Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 64
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is P íanóleikari á heimsmælikvarða“ var fyrirsögn forsíðufréttar í Morg- unblaðinu í gær, og var með henni vísað í orð Jónasar Sen gagnrýn- anda að loknum tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöld. Pí- anóleikarinn var Víkingur Heiðar Ólafsson, en hann lék þriðja píanókonsert Beethovens með hljómsveitinni. „Óaðfinnanleg frammistaða, mögnuð túlkun,“ var ennfremur haft eftir Jón- asi. Þegar blaðamaður hringdi í Víking í gær- morgun, fyrir klukkan tíu, var auðheyrilega slökkt á síma hans. Jú, ekki skrýtið að maðurinn þyrfti að hvílast eftir glímu kvöldsins. En við nánari eftirgrennslan kom annað á daginn. Vík- ingur Heiðar var staddur í Háskólabíói þar sem hann lék nú þátt úr Beethoven-konsertinum fyrir fullt hús unglinga. Hvernig var það hægt að spila aðra tónleika strax að morgni? Nú var ekki um annað að ræða en að gerast boðflenna og flengjast vestur í bíó og reyna að ná tali af víkingnum þar. Það var spennuþrungin þögn meðal áheyrenda, sem flestir voru varla nema örfáum árum yngri en einleikarinn, á meðan tónstigar og trillur fylltu salinn. Hljómburð- urinn í Háskólabíó er venjulega ekki svona. Við grípum hann glóðvolgan um leið og hann er kominn niður í kjallara baksviðs eftir fagn- aðaróp og klapp menntskælinganna í salnum. „Úff, þetta var miklu erfiðara en í gærkvöldi,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um leið og hann vindur sér inn í einleikaraherbergið. „Það verð- ur svo rosalegt spennufall eftir að maður hefur spilað heilan konsert.“ Ég spyr hann hvort hann hafi kíkt í Moggann, og hann var búinn að því. „Það er alltaf gaman að fá hrós, þótt maður eigi sem listamaður að vera óháður því sem sagt er. Það er jákvætt og hvetjandi að fá hvort sem er gagnrýni sem hefur góðan kjarna í sér eða hrós sem gefur manni byr undir báða vængi.“ Hvaða augum líturðu gagnrýni? Hefur hún áhrif á þig? „Það er misjafnt og veltur á ýmsu. Ef ég skynja að gagnrýnandinn er heiðarlegur, ber fram góð rök og er hreinskilinn og ef gagnrýnin er áreynslulaus, hvorki tilgerðarlega neikvæð eða jákvæð. Ég hef lært mikið af gagnrýni og hún hefur verið góð fyrir mig.“ Ég held að margir hljóti að velta því fyrir sér eftir tónleikana hvað þú sért að gera hér og hvers vegna þú sért ekki úti í löndum að sigra heiminn. Hvað ertu að gera? „Ég er búinn að vera í fjögur ár í New York og var að klára bachelor-gráðu frá Juilliard- tónlistarskólanum. Ég ákvað að vera þar áfram, því ég kemst að hjá kennara sem mig hefur lengi langað að komast til. Hann heitir Robert McDonald, er með sterkasta nemendahópinn í skólanum og er mjög fær í akkúrat því sem mig langar að vinna í. Hann er með mjög flottar tón- myndunar- og litapælingar og er ótrúlega góður tæknikennari. Slíkir kennarar eru vandfundnir. En svo er hann líka hlý manneskja. Laugardag- inn áður en ég kom heim hringdi hann í mig og bauð mér aukatíma. Það urðu fjórir klukku- tímar á sunnudegi heima hjá honum, þar sem ég sat bara og spilaði. Mér fannst ég standa mig mjög vel, en hann finnur alltaf hæðina fyrir of- an. Það er sama hvað maður gerir, hann sér allt- af næsta áfanga og er tilbúinn að leiða mann lengra. Þess vegna vildi ég vera áfram í tvö ár í ströngu námi hjá þessum mikla meistara. Ég er líka heppinn í skólanum, kominn inn í allt. Þarna eru mjög frægir gestaprófessorar og svo rosalega margt sem maður getur lært af og nýtt sér. Það er hægt að vera í svona skóla og vera bara í meðalfarinu, en það er líka hægt að vera opinn og ákveðinn og sækja sér það sem maður vill. Ég gæti ekki verið ánægðari með hvernig málin hafa þróast hjá mér, og á síðustu tveimur mánuðum hef ég verið að breyta miklu í því hvernig ég spila. Ég hef verið í alls konar tækni- pælingum, djúpum og skemmtilegum, og hef verið að skipta um ásláttartækni, og það er kannski ekki heppilegt að gera það á sama tíma og maður er að spila mikið opinberlega. En ég varð að taka þá áhættu. Maður má samt ekki hugsa um tækni meðan maður er að spila, þá er það bara tónlistin sem kemst að og maður verð- ur að flæða í henni. En ég var búinn að vinna brjálæðislega í þessu og kennarinn minn sagði að ég væri tilbúinn í slaginn.“ Það eru ekki nema þrjár vikur síðan Vík-ingur Heiðar frumflutti með Caput pí-anókonsert eftir Snorra Sigfús Birg-isson. Þá skrifaði Ríkarður Örn Pálsson: „… Víkingur Heiðar léði viðamiklum einleiknum þá glansmiklu snerpu og skáldlegu dýpt sem sannur virtúós getur frekast lagt til málanna.“ Víkingur lék líka með Guðrúnu Jó- hönnu Ólafsdóttur fyrir skömmu á tónleikum í Salnum. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvernig þetta er hægt. „Já,“ segir Víkingur hugsi, „ég velti því stundum fyrir mér sjálfur. Best er að hugsa ekkert of mikið um það. Ég er í rútínu, kem oft fram og þekki hvernig ég er undir álagi. Ég vinn vel undir pressu og hef mjög gaman af að spila á píanóið. Ég æfi eins og margir myndu kalla fá- ránlega mikið, og er búinn að gera það í mjög langan tíma. Ég er búinn að æfa mig mjög mas- síft í mjög mörg ár. Maður lærir að skipuleggja sig og kemur sér upp tækni við að vinna. Stund- um þarf maður líka bara að trúa því að það besta gerist og þegar maður veit að maður hef- ur unnið fyrir því er auðveldara að láta sér líða vel undir álagi. En ég þarf auðvitað líka að leita í bækur, útiveru og svo nýt ég þess að vera með kærustunni minni. Maður verður að finna jafn- vægið, maður gæti orðið þunglyndur af því að vinna of mikið.“ Hvað æfirðu þig mikið? „Ætli ég spili ekki í sex tíma á dag. En það tekur miklu lengri tíma, því maður þarf að hvíla bæði hugann og líkamann á milli. Það er ekki nóg að hreyfa fingurna. Þetta verður aldrei eins og að fara á hlaupabretti í klukkutíma, því mað- ur þarf að hugsa um hverja einustu hreyfingu, hendingamótunina og allt það. Þessi sex tíma spilamennska tekur mig því allan daginn.“ Tal okkar berst að tækninni og ég er for-vitin um hvernig Víkingur nær svonamiklum og þéttum hljómi úr flygl-inum í Háskólabíói, í sal sem er þekkt- ur að því að kæfa og gleypa hljóm í stað þess að bera hann fallega til áheyrenda. Hann kveðst heppinn að hafa fengið svo mörg tækifæri til að spila í bíóinu, því það taki tíma að læra á hljóm- burðinn og „plata“ hann. „Ég get ekki beðið eftir að fá að spila í nýja tónlistarhúsinu, og hlakka mjög til. Þegar mað- ur er vanur því að spila í sal eins og í Há- skólabíói er svo miklu léttara að spila í góðum sölum.“ Víkingur nefnir enn eitt atriði sem skiptir máli upp á að tónlistin berist vel, og það er að spila mjög rytmískt. „Það hjálpar mikið hafa rytma mjög skýran og nákvæman. Maður þarf að hafa mikla festu, og hafa það algjörlega á hreinu hvar maður ætlar að gefa sér smá svig- rúm í rytmanum og hvar ekki. Ég er búinn að vera að vinna í þessu með kennaranum mínum. Þetta er nú eitt af því sem heillar mig svo í per- formans. Þar er ekki bara tónninn, áslátturinn og liturinn, heldur líka þetta tímaflæði.“ Það vekur ógnarhlátur hjá viðmælandamínum þegar ég spyr hvort hann spilivirkilega aldrei feilnótur. „Jú,“ segirhann og hlær meira. En ég er nú samt viss um að þær eru mun færri en gengur og ger- ist. „Með gömlu tækninni var ég farinn að geta spilað nánast feilnótulaust eftir miklar æfingar, en ég var ekki alltaf nógu flæðandi. Kannski of upptekinn við að koma mér fyrirfram á rétta nótu áður en hún var spiluð. Í nýju tækninni er meira flæði. Manni getur liðið svolítið eins og maður sé í línudansi og hafi ekkert öryggisnet undir sér, en ávinningurinn í músíkölsku flæði og litbrigðum er ótvíræður – maður tekur miklu meiri sénsa, en … rangar nótur eða ekki … ef maður æfir sig vel skiptir engu máli þótt það komi nokkrar rangar nótur. Þegar maður er að spila, og það klikkar eitthvað sem hefur aldrei klikkað áður, þá er svo auðvelt að festa sig í pirringi og fara að hugsa um atvikið. Fyrir bragðið hljóma næstu tíu taktar kannski ekki eins vel og þeir ættu að gera. En ég er búinn að læra að elska feilnóturnar næstum jafnmikið og hinar réttu og læt þær ekki trufla mig. Þetta sker úr um það hvort maður er nemandi eða eitthvað annað. Miklir listamenn myndu aldrei leyfa sér að fara í kleinu út af feilnótum.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa Beethoven- konsertinn? „Ég fór að æfa hann af alvöru fyrir um hálfu ári, fyrst af og til, og kom honum stundum alveg á suðupunkt, en hvíldi mig svo kannski í eina til tvær vikur inni á milli. Síðustu þrjár vikurnar er ég þó búinn að vera í honum á fullu. Beethoven er svo magnaður. Innri spenna hans end- urspeglast svo rosalega í músíkinni, og miklu meira en hjá öðrum tónskáldum.“ Ég verð að fá nánari útskýringu á þessu. „Hann var svo rosalega flókinn maður. Þessi konsert var saminn skömmu upp úr 1800 þegar hann var farinn að gera sér grein fyrir því að hann yrði væntanlega heyrnarlaus, og farinn að örvænta um að halda heyrninni. Allar fallegu laglínurnar, sem geta virkað einfaldar við fyrstu sýn, eru ekkert einfaldar við nánari kynni. Þær eru yfirleitt fullar af innri spennu og rosalegri togstreitu. Maður upplifir allar þjáningar mannkynsins í þessari tónlist, hún er svo mann- leg. En þótt hann sé svona mikil manneskja er hann á sama tíma svo mikill andi, og svo upphaf- inn. Samblandið af þessu tvennu er svo sér- stakt. Músíkin er svo ströng og rytminn strang- ur, en á sama tíma er hún svo frjáls, og einhvern veginn miklu frjálsari en hjá til dæmis Mozart. Beethoven er byltingarsinni og það er mikil ólga í honum. Til að geta spilað þessa tónlist þarf maður að ganga í gegnum þetta ástand með honum. En maður er líka alveg búinn eftir á. Þetta var þrekraun.“ Nú er komið að framtíðinni og Vík-ingur upplýsir að næstu skref séuað brýna keppnisandann og reynafyrir sér í alvöru keppni. Þær eru margar. „Það er ekki hægt að fara í keppni fyrr en maður er búinn að finna sig sem listamann eða alla vega kominn nær því. Ég hefði ekki átt neitt erindi í keppni fyrr. Keppnir eru flókið fyrirbæri en mér finnst þær ekki mjög skemmtilegt form. Í dómnefnd- um eru yfirleitt píanókennarar og þeir eiga oft- ast nemendur í keppnunum. En þótt þeir dæmi ekki eigin nemendur dæma þeir kannski aðra út frá þeim. Þetta er ekki jafnsvarthvítt og ef mað- ur færi í hundrað metra hlaup og ynni. Þá hefur maður einfaldlega átt besta tímann. Ég hef séð margt í keppnum sem mér misbýður, en stund- um vinnur líka langbesta fólkið. Í dag eru keppnirnar mjög margar og enginn verður frægur af því að sigra í þeim. Þær geta hins veg- ar hjálpað fólki. Það sem gildir í dag er það hvernig tengslum maður nær við áheyrendur. Þess vegna hef ég blendnar tilfinningar til keppna yfirleitt. Ég held samt að þetta geti orð- ið gaman hvernig sem fer. Ég veit að ég get bú- ist við ýmsu og ekkert er útilokað.“ Hverju vilt þú hafa náð á þitt vald áður en þú tekur þátt í þinni fyrstu stóru keppni? „Maður þarf að vera kominn með stórt reper- toire og hafa mikla reynslu af því að spila undir álagi og stressi. Ef maður vinnur þarf maður að vera tilbúinn til að halda fullt af tónleikum og valda því verkefni. Maður þarf að sýna ákveðni sem listamaður; ekki spila eins og við er búist af manni heldur eins og maður sjálfur ætlar sér. Maður þarf að hafa stáltaugar og vera sterkur persónuleiki. Þetta er erfitt. Það þarf styrk í hvort tveggja, að vinna og tapa, og hvort tveggja þarf að höndla á réttan hátt. Ég veit ekkert í hvaða keppnir ég fer, ég er ekki búinn að ákveða það núna. Það eina sem ég vona er að ég haldi áfram að vaxa og þroskast – ég vil ekki staðna.“ Víkingur segir margt koma til þegar ég spyr hann hverju hann þakki velgengni sína til þessa. Fjölskyldan er efst á blaði og svo kennarar og fjöldi vina, vandamanna og annarra sem hafa látið sig velferð hans varða. „Ég held ég sé fæddur undir happastjörnu. En hæfileikar og ekki hæfileikar … ég var aldrei neitt undrabarn og fannst ég aldrei vera neitt áberandi góður. Þetta er spurning um að maður vinni og vinni til að komast nær takmarki sínu. Það getur verið erfitt að verða stjarna en á Íslandi er það auð- velt. En ég er ekki háður áliti annarra á mér og vona að ég hafi styrk og sé meðvitaður um það hvernig sem hlutirnir fara hjá mér. Hvort sem ég næ markmiðum mínum eða ekki held ég að ég verði alltaf hamingjusamur, því ég sæki ham- ingjuna ekki í utanaðkomandi brunn heldur í það sem er innra og skiptir raunverulegu máli í lífinu.“ Ég held ég sé fæddur undir happastjörnu Morgunblaðið/Eyþór Víkingur „Ég æfi eins og margir myndu kalla fáránlega mikið,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson. Víkingur Heiðar Ólafsson er 22 ára píanóleikari. Hann er enn í námi, en langt er síðan gagnrýnendur fóru að tala um hann sem fullburða lista- mann. Hann hefur verið óvenjubráðþroska í listinni. Í HNOTSKURN » Fimm ára gamall hóf VíkingurHeiðar píanónám hjá Erlu Stef- ánsdóttur. » 1995 hóf hann píanónám hjá PeterMáté í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. » Í desember 2005 sigraði Víkingur ífyrstu íslensku píanókeppninni, en hún var haldin á vegum Evrópusam- bands píanókennara. » Víkingur lauk einleikaraprófi fráTónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2001. » Í vor lauk Víkingur Heiðar bache-lor-prófi frá Juilliard-tónlistarskól- anum í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.