Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju Í FOSSVOGSKIRKJU er að vanda boðið til tónlistardagskrár á Allra heilagra messu, 5. nóv. Stendur dagskráin yfir frá kl. 14–16.45. Flytjendur eru söngvararnir Kirst- ín Erna Blöndal og Örn Arnarson, Davíð Ólafsson, óperusöngvari, og Ester Ólafsdóttir undirleikari, Voces Masculorum, Kirkjukór Ás- kirkju og Kári Þormar organisti. Hugvekjur flytja sr. Hreinn Há- konarson og sr. María Ágústsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimilt að koma og fara að vild. Þá verða starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma fólki innan handar við að finna leiði í Fossvogskirkjugarði og Gufunes- kirkjugarði og einnig verður Hjálparstarf kirkjunnar með friðarkerti til sölu við garðana í Fossvogi og Grafarvogi. Söfnun fermingar- barna í Norðfirði NÚ ER framundan árleg söfnun fermingarbarna til verkefna á veg- um Hjálparstarfs kirkjunnar. Söfn- unin verður mánudaginn 6. nóvem- ber og stendur yfir frá kl. 18–21 en þá ganga fermingarbörnin í húsin í bænum og leita eftir aðstoð við söfnunina. Kvenfélagið og Norðfjarðarkirkja KIRKJAN hefur undanfarin ár boð- ið kvenfélagskonum að halda einn dag hátíðlegan til eflingar starfi fé- lagsins og til að minna á samvinnu að góðum málefnum. Kirkjudagur Kvenfélagsins Nönnu er nú 5. nóv- ember og verður messa í því tilefni og síðan seldar kaffiveitingar í safnaðarsalnum eftir messuna. Ræðumaður dagsins að þessu sinni er frú Álfheiður Hjaltadóttir frá Reyðarfirði, formaður Krabba- meinsfélags Austfjarða. Kvenfélagskonur ásamt ferming- arbörnum munu aðstoða í guðs- þjónustunni sem og kór kirkjunnar, sem flytur nýja sálma, s.k. Eide- söngva, úr söngvasafni norska söngprestsins Sindra Eide. Kaffi- sala í Safnaðarheimilinu eftir messu. Allir velkomnir. Sigurður Rúnar Ragnarsson sóknarprestur. Allra heilagra messa í Grafarvogskirkju Á ALLRA heilagra messu nk. sunnudag verður haldin hátíðar- guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Eins og undanfarin ár býður Grafarvogssöfnuður sérstaklega þeim sem misst hafa ástvini sína á árinu, til guðsþjónustu, sem og eldri borgurum safnaðarins. Þann dag er „þeirra sem á undan oss eru farnir“ sérstaklega minnst. Séra Guðmundur Þorsteinsson, fyrrverandi dómprófastur, prédik- ar. Prestar safnaðarins séra Vigfús Þór Árnason, séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Bjarni Þór Bjarna- son og séra Lena Rós Matthías- dóttir þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Sigurður Skag- fjörð og Arnþrúður Ösp Karls- dóttir. Organisti: Hörður Bragason. Eftir guðsþjónustuna verður svo nefnt „líknarkaffi“ en framlög renna í Líknarsjóð Grafarvogs- kirkju. Allir velkomnir. Með blessunaróskum, sóknarnefnd, Safnaðarfélag og prestar Grafarvogskirkju. Léttmessa í Árbæjarkirkju SUNNUDAGINN 5. nóvember ber upp á allra heilagra messu. Við höldum okkar striki, eins og alltaf fyrsta sunnudag mánaðarins erum við með léttmessu kl. 20. Á sunnudag er það listafólkið Páll Óskar og Monika Abendroth sem sjá um stundina. Erna Harðar- dóttir og sr. Þór Hauksson leiða stundina. Þennan sunnudag ber upp á allra heilagra messu, þá tendrum við bænaljós í minningu látinna ástvina. Veitingar á eftir. Komdu og eigðu góða stund í kirkj- unni þinni. Látinna minnst í Hafnarfjarðarkirkju ALLRA heilagra messa er sunnu- daginn 5. nóvember en þá verður látinna minnst í messunni kl. 11 í Hafnafjarðarkirkju. Sálmar og öll tónlist tekur mið af því. Kirkjugest- ir geta kveikt á kertum að lokinni altarisgöngu til minningar um ást- vini sína. Kristín Lárusdóttir leikur á selló Antonía Hevesi á orgel kirkj- unnar og kirkjukórinn leiðir al- mennan safnaðarsöng. Prestur verður sr. Kjartan Jónsson. Á eftir messu verður heitt á könnunni fyrir kirkjugesti. Nýr messuskrúði og altarisklæði helguð í Langholtskirkju SR. Sigurður Pálsson predikar við messu á allra heilagra messu í Langholtskirkju og Kammerkór Langholtskirkju syngur. Tekið verður við framlögum í minning- arsjóð Guðlaugar Bjargar Páls- dóttur, en sjóðurinn kostar tón- listarflutning við messuna. Herder Andersson gefur kirkjunni altaris- klæði, hökul og stólu sem hann hef- ur saumað og verða þau helguð í messunni. Gleði og sorg í Garðaprestakalli FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnudag kl. 11 í Vídal- ínskirkju. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson skólaprestur leiðir stundina ásamt Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur skóladjákna og Hjör- dísi Rós Jónsdóttur. Skólakór Hofs- staðaskóla syngur við guðsþjón- ustuna undir stjórn Hildar Jóhannesdóttur og Unnar Þor- geirsdóttur. Brúðan Engilráð veitir börnunum góða leiðsögn í stund- inni. Minning látinna verður í Garða- kirkju kl.14 þennan dag. Þetta er sameiginleg guðsþjónusta fyrir báðar sóknir. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar fyrir altari og predikar. Álftaneskórinn og kór Vídalíns- kirkju leiða lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Þennan sama dag er sunnudaga- skóli kl. 11 í hátíðarsal Álftanes- skóla undir stjórn Kristjönu Thor- arensen. Allir velkomnir. Sjá www.gardasokn.is. Víkurkirkja í Mýrdal – allra heilagra messa GUÐSÞJÓNUSTA verður í Víkur- kirkju í Mýrdal á allra heilagra messu, sunnudaginn 5. nóvember nk. kl. 14 í framhaldi af raddþjálf- unarnámskeiði fyrir kóra og söng- fólk í Vestur-Skaftafellssýslu. Kórar Víkur- og Skeiðflatar- kirkna í Mýrdal, Kvennakór Mýr- dalshrepps, ásamt félögum úr kirkjukórum sóknanna fyrir austan Mýrdalssand syngja. Organistar og kórstjórar eru Anna Björnsdóttir, Brian R. Haroldsson, Kristín Björnsdóttir og Kristín Waage. Einsöngvari og raddþjálfari er Signý Sæmundsdóttir söngkona. Sr. Haraldur M. Kristjánsson predikar og þjónar fyrir altari. Fjölmennum til kirkju og tökum þátt í lofgjörð og tilbeiðslu á Allra heilagra messu þegar við minnumst látinna. Væntanleg fermingarbörn næsta vors sérstaklega hvött til að mæta ásamt fjölskyldum sínum. Sóknarprestur. 12 spora námskeið í Fríkirkjunni í Reykjavík ÞRIÐJUDAGINN 7. nóvember, kl. 18–19.30, verður fyrsta samvera 12 spora námskeiðs sem haldið verður í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar á Laufásvegi 13. Á námskeiðinu verð- ur stuðst við bókina „Tólf sporin – Andlegt ferðalag,“ sem byggist á kenningum Biblíunnar. Hér ferð- umst við um eigin reynsluheim og deilum reynslu, styrk og vonum hvert með öðru í smáum, kyn- skiptum hópum. Fundirnir verða alltaf á þriðjudögum kl 18–19.30 og eru allir hjartanlega velkomnir. „Að starfa í stríði“ Á ALLRA heilagra messu, sunnu- dagskvöldið 5. nóvember nk. kl. 19.30 verður kvöldmessa í þýsku kirkjunni á Montpellier Place (næsta jarðlestarstöð er Knights- bridge). Áhersla verður lögð á fyrirbænir en á allra heilagra messu er þeirra minnst sem á undan okkur eru far- in og beðið verður fyrir fólki með nafni hvort sem það eru þau sem hafa kvatt þetta líf eða þau sem eru í einum eða öðrum vanda stödd í lífsins ólgusjó. Hægt verður að tendra af altarisljósi á sérstökum kertum til fyrirbæna og fyrirbæna- efnum má koma á netfangið: chaplain@mfa.is Tónlistarflutning- inn annast þau Friðrik Karlsson tónlistarmaður, Þóra Hallgríms- dóttir einsöngvari og Íslenski kór- inn í London syngur undir stjórn Gísla Magnasonar og verður tón- listarflutningur með óhefðbundnu sniði. Í stað prédikunar mun Ingibjörg Þórðardóttir, fréttamaður hjá BBC, ræða um efnið „Að starfa í stríði“ en Ingibjörg starfaði meðal annars á vegum BBC í Líbanon nýverið þegar stríð brast þar á síðastliðið sumar. Eftir stundina verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarsal kirkj- unnar og að því loknu mun sr. Sig- urður Arnarson fjalla um „Sorgina og sárin“ og Björg Árnadóttir mun lesa úr nokkrum samtímabók- menntum hugleiðingar um „Sorg- ina“. Kynntar verða tvær nýjar gerðir af jólakortum sem gefin eru út til styrktar safnaðarstarfinu. Eins verður boðið upp á bækur á ís- lensku til sölu um sorgina. Allir eru velkomnir. Trú og áföll ÞRIÐJUDAGINN 7. nóvember kl. 19 hefst í Leikmannaskóla þjóð- kirkjunnar námskeið þar sem fjallað verður trú og áföll. Kennari á námskeiðinu er sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. Fjallað verður um hvernig við bregðumst við áföllum eins og and- láti nákominna, lífshættu og öðru því sem telst til aðstæðna í lífi okk- ar og hvernig trúin snertir líf okkar í þessum aðstæðum. Einnig verður fjallað um þroskakreppur og lífs- skeið s.s. breytingar sem eru tengd- ar aldri, foreldrahlutverki. Unnin eru verkefni í tengslum við nám- skeiðsefnið. Kennt er í Grensáskirkju, þrjá þriðjudaga 7.–21. nóvember, 2 tíma í senn. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans, www.kirkjan.is/leikmanna- skoli. Hjónanámskeið að hefjast í Hafnarfjarðarkirkju UM ÞESSAR mundir er á ný tekið til við að skrá pör á hjóna og sam- búðarnámskeið Hafnarfjarðar- kirkju. Um 7.500 manns tekið þátt í námskeiðunum undanfarin 10 ár. Þau eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka og ekki síður, sem vita sig búa í góðu hjóna- bandi en vilja samt styrkja sam- band sitt. Á námskeiðunum er farið í gegn- um helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig fjölskyldumynstrum hægt er að festast í, fjallað um vænting- ar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni. En fyrst og fremst er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjöl- skyldunnar. Rætt er um hláturinn, kynlífið, gleðina, hamingjuna og margt, margt fleira. Námskeiðið fer fram í formi sam- tals milli þátttakenda og leiðbein- anda, þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni saman og hvert fyrir sig. Að lokum fá allir heima- verkefni upp á framtíðina. Enginn þarf að tjá sig á námskeiðinu frekar en hann vill. Kennsluefni á nám- skeiðunum er bókin Hjónaband og sambúð sem kom út nú í haust. Skráning fer fram í síma 891 7562. Monika Abendroth og Páll Óskar Hjálmtýs- son í Léttmessu SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 5. nóvem- ber kl. 20 koma þau Monika Abend- roth hörpuleikari og Páll Óskar Hjálmtýsson í Árbæjarkirkju og sjá um tónlistina. Messuna ber upp á allra heilagra messu og mun dag- skráin taka mið af því. En fyrsta sunnudag í nóvember hvert ár er allra heilagra messa samkvæmt fornri kirkjuhefð og er sá siður í okkar kirkju að minnast látinna þann dag. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Þá geta þau sem vilja kveikt á bænakertum í minningu ástvina og tekin verður frá sérstök stund til íhugunar. Eftir messuna er að sjálfsögðu boðið upp á kaffisopa og gott samfélag í safn- aðarheimilinu. Ekki vanrækja andlegu hliðina, mættu í léttmessu í Árbæjarkirkju. Mannræktarkvöld í Laugarneskirkju NÚ HALDA mannræktarkvöld Laugarneskirkju sínu striki alla þriðjudaga kl. 20. Alla jafna hefjast þau á kvöldsöng þar sem tónlistar- maðurinn Þorvaldur Halldórsson leiðir gospelsönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organista, en sóknar- prestur flytur Guðsorð og bæn. Í beinu framhaldi kl. 20.30 eru ýmis tilboð í safnaðarheimilinu þar sem stærstan hluta vetrar er boðið upp á 12 spora hópa og trúfræðslu á sama tíma. Næstu þrjú þriðjudagskvöld verða nokkuð ólík en mjög athyglis- verð. Þriðjudaginn 7. nóv. mun kvöld- söngurinn vera á sínum stað, þar mun Sigurbjörn Þorkelsson fram- kvæmdastjóri safnaðarins, tala en kl. 20.30 mun prestur innflytjenda sr. Thosiki Toma annast trú- fræðsluna þar sem hann svarar spurningunni: „Eiga innflytjendur erindi í kirkju?“ Þriðjudaginn 14. nóv. kl. 20 mun Náttúrulækningafélag Íslands halda málþing í samvinnu við Laugarneskirkju þar sem hraði ís- lensks samfélags verður til um- ræðu. Verður það nánar auglýst. Þriðjudaginn 21. nóv. kl. 20 verða tónleikarnir „Sorgin og lífið“ þar sem Erna Blöndal flytur, ásamt hljómsveit, sálmalög sem orðið hafa henni til styrktar í sorg. Boðið verður upp á kaffispjall í safnaðar- heimilinu á eftir, og verða næstu tvö þriðjudagskvöld svo helguð fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð að loknum hefðbundnum kvöld- söng. Er ástæða til að hvetja allt fólk til þátttöku í fjölbreyttu og fræðandi samfélagi á þriðjudagskvöldum í Laugarneskirkju. Kópavogskirkja – húnvetnsk messa TIL margra ára hefur það verið fastur liður í starfsemi Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík að standa fyrir guðsþjónustu í Kópavogs- kirkju fyrsta sunnudag í nóvember og að njóta veitinga og samveru að henni lokinni í Húnabúð í Skeif- unni. Að þessu sinni verður guðsþjón- ustan hinn 5. nóvember kl. 14. Húnakórinn syngur og leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Eiríks Grímssonar og flytur kórinn m.a. tvo kafla úr messu eftir Gounod. Þá frumflytur kórinn nýtt sálmalag eftir Pavel Smid við sálminn: Nú stendur yfir mín náðartíð, eftir Hallgrím Pétursson. Árni Arin- bjarnar annast orgelleik og sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson prestsþjón- ustu. Ritningarlestra lesa félagar úr Húnakórnum, þau Grétar Jóns- son og María Björnsdóttir. Minningarmessur í Dómkirkjunni MESSAÐ verður kl. 11 og kl. 20 í Dómkirkjunni. Þennan dag eru sér- staklega boðnir í messuna þeir sem hafa einhvern nákominn á undan- förnum misserum. Nánast allir sem deyja eru kvaddir við kirkjulega athöfn. Kirkjan vill minnast þeirra ásamt eftirlifandi ástvinum og taka þann- ig þátt í að heiðra minningu þeirra auk þess að eiga stund fyrir lífið - með lifendum. Í báðum messunum verður unnt að tendra ljós til minn- ingar um látna vini og ástvini. Allir velkomnir. Dómkirkjan. Morgunblaðið/ÓmarFossvogskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.