Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 41
Í OKTÓBERMÁNUÐI ár hvert
er árveknisátak um brjósta-
krabbamein. Krabbameinsfélag Ís-
lands ásamt Samhjálp kvenna
standa fyrir því. Tákn þess er bleik
slaufa.
Undirritaðri finnst í þessu sam-
bandi ekki úr vegi að vekja athygli á
því æskilegt sé að konur, sem geng-
ist hafa undir skurðaðgerð vegna
brjóstakrabbameins, eigi kost á
markvissri endurhæfingu. Ég hef
sem íþróttakennari margra ára
reynslu af slíkri endurhæfingu og tel
mig geta fullyrt að hún sé afar mik-
ilvæg.
Framtak Dana til fyrirmyndar
Ég átti þess nýlega kost að kynna
mér starfsemi í Danmörku sem lýtur
að endurhæfingu kvenna sem fengið
hafa brjóstakrabbamein. Heimsótti
ég m.a. sjúkrahús í Svendborg og
endurhæfingarmiðstöð í Dallund á
Fjóni. Við sjúkrahúsið var end-
urhæfingarálma opnuð í lok ársins
2005. Þangað geta konur komið eftir
aðgerð. Þar eru tveir vel útbúnir
íþróttasalir. Konurnar koma þangað
í hóptíma og æfa sig markvisst undir
stjórn kennara. Æfingar, þar á með-
al teygjur, eru fjölbreyttar og gerð-
ar undir tónlist. Ýmis áhöld eru not-
uð, t.d. stórir boltar, gjarðir og
borðar. Knattleikurinn bandy var
vinsæll. Kennslan var í höndum
tveggja sjúkraþjálf-
ara. Í lok hvers tíma
svöruðu þeir fyr-
irspurnum og gáfu
góð ráð. Þeir sinna
einnig konum sem eru
undir eftirlit og hafa
stundað heima-
æfingar. Heimaæfing-
arnar eru vel valdar
æfingar sem konur
nota strax eftir að-
gerð. Æfingarnar
valdi Kirsten R. Tors-
leff sjúkraþjálfari.
Hún fór í aðgerð fyrir
20 árum og byggir á reynslu sinni. Í
Svendborg er konunum einnig boðið
upp á vatnsleikfimi.
Endurhæfingarmiðstöðin
í Dallund
Endurhæfingarmiðstöðin í Dall-
und á Norður-Fjóni er í gamalli höll
við vatnið Søndersø. Fagurt lands-
lag umlykur þessa höll. Þar hófst
starfsemi í október 2001 sem reist
var á 5 ára rannsóknaráætlun sem
tilraunaverkefni. Nú hefur verið
ákveðið að framhald verði á starf-
seminni til ársins 2008.
Stöðin fékk m.a. það verkefni að
móta aðferðir sem nota mætti í end-
urhæfingu krabbameinssjúkra. Hún
átti ennfremur að skipuleggja og
halda námskeið, stunda rannsóknir,
afla þekkingar og miðla
henni.
Endurhæfing-
armiðstöðin er hin
fyrsta sinnar tegundar í
Danmörku sem býður
þeim sem gengist hafa
undir skurðaðgerð
vegna krabbameins upp
á 6 daga námskeið. Þau
eru flokkuð eftir kyni,
aldri og tegund krabba-
meins.
Tilgangur þeirra er
að veita þátttakendum
nýja orku og nýja sýn
með fræðslu um á sjúkdóminn, lík-
amlegri og andlegri þjálfun, sam-
veru, gagnkvæmum skiptum á
reynslu, heilbrigðu mataræði og
mótun á eigin framgöngu.
Námskeiðin eru ókeypis fyrir
þátttakendur, þ.e.a.s. ef stjórn sveit-
arfélags hefur samþykkt umsókn
viðkomandi. Kostnaðurinn er borinn
upp af krabbameinssamtökum og
sveitarfélögum. Námskeiðin hafa
skilað árangri.
Könnun leiddi í ljós að hálfu ári
eftir námskeið hafa hagir þátttak-
enda breyst til hins betra:
1. Margir snúa aftur til vinnu. 38%
þátttakenda sem höfðu gengist und-
ir brjóstaðgerð voru undir sextugu
og höfðu stundað vinnu. Sex mán-
uðum eftir námskeið voru 53% þátt-
takenda komin í starf. Flestir í sama
starf og áður en aðrir í störf með
sveigjanlegum vinnutíma.
2. Í ljós kom að þátttakendur lifðu
heilbrigðara lífi eftir vikudvöl í Dall-
und. Þeir reyndu að borða fitusnauð-
ari mat og fjölbreyttari, einnig að
sofa nægilega mikið og forðast
streitu.
3. Fram kom að eftir námskeið
finna þátttakendur síður fyrir
þreytu í dagsins önn. Þreyta er
þekktur kvilli meðal krabbameins-
sjúkra. Um 70% þeirra glíma við
vandann. Margir upplifa þreytuna
sem örorku sem geri þeim erfiðara
fyrir að lifa eðlilegu lífi.
4. Könnunin sýndi að marktækar
breytingar verða á andlegri líðan
þátttakenda. Þeir finna síður til
kvíða og depurðar. Þeim finnst þeir
hafa öðlast meiri orku.
Fleira mætti nefna úr þessari
könnun en hér hefur aðeins verið
stiklað á stóru um þetta merka
framtak og sýnilegan árangur á gildi
þess.
Alhliða endur-
hæfingarstöð
Endurhæfingu krabbameins-
sjúkra þarf að sinna betur hér á
landi en gert er.
Úrbóta er þörf og það sem allra
fyrst. Betri heilsa er góð fjárfesting
fyrir samfélagið. Þörf er á alhliða
endurhæfingarstöð, í líkingu við
Dallund, sem best væri staðsett á
landsbyggðinni, fjarri skarkala höf-
uðborgarsvæðisins. Margir þyftu að
sameinast um það verkefni með
Krabbameinsfélag Íslands og heil-
brigðisyfirvöld í broddi fylkingar.
Fjársterkir áhugamenn væru að
sjálfsögðu velkomnir í hópinn.
Í Mbl. þann 29. okt. sl. er sagt frá
hugmynd um að koma á fót brjóst-
meinastöð hér á landi. Stöðin myndi
hafa það hlutverk að þjóna konum
sem greinast með brjóstamein og
jafnframt fjölskyldum þeirra, allt frá
upphafi greiningar til loka með-
ferðar og endurhæfingar. Hug-
myndin á allan stuðning skilinn.
Brjóstakrabbamein og endurhæfing
Lovísa Einarsdóttir
fjallar um endurhæfingu
vegna brjóstakrabbameins
»Úrbóta er þörf ogþað sem allra fyrst.
Betri heilsa er góð fjár-
festing fyrir samfélagið.
Þörf er á alhliða end-
urhæfingarstöð …
Lovísa Einarsdóttir
Höfundur er íþróttakennari
og samskiptafulltrúi á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
FRAMSÓKNARMENN í Suð-
vesturkjördæmi velja nú í efstu sæti
framboðslista fyrir alþingiskosning-
arnar í vor. Framundan er sókn til
nýrra afreka. Framsóknarflokkurinn
hefur tekið virkan þátt í því að gera
lífsgæði á Íslandi með þeim bestu
sem um getur og atvinnuástand í
landinu með því sem best gerist í
heiminum. Flokkurinn
fylkir nú liði og blæs til
nýrrar sóknar.
Góðærið sem nú ríkir
hefur um margt bylt
samfélaginu. Fram-
undan er drjúg vinna
við að gæta sanngirni
og þess að allir þegnar
landsins njóti ávaxta
góðra verka. Í Suðvest-
urkjördæmi blasa við
mörg brýn verkefni.
Byggðaþróun á höf-
uðborgarsvæðinu leiðir
af sér mörg úrlausn-
arefni. Þar eru bæði heilbrigðis- og
félagsmál, samgöngu- og skipulags-
mál. Þar mætast oftlega verkefni op-
inberra aðila, togstreita um hlutverk
og röðun verkefna getur svo bitnað á
almenningi.
Það er brýnt að ríki og sveitarfélög
taki með afgerandi hætti höndum
saman í málefnum elstu og yngstu
þegnanna. Við þurfum að bæta veru-
lega í varðandi vímuvarnir ung-
menna. Góðærið á sér þar skuggahlið
sem ekki verður mætt nema með
sameinuðum kröftum. Þar blasir líka
við að breyta þarf almenningsáliti.
Það á t.d. alltaf að vera í góðu lagi að
segja nei við bjór og brennivíni. Ýms-
ir aðilar berjast gegn því að krakkar
fari í hjörðum inn á afrétt hömlu-
lausrar skemmtunar um leið og
grunnskóla lýkur. Það er erfið bar-
átta, innan skóla og utan. Opinberir
aðilar geta stillt saman ýmsa krafta,
auk þess sem öll hjálp er vel þegin.
Það þarf afgerandi
aðgerðir í umönnun
aldraðra. Ég lasta ekki
það sem vel er gert. En
betur má ef duga skal,
það blasir við. Öldr-
uðum fjölgar og þeir
sækja þangað sem stutt
er til heilbrigðisstofn-
ana og þjónustu. Marg-
ir hafa hreinlega ekki
tíma eða heilsu til að
bíða eftir hjúkr-
unarrými. Hér dugir
ekkert minna en sam-
stillt átak allra, ríkis, sveitarfélaga og
almennings.
Hinn mikli vöxtur byggðar í Suð-
vesturkjördæmi kallar á framsýni í
samgöngumálum. Menn hafa ekki
haft undan, umferðin silast um svæð-
ið kvölds og morgna. Mikið hefur
áunnist og menn eiga ekki að unna
sér hvíldar. Undir eru líf og limir, og
hagsmunir aðrir. Annar áfangi Arn-
arnesvegar fer af stað á næsta ári, og
sá þriðji má ekki bíða til 2012. Það sjá
allir öryggið í að tvöfalda þjóðveginn
frá Reykjavík til Keflavíkur, sama
þarf að gera yfir Hellisheiði og frá
Reykjavík að Hvalfjarðargöngum og
tvöfalda svo göngin svo fljótt sem
skynsamlegt getur talist vegna
þenslu. Og það þarf að koma þunga-
flutningum aftur út á sjó.
Sóknin er hafin
Samúel Örn Erlingsson fjallar
um þjóðmál »Hinn mikli vöxturbyggðar í Suðvest-
urkjördæmi kallar á
framsýni í samgöngu-
málum. Menn hafa ekki
haft undan, umferðin
silast um svæðið kvölds
og morgna.
Samúel Örn Erlingsson
Höfundur býður sig fram í annað
sæti lista Framsóknarflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
MENNTUN í fótaaðgerðafræð-
um hefur legið niðri hér á landi und-
anfarin 15 ár ef frá eru talin hin
ýmsu símenntunarnámskeið, sem
Félag íslenskra fótaaðgerðafræð-
inga (FÍF) hefur haldið fyrir félaga
sína. Á þessum árum hefur nýliðun í
faginu aðallega komið frá Danmörku
og Noregi.
Fyrir 15 árum var fótaaðgerða-
fræðingum veitt löggilding, sem
heilbrigðisstétt með reglugerð, sem
þv. heilbrigð-
isráðherra, Guð-
mundur Bjarnason
undirritaði. Æ síðan
hafa fótaðgerðafræð-
ingar í nafni félags síns
barist fyrir því, að nám
yrði hafið hér á landi, í
samræmi við kröfur,
sem gerðar eru í flest-
um löndum Evrópu.
FÍF er aðili að alþjóða-
samtökum fótaað-
gerðafræðinga, FIP.
Innan þeirra samtaka
er jafnt og þétt unnið
að samræmingu menntunar í fótaað-
gerðafræðum.
Auknar kröfur til kunnáttu fótaað-
gerðafræðinga hafa verið gerðar á
undanförnum áratugum og er mál-
um víða erlendis þannig háttað að
námið fer fram í háskólum þar sem
einnig fer fram kennsla í öðrum heil-
brigðisgreinum svo sem sjúkraþjálf-
un og geislafræði. Enginn velkist í
vafa um það að þær námsbrautir eigi
heima á háskólastigi, en margir setja
spurningarmerki við fótaaðgerðir
þegar þessi mál ber á góma hér-
lendis. Lífaflsfræði er vaxandi þátt-
ur í menntun fótaaðgerðafræðinga.
Hún byggist á meðferðum bæði til
að bæta fótarmein og koma í veg fyr-
ir þau. Þar má m.a. nefna að fótaað-
gerðafræðingar hafa í auknum mæli
gert skóinnlegg og beitt ýmsum
hlífðarmeðferðum til að bæta rétt-
stöðu og greina göngulag miðað við
áverka og fótamein fyrir neðan
ökkla.
Algeng eru einnig naglavandamál
og þá einkum og sér í lagi inngrónar
neglur, sem valda þrálátum sárs-
auka og oft sýkingu. Á því sviði hafa
fótaaðgerðafræðingar sérhæft sig í
að rétta táneglur með spöngum. Þeir
eru eina stéttin, sem býr yfir þeirri
kunnáttu og hefur stöðug þróun átt
sér stað á því sviði frá því að spang-
armeðferð var fyrst beitt.
Á síðari árum hafa augu annarra
heilbrigðisstétta opnast fyrir því
hversu mikilvæg góð fótahirða er
sykursjúkum. Í Hollandi hafa verið
gerðar rannsóknir og tölfræðilegar
sönnur færðar á, að sú fjárhæð, sem
ríkið kostar til náms fótaaðgerða-
fræðings í 3 ár á háskólastigi, skilar
sér til baka í ríkiskassann á 3 árum
að loknu námi hans. Er
það vegna fækkunar á
aflimunum syk-
ursjúkra. Þar í landi
hefur námið verið á há-
skólastigi í 20–30 ár og
er nú unnið að því að
hefja það á meist-
arastig. Í Bretlandi
hefur námið farið fram
í háskólum til fjölda ára
og þar er einnig mögu-
leiki á að taka meist-
aragráðu í faginu.
Finnland er hið eina
Norðurlandanna, sem
hefur brugðist við og veitt þessu
námi brautargengi á tækniskóla/
háskólastigi. Það er nú 3½ ár og hef-
ur verið kennt í 3 skólum um 10 ára
skeið.
Í haust hófst kennsla í einum há-
skóla í Svíþjóð. Norðmenn og Danir
berjast fyrir því að komast á sama
stig.
Eins og áður sagði er oft sett
spurningarmerki við nám í fótaað-
gerðum á háskólastigi. Margir þurfa
einungis aðstoð við að klippa neglur
og fjarlægja og mýkja harða húð, en
þegar kemur að fótarmeinum er þörf
á dýpri og víðtækari þekkingu og
kunnáttu til að ráðast að rótum
vandans og fyrirbyggja að hann taki
sig upp að nýju. Þegar upp koma fót-
armein, sem valda sárasauka og
hamla hreyfingu skerðast lífsgæði
einstaklingsins. Það getur haft áhrif
á aðra líkamlega vellíðan. Líkams-
beiting verður röng og stoðkerfið líð-
ur fyrir hana.
Flestir íslenskir fótaaðgerðafræð-
ingar hafa metnað og vilja til að auka
menntun sína, enda hafa margir
þeirra sótt hin fjölmörgu námskeið,
sem boðist hafa bæði hérlendis og
erlendis á undanförnum 15 árum.
Við viljum hefja námið til þess vegs
og virðingar sem það á skilið og Ís-
lendingar eiga ekki að sætta sig við
minni kröfur en aðrir Evrópubúar. Í
snyrtiskólum er kennd fótsnyrting,
sem er fegrunarmeðferð, líkt og
handsnyrting. Þegar Tækniskóli Ís-
lands sameinaðist Háskólanum í
Reykjavík voru viðræður komnar á
góðan rekspöl með að nám í fótaað-
gerðafræðum hæfist á heilbrigð-
isbraut skólans. Við sameiningu
skólanna fóru þau áform út um þúf-
ur. Nýlega hefur heilbrigðisráðherra
stofnað nefnd til að taka á menntun í
fótaaðgerðafræðum, svo nú er lag til
að ná þeim markmiðum, sem stefnt
var að með námi í Tækniskólanum.
Einungis er beðið eftir tilnefningu
fulltrúa frá menntamálaráðuneyti til
að sú nefnd geti hafið störf.
Eins og aðrar heilbrigðisgreinar
er fótaaðgerð í stöðugri þróun og til
að stuðla að því að henni fleygi jafn-
hratt fram hér og í nágrannalönd-
unum, þarf að búa sem allra best að
menntun fótaaðgerðafræðinga og
opna jafnframt möguleika á sí-
menntun og framhaldsmenntun
þeirra, sem fyrir eru í faginu.
Fótaaðgerð er heilbrigðisþjónusta
og ég treysti því að menntamála- og
heilbrigðisyfirvöld láti það slys ekki
henda að námið verði tekið upp í
snyrtiskóla hér á landi, eins og sótt
hefur verið um, heldur þvert á móti
tryggi því brautargengi á tækni-
skóla- eða háskólastigi í samvinnu
við fagfélag fótaaðgerðafræðinga og
aðrar heilbrigðisstéttir. Berum virð-
ingu fyrir fótunum, þeir bera okkur
uppi og eru undirstaða líkamans.
Nám í fótaaðgerðafræðum
á ekki heima í snyrtiskólum
Margrét Jónsdóttir skrifar um
nám í fótaaðgerðafræðum » Fótaaðgerð er heil-brigðisþjónusta og
ég treysti því að
menntamála- og heil-
brigðisyfirvöld láti það
slys ekki henda að nám-
ið verði tekið upp í
snyrtiskólum hér á
landi.
Margrét Jónsdóttir
Höfundur er fótaaðgerðafræðingur.
ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100