Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 65 Jólablað Morgunblaðsins Glæsilegt Jólablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 1. desember 2006. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16.00 föstudaginn 24. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Meðal efnisþátta í Jólablaðinu eru: • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur • Smákökur • Gjafapakkningar • Jólakonfektið • Jólaföndur • Jólabækur • Jólatónlist • Jólasiðir og jólamatur í útlöndum • Kertaskreytingar • Villibráð • ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÞAÐ er stundum sagt um skáldsög- ur að þær fjalli á endanum, hvert sem efni þeirra er, um skáldskapinn, um skrifin. Skáldsagan Undir himn- inum er vissulega undir þá sökina seld og kannski í bókstaflegri skiln- ingi en margar aðrar skáldsögur. Þar að auki er bókin næstum óþægi- lega „raunveruleg“, eins og „lyk- ilsaga“ með allt niðrum sig. Auk klárlega skáldaðra persóna koma fram í Undir himninum nafngreindir einstaklingar, svo sem Arnaldur Indriðason og Eva Sólan. Ýmsar aðrar raunverulegar persónur eru auðþekkjanlegar undir dulnefni. Sagan fjallar kannski líka um línudansinn milli ímyndunar/ skáldskapar og raunveruleika en innbyrðis afstöðu þessara fyrirbæra mætti líkja við speglasal þar sem hver spegilmyndin tekur við af ann- arri, endalaust, og ómögulegt er að greina frummyndina. Höfundurinn í bókinni, E., á (sennilega) býsna margt sameig- inlegt með þeim Eiríki Guðmunds- syni sem skráður er fyrir skáldsög- unni. Þeir hafa t.d. báðir unnið hjá Ríkisútvarpinu og haldið þar úti menningarþætti í fjölmörg ár. Báðir hafa áður gefið út bók sem heitir 39 skref á leið til glötunar og báðir hafa nú gefið út eða tengjast skáldsögu sem heitir Undir himninum. Bókmenntafræðingar gætu átt til að kalla Undir himninum meta- skáldsögu, eða skáldsögu um skáld- sögu, svona yfirskáldsögu sem legg- ur tækni sína og stílbrögð á borðið; nánast greinir sjálfa sig í frásögn- inni. Hlutverk bókmenntafræðinga eða gagnrýnenda er því að heilmiklu leyti skert þar sem meta-skáldsagan er fullkomlega „meðvituð“ um sjálfa sig, flettir ofan af sér og segir nán- ast allt sem þarf að segja. (Er það ekki þannig sem skáldskapur á að vera, án endalausra greininga og túlkana utanaðkomandi?) Bók- menntafræðin fylgir svo að segja með í kaupunum. (Það er kannski enginn tilviljun að umsagnir um bækur eða ritdómar hafa styst síð- ustu árin og stefna hraðbyri inn í hnotskurn, eða upp til stjarnanna, allt eftir höfði útgefenda og aðila markaðarins.) Í reiðileysi gætu bókmenntafræð- ingar, fálmandi eftir hálmstráum, kennt Undir himninum við nýlegan „skóla“ (tilraunaskóla) í íslenskum bókmenntum, þar sem textinn í sjálfum sér væri í fyrirrúmi og þar sem orð hefðu „raunveruleg“ áhrif á skáldskapinn og „veruleikann“ í verkinu. „Kredó“ skólans gæti kannski verið að „ekkert sé utan textans“ (nema allt!). Meintir „skólabræður“ tóku þátt í fjörlegri ritdeilu í Lesbókinni fyrir nokkrum misserum en ef til vill mætti auk Eiríks Guðmundssonar telja í hópinn Hermann Stefánsson (Níu þjófalyklar, Stefnuljós), Stefán Mána (Svartur á leik, Túristi) og kannski Andra Snæ Magnason (Lo- vestar, Draumalandið). Hermanni („Galisíumanninum“) og Andra, (skáldlegum) kviðmágum E., bregð- ur fyrir í sögunni, með nikki, en óvíst er að þeir myndu gangast við samsæriskenningunni. Varla væri það minni nauðgun að kenna ofan- greinda við „kynslóð“ en ef það væri gert lægi beinast við að kalla hana „blaseraða“, haldna nokkurs konar lífsþreytu (hér er að sjálfsögðu átt við persónur viðkomandi). E. eykur leti bókmenntafræðings- ins og lýsir sjálfum sér einmitt sem kvennamanni „eða snuddara sem er dauðþreyttur á öllu, blaseraður, eins og það heitir, […] sem hefur heyrt allt og séð allt, er kominn að fótum fram og við það að molna í sundur frammi fyrir leiðindum samtímans, sjónvarpsdagskránni, innsetning- unum og endalausu gutli.“ Þannig er eins og höfundurinn í Undir himninum sé ávallt fyrri til og hlutverk bók- menntagagnrýnandans verði upp frá þessu að tönnlast á hinu augljósa (eða dunda sér við að elta uppi tilvísanir). Þrátt fyrir „blaser- aðar“ yfirlýsingar er engri þreytu fyrir að fara í frásögninni af kvennamanninum E. sem hefur nagandi áhyggjur af því að af- hjúpa sjálfan sig í texta, með óviðeigandi umsögnum um ann- að fólk en aðallega varðandi kvenna- málin og kynlífið. E. er að sumu leyti eins og Hlynur Björn í 101 Reykjavík, linur og óákveðinn, hálf- gerður amlóði, en samt „sófistiker- aðri“ manngerð. Af fyrri hluta bók- arinnar að dæma virðist E. einkum gangast upp í snuddinu, að „botna“ eða „skvera“ giftar konur, en þegar á líður koma í ljós alvarlegri hliðar á persónunni sem tengjast æsku hans á Ísafirði og leit að týndum tíma. Höfundi tekst frábærlega að tengja og bókstaflega flétta saman æsku- draumana og samtíma sögu (and) hetjunnar. Undir himninum er stútfull af bókmenntavísunum (og sjálfsagt lókalvísunum) án þess að það íþyngi textanum. Það þarf ekki að botna þær til að sagan gangi upp. Augljóst er minnið um Hollendinginn fljúg- andi (sem heimsækir fleiri bækur á þessari vertíð) sem fyrir syndir sínar er dæmdur til að sigla fleyi sínu („náskip- inu“ í Undir himn- inum) til dómsdags. E. er dæmdur til að eigra um textann allt til loka (textinn er eins konar dauði eða limbó; eða er „stál- lungað“ í Efstaleitinu limbó?). Höfundurinn er þrátt fyrir alla létt- úðina og uppgerð- ardepurð óforbetranlegur róm- antíker, í fleiri en einni merkingu: Hann er rómantískur og getur varla annað en sagt góða, skemmtilega sögu (þrátt fyrir allan „raunveru- leikann“). Það er nautn að lesa text- ann og sagan er í senn fyndin, írón- ísk, persónuleg (?), kátbrosleg, ljúfsár og melankólísk. Leyndarmál textans, Undir himn- inum, er leyndarmálið. Eins og E. kemst að orði er það texti skrifaður á bréfmiða „um borð í leik- fangaskútu sem siglir út á haf og sést aldrei aftur. Enginn veit hvað stóð á miðanum en heimurinn verð- ur ekki samur. Örlög mín voru letr- uð á þennan miða.“ – Skáldskapur í hnotskurn. Með orðum Dr. Dave Bowmans: „ My God, it’s full of stars“. Línudans og leyndarmál BÆKUR Skáldsaga Eftir Eirík Guðmundsson. Bjartur, 2006, 378 s. Undir himninum Geir Svansson Eiríkur Guðmundsson BARÍTÓNSÖNGVARINN Keith Reed hefur und- anfarinn áratug verið iðinn við að miðla af reynslu sinni á söngsviðinu til nemenda sinna. Í dag ætlar hann hins vegar að syngja sjálfur og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. „Síðustu 10 ár hef ég mikið unnið við að hjálpa ungu fólki að koma fram en nú langaði mig bara sjálfan að syngja. Ég held ég eigi eftir allavega 15 ár þar sem ég get sungið vel og mig langar að nýta það.“ Reed ætlar að flytja Vetrarferðina (Winterreise) eftir Franz Schubert við ljóð eftir Wilhelm Mueller. „Lögin 24 samdi Schubert við ljóð Muellers en verkið tekur um 75 mínútur í flutningi,“ sagði Reed. Hann segir verkið mjög tilfinningaríkt. „Það fjallar um mann sem er að yfirgefa stað þar sem hann hefur dvalið með elskunni sinni. Það er þungur andi yfir verkinu, vonbrigði og reiði og það endar með ósköpum,“ upplýsir Reed. Í minningu móður sinnar Af hverju þetta verk? „Það eru tvær ástæður fyrir því. Önnur er sú að Vetrarferðin á vel við á þessum tíma árs. Fyrir ári síðan lést móðir mín, en ég held tónleikana í minn- ingu hennar. Síðast þegar ég flutti þetta verk kom hún til landsins til að hlusta á mig og því hef ég mjög sterk tengsl við verkið vegna þessa.“ Þó þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Reed ræðst í Vetrarferðina mun þetta vera í fyrsta sinn sem hann flytur það í höfuðborginni. Hann segir verkið erfitt í flutningi. „Já, það er það. Fyrir mér er það túlkunin á til- finningum mannsins í sögunni sem er sérstaklega erfið. Ég hef sungið erfiðari tónlist um ævina en þar sem verkið er langt og tilfinningaríkt þá er maður svolítið berstrípaður fyrir framan áhorf- endur,“ segir Reed. Vinnur upp árin 10 Hann segir hreint ekki óhugsandi að landsmenn eigi eftir að sjá meira til hans á næstu misserum. „Mig langar að vinna upp þessi 10 ár sem ég hef ekki verið að syngja,“ segir Reed og útilokar ekki aukna þátttöku í óperuuppfærslum hér á landi, áhuginn sé sannarlega fyrir hendi af hans hálfu. Tónleikar Keith Reed fara fram í dag klukkan 16 í Fella- og Hólakirkju. Undirleikari er Gerrit Schu- il. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tilfinningarík og erfið Vetrarferð Keith Reed flytur Vetrarferðina eftir Schubert í Fella- og Hólakirkju við undirleik Gerrit Schuil Morgunblaðið/Ásdís Vetrarferð Schuberts Keith Reed og Gerrit Schuil á æfingu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.