Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 38
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Ríkissjóður hefur greittrúmar eitt hundrað millj-arða króna aukalegavegna lífeyrisskuldbind- inga ríkisstarfsmanna uppreiknað undanfarin sjö ár. Samt sem áður vantar tæpa 220 milljarða króna upp á að Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins og Lífeyrissjóður hjúkrunar- fræðinga eigi fyrir skuldbindingum sínum og er svipað farið með aðra líf- eyrissjóði opinberra starfsmanna á sveitarstjórnarstigi. Þar vantar einnig verulega upp á að sjóðirnir eigi fyrir skuldbindingum sínum, en ríki og sveitarfélög eru í ábyrgð fyrir lífeyri opinberra starfsmanna sé ekki nægt fé í sjóðunum til greiðslu hans, eins og kunnugt er. Alls eru 46 lífeyrissjóðir starfandi hér á landi, en öllum sem einhverjar launatekjur hafa er skylt að greiða í lífeyrissjóð sinnar starfsstéttar. Flestir þessara sjóða starfa á al- mennum markaði og ábyrgjast líf- eyrisskuldbindingar vegna félaga sinna með eignum sínum og ávöxtun þeirra og engu öðru. Dugi eignirnar ekki fyrir þeim lífeyrisréttindum sem lofað er ber sjóðunum að skerða réttindi í samræmi við það sam- kvæmt lögum og með sama hætti að auka lífeyrisréttindin, séu eignir í sjóðunum umfram skuldbindingar. Lífeyrissjóðir opinberra starfs- manna, sem nú eru rúmlega tíu tals- ins, hafa sérstöðu að því leyti að launagreiðandinn, ríki og sveitar- félög, ábyrgist greiðslur lífeyris, séu ekki eignir í sjóðunum til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Bakábyrgð launagreiðanda Vegna þessarar bakábyrgðar er þessum sjóðum ekki skylt að lögum bregðast við vandanum. Þ hallinn á Lífeyrissjóði sta ríkisins ennþá 55%, þrátt greiðslur að verðmæti 90 kr. á undanförnum árum, o á Lífeyrissjóði hjúkrunar er svipaður eða 52%, þrát að eiga fyrir skuldbindingum sínum, enda hafa inngreiðslur í sjóðina aldr- ei staðið undir nema litlum hluta þeirra lífeyrisréttinda sem lofað er. Því hefur verið og er viðvarandi halli á sjóðunum, þrátt fyrir að gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að 220 milljarða vant lífeyrisréttinda í L )  ( (  '* % # '    'B< 4D2 / B M$N 'B< 4D2 4%O2 # 'B< 4D2 / P<4B$# 'B< 4D2 / < 2 'B< 4D2 / (D# $O4 6 4D2 A42$O4 'B< 4D2  2 6 4D2 P<4 $O4 'B< 4D2 / A% B 2 'B< 4D2 9 2 'B< 4D2 = /<4$O4 ,+ ,- ,,  , , / 0 A 3  6 # / 1++ 1+ 1/ 1 10 1 1/ 1- 1 1-+ 1./ Morgunblaðið/Ómar Öflugt Lífeyriskerfið er orðið mjög öflugt hér á landi. Í HNOTSKURN »Ríkissjóður greiddi tmilljarða aukalega t og LH í fyrra og gert er fyrir sambærilegum gre í ár. »Skuldbindingar LSR135 milljarðar kr. í á 1996. Um síðustu áramó þær 359 milljörðum krón höfðu hækkað um 165% »12,1 milljarður var gur í lífeyri úr b-deild fyrra og fékk sjóðurinn greidda 4,9 milljarða frá launagreiðendum vegna ábyrgðar þeirra. 38 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ OG VIÐBYGGING Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik-hússtjóri vék að framtíðarupp-byggingu Þjóðleikhússins í við- tali við Morgunblaðið sl. miðvikudag og sagði m.a.: „Það er búið að vera vitað og við- urkennt í áratugi, að það þurfi að byggja við leikhúsið … Það er ekkert hliðarsvið, sem tilheyrir Þjóðleikhús- inu svo allur rekstur á sviðinu er mjög erfiður. Með þessari viðbyggingu í austur fengjum við hliðarsvið fyrir leikmyndir, sem mundi auðvelda okk- ur reksturinn auk þess að losa okkur við að leigja skemmur og geymslur úti um allt undir starfsemina.“ Og þjóðleikhússtjóri bætir við: „Þetta hús var reist af miklum myndarbrag en síðan hefur ekki tek- izt að halda því við. Nú er verið að taka á þessum sýnilega þætti með að laga ytra byrði hússins en með sama stórhug þarf að líta til þess að nú þarf að stækka og tæknivæða leikhúsið. Ég er að vona, að það sé pólitískur vilji til að setja fjármagn í viðbygg- inguna …“ Það er ástæða til að taka undir með þjóðleikhússtjóra að auðvitað þarf að tryggja leikhúsinu og starfsfólki þess viðunandi vinnuaðstöðu. Opnun Þjóð- leikhússins á sínum tíma var eitt af táknunum um nýfengið sjálfstæði þjóðarinnar. Við eigum ekki að láta slíkt hús grotna niður. En – það er alls ekki sama hvernig byggt er við Þjóðleikhúsið. Því miður voru mikil mistök gerð við endur- nýjun hússins innan dyra, sem Morg- unblaðið barðist gegn. Það var fá- heyrður verknaður að umturna áhorfendasal Þjóðleikhússins eins og gert var. Verði nú ráðist í það sem nefnt er viðbygging við húsið er ástæða til að staldra við. Eitt er að byggja nýtt hús í námunda við Þjóðleikhúsið, annað að byggja fasta viðbyggingu við húsið. Slík viðbygging gæti orðið til að af- skræma þetta merkilega hús. Höfundarverk Guðjóns Sam- úelssonar verður að fá að standa með þeirri reisn sem því fylgir. Nýbygging getur risið í námunda við húsið. Að þessu sögðu er full ástæða til að áhugafólk um framtíð og uppbygg- ingu Þjóðleikhússins standi með Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhús- stjóra í baráttu hennar fyrir því að koma starfsemi hússins á nútímalegri grundvöll. Það er svo annað mál en mikilvægt að rekstur beggja stóru leikhúsanna í Reykjavík mótast af því að þau hafa of lítið fé handa á milli. Verkefnaval þeirra markast um of af þessum veru- leika. Leikhússtjórarnir velja verk- efni ár hvert með það meginatriði í huga að þau nái nægilegri aðsókn til þess að skila hagnaði eða a.m.k. að ekki verði tap á sýningunum. List- rænt mat víkur fyrir fjárhagslegu mati. Það þarf að vera meira jafnvægi á milli þessara tveggja þátta. MILLJARÐA VIÐSKIPTI Það er ljóst af frétt sem birtist áforsíðu Morgunblaðsins í gær að viðskipti með fíkniefni hér á landi skipta milljörðum. Í frétt þessari sem byggð er á upplýsingum frá Þór- arni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, kemur fram að sala á amfetamíni einu nemi um 2,7 milljörðum króna. Þegar önnur fíkniefni bætast við er ljóst að fíkniefnamarkaðurinn hér nemur mörgum milljörðum. Þegar svo háar fjárhæðir eru á ferðinni fer ekki á milli mála að um mikla hagsmuni er að ræða og þegar miklir fjárhagslegir hagsmunir eru annars vegar sýnir reynslan að ým- islegt lætur undan. Þessar tölur benda til þess að við náum ekki miklum árangri í baráttu við fíkniefnin og fíkniefnasala. Þvert á móti verður ekki annað séð en þessi viðskipti séu að aukast ár frá ári. Með þessu er ekki gert lítið úr þeim árangri sem lögregluyfirvöld hafa náð þegar þau leggja hald á fíkniefni sem reynt er að smygla til landsins. Þau hafa tekið mikið magn af fíkniefnum en það sýnist augljóst að innflutningurinn er margfaldur á við það sem tekið er. Nú liggja af augljósum ástæðum litlar upplýsingar fyrir um hvernig lögreglan vinnur í baráttunni við fíkniefnasalana. En það má spyrja hvort hægt sé að nálgast þennan vanda úr annarri átt. Einhvers stað- ar eru þessir fjármunir á ferð í sam- félagi okkar. Þeir eru notaðir með einhverjum hætti. Er hægt að fylgja peningunum eftir til þess að finna fíkniefnasalana? Einn frægasti glæpamaður í Bandaríkjunum á 20. öldinni var Al Capone. Það reyndist erfitt að fá hann dæmdan fyrir glæpaverkin en hann náðist með því að fylgja pen- ingunum eftir. Hann var dæmdur í tugthús fyrir skattsvik. Þegar nokkuð öruggar upplýsing- ar liggja fyrir um umfang fíkniefna- viðskiptanna hér sýnist nokkuð aug- ljóst að það er erfitt að fela alla þessa peninga í svo litlu samfélagi. Hvort sem þeir eru notaðir til að kaupa dýrt húsnæði eða dýra bíla eða eitthvað annað er ólíklegt að þeir séu geymdir undir koddum í stórum stíl. Svona miklir peningar eru áreið- anlega byrjaðir að hafa mikil áhrif í íslenzku þjóðfélagi m.a. til þess að kaupa þögn einhverra þeirra sem geta veitt aðstoð við að flytja fíkni- efni til landsins eða koma þeim á markað hér. Um skeið var talið að neðanjarðarhagkerfið í Flórída, sem þreifst og þrífst enn á fíkniefnavið- skiptum, væri orðið ótrúlega stór hluti af hagkerfi þess ríkis Banda- ríkjanna. Hvað ætli neðanjarðarhagkerfið hér, sem byggist á fíkniefnaviðskipt- um, sé orðið stór hluti af hagkerfi okkar? Þetta er óhugnanleg tilhugs- un. Svo óhugnanleg að það er rík ástæða til að gera tilraun til að átta sig á þeim fjárhagslegu áhrifum sem fíkniefnaviðskiptin eru búin að ná. Það er auðvitað hárrétt semsegir í leiðara Morg-unblaðsins 2. nóvembersl. Vitaskuld ber okkur Íslendingum að hlusta þegar ágæt- ar vinaþjóðir okkar gagnrýna at- hafnir okkar og ákvarðanir. Það þýðir ekki á hinn bóginn að við verðum skilmálalaust að hlíta at- hugasemdum þeirra. Við hljótum að meta það með sjálfstæðum hætti sem sagt er; ekki síst af vinum okk- ar. Það eru hins vegar mikil von- brigði þegar vinaþjóðir okkar gagn- rýna okkur út frá kolröngum for- sendum. Skemmst er að minnast þess að breski sjávarútvegs- ráðherrann fór mikinn eftir að kunngerð var ákvörðun okkar Ís- lendinga um hvalveiðar. Hafði hann uppi mikil svigurmæli og rang- færslur, sem hann mátti svo öll draga í land með, eftir árangurs- ríkan fund Sverris Hauks Gunn- laugssonar, sendiherra okkar í Lundúnum. Slík framganga geng- isfellir vitaskuld trúverðugleika fulltrúa Breta, þessarar merku þjóðar. Og undrum hlýtur það að sæta að ekki skuli liggja fyrir meiri vitneskja á æðstu stöðum í breska sjávarútvegsstjórnkerfinu, um mál sem notað er til að gagnrýna okkur, eina helstu viðskiptaþjóð Breta á sviði sjávarútvegs. Þessum upplýs- ingum hefur þó margoft verið kom- ið á framfæri við bresk stjórnvöld og margar aðrar þjóðir einnig. Illt eiga þessar þjóðir því með að skáka í skjóli upplýsingaskorts að minnsta kosti. Villandi yfirlýsing ríkjanna 25 Svipuðu máli gegnir um yfirlýs- ingu ríkjanna 25 sem afhent var ís- Morgunblaðið bregst ókvæða við í leiðara sínum 2. nóv- ember vegna greinar minnar sem birtist í blaðinu daginn áður. Sakar blaðið mig um stóryrði. Sannarlega kveð ég fast að orði. En hvers vegna? Bjóst blaðið við að ég sæti endalaust þegjandi undir ögrandi mál- flutningi þess? Varla. Þegar blaðið býst til svo harðs áhlaups sem raun vitni um og vopnar sig boxh unum, er ekki við því að bú svari með því að setja upp s hanska. Þegar blaðið segir bókst ég sé að láta undan þrýstin menns hóps sem einkum ha markmiði „að ögra umheim þá er það alvarlegur hlutur vegna skrifar blaðið með þe hætti, eins og það hefur ger ákvörðunin sem tekin var h október síðastliðinn, hafi ve annarlegum hvötum runnin blaðið virkilega ekki ímynd fyrir því hafi verið efnisleg ur af minni hálfu, eins og ég í greininni 1. nóvember í M unblaðinu? Það er ekki að s minnsta kosti er með einka lausum hætti skrifað þanni ara blaðsins 2. nóvember a mætti að ég léti hagsmuni í þjóðarinnar víkja fyrir hag eins fyrirtækis. Viðlíka mál hefur getið að líta í fyrri rit argreinum blaðsins. Þetta e legt að sjá og lesa. Svo kvar ið undan því að ég kveði fas þegar brugðist er við svona legum áburði. Morgunblað ið alvarlega og orð þess haf lenskum stjórnvöldum fyrsta dag þessa mánaðar. Hún er villandi, þar sem reynt er að gera tortryggilegan vísindalegan grundvöll ákvörðunar okkar. Er þó bersýnilegt að höf- undar textans hafa vitað að stofn- stærð hrefnu og langreyðar þoli vel veiði. Engu að síður láta þessi virðulegu ríki hafa sig í að tala líkt og enginn munur sé á stofnstærð langreyðastofna í heiminum. Þær upplýsingar liggja þó víða fyrir með aðgengilegum hætti. Það er ótrú- legt að uppgötva að þjóðir sem njóta svo mikils álits í veröldinni kunni ekki skil á þessu máli sem þær kjósa samt að tjá sig um með opinberri yfirlýsingu. Við hljótum að gera kröfu til þess að þegar þær þjóðir sem hér eiga í hlut taka til máls þá styðjist þær við staðreyndir og reyni ekki að snúa út úr efni málsins með þeim hætti sem gert er í yfirlýsingunni. Alveg burt- séð frá því sem kunna að vera skoð- anir manna í þessum efnum. Krafan um efnislega umfjöllun hlýtur a.m.k. að gilda þegar fulltrúar stjórnvalda einstakra þjóðríkja eiga í hlut. Sérstaklega ríkja sem ætlast til að eftir sé hlustað þegar þær taka til máls á alþjóðavettvangi. Verðugir og óverðugir í atv » Vitaskuld ber okkur Íslendingum að hlusta þegar ágætar vinaþjóðir okkar gagn- rýna athafnir okkar og ákvarðanir. Það þýðir ekki á hinn bóginn að við verðum skilmála- laust að hlíta athuga- semdum þeirra. E Eftir Einar K. Guðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.