Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÁLIÐAÐ hefur verið í þingsalnum þessa vikuna m.a. vegna prófkjara flokkanna og þings Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn. Ein- stakir þingmenn hafa þó notað tækifærið og mælt fyrir þingmálum sínum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti t.d. fyrir frumvarpi sínu um hækk- un miskabóta vegna ærumeiðinga. Ráðherrar hafa einnig mælt fyrir nokkrum stjórnarfrumvörpum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mælti m.a. fyrir frumvarpi sínu um heilbrigð- isþjónustu, á Alþingi í gær. Auk þess mælti hún fyrir frumvarpi um embætti landlæknis og frumvarpi um Heyrnar- og talmeinastöð. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mælti sömu- leiðis fyrir fjölmiðlafrumvarpinu á fimmtudag. Því frumvarpi var vís- að til annarrar umræðu og til menntamálanefndar þingsins, með 32 samhljóða atkvæðum í gær. Rólegir dag- ar á Alþingi Morgunblaðið/Sverrir Fylgst með umræðum Mælt hefur verið fyrir nokkrum þingmanna- og stjórnarfrumvörpum á Alþingi á síðustu dögum. Á myndinni má sjá Sigríði Önnu Þórðardóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fylgjast með umræðum. HEILDARÚTGJÖLD bifreiða-, ferða og risnukostnaðar ríkisins lækkuðu um 39,4 milljónir kr. milli ár- anna 2004 og 2005, eða um 1%. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjár- málaráðherra, Árna M. Mathiesen, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns Samfylkingarinnar. Ferðakostnaður nam tæpum 2,3 milljörðum kr. á árinu 2005 og lækk- aði um eina milljón frá fyrra ári. Bif- reiðakostnaður nam tæpum 1,2 millj- örðum kr. á árinu 2005 og lækkaði um tíu milljónir frá fyrra ári, eða um 1%. Risnukostnaður nam um 298 milljón- um kr. á árinu 2005 og lækkaði um 28 milljónir króna eða tæplega 9% frá fyrra ári. Í svarinu er greint nákvæmlega frá ferða-, risnu- og aksturskostnaði æðstu stjórnar ríkisins og einstakra ráðuneyta. Þegar litið er á forseta- embættið kemur í ljós að risnukostn- aður embættisins var 9,8 milljónir ár- ið 2005 og lækkaði um 2,5 milljónir frá fyrra ári. Aksturskostnaður var 4,8 milljónir árið 2005 og lækkaði um rúma milljón frá fyrra ári. Þá var ferðakostnaður um 15,3 milljónir á árinu 2005 og jókst um 2,5 milljónir frá fyrra ári. Þegar litið er á Alþingi kemur í ljós að risnukostnaður var 17,7 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um 1,3 millj- ónir frá fyrra ári. Aksturskostnaður var um 49,5 milljónir á árinu 2005 og hækkaði um rúmar fjórar milljónir frá fyrra ári. Þá var ferðakostnaður um 113 milljónir á árinu 2005 og hækkaði um átta milljónir frá fyrra ári. Þegar litið er á forsætisráðuneytið og undirstofnanir þess, kemur í ljós að ferða-, risnu og aksturskostnaður lækkaði nokkuð á milli ára. Risnu- kostnaður var um 14,2 milljónir kr. á árinu 2005 og lækkaði um rúmar níu milljónir frá fyrra ári. Aksturskostn- aður var um 6,5 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um rúmar þrjár milljónir frá fyrra ári. Þá var ferðakostnaður tæplega 26 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um rúmlega átta milljónir frá fyrra ári. Af öðrum ráðuneytum má nefna ut- anríkisráðuneytið og undirstofnanir þess. Risnukostnaður var tæplega 65 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um tæpar níu milljónir frá fyrra ári. Akst- urskostnaður var um 33 milljónir á árinu 2005 og hækkaði um tæpar tvær milljónir frá fyrra ári. Ferða- kostnaður var um 305 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um rúmar fjór- tán milljónir frá fyrra ári. Ferðakostnaður lækkar Árni M. Mathiesen Í HNOTSKURN »Ferða-, bifreiða- og risnu-kostnaður ríkisins hækk- aði um 29 milljónir kr. frá árinu 2003 til ársins 2004. »Ferða-, bifreiða- og risnu-kostnaður ríkisins lækkaði hins vegar um 39, 4 milljónir frá árinu 2004 til 2005. »Ferðakostnaður æðstustjórnar ríkisins var sam- tals um 30,7 milljónir á árinu 2005, aksturskostnaður var 57,7 milljónir á því ári. Jóhanna Sigurðardóttir VERKNÁMSKENNARAR Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra hafa sent þingmönnum kjördæm- isins bréf þar sem því er mótmælt að dregið sé úr fjárframlögum, í fjárlagafrumvarpi næsta árs, til verknáms í framhaldsskólum. Þeir segja í bréfinu að skerðingin eigi sér m.a. stað með því að gert sé ráð fyrir fleiri nemendum í hópum í iðnnámi og öðrum starfsbrautum, í reiknilíkani menntamálaráðuneyt- isins. Þeir segja að iðnnám sé í eðli sínu dýrt og að nemendur séu vegna ör- yggissjónarmiða fáir og aðstaða og búnaður dýr. „Á sama tíma og eft- irspurn eftir iðnmenntuðu fólki hef- ur aukist, er kreppt að skólunum með þessum aðgerðum,“ segir m.a. í bréfinu. Er í lok þess skorað á þingmennina að koma í veg fyrir að starfsnám verði lagt af í kjördæm- inu. Mótmæla skerðingu VALGERÐUR Sverrisdóttir ut- anríkisráðherra heldur á morg- un, sunnudag, í fjögurra daga opinbera heim- sókn til Úkraínu, í boði Borys Tarasjúk, utan- ríkisráðherra Úkraínu. Skv. upplýsingum utanrík- isráðuneytisins eru á dagskrá heimsóknarinnar fundir með úkr- aínskum ráðamönnum, m.a. þeim Viktori Jústsjenskó, forseta, Vikt- ori Janúkóvitsj forsætisráðherra og Borys Tarasjúk utanrík- isráðherra auk þess sem ráðherra fer í heimsókn í úkraínska þingið í boði forseta þess, Oleksandr Moroz. Utanríkisráðherra leiðir jafn- framt viðskiptasendinefnd sem skipuð er fulltrúum 23 íslenskra fyrirtækja en Útflutningsráð Ís- lands hefur í samvinnu við utan- ríkisráðuneytið skipulagt við- skiptaráðstefnur og tvíhliða fundi. Heimsækir Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir ÓHÆTT er að segja að þingmanna- bekkurinn hafi verið fáliðaður í vik- unni. Skýringin er fyrst og fremst þessi: prófkjör fara fram víða um land þessar vikurnar og þingmenn sem sækjast eftir áframhaldandi þingsetu eru með hugann við prófkjörsbarátt- una. Þingmenn hafa því margir hverjir staldrað stutt við í þingsalnum – ef til vill rétt skotist til þess að taka til máls í einstaka þingmálum – og fundir í fastanefndum hafa fallið niður vegna fjarveru þingmanna. Kaffistofan er aldrei þessu vant nánast tóm, yfir daginn. Þeir sem þangað koma ræða þó fátt annað en prófkjörin og mögu- leg úrslit. Augu manna hafa m.a. beinst að nýloknu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Endurnýjun varð á fram- boðslistanum en sitjandi þingmenn halda þó velli ef að líkum lætur. Í prófkjörsbaráttunni urðu hörð átök og ekki er víst hvort og þá hvernig þau sár eiga eftir að gróa. Prófkjörið kallaði fram meiri flokkadrætti í Sjálfstæðislokknum en sést hafa lengi vel. Ellefu þingmenn, sem voru í fram- boði fyrir síðustu þingkosningar, gefa ekki kost á sér áfram. Það skapar rými fyrir nýja þingmenn. Þrátt fyrir það er hart sótt að sitjandi þingmönn- um og stöðu þeirra í nokkrum kjör- dæmum. Til dæmis verður spennandi að sjá hvernig prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fer um helgina. Þar sækjast þrír þingmenn og einn nýliði, eftir efsta sæti listans. Allt karlmenn. Fari svo að þeir raði sér í fjögur efstu sætin dettur sá neðsti niður í sjötta sætið, til að rýma fyrir konum, sam- kvæmt reglum flokksins um kynja- kvóta. Samfylkingin hefur nú fjóra þingmenn í kjördæminu. Einnig verður hart barist í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi en þar sækjast fimm þing- menn, auk nýliða, eftir þremur öruggum þingsætum. Ekki er á vísan að róa í þessu og þegar þetta er skrifað bendir fátt til annars en að a.m.k. einn þingmaður detti af þingi í vor, þ.e. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, í Norðvesturkjördæmi. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri um liðna helgi og er þar með ekki í öruggu þingsæti. Allar líkur eru á því að fleiri þingmenn detti út og að nokk- ur endurnýjun verði á þingliðinu í vor. Fáliðaður þing- mannabekkurinn ÞINGBRÉF Eftir Örnu Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.