Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 63 menning EINS og fram kom á forsíðu Morgunblaðs- ins í gær hafði verið beðið eftir tónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið með mikilli eftirvæntingu. Víkingur spilaði þriðja píanókonsert Beethovens og var upp- selt á tónleikana. Óhætt er að fullyrða að áheyrendur hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Frammistaða Víkings var einstaklega glæsileg. Fyrir það fyrsta lék hann konsert- inn af fádæma öryggi og hafi hann verið taugaóstyrkur (hver myndi lá honum það?) varð þess ekki vart. Það heppnaðist allt hjá honum; hröðustu hlaup voru fullkomlega spiluð og hljómurinn úr flyglinum ótrúlega fallega mótaður. Ólíkt mörgum gestapíanóleikurum sem fram koma með Sinfóníunni var greinilegt að Víkingur þekkti hinn afleita hljómburð Háskólabíós út í ystu æsar og vissi upp á hár hvernig átti að bregðast við honum. Útkoman var styrkleikajafnvægi á milli píanós og hljómsveitar eins og best verður á kosið. Auðvitað er þetta ekki nóg. Það eru til ótal píanóleikarar í heiminum sem eru síst verri en Víkingur. Maður hlýtur því að spyrja sig hvort hann hafi eitthvað fram að færa með list sinni, hvort hann hafi eitthvað að segja. Svarið hlýtur að vera játandi, því það sem heyrðist á tónleikunum var ekki nein inn- antóm sýndarmennska. Þegar Beethoven samdi þriðja píanókons- ertinn snerist tónsköpun hans að miklu leyti um innri átök; örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn í kringum hann. Hetjuskapur hvers konar var honum hugleikinn, og hetjuleg frelsisbarátta gegn neikvæðum, þrúgandi kringumstæðum varð honum að yrkisefni. Þetta skilaði sér að öllu leyti í túlkun Vík- ings. Konsertinn var þrunginn spennu og dramatískum andstæðum; hamslausum ástríðum, en líka lágstemmdum hugleið- ingum þar sem stemningin var svo mögnuð að tónleikagestir þorðu vart að anda. Píanó- leikari sem er fær um að fremja slíkan gald- ur er ekki bara hver sem er. Aukalögin tvö voru líka unaðsleg, sönglag eftir Schumann í útsetningu Liszts og vals eftir Chopin. Blæbrigðin í báðum lögunum voru meistaralega útfærð. Hljómsveitin spilaði einnig prýðilega und- ir markvissri stjórn Rumon Gamba. Sinfóní- an er greinilega í banastuði þessa dagana því unaður var að hlusta á leik hennar. Bæði fylgdi hún Víkingi af kostgæfni og svo var flutningurinn á hinu verki dagskrárinnar, fjórðu sinfóníu Brahms, afburðagóður. Þetta stórfenglega skáldverk varð ljóslifandi í túlkun Gamba og ljóðræn dýptin sem einkennir tónlistina auðfundin. Tæknileg atriði voru eins og þau áttu að vera; tréblásararnir stóðu sig af aðdáunarverðu öryggi og aðrir hljóðfærahópar voru sömuleiðis með sitt á hreinu. Maður getur ekki annað en beðið um meira svona. Hetjulegur píanóleikur með Sinfóníunni TÓNLIST Háskólabíó Tónlist eftir Beethoven og Brahms. Einleikari: Vík- ingur Heiðar Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumon Gamba. Fimmtudagur 2. nóvember. Sinfóníutónleikar Jónas Sen KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, á Ísafirði og Húsavík. Leikin verða verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son og Franz Schubert. Fyrstu tónleikarnir verða í dag kl. 17 í Stykkishólmskirkju. Á morgun held- ur Kammersveitin svo tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði, kl. 15 og að endingu heldur sveitin tónleika á Húsavík mánudags- kvöldið 6. nóvember kl. 20 í sal Borgarhólsskóla. Á efnisskrá tónleikanna eru Strengjakvintett Schuberts í C-dúr op. 163, sem oft er nefndur „drottning kammerverkanna“ sökum þess hversu fallegur hann þykir, og Píanótríó í a-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, annað tveggja píanó- tríóa sem hann samdi á sínum ferli, en þau eru að öllum líkindum hin fyrstu sem Íslendingur hefur samið. Meðlimir Kammersveitar Reykjavíkur að þessu sinni eru þau Rut Ingólfsdóttir, fiðla og list- rænn stjórnandi sveitarinnar, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Sig- urður Bjarki Gunnarsson, selló, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Morgunblaðið/Eyþór Kammersveit Reykjavíkur Tónleikarnir eru liður í verkefninu Tónleikar á landsbyggðinni sem er á vegum FÍT og FÍH og hlaut styrk úr Tónlistarsjóði. Kammersveit Reykjavíkur á faraldsfæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.