Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 61 FRÉTTIR KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Ís- lands og Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs munu starfa saman að neyð- araðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur fyrir jól- in. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs annast úthlutun á matarstyrkjum til fjölskyldna í neyð með stuðningi frá Kópavogsdeild Rauða krossins sem hefur afhent Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð 500 þúsund krón- ur. Kópavogsdeild getur einnig haft milligöngu um að koma umsóknum um aðstoð til Mæðrastyrksnefndar. Kópavogsdeild Rauða krossins hvetur fyrirtæki, stofnanir, fé- lagasamtök og einstaklinga til að leggja Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs lið í aðstoðinni við Kópavogs- búa fyrir jólin. Í desember munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar aðstoða Mæðra- styrksnefnd við úthlutanir á mat- arstyrkjum og fatnaði til Kópavogs- búa. Allan ársins hring sér Mæðrastyrksnefnd Kópavogs um að úthluta fatnaði til þeirra sem þurfa á þriðjudögum kl. 16–18 í Fannborg 5. Rauði kross Íslands úthlutar fatn- aði á miðvikudögum kl. 9–14 í fata- flokkunarstöðinni að Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði. Fulltrúar Kópavogsdeildar Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs við afhendingu styrksins. Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi HVALASKOÐUNARSAMTÖK Ís- lands fordæma þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar að heimila hval- veiðar. Sú vanhugsaða ákvörðun verður ekki studd með skynsamleg- um rökum heldur einungis út frá þröngum hagsmunum hvalveiðifyr- irtækja, segir í ályktun frá stjórn samtakanna. Þar segir ennfremur: Sjávarút- vegsráðherra hafði ekkert samráð við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, líkt og eðlilegt hefði verið áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin. Það er einnig áhyggjuefni að samgöngu- ráðherra hafi ekkert aðhafst til að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar annað en að leggja til enn meiri fjár- útlát til að kynna og réttlæta hval- veiðistefnu sjávarútvegsráðherra. Eftir 12 ára reglubundnar hvala- skoðunarferðir draga fyrirtækin í efa þá tölu að 44.000 hrefnur sé að finna hér við land. Til að slík fullyrð- ing fái staðist ætti að vera hægt að finna u.þ.b. 0,6 hrefnur á ferkíló- metra innan landhelgi Íslands miðað við jafna dreifingu, því fer fjarri. Á undanförnum 3 árum hafa æ færri hrefnur sést á sumum hvala- skoðunarsvæðum og gæfum dýrum hefur fækkað og dregið úr upplifun ferðamanna. Nú hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að gefa hrefnuveiðimönnum frjálsar hendur til að drepa 30 dýr til viðbótar þeim 40 sem drepin verða næsta sumar í vísindaskyni. Engar reglur hafa verið gefnar út um hvar þær verða drepnar og því ástæða til að óttast að hvalaskoðunarferðir á Faxaflóa sem enn eru í gangi leggist af, verði fleiri hrefnur sem enn halda til á Faxaflóa drepnar. Hvalaskoðunarsamtökin hafna því alfarið að hvalveiðarnar muni hafa jákvæð áhrif á afrakstursgetu fiski- stofnanna hér við land. Samkvæmt upplýsingum frá vísindanefnd NAMMCO munu veiðar á 250 hrefn- um ekki hafa merkjanleg áhrif á stofnstærð hrefnu hér við land og því má, með sömu rökum, fullyrða að hrefnuveiðar koma ekki til með að hafa áhrif á fiskistofnana hér við land. Þá skal hafa í huga að lang- reyðar eru ekki fiskætur. Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á Sturlu Böðvarsson, ráðherra ferðamála, að hlutast til um að hval- veiðar verði stöðvaðar nú þegar og að málið verði tekið upp að nýju inn- an ríkisstjórnarinnar og skoðað út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar en ekki út frá ímynduðum hagsmun- um útgerðarfyrirtækja. Skora á ráðherra ferða- mála að hlutast til um að hvalveiðar verði stöðvaðar Hrefnuveiðar hafa þegar haft skaðleg áhrif á hvala- skoðun, segir í ályktun Hvalaskoðunarsamtakanna Hljómeyki Í SÉRBLAÐI um jólahlaðborð, sem kom út í gær með Morgunblaðinu, var rangt farið með nafn kórstjóra sönghópsins Hljómeykis. Þar var sagt að hann héti Ragnar Sigurðs- son en rétt nafn er Magnús Ragn- arsson. Biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Kristínar Gunnarsdótturr fótaað- gerðafræðings, sem skrifaði grein um nám í fótaaðgerðafræðum í Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Syndaflóðið Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein eftir mig um Hálslón og öræf- in. Í fyrirsögninni var meinleg villa. Fyrirsögnin átti að vera „Syndaflóð- ið“ en ekki „Syndafljóðið“ eins og hún hljóðaði í blaðinu. Björn Þ. Guðmundsson LEIÐRÉTT Á MORGUN, sunnudag, heldur fjáröflunarnefnd Bandalags kvenna í Reykjavík bingó á Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16. Glæsilegir vinningar, mat- arkörfur, ferðavinningur, leik- húsmiðar og gjafavörur. Bingóið er haldið til styrktar Starfsmenntunarsjóði Bandalagins. Sjóðurinn var stofnaður 1995 og hefur árlega styrkt ungar stúlkur til að leita sér aukinnar mennt- unar. Fjáröflunarnefndin væntir góðr- ar þátttöku til styrktar þessu þarfa málefni, segir í fréttatilkynningu. Bingó á Hall- veigarstöðum HJÁLPARSTARF kirkjunnar og SPRON kort hafa gert með sér samstarfssamning. Í honum felst tilboð til e-korthafa og e2 Vild- arkorthafa um að styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með hluta eða allri þeirri endurgreiðslu sem korthafar fá nú í desember af notkun sinni með kortinu. Verk- efnið sem varð fyrir valinu er meðal munaðarlausra barna í Úganda. Væntanlegt styrktarverkefni kortshafa snýst um hjálp til barna í Úganda sem hafa misst báða for- eldra úr alnæmi. Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt fjölda þeirra í Rakaí- og í Ssembabule- héraði. Fyrir 2.500 kr. er hægt að þjálfa ráðgjafa sem svo starfar sem sjálf- boðaliði og heimsækir reglulega um 5 heimili. Nýtt hús kostar 36.000 kr. Vatnstankur við hús munaðarlausra systkina kostar að- eins 45.000 kr. og geymir vatn til 3–4 mánaða. Hæna kostar einungis 325 kr., segir í fréttatilkynningu. Korthöfum e-kortsins og e2 Vildarkortsins verður svo kynnt á næsta ári hvernig framlagið hefur verið nýtt og sagt verður frá þeim árangri sem náðst hefur. Samstarf Spron og Hjálparstarfs kirkjunnar Í DAG verður Sólvangsdagurinn haldinn hátíðlegur. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Þessar breytingar verða kynntar fyrir almenningi í dag. „Sólvangsdagurinn hefur í mörg ár verið hátíðisdagur heim- ilisfólksins og starfsfólksins þar og hefur öllum bæjarbúum og lands- mönnum öllum, sem á því hafa hug, gefist kostur á að kynnast betur því sem þar fer fram á þessu heimili eldri borgara,“ segir í fréttatilkynningu. Sólvangsdag- urinn er í dag Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Fjögurra kvölda tvímennings- keppni hjá Bridsdeild Breiðfirðinga- félagsins lauk sunnudaginn 29/10. með öruggum sigri þeirra Ingibjarg- ar Halldórsdóttur og Sigríðar Páls- dóttur. Lokastaðan varð þessi. Ingibj. Halldórsd. – Sigríður Pálsdóttir 1022 Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmarss. 1009 Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 930 Hæsta skor kvöldsins í N/S: Friðrík Jónsson – Gísli Gunnlaugsson 237 Ingibj. Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 235 Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 228 Austur-Vestur Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmarsson 256 Haukur Guðbjartss. – Sveinn . Kristinss. 250 Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 231 Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa- feni 14 á sunnudögum kl. 19. Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 10. október hófst Siglufjarðarmót í tvímenningi. Til leiks mættu 16 pör. Spilaðar eru fjórar umferðir á kvöldi „Barome- ter“sex spil milli para. Eftir fyrstu lotu 24 spil af 90 er staða efstu para þessi: Guðlaug Márusd. – Ólafur Jónsson 71 Sigurður .Gunnars. – Þorsteinn Jóhanns. 51 Reynir Karlsson – Júlía Óladóttir 46 Sigurður Hafliðason – Björn Ólafss. 38 Karólína Sigurjd. – Þorsteinn Jóhanness. 13 Nú er bronsstigabaráttan hafin af fullum krafti en sá sem fær flest bronsstig á starfsárinu hlýtur sæmdarheitið besti spilari félagsins og er sérstaklega heiðraður á loka- hófi félagsins í vertíðarlok. Flest bronsstig eftir spilamennskuna í október hafa hlotið: Guðlaug Márusdóttir 60 Ólafur Jónsson 60 Anton Sigurbjörnsson 46 Bogi Sigurbjörnsson 46 Jón Kort Ólafsson 39 Kristófer Ólafsson 39 Hreinn Magnússon 33 Friðfinnur Hauksson 33 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 31. okt. var spilað á 15 borðum. Meðalskor var 312. Úr- slit urðu þessi í N/S: Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 379 Jóhann Benediktss. – Björn Björnss. 365 Sverrir Jónss. – Skarphéðinn Lýðss. 355 Oddur Halldórss. – Oddur Jónsson 355 A/V Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 394 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss 371 Ólafur Ingvarss. – Sigurberg Elentínuss. 365 Anton Jónsson – Ingimundur Jónss. 330 Jón Árnason – Matthías Helgason 330 Sveit Þorsteins Laufdal efst í Gullsmáranum Sveitakeppni Bridsdeildar FEBK hófst fimmtudaginn 2. nóvember. Átta sveitir vóru skráðar til leiks. Eftir tvær umferður eru þessar sveitir efstar: Sveit Þorsteins Laufdal 42 Sveit Eysteins Einarssonar 41. Sveit Ara Þórðarsonar 38 Sveit Kristinns Guðmundss 37 Sveitakeppninni verður fram haldið mánudaginn 7. nóvember og fimmtudaginn 9. nóvember nk. Jöfn keppni í Kópavogi Það var gríðarleg spenna um fyrsta sætið í Bergplasttvímenn- ingnum sem lauk sl fimmtudag. Að lokum stóðu þeir Bergplastmenn uppi sem sigurvegarar, enda algerir toppmenn. „165 ára parið“ var samt ekki langt á eftir. Lokastðan: Jens Jensson - Þorsteinn Berg 724 Árni M. Björnss. - Heimir Tryggvas. 720 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 698 Alda Guðnad.r - Esther Jakobsd. 693 Hæsta skor í NS: Freyja Sveinsd - Sigríður Möller 245 Sigurlaug Bergvinsd. - Sveinn Símonars. 237 Alda Guðnad. - Esther Jakobsd. 231 AV: Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 256 Jens Jensson - Þorsteinn Berg 237 Bernódus Kristins. - Hróðmar Sigurbjs. 230 Næsta fimmtudag hefst Aðal- sveitakeppni félagsins og er tekið við skráningu hjá Lofti í síma 897 0881 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 02.11. Spilað var á 13 borðum. Meðal- skor 312 stig og árangur N-S: Friðrik Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 394 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánss. 392 Haukur Guðbjartss. - Jón Jóhannss. 358 Ægir Ferdinandss. - Jóhann Lútherss. 320 Árangur A-V Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 413 Hannes Ingibergss. - Ragnar Björnss. 371 Steinmóður Einars.- Sigurður Herlufsen 362 Gunnar Jónss. - Guðbjörn Axelsson 323 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 30. október spiluðu Borgfirðingar síðasta „upphitun- artvímenninginn“ fyrir aðalkeppn- ina sem hefst 6. nóvember. Aldrei slíku vant höfðu „utansveitarmenn“ hægt um sig og flestir feitustu bit- arnir féllu í skaut heimamanna. Bæði Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus og ekki síður Magnús í Birkihlíð og Sveinn á Vatnshömrum virðast vera að toppa á réttum tíma og þess albúnir að sýna mátt sinn og meginn í aðaltvímenningnum. Sól- fells Anna og Kristján í Bakkakoti eru þó sínu heitasta parið og af fimm kvöldum vetrarins hafa þau tekið efsta sætið í fjögur skipti. Ekkert sást til Guðjóns Karlssonar og því verðum við að bíða enn um sinn með að berja á honum – eða öfugt. Úrslit urðu sem hér segir í N-S: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 265 Sveinn Hallgrímss. – Magnús Magnúss. 252 Guðm. Kristinsson – Ásgeir Ásgeirsson 244 A-V Anna Einarsd. – Kristján Axelsson 248 Jón Eyjólfsson – Baldur Á. Björnsson 242 Þorsteinn Péturss. – Guðm. Péturss. 238 Aðaltvímenningurinn hefst næsta mánudag og er útlit fyrir þátttöku 22 para. Spiluð verða tölvugefin spil með barómeter-formi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.