Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 45 MEÐ framkvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun og álverið við Reyð- arfjörð hófst nýr tími á Austur- landi. Bjartsýni á framtíðina tók við af svartsýni og fólks- flótta. Í þrjátíu ár höfðum við barist fyr- ir endurreisn atvinnu- lífsins með því að leita leiða til að renna stoðum undir búsetu á Austurlandi. Ferða- þjónusta, fiskeldi, ný- sköpun í landbúnaði, skógrækt, fjarvinnsla, þekkingariðnaður, hagræðing í sjávar- útvegi eða uppbygg- ing iðnaðar höfðu ekki megnað að rífa atvinnulíf upp úr öldudalnum. Við höfðum svo sannarlega reynt „eitthvað annað“ eins og gagnrýnendur fram- kvæmdanna hér fyrir austan segja enn þann dag í dag. Þeir hafa ekki bent á eina einustu leið í gagnrýni sinni sem við höfum ekki reynt. Um leið og skrifað var undir samningana um virkjun og álver lyftist brúnin á fólki. Fast- eignaverð tók að stíga, byggð voru ný hús og önnur seld. Hús eru byggð á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðv- arfirði, Egilsstöðum og á fleiri stöðum. Almenn vakning fólksins sem býr í kauptúnum Austurlands um fegrun umhverfisins vaknaði ásamt því að sveitarfélögin tóku sér tak í því að byggja upp og fegra umhverfið. Þjónusta fyr- irtækja jókst og efldist. Má nefna að Húsasmiðjan og Byko settu upp verslanir á Reyðarfirði og Eg- ilsstöðum, apótek var opnað á Reyðarfirði eftir að hafa verið lok- að í nokkur ár. Lítil versl- unarmiðstöð var opnuð á Reyð- arfirði með lágvöruverðsverslun sem þykir sjálfsögð í hverju sveit- arfélagi á suðvesturhorninu. Ferðaþjónusta fór að skila arði og eftirspurn jókst gríð- arlega eftir hvers konar vöru og þjón- ustu. Bensínstöðvar juku þjónustu sína og bankar opnuðu útibú, ásamt ýmsum þjón- ustufyrirtækjum sem ekki höfðu séð hag sinn í að þjóna Aust- firðingum áður. Þar má nefna ýmis fyr- irtæki á sviði tækni og verkfræði, iðnaðar og samgangna, versl- unar og þjónustu. Opinber þjónusta sem við öll eigum rétt á jókst og efldist til muna. Grunnskólar og leikskólar stækkuðu, félagsþjónusta og heilsugæsla hefur aukist. Sam- göngur hafa batnað með göngum á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar. Annars staðar þarf að taka til hendinni eins og með nýj- um göngum á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, nýjum vegi yfir Hólmaháls og uppbyggingu á þeim malarvegum sem enn eru á hring- veginum um Austurland. Í kjölfar alls þessa jókst svo menningarlíf, afþreying og skemmtun fólks. Ekki spillir fyrir sú fjölmenning sem kemur með því erlenda vinnuafli sem hingað er komið á meðan á framkvæmd- unum stendur. Hún víkkar sjóndeildarhringinn og færir okkur aðra sýn. Við vit- um að syðst og nyrst á Aust- fjörðum hefur fólki fækkað og hingað til hefur fjölgunin á Mið- Austurlandi ekki vegið á móti en það er stutt í það. Yfir eitt þúsund manns hefur sótt um vinnu hjá Al- coa og er um helmingur þess frá suðvesturhorni landsins. Fjórð- ungur er héðan af Austurlandi og fjórðungur annars staðar að af landinu. Alcoa hyggst bjóða út megnið af þjónustu við álverið þannig að enn á eftir að bætast í flóru fyrirtækja hér á Austurlandi. Þessi fyrirtæki koma svo til með að veita öðrum fyrirtækjum og Austfirðingum öllum þjónustu sína. Með fjölbreyttu atvinnulífi fær fólk atvinnu sem hæfir menntun eða getur skipt um atvinnugrein án þess að flytja í burtu. Ég vona að okkur verði fyr- irgefið að hafa nýtt okkur 0,05% af landinu til að skapa okkur líf- vænleg skilyrði hér eftir að hafa reynt svo margt annað til að fá að búa þar sem okkur er kærast, nefnilega á Austurlandi. Ég vil búa vel í haginn fyrir börnin mín svo þau geti nýtt það fallega landsvæði sem Austurland er og búið hér við mannsæmandi kjör og lífsskilyrði. Með fjölbreytni í atvinnulífi og mannlífi og virðingu fyrir nátt- úrunni blómstrar Austurland sem aldrei fyrr. Ég vill búa þar sem mér er kærast og það er á Austurlandi. Við þurfum atvinnu til að geta búið hér Svanhvít Aradóttir fjallar um mannlíf og atvinnumál á Austurlandi og nýtingu auðlinda landsins »Með fjölbreytni í at-vinnulífi og mannlífi og virðingu fyrir nátt- úrunni blómstrar Aust- urland sem aldrei fyrr. Svanhvít Aradóttir Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi. LANGTÍMA áhrif af setu flokk- anna sem nú hafa lyklana að stjórnarheimilinu hafa komið hægt og sígandi í ljós. Nú er svo komið að lágtekju- og millitekjufólk borgar enn stærri hluta af kökunni en fyrr. Fólkið sem vinn- ur grunnstörf sam- félagsins og elur upp börn þessa lands borgar nú hærra hlutfall skatts en þau gerðu áður en núver- andi stjórnarherrar tóku við. Sanngjarnt? Nei, og varla vænlegt til að byggja upp samfélag þar sem jöfnuður á að vera fyrsta mál á dagskrá. Það er kostn- aðarsamt að ala upp barn í ís- lensku samfélagi og það þarfnast töluverðs tíma af hálfu foreldra. Vinnuvikan okkar er löng að fæstum finnst þeir hafa nægan tíma með börnunum sínum. Slík þróun er varhugaverð og ekki vænleg til að byggja kynslóðum framtíðarinnar góðan grunn fyrir fullorðinsárin. Margítrekað hefur verið bent á jákvæð áhrif gæða- stunda foreldra og barna og hvað þær geta haft mikið að segja um hvernig börnunum vegnar í lífinu. En það þarf að gera foreldrum af báðum kynjum kleift að sinna þessu mikilvægasta starfi sínu. 350 hjón fá óskertar barna- bætur Markmið barnabóta er að létta undir með barnafólki, þau eru tekjutengd og hækka í samræmi við fjölda barna. En eins og barnabæturnar eru reiknaðar í dag standa þær varla undir þess- um markmiðum sín- um. Þannig fá aðeins um 1700 einstæðir foreldrar óskertar barnabætur og 350 hjón eða sambúð- arfólk. Mjög margir fá aðeins örfáa þús- undkalla árlega sem koma sér vissulega vel, en geta vart talist merkileg búbót fyrir dýran rekstur barna- heimila. Skerðing barnabóta hefst við 77.000 króna launaseðil einstæðs foreldris og við 155.000 hjá hjón- um. Hvers konar stefna er það að skerða bætur við þessi tekjumörk? Verðbólga og hækkun á lang- tímalánum heimilanna hefur verið slík á síðustu mánuðum að þetta tekjuviðmið er algjörlega út úr öll- um takti við raunveruleikann. Barnabætur sem raunveruleg búbót Barnabætur þurfa að gagnast fleiri barnafjölskyldum og við í Samfylkingunni höfum lagt áherslu á að tekjuskerðingin hefj- ist ekki fyrr en við 125 þúsund krónur á mánuði hjá einstæðum og 250 þúsund hjá hjónum. Þegar þessi leið hefur verið valin myndu 4000 einstæðir foreldrar njóta óskertra barnabóta og hjónum myndi fjölga úr 350 í 2350! Tíminn er dýrmætur og nútíma- hraði samfélagsins býður ekki öll- um foreldrum val þegar að því kemur að eyða nægilega miklum tíma með börnum sínum. Barna- bætur geta verið góð leið til þess að rýmka fyrir hjá barna- fjölskyldum og auka möguleika fjölskyldunnar að nýta tímann saman. Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir fjölskyldurnar í landinu að skattbyrðinni á þeim verði létt og markmið næstu ríkisstjórnar verði að byggja upp samfélag þar sem fjölskyldan er sett í forgang. Hærri barnabætur, 16 mánaða langt fæðingarorlof og fjöl- skylduvænni vinnumarkaður eru mín mál. Ríkisvaldið verður að beita sér í þágu barnafjölskyldna og gera samverustundir barna og foreldra að pólitísku máli. Ég lít á þessi mál sem há- pólitísk og mun beita mér fyrir þeim með þingflokki Samfylking- arinnar á Alþingi Íslendinga nái ég kjöri í prófkjörinu 11. nóv- ember. Breytum fyrir börnin Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar um hagsmunamál fjölskyldunnar » Tíminn er dýrmæturog nútímahraði sam- félagsins býður ekki öll- um foreldrum val þegar að því kemur að eyða nægilega miklum tíma með börnum sínum. Bryndís Ísfold Hlöðvarsdóttir Höfundur býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sagt var: Allir hans aðstandendur voru á einu máli um það. BETRA VÆRI: Þar voru vandamenn hans allir á einu máli. Gætum tungunnar ÞAÐ ER með jákvæðum huga sem ég sting niður penna og skrifa nokkrar línur um fjölmenn- ingarsamfélagið Ísland. Fyrst vil ég þakka Morgunblaðinu fyrir ágæta úttekt á stöðu innflytjenda á Íslandi sunnudaginn 29. október en meginkveikja skrifanna er dásam- leg leikhúsupplifun sem ég varð fyrir í Iðnó síðastliðna helgi. Þar stigu fjórir útlendingar á svið og drógu upp myndir af tilveru útlendinga á Íslandi. Ekkert var dregið undan, grát- broslegar og ljúfsár- ar sögur teiknuðu myndir af mik- ilmennskubrjálæði landans, íslensku- kröfum sem engin leið er að mæta, for- dómum, ást, uppeldi, tvítyngi, draumum sem rættust og von- um sem brustu. Það blés manni von í brjóst að sjá þessa sterku leikara fást við sitt fag, á ís- lensku sviði, á ís- lenskri tungu. Von- andi fylgja fleiri leikverk, bækur, dansverk, myndlist og bíómyndir í kjölfarið. Útlendingar fylla nú íslensk stræti og torg sem aldrei fyrr. Mest krefjandi viðfangsefni stjórnmálamanna næsta áratuginn lúta að fjölgun útlendinga í ís- lensku samfélagi. Því miður virðist ríkisstjórnin ekki ætla að læra af reynslu annarra þjóða, því miður virðist hún ætla að átta sig á um- fangi verkefnisins of seint. En ég stakk niður penna af jákvæðum huga, ég gleðst yfir margbreyti- leikanum sem skrýðir smám sam- an íslenskan veruleika. Börnin mín ganga í skóla með börnum heimsins, alla mína grunn- skólagöngu gekk ég í einn stærsta grunnskóla Reykjavíkur og þar var ein ættleidd stúlka frá Asíu – og hún stakk verulega í stúf. Gróðurmold fyrir erlendar rætur En það er aldrei auðvelt að vera gestur í nýju landi. Ég talaði ekki stakt orð í þýsku þegar ég fluttist þangað fyrir nokkrum árum og þekki vel þá tilfinningu að hljóma eins og vitgrannt, skilningsvana barn fyrst um sinn. Misskilningur, heimþrá, van- máttarkennd og fýluferðir í op- inberar stofnanir er hlutskipti flestra sem brjóta nýtt land. Hóp- ur útlendinga á Íslandi fer vax- andi og hann hefur vaxið gríð- arlega síðastliðin ár. Hópurinn mun ekki hætta að vaxa hér, hann skýtur rótum, eignast börn, tekur þátt og aðlagast. Sumir aðlagast vel og aðrir illa. Sumir eru vel menntaðir, aðrir ekki. Sumir koma af neyð, aðrir koma af löngun. En öll kljást þau við svipaðar hindranir og það er verkefni stjórnvalda að sjá til þess að fækka þeim hindrunum og búa út- lendingum góða gróðurmold til að skjóta rótunum í. Íslenskukennsla er þar lykillinn, þar mega bæði ríki og sveitarfélög taka sig saman í andlitinu eins og flestir viðmæl- endur í góðri úttekt Morgunblaðs- ins síðastliðna helgi um málefni innflytjenda komu ítrekað að. Við skulum líka átta okkur á því að nú hafa allir sem á Íslandi búa næga atvinnu en þegar tekur að harðna í ári gæti gamanið farið að kárna. Því er ákaflega mikilvægt að stjórnvöld sinni móttöku útlend- inga, aðbúnaði þeirra og íslensku- kennslu vel, áður en það er orðið of seint. Innflytjendur vinna störf sem við viljum ekki vinna eða get- um ekki mannað. Við eigum að vinna að því að aðbún- aður, móttaka og að- stæður þeirra séu sem bestar og að börnin þeirra fái notið alls þess sem íslensk börn njóta. Minna getum við ekki gert. Íslensk tunga hörð undir tönn Sumir útlendingar fá aldrei vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Helsta hindrunin er vitanlega íslenska tungan sem er sannarlega hörð undir tönn. En tungan er ekki eina hindr- unin, kröfur okkar innfæddu til hárrétt- rar íslensku gera mörgum útlendingum erfitt fyrir. Við verð- um líka að temja okk- ur að hlusta, bíða þol- inmóð og svara ekki á ensku. Leiðrétta blíð- lega og tala skýrt. Við eigum að koma fram við útlendinga eins og við viljum að útlendingar komi fram við okk- ur þegar við brjótum nýtt land og lærum nýja tungu. Við eigum að leggja til hliðar þær óbilgjörnu kröfur okkar um að allir sem á Ís- landi búa tali ylhýrt gullaldarmál, skreytt orðatiltækjum og máls- háttum tengdum landbúnaði og sjósókn. Útlendingar eiga eðlilega bágt með það fyrst um sinn. Málrækt er góðra gjalda verð en við verðum að horfast í augu við það að stór hópur landsmanna mun í framtíðinni ekki hafa tök á að hljóma eins og persóna úr Ís- lendingasögunum. Það er í himnalagi, mun mik- ilvægara er að leggja rækt við út- lendingana sem bisa við að læra tunguna okkar, sem er hryllilega hörð undir tönn, meira að segja fyrir margan Íslendinginn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á mannlegum tilfinningum, landi og þjóð að drífa sig í Iðnó og sjá leik- ritið „Best í heimi“. Þetta er samfélagslega mik- ilvægt og merkilegt leikhús, það kemur við kaunin á okkur en kitl- ar jafnframt hláturtaugarnar. Við erum jú best í heimi, en heimurinn er hér. Útlendingarnir færðu okkur hann heim. Hafi þeir ævarandi þökk fyrir. Best í heimi Oddný Sturludóttir fjallar um málefni innflytjenda Oddný Sturludóttir »Ég hvet allasem áhuga hafa á mann- legum tilfinn- ingum, landi og þjóð að drífa sig í Iðnó og sjá leikritið „Best í heimi“. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og situr í leikskóla- og velferðarráði. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.