Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valgerður JónaPálsdóttir fæddist í Nesi í Sel- vogi 5. maí 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 26. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Páll Grímsson frá Nesi í Selvogi, f. 18. ágúst 1869, d. 22. apríl 1928, og Anna Sveinsdóttir frá Ósi á Eyrarbakka, f. 28. janúar 1896, d. 24. október 1967. Valgerður átti eitt alsystkini, Páll G. Pálsson, f. 1922, kvæntur Vilhelmínu S. Jónsdóttur. Hálfsystkini Val- gerðar, samfeðra, eru: Gísli Páls- son, f. 8. mars 1894, d. 1922; Grímheiður E. Pálsdóttir, f. 30. sept. 1895, d. 1986; Sigurður Pálsson, f. 3. maí 1897, d. 1925; Guðný Pálsdóttir, f. 1. apríl 1899, d. 1991; Bjarni Pálsson, f. 12. maí 1900, d. 1924; Sigþór Pálsson, f. 21. des. og dó kornungur; Jónína M. Pálsdóttir, f. 4. apríl 1906, d. 1936; Kristín Pálsdóttir (eldri), f. 29. júlí 1908, d. 1984; Víglundur beinn Agnarsson, eiga þau tvö börn. b) Valgerður Jóna, gift Viktori Ragnarssyni, eiga þau eitt barn, c) Svandís. 3) Stefán, kvæntur Ernu Friðriksdóttir, börn þeirra eru: a) Dagmar, gift Hjalta Einarssyni, eiga þau þrjú börn. b) Friðrik Erlendur, í sam- búð með Jónínu Margréti Her- mannsdóttur, eiga þau tvö börn. c) Sigurður Ari, unnusta hans er Hildur Dögg Jónsdóttir. 4) Páll, kvæntur Ingibjörgu Eiríksdóttur, börn þeirra eru: a) Eiríkur Vign- ir, sambýliskona hans er Líney Magnea Þorkelsdóttir, þau eiga eitt barn. b) Halldór Valur, sam- býliskona hans er Ásta Þorsteins- dóttir. Þau eiga eitt barn. 5) Anna Oddný, gift Jóni Sigurðs- syni, börn þeirra eru: a) Val- gerður Dóra, sambýlismaður hennar er Iain Bruce, b) Ingi- björg, gift Eysteini Ara Braga- syni, þau eiga eitt barn. Val- gerður ólst upp á Eyrarbakka og lauk barnaskólaprófi í Barna- skólanum á Eyrarbakka og var tvo vetur í húsmæðraskóla í Hveragerði. Fyrstu starfsárin var hún ráðskona í Þorlákshöfn og vann á hóteli í Hveragerði. Seinni árin vann hún mikið við fiskvinnu. Stærstan hluta ævinn- ar var hún heima vinnandi hús- móðir. Útför Valgerðar verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. B. Pálsson, f. 13. febr. 1912, d. 1961; og Kristín Pálsdóttir (yngri), f. 1. des. 1913, d. 1983. Valgerður giftist Halldóri Jónssyni frá Sjónarhóli á Stokkseyri, f. 30. sept. 1927, d. 16. júlí 2005. Foreldrar hans voru Jón Hall- dórsson vélstjóri á Sjónarhól Stokks- eyri, f. 3. janúar 1901, d. 26. des. 1932, og Oddný Jónína Péturs- dóttir, húsmóðir frá Víkurgerði á Fáskrúðsfirði, f. 17. jan. 1892, d. 15. ágúst 1982. Börn þeirra eru: 1) Ingunn, sambýlismaður Sig- urður Ingólfsson, börn Ingunnar með Birni Magnússyni eru: a) Sigríður Guðlaug, gift Jóni Birgi Kristjánssyni, eiga þau þrjú börn, b) Halldór, sambýliskona hans er Hafdís Edda Sigfúsdóttir, eiga þau eitt barn. Sonur Ingunnar og Sigurðar er c) Sævar. 2) Jón, kvæntur Svönu Pétursdóttur, börn þeirra eru: a) Guðríður, sambýlismaður hennar er Kol- Í dag er lögð til hinstu hvílu elsku amma mín, sem ég sakna svo sárt. Amma var mikill kvenskörungur, hreinskiptin sagði alltaf meiningu sína hvort sem manni líkaði betur eða ver, hún var trygg, ástrík, frændrækin og mjög ættfróð. Það sem skipti mestu máli í lífi hennar var fjölskyldan og að sjálfsögðu var afi í fyrsta sæti, yndislegt var að fylgjast með hve ástfangin þau voru alla ævi og veit ég að hann kætist við að hitta hana á ný og býður henni glaður upp í næsta dans. Ég var svo lánsöm að alast upp hjá þeim ömmu og afa í Sunnutúni í nokkur ár með móður minni og bróður og hefur hún ávallt síðan kallað mig uppeldið sitt og er ég mjög stolt af þeim titli. Í Sunnutúni var frábært að alast upp og full- komið fjölskyldulíf, þar ríkti ást og gleði, virðing var borin fyrir öllum. Amma var hin fullkomna húsmóðir, heitur matur tvisvar á dag og grautur á eftir, í kaffitímum (þrír á dag) var heimabakað bakkelsi og smurt brauð. Það var alltaf mikill gestagangur og að sjálfsögðu var þá alltaf hlaðborð hjá frú Valgerði. ömmu þótti heldur ekkert tilkomu- mál þótt börnin og þeirra fjölskyld- ur flyttu inn til hennar í lengri eða skemmri tíma, einnig tók hún að sér móðurbróður sinn Sigurð Ara þeg- ar hann gat ekki hugsað um sig lengur. Aldrei velti ég því fyrir mér sem barn að það væri ekki í hverju húsi að fjórir ættliðir byggju sam- an. Hún lagði alltaf mikla áherslu á það að maður ætti að vera góður við gamla fólkið og þá sem minna mættu sín. Man ég gjarnan eftir því að vera send með ilmandi slátur- kepp til einstæðinga í nágrenninu. Amma var einstök saumakona og hafði gott auga fyrir tísku allt til dauðadags. Þegar ég var yngri sá hún til þess að ég væri alltaf eins og klippt út úr tískublaði, hún gat saumað allt, sama hvort það var úr silki eða leðri, það var nóg fyrir hana að sjá kjól bregða fyrir á skjánum og hún hannaði og saum- aði sams konar án þess að hafa fyrir því, ef hún væri ung í dag efaðist ég ekki um að hún myndi læra hönnun og kjólasaum. Þegar hún hafði ekki lengur heilsu til að sauma sneri hún sér að því að hekla og prjóna. Sum- arbústaðurinn var sælureitur þeirra ömmu og afa, þar gróður- settu þau fjöldann allan af trjám, en þetta voru ekki bara einhver tré því þau báru öll mannanöfn, t.d. Soffa, og að sjálfsögðu báru þau nöfn barna og barnabarna. Stórfjöl- skyldan naut þess að dvelja í bú- staðnum með þeim á sumrin og stundum um páska. Einstaklega var gaman að ferðast með þeim ömmu og afa, afi þekkti hvern ein- asta bæ og hvert einasta fjall. Amma lagði áherslu á að stundum væri farið í Selvoginn. Þá voru rúst- irnar í Nesi skoðaðar og að sjálf- sögðu farið í Strandarkirkju sem maður lærði ungur að bera mikla virðingu fyrir. Amma var mjög trúuð kona, hún kenndi mér að fara með bænirnar mínar og svo ótalmargt fleira. Hún var mjög næm, vissi alltaf hvort eitthvað bjátaði á, oft hringdi hún og þá þýddi ekkert að skrökva, hún vissi nákvæmlega hvað var að. Hún hefur átt við veikindi að stríða í fjölda mörg ár en þrátt fyrir það man ég ávallt eftir henni í góðu skapi og umfram allt skemmtilegri. Svæfillin minn og sængin mín sönn er mjúka höndin þín. Aðra breið þú ofan á mig, mér þá værðin dásamleg. Þín Sigríður Guðlaug Björnsdóttir. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu og allar stundirnar sem við áttum saman. Í æsku dvaldi ég mikið hjá ömmu og afa. Amma kenndi mér allt sem kunna þurfti í eldhúsinu og ég hjálpaði henni að baka og elda. Amma var alveg einstakur kokkur og það gat enginn náð sama bragð- inu af matnum og hún. Amma naut þess að gefa okkur að borða og var skúffukakan hennar í miklu uppá- haldi. Og þegar amma lagði á borð var ekki bara ein sort á borðum heldur nokkrar og þurfti maður helst að smakka á þeim öllum. Amma fylgdist vel með tískunni og saumaði margar flíkur á okkur og prjónaði og heklaði. Hún hafði alveg einstakt handbragð og hann- aði flíkur eftir eigin höfði. Hún sá t.d. einhverja prjónaða eða heklaða flík í blaði eða sjónvarpi og var óð- ara búin að búa til eins flík og gefa öllum í kringum sig. Ég á margar góðar minningar af því þegar við sátum saman og gerðum handa- vinnu. Eins sátum við oft tímunum saman og skoðuðum gamlar myndir og ættfræðibækur því amma hafði mikinn áhuga á slíku. Amma vildi alltaf hafa mikið af fólki í kringum sig og naut þess að fá til sín gesti. Henni fannst aldrei að maður kæmi of oft til sín og þeg- ar maður hringdi í hana sagði hún oft: „Æ, hvað ég vildi að þú værir nú komin hingað til mín.“ Amma naut þess að stjana við mann og henni fannst mjög erfitt að hafa ekki orku til þess síðustu árin. Það var ótrúlegt að fylgjast með henni hvað hún gat gert þó hún væri mik- ið kvalin af verkjum í bakinu sínu. Oft kom maður að ömmu þar sem hún sat við eldavélina og bakaði fullan disk af gómsætum pönnukök- um þrátt fyrir að geta varla staðið í fæturna. Viljastyrkurinn var svo mikill að það var ekki hægt að stoppa ömmu í því sem hún ætlaði sér. Amma er hetjan mín sem barðist áfram þrátt fyrir allt sem á henni dundi. Hún stappaði í mann stálinu og hughreysti mann þegar maður þurfti á að halda. Amma var mjög næm og það var oft sem hún hringdi í mann og spurði hvort eitthvað væri að þegar manni leið illa. Og manni leið alltaf betur eftir að hafa talað við hana því hún fékk mann til að horfa björtum augum fram á veginn. Ég sakna hennar ömmu minnar mjög mikið. Sakna þess að hún taki ekki lengur á móti manni með opinn faðminn og alla ástina og hlýjuna sem hún gaf manni. En ég veit að amma vakir yfir okkur rétt eins og hún gerði alltaf meðan hún lifði. Ég á eftir að kenna Maríu minni allt það sem amma kenndi mér. Þannig að þrátt fyrir að amma sé farin þá á hluti af henni eftir að lifa áfram í okkur öllum. Ingibjörg Jónsdóttir. Ekki áttum við von á að amma kveddi svo snöggt sem raunin varð. Eftir situr í hjarta okkar hafsjór af minningum um kjarnakonu. Það er nú bara þannig að okkur fannst eins og amma væri eilíf og það verður skrýtið að koma ekki við á leið úr eða í Herjólf. Sunnutúnið var fyrsta stoppistöð okkar þegar komið var upp á land og þá var gott að komast í kjötsúp- una hennar ömmu. Við systur vor- um oftast fársjóveikar á leiðinni og besta lækningin var kjötsúpan. Aldrei komum við að tómum kof- unum hjá ömmu, borðið alltaf hlaðið kræsingum m.a. skúffukökunni hennar. Við fengum aldrei nóg af henni og fórum ekki í rúmið nema renna niður nokkrum sneiðum með ískaldri mjólk. Skúffukakan er komin í okkar bækur en bragðið er ekki eins og hjá ömmu. Okkur eru einnig minnisstæðar búðaferðirnar fyrir ömmu í Kaup- félagið á Eyrarbakka. Þetta var ekki löng leið og til að byrja með vorum við það litlar að við fórum með miða og afhentum kaupfélags- konunum þá en svo fórum við nú að muna hvað átti að kaupa. Oftast var það nú mjólk og eitthvað í bakst- urinn. Við systur eigum skemmtilegar minningar úr fataherberginu uppi á lofti í Sunnutúni. Eitthvað af föt- unum fengum við að eiga á ung- lingsárum og það voru sko flottir frakkar sem slógu í gegn. Einnig vorum við duglegar að halda tísku- sýningu við góðar undirtektir og lékum einnig ömmu og afa. Amma var mikil hannyrðakona og var alltaf með eitthvað á prjón- unum. Hún sá alla okkar tíð um að okkur yrði ekki kalt á höndum og fótum. Í dag hafa þessar flíkur meira gildi því þær minna líka á umhyggju ömmu og hjartahlýju. Við trúum því að amma sé komin til afa og kveðjum hana með sökn- uði og biðjum góðan Guð að geyma ömmu og afa fyrir okkur. Guðríður, Valgerður Jóna, Svandís og fjölskyldur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Með þessari fallegu bæn kveðjum við kæra konu, hana ömmu Völu. Mikið eigum við eftir að sakna hennar. Hún var svo stór partur af tilveru okkar og svo dýrmætur hlekkur í fjölskyldukeðjunni. Hún kenndi okkur svo margt. Hún var snillingur í að gera gott úr öllu og jákvætt hugarfar og lífs- gleði hennar komu henni yfir hæstu fjöll. En nú hafa þau afi fundið hvort annað á ný. Þau áttu einstakt sam- band, máttu ekki hvort af öðru sjá. Þau voru órjúfanlegur partur hvort af öðru. Þau höfðu áhuga á öllu og öllum og voru svo elskuleg og örlát. Við minnumst þeirra með sökn- uði og tárum því þessi einstöku heiðurshjón mörkuðu í líf okkar djúp og innileg spor. Ísabella sendir svo ömmu Völu mikið uppáhaldslag Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér ég betur kunni að þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn, að verði þú æ drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Ég elska þig alltaf og dreymi þig vel, elsku langamma. Ég ætla alltaf að hugsa um þig. Þúsund kossar. Ógleymanlegar minningar geym- um við í hjörtum okkar. Með þakklæti, virðingu og hlýju. Halldór, Edda og Ísabella Sara. Örlagavaldarnir í lífinu eru til- komnir með ýmsu móti og fátt þar fyrirséð. Svo var með einn í mínu lífi, tengdamóður mína. Það að hún missir föður sinn tveggja ára gömul og flytur til Eyrarbakka með móður sinni og bróður getur hafa leitt til þess að ég síðar meir varð tengda- dóttir hennar. Þá var það fyrir hennar tilstilli að ég tók örlagaríka ákvörðun með þá vinnu sem ég hef unnið alla mína starfsævi. Þá lýsir það tengdamóður minni vel, hversu harðdugleg og viljasterk hún var, að hún ákvað að ganga með og fæða son sinn þótt það gæti kostað hana lífið. Það er hreint ekki svo lítið að hafa kjark til þess og eiga þrjú börn fyrir. Það má segja að þar hafi allt þetta ævintýri byrjað fyrir mig, eig- inmaðurinn og atvinnan. En líka það sem ekki minna er, hún varð amma barna minna og langamma barnabarna minna og tók þessi litlu kríli í fangið og þar vildu þau vera. Hún átti mikla hlýju og fólk og börn sóttu í að koma til hennar og var oft hjá henni margt um manninn. Það má með sanni segja að fólk og hann- yrðir hafi verið hennar. Hún var snillingur í því að búa til flíkur úr efnisbút eða garni og áhugi hennar á ættfræði óx eftir því sem á ævina leið. Nú er hún öll og skilur eftir sig stór spor, kona sem var heimili sínu og börnum allt. Frá henni er nú kominn stór og myndarlegur hópur fólks sem hvert og eitt ber forfeðr- um sínum fagurt vitni. Takk fyrir allt, tengdamamma. Ingibjörg Eiríksdóttir. Elsku amma. Ég átti ekki von á þeim fréttum sem ég fékk, morg- uninn 26. október, og er ekki alveg tilbúin að sætta mig við þessar fréttir að hún Vala langamma mín sé farin. En ég veit að þú ert hjá afa og þið eruð hamingjusöm og sæl á ný, þú ert komin á staðinn sem þú vildir vera á með afa. Við segjum alltaf við Ásu Kristínu að nú sért þú hjá honum afa Dóra, að dansa við hann og kyssa hann. Ég sé það fyrir mér að þegar þú komst til hans hef- ur hann sagt: „Jæja, Valgerður, þú ert þá loksins komin til mín.“ Ég er nýbúin að sjá mynd sem fjallar um dauðann, og í henni kemur fram að eftir dauðann fer fólk á staðinn sem það heldur mest upp á og mig grunnar að þið afi séuð í Sunnutúni. Minningin um þig, elsku amma, mun lifa í hjörtum okkar alla ævi, minningin um bestu, skemmtileg- ustu, brosmildustu, gjafmildustu og fallegustu konu sem uppi hefur ver- ið og ekki má gleyma að þú hafir búið yfir smáþrjósku, yndislegri þrjósku. Aldrei fór ég frá þér eða nokkur annar svangur því það var alltaf til góðgæti hjá Völu Páls, enda snillingur í eldamennsku og bakstri. Manni var aldrei kalt, því Valgerður Jóna Pálsdóttir Elsku (lang)amma Vala, ástarþakkir fyrir hvað þú varst alltaf góð við okkur, hlý og yndisleg, alltaf tilbúin með útbreiddan faðminn og gott í munninn. Takk fyrir allar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman. Takk fyrir alla vettlingana. Afi minn og amma mín úti á Bakka búa, þau eru bæði sæt og fín, þangað vil ég fljúga. Andri Björn og Ása Kristín. HINSTA KVEÐJA Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGFÚS J. JOHNSEN kennari og félagsmálastjóri, Sóltúni 28, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 2. nóv- ember. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Kristín S. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Bergþóra K. Ketilsdóttir, Árni Sigfússon, Bryndís Guðmundsdóttir, Gylfi Sigfússon, Hildur Hauksdóttir, Margrét Sigfúsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Þór Sigfússon, Halldóra Vífilsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Búi Kristjánsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.