Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÖRGU ungu fólki finnst það jafnvel normið að prófa örvandi vímuefni. Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir á Vogi, segir lífseiga þá goðsögn að örv- andi efni séu skaðlaus og ranghugmyndir ungs fólks um efnin miklar. „Ég held að það séu mjög margir sem telja það jafnvel normið að prófa [örv- andi vímuefni], sem er gríðarlega hættulegt,“ seg- ir Þórarinn. Í Morgunblaðinu í gær benti Þórarinn á að neysla örvandi efna væri helst bundin við fólk á aldrinum 25–30 ára. Það sem einkenndi amfeta- mínneyslu hér á landi væri háskammta túra- neysla, þegar mikils magns efnis er neytt í 3–5 daga. Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Götu- smiðjunni, segist hafa orðið var við gríðarlega aukningu í notkun örvandi efna hjá aldurshópnum 15–20 ára undanfarinn áratug. Hraðinn í neysl- unni sé einnig orðinn meiri. Ungmenni sem hafa aðeins verið í ár í neyslu eru oft orðin mjög djúpt sokkin. „Það er bara hoppað í djúpu laugina,“ segir Mummi. „Þessir krakkar reykja hass í miðri viku, svo drífa þau sig ekki upp úr sófanum á föstudags- kvöldi og þá koma örvandi efnin til sögunnar.“ Mummi segir unglinga langflesta mjög meðvit- aða um skaðsemi vímuefna. „Sjálfsmyndin og sjálfsálitið liggur bara þannig að þeim er alveg skítsama.“ Hann hefur þá kenningu að unglingar velji sér vímuefni út frá eigin persónuleika. „Ef ungling- urinn er ör og reiður þá leitar hann í örvandi efni, ef hann er rólegur og inni í sér þá leitar hann í hass. Það er mikil reiði og pirringur í ákveðnum hópi unglinga. Það segir sig sjálft að sá hópur kemur til með að fara út í notkun örvandi efna.“ Mummi segir það sína reynslu að mikil vímu- efnaneysla sé alltaf birtingarform á öðrum vanda. Telja jafnvel normið að prófa örvandi vímuefni Gríðarleg fjölgun ungra neytenda örvandi efna og neyslan hraðari en áður ÓSKAR Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar, seg- ir mikla fræðslu liggja fyrir til barna og unglinga varðandi skaðsemi vímuefna. „Ég held að fræðslan og þekkingin sé fyrir hendi og er töluvert meiri en fyrir nokkrum ár- um,“ segir Óskar. „En hins vegar þarf að horfa á þau gildi og þau norm sem eru í samfélaginu. Hvað telst eðlilegt og ekki eðlilegt, hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Ef notkun örvandi efna hefur aukist þá myndi ég leita svara í okkar menningu.“ Mikil fræðsla í gangi RUNÓLFUR Ágústsson, rekt- or Háskólans á Bifröst, sagði í ræðu á málþingi háskólans og fé- lagsmálaráðu- neytisins um launajafnrétti á vinnumarkaði á Bifröst í gær að með sömu þróun og verið hefði undanfarin ár myndi það taka 581 ár að ná fram jöfnum rétti kynja til launa á Íslandi. Sam- kvæmt rannsókn Capacent er óút- skýrður launamunur nú 15,7 % en var 16% árið 1994. Ekki mikil huggun Í ávarpi sínu sagði Runólfur m.a.: „Kynbundinn launamunur á vinnu- markaði er staðreynd og nú blasir það við okkur að samkvæmt þeirri könnun sem við erum hér að fjalla um dregur afar hægt úr þessum smánarbletti á okkar atvinnulífi og samfélagi. Þegar búið er að fram- kvæma svokallaða leiðréttingu á kynbundnum launamun var svokall- aður óútskýrður launamunur 16% árið 1994 en hann er 15,7% í dag. Þetta er ekki mikil huggun nýbök- uðum foreldrum stúlkubarna því þegar þær fá aldur til getum við skýrt út fyrir þeim að jöfnum rétti þeirra til launa verði með sama áframhaldi náð árið 2588, eða eftir 581 ár. Það er langur tími að bíða, bæði fyrir foreldra og börn.“ Launajafn- rétti náð eftir 581 ár Runólfur Ágústsson JAFNINGJAFRÆÐSLAN stend- ur fyrir miðnæturgöngu niður Laugaveginn í kvöld og er hún liður í átakinu nóvember gegn nauðg- unum. Þar munu m.a. Sniglarnir verða með í för samkvæmt upplýs- ingum aðstandenda göngunnar. Segja þeir baráttumálin vera þau að færa umræðuna frá fórnarlamb- inu yfir á gerandann, hertar refs- ingar, aukna löggæslu og að svo- nefnt misneytingarfrumvarp verði samþykkt. Gangan hefst kl 24 á Hlemmi og endar á Ingólfstorgi eða í kjallara Hins hússins ef veður verður slæmt. Ganga gegn nauðgunum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann á sextugs- aldri í 7 mánaða fangelsi fyrir þjófn- aði í vor. Játaði hann að hafa stolið ýmsum hlutum sem honum var gefið að sök, s.s. seðlaveskjum, úrum, far- tölvu og fleira. Dómurinn tók tillit til hreinskilnislegrar játningar ákærða og þess að verðmætin komust nær öll óskemmd til skila. Þá var tekið tillit til þess að ásetningur hans hafi verið þokukenndur. Til refsiþyngingar horfði þó mikilvægi þeirra hagsmuna sem ákærði braut gegn, nefnilega friðhelgi heimilis og eignaréttar. Maðurinn hefur 42 sinnum hlotið dóm á brotaferli sínum frá árinu 1969 og samanlagt verið í dæmdur í yfir 20 ára fangelsi. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Verjandi var Páll Arnór Pálsson hrl. og sækjandi Dag- mar Arnardóttir frá Lögreglustjór- anum í Reykjavík. Sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnaði Hefur hlotið 42 dóma á brotaferli sínum ORKUSETUR hefur veitt EGO-sjálfsafgreiðslustöðv- unum viðurkenningu fyrir frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, afhenti Jóhanni P. Jónssyni, framkvæmdastjóra EGO, viðurkenninguna í gær. Framlag EGO felst í því að bjóða ökumönnum tölvu- stýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða á öllum EGO-stöðvunum. Það stuðlar að minni eldsneyt- isnotkun og er í takt við aðgerðaáætlun Evrópusam- bandsins sem skila á 20% orkusparnaði á næstu 15 ár- um. Samkvæmt frétt frá Orkusetri er talið að með bættri jöfnun lofts í hjólbörðum megi spara þjóð- arbúinu um 500 milljónir á ári og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 12 þúsund tonn. Morgunblaðið/Sverrir EGO fékk viðurkenningu ♦♦♦ SIGFÚS Jörundur Árnason Johnsen, fyrrverandi kennari og félagsmálastjóri, lést á Landspítalanum sl. fimmtudag, 76 ára að aldri. Sigfús fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930. Eftir brautskráningu frá Verslunarskóla Ís- lands og kennarapróf gerðist Sigfús kennari og síðar yfirkennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum. Eftir flutning til Reykjavíkur 1969 starfaði hann lengst af sem kenn- ari við Vogaskóla og síðar félags- málastjóri í Garðabæ. Hann var virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins frá unga aldri og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi, s.s. formennsku Eyverja, félags ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, varafor- mennsku í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna, varaþingmennsku fyrir Suðurlandskjör- dæmi og formennsku í félagi sjálfstæðis- manna í Hóla- og Fellahverfi í Reykja- vík. Sigfús var frum- kvöðull í ferða- og samgöngumálum á yngri árum, stofnaði Eyjaflug til að bæta samgöngur milli lands og Eyja og stofnaði og rak ferðaskrifstofu frá Vestmannaeyjum sem þúsundir lands- manna nýttu. Sigfús var fram eftir aldri virkur bjarg- veiðimaður í Eyjum og var kjörinn heiðursfélagi í Bjargveiðifélagi Bjarnareyinga 2004. Sigfús var virkur í starfi Freeport-klúbbsins og formaður hans um tíma. Þá starfaði Sigfús um árabil í Gideon- hreyfingunni. Eftirlifandi eiginkona Sigfúsar er Kristín Sigríður Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru Þorsteinn Ingi, Árni, Gylfi, Margrét, Þór og Sif. Andlát Sigfús J. Johnsen RÁÐGJAFARNEFND umhverfis- ráðuneytisins um stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs afhenti Jónínu Bjart- marz umhverfisráðherra skýrslu sína í gær. Nefndin leggur til við ráð- herra að sett verði lög um Vatnajök- ulsþjóðgarð og haldið áfram undir- búningi að stofnun þjóðgarðsins með það að markmiði að hann verði að veruleika eigi síðar en á fyrri hluta árs 2008. Í skýrslunni er fjallað um möguleg mörk þjóðgarðsins, verndarstig ein- stakra svæða, uppbyggingu þjón- ustunets þjóðgarðsins og stjórnfyr- irkomulag. Í skýrslunni kemur fram að gerð sé tillaga um að Vatnajök- ulsþjóðgarður nái í fyrstu til alls jök- ulsins og helstu áhrifasvæða hans, þ.m.t. Jökulsár á Fjöllum. Nákvæm mörk þjóðgarðsins í upphafi muni þó ráðast endanlega af samningum við landeigendur og handhafa nytjarétt- ar. Sett verði lög um þjóðgarð Angist og gleði bernskunnar „Fæðing mín er annað reiðarslag fyrir fjölskylduna. Að vísu er ég ekki þroskaheftur. Það er léttir. En eftir fæðinguna blasir önnur hryllileg staðreynd við: Ég er rauðhærður. Það hefði ekki getað verið meira áfall þótt ég hefði verið svartur.“ Indjáninn er áhrifamikil uppvaxtarsaga sem sveiflast á milli strákslegrar gleði og nístandi einmanaleika þess sem ekki er alltaf í takt við umhverfið. edda.is Jón Gnarr: Indjáninn - skálduð ævisaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.