Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 04.11.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÁLIÐAÐ hefur verið í þingsalnum þessa vikuna m.a. vegna prófkjara flokkanna og þings Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn. Ein- stakir þingmenn hafa þó notað tækifærið og mælt fyrir þingmálum sínum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti t.d. fyrir frumvarpi sínu um hækk- un miskabóta vegna ærumeiðinga. Ráðherrar hafa einnig mælt fyrir nokkrum stjórnarfrumvörpum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mælti m.a. fyrir frumvarpi sínu um heilbrigð- isþjónustu, á Alþingi í gær. Auk þess mælti hún fyrir frumvarpi um embætti landlæknis og frumvarpi um Heyrnar- og talmeinastöð. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mælti sömu- leiðis fyrir fjölmiðlafrumvarpinu á fimmtudag. Því frumvarpi var vís- að til annarrar umræðu og til menntamálanefndar þingsins, með 32 samhljóða atkvæðum í gær. Rólegir dag- ar á Alþingi Morgunblaðið/Sverrir Fylgst með umræðum Mælt hefur verið fyrir nokkrum þingmanna- og stjórnarfrumvörpum á Alþingi á síðustu dögum. Á myndinni má sjá Sigríði Önnu Þórðardóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fylgjast með umræðum. HEILDARÚTGJÖLD bifreiða-, ferða og risnukostnaðar ríkisins lækkuðu um 39,4 milljónir kr. milli ár- anna 2004 og 2005, eða um 1%. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjár- málaráðherra, Árna M. Mathiesen, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns Samfylkingarinnar. Ferðakostnaður nam tæpum 2,3 milljörðum kr. á árinu 2005 og lækk- aði um eina milljón frá fyrra ári. Bif- reiðakostnaður nam tæpum 1,2 millj- örðum kr. á árinu 2005 og lækkaði um tíu milljónir frá fyrra ári, eða um 1%. Risnukostnaður nam um 298 milljón- um kr. á árinu 2005 og lækkaði um 28 milljónir króna eða tæplega 9% frá fyrra ári. Í svarinu er greint nákvæmlega frá ferða-, risnu- og aksturskostnaði æðstu stjórnar ríkisins og einstakra ráðuneyta. Þegar litið er á forseta- embættið kemur í ljós að risnukostn- aður embættisins var 9,8 milljónir ár- ið 2005 og lækkaði um 2,5 milljónir frá fyrra ári. Aksturskostnaður var 4,8 milljónir árið 2005 og lækkaði um rúma milljón frá fyrra ári. Þá var ferðakostnaður um 15,3 milljónir á árinu 2005 og jókst um 2,5 milljónir frá fyrra ári. Þegar litið er á Alþingi kemur í ljós að risnukostnaður var 17,7 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um 1,3 millj- ónir frá fyrra ári. Aksturskostnaður var um 49,5 milljónir á árinu 2005 og hækkaði um rúmar fjórar milljónir frá fyrra ári. Þá var ferðakostnaður um 113 milljónir á árinu 2005 og hækkaði um átta milljónir frá fyrra ári. Þegar litið er á forsætisráðuneytið og undirstofnanir þess, kemur í ljós að ferða-, risnu og aksturskostnaður lækkaði nokkuð á milli ára. Risnu- kostnaður var um 14,2 milljónir kr. á árinu 2005 og lækkaði um rúmar níu milljónir frá fyrra ári. Aksturskostn- aður var um 6,5 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um rúmar þrjár milljónir frá fyrra ári. Þá var ferðakostnaður tæplega 26 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um rúmlega átta milljónir frá fyrra ári. Af öðrum ráðuneytum má nefna ut- anríkisráðuneytið og undirstofnanir þess. Risnukostnaður var tæplega 65 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um tæpar níu milljónir frá fyrra ári. Akst- urskostnaður var um 33 milljónir á árinu 2005 og hækkaði um tæpar tvær milljónir frá fyrra ári. Ferða- kostnaður var um 305 milljónir á árinu 2005 og lækkaði um rúmar fjór- tán milljónir frá fyrra ári. Ferðakostnaður lækkar Árni M. Mathiesen Í HNOTSKURN »Ferða-, bifreiða- og risnu-kostnaður ríkisins hækk- aði um 29 milljónir kr. frá árinu 2003 til ársins 2004. »Ferða-, bifreiða- og risnu-kostnaður ríkisins lækkaði hins vegar um 39, 4 milljónir frá árinu 2004 til 2005. »Ferðakostnaður æðstustjórnar ríkisins var sam- tals um 30,7 milljónir á árinu 2005, aksturskostnaður var 57,7 milljónir á því ári. Jóhanna Sigurðardóttir VERKNÁMSKENNARAR Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra hafa sent þingmönnum kjördæm- isins bréf þar sem því er mótmælt að dregið sé úr fjárframlögum, í fjárlagafrumvarpi næsta árs, til verknáms í framhaldsskólum. Þeir segja í bréfinu að skerðingin eigi sér m.a. stað með því að gert sé ráð fyrir fleiri nemendum í hópum í iðnnámi og öðrum starfsbrautum, í reiknilíkani menntamálaráðuneyt- isins. Þeir segja að iðnnám sé í eðli sínu dýrt og að nemendur séu vegna ör- yggissjónarmiða fáir og aðstaða og búnaður dýr. „Á sama tíma og eft- irspurn eftir iðnmenntuðu fólki hef- ur aukist, er kreppt að skólunum með þessum aðgerðum,“ segir m.a. í bréfinu. Er í lok þess skorað á þingmennina að koma í veg fyrir að starfsnám verði lagt af í kjördæm- inu. Mótmæla skerðingu VALGERÐUR Sverrisdóttir ut- anríkisráðherra heldur á morg- un, sunnudag, í fjögurra daga opinbera heim- sókn til Úkraínu, í boði Borys Tarasjúk, utan- ríkisráðherra Úkraínu. Skv. upplýsingum utanrík- isráðuneytisins eru á dagskrá heimsóknarinnar fundir með úkr- aínskum ráðamönnum, m.a. þeim Viktori Jústsjenskó, forseta, Vikt- ori Janúkóvitsj forsætisráðherra og Borys Tarasjúk utanrík- isráðherra auk þess sem ráðherra fer í heimsókn í úkraínska þingið í boði forseta þess, Oleksandr Moroz. Utanríkisráðherra leiðir jafn- framt viðskiptasendinefnd sem skipuð er fulltrúum 23 íslenskra fyrirtækja en Útflutningsráð Ís- lands hefur í samvinnu við utan- ríkisráðuneytið skipulagt við- skiptaráðstefnur og tvíhliða fundi. Heimsækir Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir ÓHÆTT er að segja að þingmanna- bekkurinn hafi verið fáliðaður í vik- unni. Skýringin er fyrst og fremst þessi: prófkjör fara fram víða um land þessar vikurnar og þingmenn sem sækjast eftir áframhaldandi þingsetu eru með hugann við prófkjörsbarátt- una. Þingmenn hafa því margir hverjir staldrað stutt við í þingsalnum – ef til vill rétt skotist til þess að taka til máls í einstaka þingmálum – og fundir í fastanefndum hafa fallið niður vegna fjarveru þingmanna. Kaffistofan er aldrei þessu vant nánast tóm, yfir daginn. Þeir sem þangað koma ræða þó fátt annað en prófkjörin og mögu- leg úrslit. Augu manna hafa m.a. beinst að nýloknu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Endurnýjun varð á fram- boðslistanum en sitjandi þingmenn halda þó velli ef að líkum lætur. Í prófkjörsbaráttunni urðu hörð átök og ekki er víst hvort og þá hvernig þau sár eiga eftir að gróa. Prófkjörið kallaði fram meiri flokkadrætti í Sjálfstæðislokknum en sést hafa lengi vel. Ellefu þingmenn, sem voru í fram- boði fyrir síðustu þingkosningar, gefa ekki kost á sér áfram. Það skapar rými fyrir nýja þingmenn. Þrátt fyrir það er hart sótt að sitjandi þingmönn- um og stöðu þeirra í nokkrum kjör- dæmum. Til dæmis verður spennandi að sjá hvernig prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fer um helgina. Þar sækjast þrír þingmenn og einn nýliði, eftir efsta sæti listans. Allt karlmenn. Fari svo að þeir raði sér í fjögur efstu sætin dettur sá neðsti niður í sjötta sætið, til að rýma fyrir konum, sam- kvæmt reglum flokksins um kynja- kvóta. Samfylkingin hefur nú fjóra þingmenn í kjördæminu. Einnig verður hart barist í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi en þar sækjast fimm þing- menn, auk nýliða, eftir þremur öruggum þingsætum. Ekki er á vísan að róa í þessu og þegar þetta er skrifað bendir fátt til annars en að a.m.k. einn þingmaður detti af þingi í vor, þ.e. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, í Norðvesturkjördæmi. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri um liðna helgi og er þar með ekki í öruggu þingsæti. Allar líkur eru á því að fleiri þingmenn detti út og að nokk- ur endurnýjun verði á þingliðinu í vor. Fáliðaður þing- mannabekkurinn ÞINGBRÉF Eftir Örnu Schram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.