Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 67 menning Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Raðhús á einni hæð auk bílskúrs óskast. Staðgreiðsla í boði. Hentug stærð 125-170 fm. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Á VATNSENDASVÆÐINU ÓSKAST Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Vorum beðin að útvega 55-75 fm 2ja herbergja íbúð í grónu hverfi, t.d. Háaleiti, Vesturbæ, Hlíðum eða austurborginni. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ Í GRÓNU HVERFI ÓSKAST Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR Frumsýning 18. nóvember kl. 20 - 2. sýning 25. nóvember kl. 20 3. sýning 2. desember kl. 20 ATH! AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR STRENGJALEIKHÚSIÐ Strengjaleikhúsið í samvinnu við íslensku óperuna SKUGGALEIKUR Ný íslensk ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur, Sjón og Messíönu Tómasdóttur ARÍUR UM ÁSTINA - HÁDEGISTÓNLEIKAR ÞRIÐJUD. 14. NÓV. KL.12.15 Jónas Guðmundsson, tenór, og Kurt Kopecky, píanó, flytja rússneskar og ítalskar aríur í hádeginu         ! """#$ %# &' ()$ * +, $ - * .$ * $ / * Listaháskóli Íslands hefur ver-ið í umræðunni undanfarnadaga og sýnist sitt hverjum. Málið snýst um verkefni í leiklist- ardeild skólans, þar sem nemendur áttu að draga upp mynd af ljótleika í samfélaginu. Þrír karlkyns nem- endur klipptu skapahár nakins kvennemanda og karlkyns nemandi pissaði á fætur hennar. Listahá- skólinn hefur neitað að tjá sig um málið og segir það innanhússmál, en það sé stefna skólans að nem- endur standi skil á sínum verk- efnum gagnvart kennurum sínum en ekki fjölmiðlum. Í pistli sínum 2. nóvember sl. er Bergþóra Jóns- dóttir á Morgunblaðinu sammála og segir Listaháskólann hafa breytt rétt. Að grípa inn í hefði skert list- rænt tjáningarfrelsi nemenda og á þann hátt hefði skólinn brugðist trausti þeirra. Hér er ég ekki sammála. Þetta mál lætur mig ekki í friði og að mínu mati er hér ekki rétt að stað- ið. Vandinn liggur ekki í að leggja mat á úrlausn nemendanna enda er það hlutverk kennara, heldur í því hvort kennarar LHÍ hafi brugðist rétt við með því að láta fram- kvæmdina eiga sér stað og síðan eftir að málið komst í fjölmiðla, hvort skólinn geri rétt með því að bregðast við með þögninni einni.  Að mínu mati hefur Listaháskól-inn brugðist nemendum sínum með því að láta athæfið viðgangast. Eins og Bergþóra bendir á í pistli sínum er það umhugsunarvert að nemendur bregðist á svo grófan máta við verkefninu og end- urspeglar það ef til vill firrta sið- gæðisvitund samfélagsins. En eru ekki viðbrögð kennara og skólans enn firrtari með því að gera enga athugasemd? Hefðu reyndir listamenn verið á ferð með sýningu væri ég ekki að skrifa þessar línur. Og ekki hef ég áhuga á að gerast siðgæðisvörður LHÍ þó að óhjákvæmilega setji ég mig í slík spor með þessum pistli. Varla þarf að taka fram að ég er fylgjandi listrænu tjáningarfrelsi. En hér er um nemendur en ekki listamenn að ræða og þar liggur kjarni málsins. Að vísu fullorðið fólk, um eða yfir tvítugu eða eldra, en engu að síður nemendur undir handleiðslu kennara sinna sem þau þurfa að treysta. Það hlýtur að vera hlutverk skólans að vernda nem- endur sína fyrir uppákomum af þessu tagi, einnig þegar allir taka fúsir þátt eins og ég efast ekki um að hér hafi verið raunin. Mig langar að varpa fram þeirri spurningu hvort það sé ekki á ábyrgð kennara að nemendur fremji ekki athæfi sem þeir hafa hugsanlega hvorki listrænan né siðferðislegan þroska til að meta og komi ef til vill til með að sjá eftir síðar? Hefði ekki verið hægt að sýna nemendum fram á að ef til vill væri hægt að draga upp mynd af athæfi á borð við þetta með dramatískari aðferðum en bókstaflegri framkvæmd? Listaháskólinn ætlar ekki að tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum. Skilj- anlega er það ekki stefna skólans að fjalla um einstaka nemendur eða kennara í fjölmiðlum. En er ekki líka sjálfsagt að Listaháskólinn taki afstöðu til siðferðislegra málefna ef þörf krefur?  Það sem er erfitt í þessu máli erað annars vegar eiga nem- endur skólans vissulega að vera stikkfrí ef svo má segja, í þeirri list- sköpun sem fram fer innan veggja skólans og er ekki á opinberum vettvangi. En hins vegar hlýtur Listaháskólinn að bera ábyrgð gagnvart nemendum sínum og enn- fremur samfélaginu. Almenn skyn- semi hlýtur að geta dregið mörkin einhvers staðar, án þess að vera með óþarfa eða teprulega rit- skoðun. Ef athæfi af þessum toga er látið viðgangast án athugasemda vekur það spurningar sem erfitt er að svara og um leið glatast tæki- færi til einkar þarfrar og spenn- andi umræðu. Hvenær á að segja stopp? AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir » Almenn skynsemihlýtur að geta dregið mörkin einhvers staðar, án þess að vera með óþarfa eða teprulega rit- skoðun. LHÍ Skólinn hefur aðsetur á nokkrum stöðum í Reykjavík. ragnahoh@simnet.is Útvarpsstöðin X-ið 97,7 munstanda fyrir fyrsta Íslands- mótinu í skyrglímu og fer það fram á skemmtistaðnum Pravda við Aust- urstræti í dag. Af þessu tilefni mun hljómsveitin Brain Police troða upp. Hægt er að skrá sig til þátttöku á netfanginu skyrglima@xid977.is. Vinningarnir eru ekki af verri endanum. Íslandsmeistarinn í kvennaflokki fær tvær nætur með morgunverði fyrir tvo á Hótel Ven- us, 10 tíma ljósakort frá Ibiza, út að borða fyrir tvo á Galileo, 10.000 kr. inneign hjá skór.is og klippingu hjá Hárkompaníinu. Íslandsmeistarinn í karlaflokki fær nýja geisladiskinn frá Hildi Völu, La la la. „Ástæðan fyrir þessum gífurlega mun er sú að við viljum jafna ára- langan ójöfnuð kynjanna er snýr að launum og verðlaunafé,“ segir meðal annars í tilkynningu frá X-inu.  Fólk folk@mbl.is Klukkan 16 í dag verður sænskamyndin Sven Klangs Kvintett (1976) í leikstjórn Stellan Olson sýnd í Kvikmyndasafninu. Sögusvið- ið er sænskur smábær árið 1958. Sven Klang stýrir þorpsbandinu þar til sveitinni bætist liðsauki með saxófónleikaranum Lasse sem gerir athugasemdir bæði við stjórnunina og skiptingu ágóðans. Auk þess vill hann að sveitin spili meiri djass. Þetta er gott dæmi um leikmanna- hljómsveit sem skyndilega verður að alvöru djasssveit þegar atvinnumað- ur bætist í hópinn. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafn- arfirði, alla þriðjudaga kl. 20 og á laugardögum kl. 16. Miðasala opnar hálftíma fyrir sýningar og miðaverð er 500 krónur. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.kvikmyndasafn.is. Fréttir á SMS Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.