og segir hroll fara um lesanda þeirra. „Er sagnagerð 20. ald- ar á Íslandi svona frábrugðin sagnagerð ann- arra þjóða? Eða eru það efnistökin í nýju ís- lensku bókmenntasögunni sem gera hana á köflum jafn sérstæða og raun ber vitni?“ Ákall um endur- mat og átök ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.