Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ er ekki einhlítt að bílbelta- öryggi fatlaðra sé tryggt í sér- útbúnum almenningsvögnum sem flytja fatlaða. Meginskyldan er að festa hjólastólana sjálfa en dæmi eru um að farþegarnir hafi í sumum til- vikum setið lausir í stólum sínum og slasast við að þeytast upp úr þeim við árekstur eða ef hemlað er snögg- lega. Við þær aðstæður er hinn fatl- aði jafnilla settur og sá sem fer í bíl- ferð án þess að spenna beltin. Umferðarstofa hyggst taka þetta málefni sérstaklega upp á málþingi með hagsmunaaðilum innan skamms. Að sögn Sigurðar Helga- sonar, upplýsingafulltrúa Umferð- arstofu, er núverandi ástand óvið- unandi. Vandinn hefur falist í því að aðilar hafa vísað ábyrgðinni hver á annan en spurningin er hvort bíl- stjóri beri þessa ábyrgð, starfsfólk hjúkrunarheimila eða aðrir. „Aðal- atriðið er að það þarf að finna leið til bæta úr þessu,“ segir Sigurður. Til Umferðarstofu hafa komið mál þar sem fatlaðir án bílbelta hafa kastast úr niðurnjörvuðum stólum sínum. „Við sættum okkur ekki við neitt annað en að þetta sé eins öruggt og hægt er,“ segir hann. Slys verða vegna beltaleysis fatlaðra Um er að ræða ferðaþjónustu fatl- aðra á vegum sveitarfélaga annars vegar og hins vegar leigubíla sem eru sérútbúnir til að taka hjólastóla. Bæði í leiguakstri og akstri hjá ferðaþjónustunni hafa orðið slys og óhöpp vegna beltaleysis. Samkvæmt upplýsingum frá ferðaþjónustunni Hagvögnum eru gloppur í reglugerðum sem valda því að ekki er ljóst hver á að bera ábyrgð á því að hver einasti fatlaði farþegi sé ávallt festur í hjólastól sinn þegar bíllinn er á ferð. Þar er þó bent á að þar til gerð bílbelti komi með langflestum hjólastólum en eldri stólar séu ekki þannig útbúnir. Unnið er að því nú að útbúa bílana með beltum, þótt strangt til tekið sé ekki fyrir hendi lagaskylda sem skikkar bílaútgerðir til þess. Réttindamál að fá að nota beltin Og þar er einmitt kjarni málsins. Fatlaðir líta á aðgang að bílbeltum sem öryggis- og réttindamál og Ör- yrkjabandalag Íslands hefur látið málið sig varða en þangað hafa bor- ist tilkynningar um nokkur slys á óspenntum fötluðum farþegum. Guðríður Ólafsdóttir, félagsmála- fulltrúi ÖBÍ, segir að mjög margir hjólastólar séu ekki útbúnir bílbelt- um. „Við vissum ekki betur en að í öllum bílum væru bílbelti fyrir belta- lausa hjólastóla,“ bendir hún á. „Einnig eru sumir bílar það vel út- búnir að bílbeltin passa þar sem stól- arnir eru staðsettir. En svo kemur í ljós að í nokkrum tilvikum hafa orðið slys þegar fólk hefur hrokkið úr stól- unum við skyndilega hemlun bílsins. Við lítum þetta náttúrlega alvar- legum augum.“ Guðríður bendir á að nú sé að störfum nefnd á vegum borgarinnar sem fjallar um ferðaþjónustumál höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef kom- ið ábendingum til hennar og einnig stendur til að beltanotkun fatlaðra verði lögleidd. Það er óskiljanlegt hvers vegna ekki er fullnægjandi ör- yggi til að dreifa í þessum efnum.“ Fatlaðir í hjólastólum sem ekki eru búnir bílbeltum frá framleið- anda hjólastólanna eiga að geta sér- pantað beltin fyrir stóla sína eða fengið þau til láns í hinum sérútbúnu bílum í hverri ferð. En engu að síður hafa ítrekað orðið slys vegna belta- leysis og Guðríður telur nú nauðsyn- legt að fara yfir það hvers vegna ör- yggi fatlaðra er jafnótryggt að þessu leyti sem raun ber vitni. Ástandið í öryggismálum fatl- aðra farþega talið óviðunandi Falskt öryggi fatlaðra í hjólastólum í bílum þykir gefa tilefni til að hagsmunaaðilar setjist nú niður og komi þess- um brýnu öryggis- málum á hreint. Morgunblaðið/Sverrir Rétt Dæmi um réttar öryggisráðstafanir. Ekki er nóg að festa hjólastólinn eingöngu. Fatlaðir hafa kastast úr nið- urnjörvuðum hjólastólum sínum á ferð og slasast. Öryrkjabandalagið telur eitthvað hafa brugðist í öryggismálum. Í HNOTSKURN »Borist hafa ábendingar umalvarleg slys á fötluðum á þessu ári. Kona slasaðist al- varlega þegar hún kastaðist úr hjólastól sínum, fótbrotnaði og fékk höfuðhögg. Hjólastóll- inn var festur í bílinn eins og lög gera ráð fyrir en konan var ekki fest í stólinn. »Þá hefur verið bent á ennverra slys í vor þegar eldri fatlaður maður kastaðist úr hjólastól í árekstri og háls- brotnaði. Hann lést sex vikum síðar. EYGLÓ Harðar- dóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsókn- arflokksins í Suð- urkjördæmi fyrir komandi alþingis- kosningar. Í fréttatilkynn- ingu segir að meginmarkmið Eyglóar séu að endurreisa hin klass- ísku gildi framsóknarstefnunnar, þar sem áherslan er á öflugt velferð- arkerfi, virka byggðastefnu og frjó- samt atvinnulíf þar sem leikreglur eru skýrar og eftirlit einfalt og skil- virkt. Eygló var í 4. sæti á lista fram- sóknarmanna fyrir síðustu kosning- ar og sat um tíma á Alþingi sem varaþingmaður síðastliðinn vetur. Hún hefur verið virk í starfi á vegum flokksins og er m.a. ritari Kjördæm- issambands framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi, fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins og gjaldkeri Framsóknarfélags Vestmannaeyja. Eygló hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa á vegum Vestmannaeyjabæj- ar. Eygló er einn aðaleigenda og framkvæmdastjóri þorskeldisfyrir- tækisins Þorsks á þurru landi ehf. og situr í stjórn Icecod á Íslandi ehf. Stefnir á annað sæti Eygló Harðardóttir EMIL Hjörvar Petersen gefur kost á sér í 3.–4. sæti í sameigin- legu prófkjöri Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjör- dæmunum og Suðvesturkjör- dæmi, sem fram fer 2. desember næstkomandi. Emil hefur starfað mikið fyrir VG síðast- liðin ár. Hann er fráfarandi formað- ur Vinstri grænna í Kópavogi, en hann sinnti formennsku tímabilið 2005–2006. Þar áður var hann ritari félagsins í tvö ár. Hann stóð að stofn- un Ungra vinstri grænna í Kópavogi og var formaður félagsins 2003– 2005. Einnig var hann varaformaður landsstjórnar Ungra vinstri grænna. Emil lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi haustið 2003 og mun ljúka BA-prófi í bók- menntafræði og íslensku vorið 2007. Gefur kost á sér í 3.–4. sæti Emil Hjörvar Petersen PÉTUR Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Suð- vesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóv- ember. Pétur Árni er Seltirn- ingur, stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og starfar sem skattaráðgjafi með laganámi við HÍ. Tíu frambjóðendur skiluðu inn framboðum áður en framboðsfrestur rann út, en kjörnefnd óskaði hins vegar eftir því að Pétur gæfi einnig kost á sér og varð hann við því. Pétur Árni situr í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnar- nesi, hefur verið formaður Baldurs – félags ungra sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi, sat í stjórn SUS og hef- ur verið bæði gjaldkeri og fram- kvæmdastjóri SUS og varaformaður Varðbergs. Gefur kost á sér í 5. sætið Pétur Árni Jónsson ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.