Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 53
að þú prjónaðir hverja spjörina á fætur annarri handa öllum. Ég sé þig fyrir mér sitjandi í stólnum með prjónana uppi við með rjóðar kinn- ar og brosir til mín. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt. Elsku amma mín, ég elska þig af öllu hjarta og bið að heilsa honum afa Dóra. Þín Inga Berglind. Mig langar að minnast hennar Völu minnar með nokkrum orðum. Ég heimsótti hana nokkrum dögum áður en hún lést og átti með henni og dætrum hennar ágæta stund sem oftar. Reyndar er það svo að það er vart hægt að minnast hennar öðruvísi en minnast Dóra líka, svo samofin eru þau í huga mér. Ég var hjá þeim hjónum í heimilishjálp um tíma og tók fljótlega ástfóstri við þau, enda voru þau mér afskaplega góð. Reyndar lít ég svo á að þau hafi eiginlega ættleitt mig, enda sögðu þau oft að ég væri eins og ein af dætrunum. Eftir að ég hætti í heim- ilishjálp og fór að vinna á öðrum vettvangi hélt ég áfram að heim- sækja þau og njóta samvistanna. Dóri dó í fyrrasumar og saknaði Vala hans mikið. Elsku Vala mín, nú ertu laus við sjúkdómsstríðið og þið Dóri saman á ný. Guð geymi þig og leiði á sínum vegum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Móeiður Ágústsdóttir. Fyrir átta árum fluttum við fjöl- skyldan til Eyrarbakka. Við vorum nýkomin úr námi og fórum nú að fóta okkur í nýjum kringumstæð- um. Fljótlega eftir að Valdi var far- inn að gera sig heimakominn á staðnum sagði hann mér að ná- grannar okkar væru búnir að bjóða okkur í kaffi. Mér leist svona og svona á að fara að heimsækja fólk sem ég þekkti ekki neitt en lét mig hafa það að fylgja honum. Þar með hófust kynni okkar Völu og Dóra í Sunnutúni. Kynni sem þróuðust í djúpstæða vináttu, væntumþykju og virðingu. Upp frá þessum degi fór ég að venja komur mínar til þeirra og oft- ast með aðra eða báðar stelpurnar með mér. Við Vala sátum í herberg- inu þar sem hún heklaði eða prjón- aði. Dóri kom með kaffi og sat oft hjá okkur og festi kögur á sjölin hennar Völu. Við ræddum um heima og geima og fljótlega varð Vala trúnaðarvinkona mín þar sem engar stórar ákvarðanir voru tekn- ar án þess að þær væru ræddar við hana og oftast var Dóri með í ráð- um. Það gerði mér óskaplega gott að eignast vinkonu sem var orðin svona fullorðin og hafði reynt ým- islegt í lífinu. Það var líka gott að kynnast því að þrátt fyrir aldurinn voru ennþá langanir og markmið í lífinu hvort sem það var að safna sér nýju stelli eða annað dýpra. Þegar Vala og Dóri fluttu á Selfoss söknuðum við þeirra mikið. Það var ekki lengur hægt að henda sér í skóna og hlaupa yfir eins og áður. Við komum stundum við þar, en ekki nærri eins oft og við hefðum viljað. Vala tók mjög nærri sér þegar Dóri lést fyrir rúmu ári og sagði mér stundum að hún vildi helst fara með honum, söknuðurinn var svo mikill enda voru þau búin að vera gift svo lengi. Þessa dagana hugga ég mig við að ósk þín, Vala mín, hafi nú ræst. Kæru systkini og fjölskyldur. Við fengum að heyra margar sögur af ykkur og afkomendum ykkar sem foreldrar ykkar voru svo óskaplega stolt af með réttu. Missir ykkar er mikill, stóra fjölskylda, enda hafið þið átt svo óumræðilega góða að. Við Valdi, Dóra Gulla og Hallgerð- ur Freyja í Túni færum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Anna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 53 ✝ Gróa JónínaKristinsdóttir fæddist á Hrol- laugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norðurmúlasýslu 7. apríl 1918. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Austur- lands 26. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristinn Magnússon, f. á Hrollaugsstöðum 24.6. 1889, d. 1958, bóndi þar, og kona hans Dag- björt Guðríður Jónasdóttir, f. 2.4. 1894 í Fagradal, d. 20.8. 1924. Alsystkini Gróu voru Einar, f. starfaði hún á Seyðisfirði en fór svo til náms í Húsmæðraskól- anum á Hallormsstað. Þaðan kom hún með nokkrar trjá- plöntur sem hún og stjúpa henn- ar plöntuðu á Hrollaugsstöðum. Þessi tré lifa þar enn. Seinna var hún starfandi á Egilsstöðum hjá Pétri og Elínu sem bjuggu þar. Því næst réðst hún til starfa á prestsetrinu Kirkjubæ í Hróars- tungu. Þar kynntist hún tilvon- andi eiginmanni sínum Krist- mundi Bjarnasyni, f. 10.11. 1906, d. 24.8. 2000. Þau hófu búskap á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá og bjuggu þar frá 1939 til 1966. Þá fluttu þau í Egilstaði og bjuggu þar á Laufási 14 til ævi- loka. Synir þeirra eru: Dagur, f. 14.4. 1940, Bjarni Steinar, f. 14.7. 1943, og Kristinn, f. 14.2. 1954. Barnabörnin eru sjö og barna- barnabörnin átta. Gróa verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 17.1. 1920, d. 23.3. 1927, og Magna Sól- veig, f. 15.10. 1922, d. 30.6. 1933. Síðari kona Krist- ins var Friðgerður Gunnarsdóttir, f. 1909 í Mjóafirði. Með henni eignaðist Kristinn synina Ein- ar, f. 20.11. 1935, og Gunnar, f. 9.11. 1940, d. 26.8. 1973. Gróa fór ung að vinna utan heimilis. Um 15 ára varð hún aðstoðarstúlka í mötuneyti brú- arsmiða við Selfljótsbrú og tók svo við því starfi um stund þegar ráðskonan veiktist. Því næst Okkar elskulega amma, nú ertu farin frá okkur. Eftir stendur minn- ingin um þig svo skýr í hugskoti okk- ar. Alltaf mætti okkur þín einskæra glaðværð og hlýja þegar við litum til þín í kaffi í Laufásinn einu sinni sem oftar. Að sjálfsögðu voru tíndar á disk allar bestu kökurnar með kaffinu sem þú bakaðir auðvitað sjálf. Lagtertan þín var sú besta í heimi og ástarpungarnir sem þú færðir okkur um hver jól voru al- gjört æði. Þessar stundir við kaffiborðið hjá þér og afa meðan hann lifði ein- kenndust af hlýju og notalegheitum. Þú hafðir einstakt lag á því að færa líf í hversdagsleikann. Full af áhuga á því sem þú varst að gera eða því sem var að gerast í kringum þig. Alltaf hafðir þú eitthvað á milli hand- anna eins og þú orðaðir það sjálf. Enda eru það alveg ógrynni af prjón- uðum, hekluðum og útsaumuðum dúkum, myndum og púðum sem fóru um þínar hendur. Sokkapörin sem þú prjónaðir nú í haust fyrir strákana okkar komu svo sannarlega að góðum notum. Hvíl í friði, elsku amma. Minningin um þig lifir með okkur. Eydís og Gróa Kristín. Björkin hefur fellt laufin með sína fögru haustliti og bíður vetrarins. Sá tími kemur að hún fellur sjálf en nýj- ar vaxa í staðinn. Þannig eru rök alls sem lifir. Veturinn hafði haldið innreið sína er mér barst sú frétt hinn 26. októ- ber að Gróa frænka mín hefði látist snemma um morguninn á sjúkrahús- inu á Egilsstöðum. Mikil dugnaðar– og heiðurskona hafði lokið löngu og farsælu ævistarfi. Mörg síðustu árin hafði hún barist við slæman sjúk- dóm, sykursýki. Þar stóð hún sig eins og hetja og hélt ótrúlegu starfs- þreki fram á síðustu ár. Mig langar nú að draga hér fram nokkrar minn- ingar um Gróu sem var mér svo góð frá því að ég var ungur. Gróa og maður hennar Krist- mundur bjuggu í mörg á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá, en ég fæddist og ólst upp á næsta bæ, Svínafelli. Ég man alltaf eftir fyrstu nóttinni sem ég gisti á Ánastöðum, mun hafa verið farinn að nálgast unglingsárin og átti stundum erfitt með að sofna á kvöldin. Hjá húsfreyjunni á Ánastöð- um var þetta ekki mikið vandamál. Baðstofan var tvílyft og var sofið uppi. Gróa vísaði mér á rúm þar, opnaði gluggann og sagði mér að hlusta á niðinn í ánni. Hún sagðist ætla að dunda svolítið niðri og líta svo til mín er hún kæmi upp. Ég varð svo aðeins var við það þegar Gróa kom og breiddi betur ofan á mig en svaf svo áfram vært og rótt. Ána- staðaheimilið var rómað fyrir hversu samtæk og dugleg þau hjónin voru í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Gestrisnin var sérstök. Mörg ár leit- uðum við Kristmundur grenja á vor- in og þá lagði húsfreyja sig alla fram við að finna eitthvað gott í nestis- poka grenjaskyttunnar sem oft lá úti í þrjá sólarhringa. Ég kynntist vel drengjunum þeirra þremur sem hafa erft og tileinkað sér dugnað foreldr- anna. Seinna brugðu þau hjónin búi og fluttu í Egilsstaði. Þau bjuggu að Laufási 14 og þar ríkti sami mynd- arbragurinn og gestrisnin. Þau hjón- in héldu lengst af góðri heilsu og voru sívinnandi. Börn og barnabörn voru ekki langt undan og aðdáunar- vert var að fylgjast með samheldni þessarar stóru fjölskyldu. Mikið og gott var samstarf Gróu og yngsta sonarins Kristins. Krist- inn rekur myndbandaleigu við heim- ilið og vann Gróa þar oft er sonurinn var við önnur störf. Kristinn starfar einnig sem líkkistusmiður og sá Gróa um að sauma líkklæði og annað sem tilheyrði kistunum. Gróa hafði alltaf verið mikil hannyrðakona og lagði mikla alúð í þennan saumaskap eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Sérstakt var að sjá hve Kristinn var móður sinni hjálpsamur er heilsa og kraftar hennar fóru þverrandi. Gróa frænka mín var öll- um góð og hjálpsöm til hinstu stund- ar og þannig mun minning hennar lifa í huga okkar. Við, Svandís og fjölskylda okkar geymum minninguna um góða konu og þökkum samveruna. Innilegar samúðarkveðjur send- um við aðstandendum öllum. Gunnar A. Guttormsson. Gróa Jónína Kristinsdóttir ✝ Gunvor Lang-vad fæddist á Friðriksbergi í Dan- mörku 15. maí 1930. Hún lést í Lyngby 27. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Willi- am Lænkholm dýra- læknir á Sjálandi og kona hans Halldóra Margrét Þórðar- dóttir Guðjohnsen frá Húsavík. Hinn 15. septem- ber 1950 giftist Gunvor Søren Langvad verkfræð- ingi og fór athöfnin fram í Ord- rupkirkju. Börn þeirra eru: Kjart- an, f. 1953, verkfræðingur og viðskiptafræðingur; Katrine, f. 1954, dýralæknir; Stefan, f. 1956, viðskiptafræðingur; Birgitte, f. 1961, dýralæknir. Öll eru þau bú- sett í Danmörku. Gunvor varð stúdent frá menntaskólanum í Ordrup 1948 og hélt síðan til náms í París. Gunvor og Søren bjuggu á Íslandi á árunum 1950–1953 er hann vann við byggingu Írafoss- virkjunar og einnig 1958–1960, en þá vann hann við bygg- ingu Steingríms- stöðvar. Heimili þeirra hefur annars verið í Kaupmanna- höfn. 1977–1981 lærði Gunvor og vann sem læknaritari í Gentofte. Gunvor átti mörg áhugamál. Hún spilaði bridge og golf. Á sumrin stundaði hún laxveiðar á Íslandi. Einnig hafði hún mikinn áhuga á bókmenntum, las mikið og var í umræðuhóp um lestrar- efnið hverju sinni. Útför Gunvor verður gerð frá Lyngbykirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 12. „Gunvor er dáin.“ Sören var í sím- anum og djúp sorg í röddinni. Þau höfðu verið gift í rúma hálfa öld, verið samrýnd og átt barnaláni að fagna. Gunvor bjó þeim fallegt og gott heim- ili, þar sem hógvær gestrisni og hlýja réð húsum. Engum gat dulist hversu náin þau voru. Það hefur verið Sören styrkur í erli athafnamannsins að eiga traust í Gunvor. Hann hefur sagt mér, að hún hafi verið með í ráðum og raunar valið arkitektinn að hinu fal- lega og framúrstefnulega skrifstofu- húsi Phil&Sön í Lyngby í Danmörku. Hún var oft með honum á ferðum hans heimshorna á milli, en Gunvor var líka með í för, þótt hún sæti heima. Gunvor var mikill Íslandsvinur og talaði góða íslensku og þau Sören bæði, enda af íslensku bergi brotin, komin af Þórði Guðjohnsen kaup- manni á Húsavík, sem setti svip á um- hverfi sitt, en heimili hans var mið- stöð menningar á Húsavík. Þórður fluttist til Kaupmannahafnar og var heimili hans þar athvarf Íslendinga, einkum Þingeyinga. Þangað komu Einar Benediktsson og Jóhann Sig- urjónsson. Unglingur fluttist Sören með for- eldrum sínum til Íslands eftir að Þjóðverjar höfðu hertekið Dan- mörku, en faðir hans, Kay Langvad, var yfirverkfræðingur við lagningu hitaveitunnar. Sören var í hópi þeirra, sem fyrstir útskrifuðust verk- fræðingar frá Háskóla Íslands. Eftir það fór hann til Danmerkur, lauk herskyldunni og hitti Gunvor. Þau felldu hugi saman, giftust og héldu til Íslands, en Sören var verkfræðingur við byggingu Írafossvirkjunar. Og hér í Reykjavík fæddist frumburður þeirra, Kjartan, árið 1953. Þau flutt- ust síðan aftur til Kaupmannahafnar og höfðu Ísland með í farteskinu. Heimili þeirra prýða málverk eftir okkar fremstu listamenn. Íslending- ar hafa verið þar aufúsugestir. Og þau hafa með umsvifum sínum, rausnarskap og áhuga verið tíðir gestir á Íslandi og látið sig íslensk málefni varða, verið brautryðjendur sem verktakar hér á landi og stutt að verkfræðimenntun við Háskólann og greitt götu verkfræðinga erlendis. Um þau hefur verið sagt, að þau séu íslenskari en nokkur Íslendingur. Einstaka fólk, sem maður hittir á lífsleiðinni, er þeirrar gerðar, að manni þykir vænt um það, þegar við fyrstu kynni. Þannig var Gunvor. Hún átti innri hlýju, var áhugasöm og hvetjandi, listræn og gerði að gamni sínu. Hún var vinur vina sinna og lét sér annt um þá. Hún var pólitísk og vissi hvað hún vildi. Við Kristrún minnumst Gunvorar með þakklæti og eigum um hana minningar, sem okkur þykir vænt um. Það rifjast upp, þegar við komum í Klinthúsið á Borgundarhólmi fyrsta skipti. Okkur er kær kvöldstund með vinum í Lyngby nú í vor. Og svo hitt- ist hópurinn við Langá í sumar. Það varpaði skugga á þá sólskinsdaga að Gunvor veiktist. En hún hafði náð sér og var glöð og brosandi, þegar við kvöddumst, með sólargeislann Magnús við hliðina á sér í bílnum. Við bjuggumst við að sjást fljótt aftur. En úr því gat ekki orðið. Síðustu mán- uðirnir urðu henni erfiðir. Ég hygg að enginn hafi búist við að hún ætti svo skammt eftir. Hún lést í svefni á heimili sínu. Þungur harmur er kveðinn að Sören og fjölskyldunni. Söknuðurinn er djúpur og sár. Guð blessi minningu Gunvorar Langvad. Halldór Blöndal. „Inciterende, varm, lysende“ voru þau orð á dönsku sem fjölskylda Gun- vor Langvad lét fylgja henni þegar ótímabært andlát hennar var til- kynnt. Hvetjandi, hlý, gefandi. Þessir eðliseiginleikar voru einmitt aðal hennar. Hún er svo minnisverð að hún fer ekki frá okkur sem áttum hana að, heldur býr áfram innra með hverjum þeim sem kynntust henni. Aðeins það að hugsa til hennar hefur alltaf verið hvatning. Gunvor Lænkholm Langvad var fædd og alin upp í Danmörku. Hún var í móðurætt komin af Guðjohn- sensfjölskyldunni á Húsavík og átti þannig í sér marga íslenska þræði. Hún talaði vel íslensku, enda bjó hún á Íslandi um fjögurra ára skeið með manni sínum sem var staðarverk- fræðingur þegar verið var að reisa orkustöðina við Írafoss. Hún vissi jafnan af öllu því helsta sem var að gerast á Íslandi, las íslensk blöð og bækur, kom á hverju sumri til Ís- lands til að hitta vini og fjölskyldu og veiða lax í gjöfulum ám í Borgarfirð- inum og til að njóta náttúrunnar. Hún spurði ætíð ítarlega um hagi í fjöl- skyldum, framfarir og skólagöngu barna og barnabarna vina sinna. Hún vissi svo vel sem er, að fjölskyldan er meginmálið í tilveru okkar allra. Gunvor var falleg kona, fíngerð og kankvís, ætíð björt á svip, með mjúk- an bjölluhljóm í röddinni. Það var hverju sinni gleðiefni að vera með henni, ekki síst að spjalla um bækur. Hún var góður bókagefandi og naut þess á móti að fá íslenskar bækur yfir hafið. Þar á ofan var hún glæsileg og rausnarleg húsfreyja í ótal fallegum kvöldboðumá heimili þeirra hjóna í Lyngby. Það hefur verið mikil gjöf í lífinu, sem seint verður fullþökkuð, að eiga Gunvor og Søren Langvad að vinum. Ég minnist Gunvor með söknuði, virðingu og hlýju og votta Søren og fjölskyldunni allri einlæga samúð mína. Vigdís Finnbogadóttir. Gunvor Langvad Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.