Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 34
Við vorum svo heila helgi aðná upp gólfflísunum,“bætir hann við og segirþað vel hafa verið erfiðis- ins virði. Plankaparketið er mjög flott og atorkusöm frúin alsæl með bóndann. Eldhúsinnréttingin er ný- tískuleg og smart, granít á borðum og spegli var komið fyrir til að stækka rýmið. „Hann fékk ég að setja með því skilyrði að ég sæi um þrifin á honum,“ skýtur Anna Mar- grét inn í og segir það ekki vera neitt mál með dagblað og rúðuúða að vopni. Annars segjast þau al- mennt samhent um allt. Þrifin segja þau ganga eins og smurða vél og hafi gert í mörg ár. Á laugardags- morgnum nær Þórhallur í ryksug- una og hún klósettburstann og tuskuna og þrifin eru kláruð á innan við klukkutíma. „Nema þegar bolt- inn er í kassanum, þá stendur hann inni í stofu og þykist vera að ryk- suga … Þá tekur þetta örlítið lengri tíma,“ segir hún og kímir. Með pensilinn á lofti Fjölskyldan hefur komið sér notalega fyrir í efri hluta Breið- holtsins, á æskuheimili Önnu Mar- grétar. Húsið, sem er 140 fm² enda- raðhús, keyptu þau af föður hennar fyrir sex árum og hafa smátt og smátt verið að gera upp og setja á það sinn svip. Stíllinn er róm- antískur í bland við nýtt og ber hús- ráðendum gott vitni. Anna Margrét segist smám saman hafa sankað að sér ljósum munum og þeir sem ekki eru ljósir eru látnir fjúka eða mál- aðir hvítir. Ef vel er að gáð sést að margir þeirra hluta sem prýða heimili þeirra hafa einmitt verið málaðir. Þar má nefna sófaborðið, skál á stofuborðinu og ljósakrónu í eldhúsinu. „Ég var að fara að henda ljósakrónunni, sem var svört að lit, en ákvað að prófa að mála hana hvíta, segir Anna Margrét, og varð steinhissa á útkomunni. Hún skipti svo um perur og keypti skraut í Garðheimum sem hún vafði utan um. Í stað þess að kaupa nýtt ljós hafði hún galdrað fram þetta líka fína eldhúsljós sem margir vilja vita hvar hægt sé að fá. Aðspurð hvaða málningu hún noti og hvort ekki þurfi að grunna með tilheyrandi veseni segist hún hafa dottið niður á þessa fínu málningu sem hún noti á allt án nokkurra vandræða. Girðingarefni nýtt Hér er greinilega útsjónarsamt fólk á ferð og áfram heldur yf- irheyrslan. Hvítur bekkur hefur vakið athygli gestanna en hann hafa Þórhallur og Anna Margrét hannað sjálf. Eftir að garðurinn hafði verið girtur lá eftir dulítið af afgangs efni og lítið annað að gera en henda því. Þau fengu þá snilldarhugmynd að nota drumbana sem fætur undir bekk og settu sig í hönnunargírinn. Anna Margrét sótti málninguna góðu og hófst handa við að mála fæturna hvíta eftir að Þórhallur hafði sagað þá í hæfilegar lengdir. Þá var keypt þriggja sentimetra spónaplata og brunað í Kaj Pind. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borðstofan Ferningslaga borðstofuborðið passar vel í rýmið. Húsfreyjan málaði skálina á borðinu hvíta. Þá stendur hann inni í stofu og þykist vera að ryksuga … Uppáhaldsstaðurinn Í ljósri og bjartri stofunni finnst þeim hjónakornum best að vera. Anna Margrét laumar þá tásunum iðulega í kjöltu Þórhalls sem nuddar tær húsfreyjunnar samviskusamlega. Eldhúsbekkur Þennan bekk hönnuðu þau og létu útbúa fyrir sig. „Einn daginn stóð risa- vaxinn ísskápur á miðju gólfinu og ekki leið á löngu þar til parket- staflar fylltu nánast stof- una. Þetta vatt smám saman upp á sig,“ segir Þórhallur Dan, fyrrum knattspyrnukappi úr Fylki, og horfir brosandi á spúsu sína Önnu Mar- gréti Einarsdóttur, kenn- ara og meistaranema. Katrín Brynja Her- mannsdóttir hitti þessi skemmtilegu hjón. lifun 34 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.