Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 43 : Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Teg. 5807 Stærð: 36-412 Litur: Svartur, brúnn Verð 14.995 Teg. 3500 Stærð: 35-42 Litur: Svartur, brúnn Verð 16.950 Teg. 512601 Stærð: 36-41 Litur: Brúnn Verð 8.995 Teg. 5713 Stærð: 36-41 Litur: Svartur, brúnn Verð 17.950,- Teg. 514302 Stærð: 35-41 Litur: Svartur, brúnn Verð 7.995 Flott stígvél Ótrúlegt úrval ÁFENGIS- og vímuefnamál ung- menna hafa verið töluvert í um- ræðunni undanfarið. Margar stað- hæfingar hafa verið settar fram, sumar vel rökstuddar, aðrar minna. Rannsóknir meðal grunnskólabarna Eitt af því sem fram hefur komið er að ungmenni neyti stöð- ugt meira af áfengi og vímuefnum. Sam- kvæmt alþjóðlegri rannsókn (HBSC) sem Háskólinn á Ak- ureyri gerði hér á landi fyrr á þessu ári höfðu um 44% nem- enda í 10. bekk orðið ölvuð á sl. 12 mán- uðum. Evrópsk könn- un (ESPAD), sem Rannsóknir og grein- ing (R&G) vann árið 2003, sýndi að meðal nemenda í 10. bekk sögðust 54% hafa orð- ið drukkin á sl. 12 mánuðum. Það mælist því minnkun á ölv- unardrykkju meðal þessa hóps frá 2003 til 2006. Hlutfall þeirra sem prófað hafa ólögleg vímuefni hefur einnig farið minnkandi (sjá myndir). Í nokkur ár hafa R&G, auk þessa, gert árlegar kannanir sem styðja fyrrnefndu rannsóknirnar (innlendar rannsóknir). Rannsóknir, sem þessar, eru gríðarlega mikilvægar og gott hjálpartæki til að átta sig á þróun og mögulegum tengslum við aðra þætti í lífi unglinga en þó ber að hafa í huga takmörk slíkra þver- sniðsrannsókna við að meta hvað er orsök og hvað er afleiðing. Rannsóknir meðal framhaldsskólanema R&G gerðu rannsóknir meðal framhaldsskólanema 2000 og 2004. Niðurstöður þeirra sýna örlitla fækkun meðal þeirra sem hafa orð- ið drukknir á sl. 30 dögum þótt breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Samkvæmt þeim hafa ör- lítið fleiri prófað ólögleg vímuefni frá árinu 2000 til 2004, en þó sýna þær að 74% framhaldsskólanem- anna hafa aldrei prófað ólögleg vímuefni. Í nýjasta ársriti SÁÁ kemur fram að á síðustu 3 árum hafi komum þeirra sem eru 19 ára og yngri fækkað. Í um- ræðunni um vímuefnin má því velta fyrir sér hvort rétt sé að heim- færa hana stöðugt á ís- lensk ungmenni í stað fullorðinna sem eru fyrirmyndir barnanna. Framboð Sem betur fer ná tollayfirvöld og lög- regla að stöðva hluta þeirra ólöglegu vímu- efna sem reynt er að koma í umferð. Hversu stórt hlutfallið er vitum við ekki en vonandi er aukið magn merki um að hlutfallslega meira ná- ist. Samkvæmt rann- sókn Hugheima 2004 sögðu 62% ungmenna á aldrinum 18–20 ára að sér hefðu verið boðin fíkniefni en um 13% þeirra sögðust oft, stundum eða sjaldan hafa neytt fíkniefna á sl. 12 mánuðum. Þannig má segja að ungmenni standi sig nokkuð vel í að hafna vímuefnum þrátt fyrir mikið framboð að því er virðist. Eftirspurn Hin hlið ólöglegra vímuefna er eftirspurnin. Þar kemur til kasta allra sem starfa að forvörnum en það eru fjölmargir; foreldrar og aðrir uppalendur, frjáls fé- lagasamtök, einstaklingar, aðilar á vegum hins opinbera, sem og ein- staka fyrirtæki. Sveitarfélög, grunn- og framhaldsskólar hafa margir hverjir sett sér for- varnastefnu og ráðið forvarnafull- trúa. Samráð fólks, sem vinnur að vel- ferð barna og unglinga, hefur auk- ist til muna, en það hlýtur að vera lykillinn að því að draga úr eft- irspurn eftir vímuefnum að sem flestir leggi hönd á plóginn og styðji starf hver annars. Áhættuhópar Það eru því miður alltaf ein- hverjir sem verða vímuefnum að bráð og er það gríðarlega alvarlegt mál. Oft er vímuefnaneyslan birt- ingarform annarra undirliggjandi vandamála sem ekki hafa hlotið at- hygli eða ekki hefur verið brugðist við. Í forvarnastarfinu þarf því að beina auknum kröftum að þeim sem mest þurfa á því að halda, þ.e. þeim sem tilheyra áhættuhópi. Þessir aðilar glíma við ýmiss konar frávikshegðun eða félagslegan vanda. Foreldrar og börn þurfa að geta leitað aðstoðar og því er mik- ilvægt að í boði séu fjölbreytt úr- ræði. HBSC-rannsóknin leiðir í ljós að færri velja að neyta áfengis en þeir sem á annað borð neyta áfeng- is drekka nú meira. Meðferðarúrræði Fyrir þá sem ánetjast vímuefn- um þarf að vera til staðar öflugt meðferðarúrræði og stuðningur, svo þeir nái að komast aftur á braut eðlilegs lífs. Barnaverndarstofa, SÁÁ, Landspítali – háskólasjúkra- hús, og ýmsir meðferðaaðilar hafa byggt upp öflugt meðferðarstarf sem stöðugt þarf að hlúa að og veita verðskuldaða viðurkenningu. Síðast en ekki síst þarf að gefa meiri gaum og setja meiri kraft í meðferðarstarf meðal afbrota- manna sem neyta ólöglegra vímu- efna, sér í lagi þeirra sem afplána sína dóma innan fangelsisveggja. Gleymum ekki því jákvæða Einstaklingsbundin hegðun er eitt af því sem hefur áhrif á heilsu og líðan en vinir og félagstengsl eru ekki síður mikilvæg. Þessum þáttum ættum við að gefa meiri gaum, m.a. með því að taka frá tíma til að eiga góðar stundir með þeim sem skipta okkur máli og jafnframt að gefa okkur tíma til að leita lausna á erfiðleikum sem að öðrum kosti geta snúist upp í illleysanlegt vandamál. Að lokum megum við ekki gleyma því í umræðunni að stærsti hluti ungmenna landsins lifir heilbrigðu lífi og er til mikillar fyrirmyndar. Þau eiga skilið að við hrósum þeim meira og oftar. Ungmenni – áfengi og vímuefni Anna Elísabet Ólafsdóttir fjallar um áfengis- og vímuefnavanda ungmenna » Fyrir þá semánetjast vímuefnum þarf að vera til stað- ar öflugt með- ferðarúrræði og stuðningur, svo þeir nái að kom- ast aftur á braut eðlilegs lífs. Anna Elísabet Ólafsdóttir Höfundur er forstjóri Lýðheilsustöðvar. Ungmenni - áfengi og vímuefni Mynd 1. Hlutfall nemenda í 10. bekk á Íslandi sem hafa orðið drukknir um ævina (Heimild: Þóroddur Bjarnason, 2006. Breytingar á vímuefnaneyslu unglinga 1995–2006, erindi á ráðstefnu á Akureyri, 28. apríl 2006) Mynd 2. Hlutfall nemenda í 10. bekk á Íslandi sem hafa prófað hass um ævina einu sinni eða oftar. (Sama heimild) SUNDFÉLAGIÐ Óðinn telur yfir 220 iðkendur, er í 1. deild Sund- sambands Íslands, á 11 sundmenn í lands- liðsverkefnum sem af er árinu, 13 þjálfarar starfa hjá félaginu og rekstur þess er unn- inn af stjórn félagsins í sjálfboðavinnu. Óð- inn hefur eins og mörg önnur félög inn- an ÍBA vaxið ört und- anfarin ár og eru bið- listar í yngri hópana. Úti í Akureyrarlaug æfa um 60 krakkar í fjórum mis- munandi hópum og synda sex til átta saman á braut á tíma. Félagið hefur fjórar brautir í annarri laug- inni til æfinga fyrir þessa hópa í þrjá til fimm tíma á dag. Það ætti að vera öllum ljóst sem þekkja starf sundfélagsins að í okkar huga er ekki spurning hvort 50 m sundlaug verður byggð á Akureyri í framtíðinni heldur hvar. Það er hlutverk stjórnar félagsins að huga að hagsmunum þess og framtíðaruppbyggingu. Aðildarfélög ÍBA vinna mikið forvarnarstarf og leggja sig fram við að íþróttir séu fyrir alla. Ak- ureyrarbær styður fé- lögin og sér til þess að þau hafi viðunandi aðstöðu til æfinga. Einnig greiðir Ak- ureyrarbær að hluta niður æfingagjöld yngri iðkenda með inneignarmiðum í íþróttir og tómstundir og þá hlýtur öllum að vera ljóst að slíkt leiðir til töluverðrar fjölgunar iðkenda. Ör vöxtur og velgengni félaganna kallar sí- fellt á fleiri tíma og bætta að- stöðu. Vinnum með hagsmuni Óðins að leiðarljósi Við bregðumst af hörku við aug- lýsingu um breytingu á deiliskipu- lagi sundlaugarsvæðisins því ef fyrirhuguð bygging Vaxtarrækt- arinnar verður að veruleika þar mun það koma verulega niður á starfsemi Óðins hvað varðar upp- byggingu, vöxt og keppnishald. Þegar frumdrög að byggingunni á svæðinu eru skoðuð lítur út fyrir að heildardeiliskipulag hafi þegar verið unnið með útiæfingasvæði, heitum potti og hlaupabraut svo eitthvað sé nefnt. Það er með öllu óskiljanlegt hvernig bæjarstjórn og nefndir innan bæjarins komast að þeirri niðurstöðu að einkaaðili geti fengið að byggja á heimavelli eins félags og þvert á hagsmuni þess frekar en nýta opinber mann- virki eins og hagkvæmast er fyrir bæinn. Í kynningarherferð gegn deili- skipulaginu höfum við leitast við að vera málefnaleg og þar eru hagsmunir félagsins númer eitt. Afstaða okkar tengist ekki sér- staklega því að fjársterkir aðilar lýsi áhuga á að koma að uppbygg- ingu 50 m laugar á svæðinu. Það verður ekki ákvörðun sundfélags- ins hvort sú tiltekna tillaga verður að veruleika. Slíkt er alfarið í höndum bæjarstjórnar. Við horf- um á málið frá breiðara sjón- arhorni, út frá langtímahags- munum sundíþróttarinnar. Með þá í huga getum við ein- faldlega ekki sætt okkur við að framtíðarmöguleikum í uppbygg- ingu sundlaugarsvæðisins verði kastað á glæ, eins og nú er áform- að. Af þeirri ástæðu og engri ann- arri verður að hafna framkominni breytingartillögu á deiliskipulagi sundlaugarsvæðisins. Við kjósum að þeir sem hafa at- hugasemdir við nýauglýsta deili- skipulagstillögu sundlaugarsvæð- isins komi þeim málefnalega á framfæri og færi fyrir þeim rök við rétta aðila. Jafnframt óskum við Vaxt- arræktinni alls hins besta í fram- tíðinni. Að gefnu tilefni Ásta Birgisdóttir fjallar um skipulagsmál á Akureyri og Sundfélagið Óðin » Það er með ölluóskiljanlegt hvernig bæjarstjórn og nefndir innan bæjarins komast að þeirri niðurstöðu að einkaaðili geti fengið að byggja á heimavelli eins félags og þvert á hags- muni þess … Ásta Birgisdóttir Höfundur er formaður Sundfélagsins Óðins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.