Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 11 FRÉTTIR Opinn spjallfundur um kjör eldri borgara verður haldinn á Kaffi Reykjavík næstkomandi sunnudag 5. nóvember kl. 15:00. Frummælendur verða Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson skemmta gestum. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður er fundarstjóri. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI Fundur um kjör eldri borgara www.agustolafur.is Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember TAFIR hafa orðið á byggingu mis- lægra gatnamóta á gatnamótum Suður- og Vesturlandsvegar, en þar er m.a. verið að reisa nýja brú. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, svæðisstjóra hjá suðvestursvæði Vegagerðarinnar, má rekja tafirnar til breytinga á því magni efnis sem þarf til vegagerðarinnar. Til stóð að verkinu yrði lokið 1. nóvember í ár. Jónas segir að nokk- uð mikilli vinnu sé ólokið á svæðinu en stutt sé í að umferð verði hleypt á brúna. „Það verður jafnvel í næstu viku,“ segir hann. Eftir að brúin hef- ur verið opnuð eigi eftir að vinna að frágangi utan vegarins. Ætla megi að verkinu verði að fullu lokið síðar í þessum mánuði. Jónas segir að ekki sé búið að skoða hvort til dagsekta komi vegna seinkunar verkloka. Það verði skoð- að þegar kemur að uppgjöri vegna verksins. Morgunblaðið/Sverrir Tafir við brúargerð fremsta megni að lina þjáningar þeirra, m.a. með því að færa þeim vatn. Skiljanlegt að óvant fólk verði sjóveikt Guðmundur segir að þótt hvasst sé á Stórhöfða segi það ekki til um hvort öruggt sé að sigla Herjólfi heldur skipti aðstæður í höfnunum í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum mestu máli. Skipinu sé ekki hætta búin þótt það sé svona hvasst. „Þeir sem sigla skipinu eru menn sem eru búnir að vera í áratugi að sigla ein- göngu þessa leið þannig að það er væntanlega enginn á landinu betri í að meta það hvort það sé rétt að fara ÞAÐ er lagt í hendur skipstjóra að meta hvort óhætt sé að sigla ferjunni Herjólfi milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja þegar veður er slæmt, að sögn Guðmundar Pedersen, rekstr- arstjóra Herjólfs. Í gær birtist í Morgunblaðinu lesendabréf þar sem fram kemur að föstudag í fyrri viku hafi Herjólfur farið milli lands og Eyja þótt vindhraði væri 25–35 metrar á Stórhöfða þann morguninn og ölduhæð um 7,7 metrar utan Surtseyjar. Um borð voru meðal annars 200 börn á leið á handbolta- mót í Eyjum. Morgunblaðinu er kunnugt um að flest þeirra voru afar sjóveik. Lágu mörg þeirra ælandi á gólfinu og reyndu fullorðnir eftir eða ekki.“ Guðmundur segir að ef vafaaðstæður komi upp sé haft sam- band við t.d. hafnarverði í Þorláks- höfn áður en lagt er af stað. Um ferðina síðastliðinn föstudag segir Guðmundur að miðað við veð- uraðstæður sé skiljanlegt að óvant fólk hafi orðið sjóveikt. „En skipinu var ekki hætta búin á sjó og okkur er gert að halda áætlun innan örygg- ismarka.“ Þá sé gengið frá bílum og öðru í samræmi við öryggisreglur. Guðmundur segir að veður líkt og var síðastliðinn föstudag komi alltaf nokkrum sinnum á ári en á hverjum vetri séu að meðaltali á bilinu 3–5 ferðir Herjólfs felldar niður vegna veðurs. Lagt í mat skipstjóra Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Gefur á Sjórinn gekk yfir Herjólf í veðrinu og ljóst að veran um borð var ekki þægileg fyrir farþega. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÉG hélt að ég hefði ekki skrokk í þessa vinnu og væri búinn að gleyma skurðinum en það er með hvalskurðinn eins og að hjóla – kunnáttan gleymist ekki og kemur aftur.“ Þetta segir tannlæknirinn Engilbert Ó.H. Snorrason, kjöt- matsmaður í Hvalstöðinni á árum áður, sem tók að sér kjötskurð á hvalvertíðinni á milli starfa á tann- læknastofu sinni. Engilbert Snorrason var kjöt- matsmaður í Hvalstöðinni á náms- árunum 1974 til 1981 og er kominn aftur á planið. „Við nokkrir gam- alreyndir starfsmenn tókum að okkur kjöttökuna í þessari haust- veiði því ekki hefur verið skorinn hvalur síðan 1989 og vinnulagið því nánast gleymt,“ segir hann. „En við höfum engu gleymt og skurð- urinn gengur vel en því er ekki að neita að maður er frekar þreyttur á kvöldin.“ Í genginu á planinu hafa verið 13 manns. Auk Engilberts kjötskurð- armanns eru það „gömlu“ flens- ararnir Birgir Karlsson og Karl Arthúrsson og víramennirnir Hall- dór Lárusson og Sæmundur Þor- geirsson. Ennfremur Sigurjón Guð- mundsson ferðaþjónustubóndi og Lárus Lárusson verkstjóri. Til við- bótar hafa verið nokkrir nýliðar en Engilbert segir að síðan hafi nokkrir gamalreyndir hlaupið í skarðið þegar á hafi þurft að halda. „Þeir koma flestir aftur, einn og einn í einu.“ Þess má geta að flensari er sá sem tekur spikið og kjötlengjurnar af hvalnum og limar beinin í sund- ur en kjötskurðarmaður sker lengj- urnar niður í þriggja til fjögurra kg bita eftir kúnstarinnar reglum. Engilbert er í félaginu Sjáv- arnytjar sem vill stuðla að sjálf- bærri nýtingu sjávarspendýra og segir hann það ástæðu þess að hann hafi aftur farið í slaginn. Áð- ur hafi peningarnir heillað og þá hafi verið algengt að námsmenn hafi unnið í Hvalstöðinni en nú hafi áhuginn rekið menn áfram. „Við ákváðum að taka slaginn og klára þessa hvali og kenna yngri mönn- um verklagið í leiðinni,“ segir hann. Enn er notast við kælingaraðferð sem Engilbert segir að hann hafi stungið upp á að yrði notuð á sín- um tíma til að ekki þyrfti að kasta miklu af kjöti. „Snemma eftir að ég byrjaði að vinna þarna byrjuðum við að opna kvið hvalsins meira á landstíminu til að fá meiri kælingu því kjötið innst við hrygginn náði svo illa kælingu og því var það oft á tíðum orðið svolítið slakt,“ segir hann. Á þessum tíma lærði hann líffærafræði við Háskóla Íslands og segist hafa kunnað líffærafræði hvalsins upp á hár. „Mér datt í hug að dæla sjó eftir slagæð sem liggur eftir allri hryggjarsúlunni og svo út í kjötið. Ég skaut þessu að Krist- jáni Loftssyni, forstjóra Hvals, og hann greip hugmyndina strax á lofti enda opinn fyrir öllu.“ Að sögn Engilberts hófust þegar tilraunir á landi áður en aðferðin var reynd úti á sjó. Vorið 1979 fór hann í veiðiferð þar sem dælingin var reynd og segir hann að aðferð- in hafi verið notuð síðan. „Ég kenndi þessa aðferð um borð í öll- um hvalskipunum og síðan hefur hún verið notuð,“ segir hann og bætir við að hvalurinn sé blóðgaður fyrir framan bægslið og þar fari sjórinn aftur út. Morgunblaðið/ÞÖK Kjötskurðarmaðurinn Tannlæknirinn Engilbert Ó.H. Snorrason, kjöt- matsmaður í Hvalstöðinni á árum áður, sér um kjötskurðinn á yfirstand- andi hvalvertíð á milli starfa á tannlæknastofu sinni. Hvalskurður gleymist ekki frekar en að hjóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.