Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 27 LANDIÐ Nordica hotel Suðurlandsbraut 2 VOX Bistro 11.30-22.30 Opið alla vikuna www.vox.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 9 9 6 Borðapantanir: 444 50 50 eða vox@vox.is Villibráðarmatseðill í október og nóvember. Norrænir gestakokkar Fyrstur í röðinni er Réne Redzepi frá hinu glæsilega veitingahúsi NOMA í Kaupmannahöfn. Réne matreiðir fyrir gesti VOX 23.-25. nóvember. Í jólaskapi Frá 1. des. verður jólamatseðill með íslenskri villigæs í aðalrétt. Þorláksmessa Hlaðborð með þjóðlegu ívafi. Gleðileg hátíð Hátíðarmatseðlar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Nýársdagur Glæsilegur kvöldverður með íslensku hreindýrakjöti í aðalhlutverki. VOX Restaurant 18.30-22.30 Opið þri.-lau. Vetrardagskrá VOX girnileg vetrardagskrá Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Viðskiptavinirnir létu sig ekki vanta þegar haldnir voru Bændadagar í Skagfirð- ingabúð á Sauðárkróki. Þetta er í fjórða sinn sem skagfirskir bænd- ur kynna og selja framleiðsluvörur sínar, og sagði Árni Kristinsson vöruhússtjóri að þetta væri hugs- að sem endir sláturtíðar, þar sem bændur kæmu á beinu sambandi við viðskiptavinina. Guðmundur Gíslason markaðs- stjóri kjötafurðasölu Kaupfélags Skagfirðinga sagði að hér væri verið að kynna og selja aðallega lambakjöt og mjólkurvörur. Hann sagði söluna í ár vera tvöfalt meiri en í fyrra, eða fimmtán til tuttugu tonn á þessum tveim dögum og verðið væri fyllilega sambærilegt við það sem best væri í lág- vöruverslunum. Kynntar voru ýmsar nýjungar frá kjöt- afurðastöðinni og mjólkursamlag- inu. Áhugi á markaðsstarfi Ljóst var á fjölda þeirra gesta sem komu og hittu bændurna og fengu að bragða á lostætinu að þeir kunnu vel að meta það sem í boði var. Guðmundur sagði sauð- fjárbændur hafa mikinn áhuga á öllu markaðsstarfi í kringum lambakjötið og sýndu það í þessari kynningu, svo sem í hinum fyrri, að þeir sjálfir eru langbestir í slíku starfi, enda með mikla þekk- ingu á framleiðslu, meðhöndlun og bragðgæðum kjötsins.Guðmundur sagði að lokum að neytendurnir hér væru greinilega vel meðvitaðir um gæði innlendrar framleiðslu, en eins og vitað er stendur Skaga- fjörður mjög framarlega í ís- lenskri matvælaframleiðslu. Bændur kynntu vörur sínar Morgunblaðið/Björn Björnsson Kynning Það voru lífleg viðskipti á Bændadögum í Skagfirðingabúð. Siglufjörður | Leikfélag Siglufjarð- ar sýnir um þessar mundir gaman- leikinn „Láttu ekki deigan síga“ í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Frumsýnt var í Bíó Café síðastlið- inn mánudag. Höfundar verksins eru þær Hlín Agnarsdóttir og Edda Björg- vinsdóttir og fjallar það um ’68- kynslóðina, sigra hennar og von- brigði. Titilpersónan, Guðmundur Þór, fær heimsókn frá syni sínum, Garp Snæ, sem er orðinn húsnæðislaus eftir að móðir hans henti honum út. Samskipti þeirra feðga draga fram í dagsljósið, farinn kvennaveg Guð- mundar frá 1967 til 1984, sem er ansi skrautlegur, segir í fréttatilkynn- ingu frá Leikfélagi Siglufjarðar. Láttu ekki deigan síga Akranes | Árleg menningarhátíð, Vökudagar, er haldin á Akranesi þessa dagana. Hófst hún í fyrradag og stendur fram eftir næstu viku. Dagskráin er fjölbreytt, tónlist, myndlist og ýmsir aðrir listviðburð- ir um allan bæinn á vegum ein- staklinga, stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka. Meðal viðburða má nefna sýn- ingu á verkum Eiríks Smith list- málara í Listasetrinu Kirkjuhvoli. Í dag opnar Friðþjófur Helgason bæjarlistamaður ljósmyndasýn- inguna „Fólk í fimm heimsálfum“ í húsnæði Skagaleikflokksins að Vesturgötu 119. Einnig fer fram orgelkynning fyrir börn í Akranes- kirkju og flutt dagskráin „Skaga- skáldin“ á Safnasvæðinu, auk ann- ars. Á morgun, sunnudag, verður flugeldasýning á Jaðarsbökkum og hagyrðingakvöld á Safnasvæðinu. Dagskráin heldur síðan áfram fram eftir vikunni og lýkur með kaffi- húsakvöldi Kirkjukórs Akraness í safnaðarheimilinu Vinaminni á föstudagskvöldið. Fjölbreyttir Vökudagar ♦♦♦ ♦♦♦ Blönduós | Folaldasýningin verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blöndu- ósi í dag, laugardag, klukkan 13.30. Sýningin er haldin í samvinnu hrossaræktenda í Húnavatns- sýslum. Kynbótadómarar lýsa folöldum og velja álitlegasta ræktunargrip- inn og áhorfendur velja eigulegasta folaldið. Veitt verða verðlaun. Folöld sýnd á Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.