Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 27

Morgunblaðið - 04.11.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 27 LANDIÐ Nordica hotel Suðurlandsbraut 2 VOX Bistro 11.30-22.30 Opið alla vikuna www.vox.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 9 9 6 Borðapantanir: 444 50 50 eða vox@vox.is Villibráðarmatseðill í október og nóvember. Norrænir gestakokkar Fyrstur í röðinni er Réne Redzepi frá hinu glæsilega veitingahúsi NOMA í Kaupmannahöfn. Réne matreiðir fyrir gesti VOX 23.-25. nóvember. Í jólaskapi Frá 1. des. verður jólamatseðill með íslenskri villigæs í aðalrétt. Þorláksmessa Hlaðborð með þjóðlegu ívafi. Gleðileg hátíð Hátíðarmatseðlar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Nýársdagur Glæsilegur kvöldverður með íslensku hreindýrakjöti í aðalhlutverki. VOX Restaurant 18.30-22.30 Opið þri.-lau. Vetrardagskrá VOX girnileg vetrardagskrá Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Viðskiptavinirnir létu sig ekki vanta þegar haldnir voru Bændadagar í Skagfirð- ingabúð á Sauðárkróki. Þetta er í fjórða sinn sem skagfirskir bænd- ur kynna og selja framleiðsluvörur sínar, og sagði Árni Kristinsson vöruhússtjóri að þetta væri hugs- að sem endir sláturtíðar, þar sem bændur kæmu á beinu sambandi við viðskiptavinina. Guðmundur Gíslason markaðs- stjóri kjötafurðasölu Kaupfélags Skagfirðinga sagði að hér væri verið að kynna og selja aðallega lambakjöt og mjólkurvörur. Hann sagði söluna í ár vera tvöfalt meiri en í fyrra, eða fimmtán til tuttugu tonn á þessum tveim dögum og verðið væri fyllilega sambærilegt við það sem best væri í lág- vöruverslunum. Kynntar voru ýmsar nýjungar frá kjöt- afurðastöðinni og mjólkursamlag- inu. Áhugi á markaðsstarfi Ljóst var á fjölda þeirra gesta sem komu og hittu bændurna og fengu að bragða á lostætinu að þeir kunnu vel að meta það sem í boði var. Guðmundur sagði sauð- fjárbændur hafa mikinn áhuga á öllu markaðsstarfi í kringum lambakjötið og sýndu það í þessari kynningu, svo sem í hinum fyrri, að þeir sjálfir eru langbestir í slíku starfi, enda með mikla þekk- ingu á framleiðslu, meðhöndlun og bragðgæðum kjötsins.Guðmundur sagði að lokum að neytendurnir hér væru greinilega vel meðvitaðir um gæði innlendrar framleiðslu, en eins og vitað er stendur Skaga- fjörður mjög framarlega í ís- lenskri matvælaframleiðslu. Bændur kynntu vörur sínar Morgunblaðið/Björn Björnsson Kynning Það voru lífleg viðskipti á Bændadögum í Skagfirðingabúð. Siglufjörður | Leikfélag Siglufjarð- ar sýnir um þessar mundir gaman- leikinn „Láttu ekki deigan síga“ í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Frumsýnt var í Bíó Café síðastlið- inn mánudag. Höfundar verksins eru þær Hlín Agnarsdóttir og Edda Björg- vinsdóttir og fjallar það um ’68- kynslóðina, sigra hennar og von- brigði. Titilpersónan, Guðmundur Þór, fær heimsókn frá syni sínum, Garp Snæ, sem er orðinn húsnæðislaus eftir að móðir hans henti honum út. Samskipti þeirra feðga draga fram í dagsljósið, farinn kvennaveg Guð- mundar frá 1967 til 1984, sem er ansi skrautlegur, segir í fréttatilkynn- ingu frá Leikfélagi Siglufjarðar. Láttu ekki deigan síga Akranes | Árleg menningarhátíð, Vökudagar, er haldin á Akranesi þessa dagana. Hófst hún í fyrradag og stendur fram eftir næstu viku. Dagskráin er fjölbreytt, tónlist, myndlist og ýmsir aðrir listviðburð- ir um allan bæinn á vegum ein- staklinga, stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka. Meðal viðburða má nefna sýn- ingu á verkum Eiríks Smith list- málara í Listasetrinu Kirkjuhvoli. Í dag opnar Friðþjófur Helgason bæjarlistamaður ljósmyndasýn- inguna „Fólk í fimm heimsálfum“ í húsnæði Skagaleikflokksins að Vesturgötu 119. Einnig fer fram orgelkynning fyrir börn í Akranes- kirkju og flutt dagskráin „Skaga- skáldin“ á Safnasvæðinu, auk ann- ars. Á morgun, sunnudag, verður flugeldasýning á Jaðarsbökkum og hagyrðingakvöld á Safnasvæðinu. Dagskráin heldur síðan áfram fram eftir vikunni og lýkur með kaffi- húsakvöldi Kirkjukórs Akraness í safnaðarheimilinu Vinaminni á föstudagskvöldið. Fjölbreyttir Vökudagar ♦♦♦ ♦♦♦ Blönduós | Folaldasýningin verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blöndu- ósi í dag, laugardag, klukkan 13.30. Sýningin er haldin í samvinnu hrossaræktenda í Húnavatns- sýslum. Kynbótadómarar lýsa folöldum og velja álitlegasta ræktunargrip- inn og áhorfendur velja eigulegasta folaldið. Veitt verða verðlaun. Folöld sýnd á Blönduósi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.